Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 Grimur Mqrinó Steindórsson, myndlistqrmaóur: ÞAÐ TRUFLAR MIG EKKI LENGUR HVAÐ AÐRIR ERU AÐGERA ÞESSA dagana blika málmar í Hafnarborg. Járn í öllum mögu- legum blæbrigðum: á veggmyndum glitra sólir í stálfægðum haffleti, á gólfinu svamla grænir þorskar í manngerðum þara, þar svífa um hraðfleygar kríur og flugur. Grímur Marinó Stein- dórsson hefur þarna komið fyrir myndverkum sínum, afrakstri síðustu fimm ára, mestmegnis skúlptúrum en einnig nokkrum samklippum. Síðustu áratugi hefur hann unnið að myndlistinni samhliða öðrum störfum, bæði til lands og sjávar, og þess sér stað í verkunum; þau spretta öll út frá náttúrunni og myndun- um hennar, bæði er að listamaðurinn skráir það sem ber fyrir augun, og tjáir einnig í myndum upplifun sína á heiminum. Grímur Marinó hefur haldið margar einkasýningar, og tekið þátt í samsýningum; en sú sem nú stendur uppi í Hafnarfirði er hans stærsta til þessa. / g fór í Myndlistarskólann í Reykjavík þegar ég var 16 ára og var þar í tvö ár. Þar var mikið úrvals lið: Ragnar Kjartansson og Jón Gunnar voru meðal nem- endanna, Ásta Sigurðardóttir var módel, Kjartan Guðjónsson kenndi teikningu og málun, Ásmundur myndmótun; Þorvaldur leit svo eft- ir, hógvær, og sagði fátt. Þarna var ég í öllum greinum samtímis," segir Grímur. „En ég var alltaf að búa eitthvað til, alveg frá því ég man eftir mér, og það var nú ekki alltaf vel liðið. Sjö eða átta ára var ég að saga til krossviðaraf- ganga og málaði á þá með þeim litum sem ég fann.“ Hvað tók við að námi loknu, fórstu strax að sinna listinni? „Nei, þá tók við ráp, ég fór í siglingar og vann fyrir mér, var þá ekkert að stússa í þessháttar hlutum. Þó var ég nú alltaf að leita að einhverju; vann aðeins í leir og gerði litlar skissur. Ég hef alltaf reynt að nýta það, sem er í kringum mig. „Ég fór fyrst að sýna í kringum 1970, en hef yfirleitt haldið fyrir- ferðarlitlar sýningar. Fyrst var ég mikið í olíu og vatnslitum, en fór svo að gera veggmyndir og skúlpt- úra úr málmi, sá að það átti vel við mig. Ég er lærður járniðnaðar- maður og kann því á efnið, veit hvernig má ná fram ólíkum blæ- brigðum þess. Ég nýti ýmsa mögu- leika járnsins sem ekki eru á allra meðfæri, og einnig stál og kopar; ég næ fram litbrigðum með slípun, sýniböðum og öðrum aðferðum." í verkunum er mikii nálægð við hafið, hér eru fiskar, þang, öldur og ljósbrot. „Ég hef alltaf verið á trillu á sumrin, og fuglar og fiskar er það sem ég horfi á; hafflöturinn og skýin líka. Ég skissa og tek ljós- myndir, og þannig eru verkin oft sprottin af náttúrunni, ég vinn úr þessu þegar ég hef næði. Og stund- um þróast þetta langt-frá upphaf- legu skissunni. Sum verkin eru svo mjög Iengi í smíðum, mánuði og upp í ár, en með önnur er ég fljót- ur, það hjálpar svo mikið að ég kann á efnið og veit hvernig best er að vinna það.“ í klippimyndunum ber nokkuð á Hornbjargsvita. „Ég hef leyst af hjá Vitamála- stofnun nokkuð reglulega, og hef verið í ýmsum vitum, ekki bara á Hornbjargi. Þetta eru verk sem hafa fallið til þegar ég hef verið á lausu, og henta mér mjög vel. Ég sækist eftir einsemdinni, er mikið fyrir að vera einn. Maður getur þá fundið nærveru almættisins, fegurðin er víða svo mikil og þá er ekkert sem truflar. í vitunum vinn ég í olíu og vatnsliti því ekki get ég flutt logsuðutækin með mér. Þá hef ég meitlað í fjörugijót og skorið út, því mér líður ekki vel nema ég hafi eitthvað í höndun- um.“ Er þetta ekki stærsta sýning sem þú hefur sett saman? „Jú, þetta er sú langstærsta; allur síðasti vetur fór í undirbún- ing, en þetta er nærri því saihan- safn fimm ára. Ég legg allt undir með þessari sýningu, og held að hér sé nánast allt það besta sem ég hef gert. Svona er ég stemmdur í dag; ég hef minn sérstaka stíl, er ekki að elta neinn annan. Það truflar mig ekki lengur hvað aðrir eru að gera.“ Viðtal/Einar Falur Ingólfsson rímur Marinó Steindórsson fyrir framan verkið Hillingar. Morgunbladið/Einar Falur FJALLAR UM HVAÐA MAh VIÐLEITNISEI NÆSTKOMANDI fimmtudag, 4. október, frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur nýtt íslenskt leikrit á Litla sviðinu. Nefnist það „Eg er meistarinn“ og er fyrsta verk Hrafnhildar Hagalín Guðmunds- dóttur. Sag^t er fráþremur gítarleikurum, öllum færum á sínu sviði, en komnum mislangt í listrænum þroska; þetta er hinn sígildi ástarþríhyrningur þar sem tilfinningar, metnaður og hæfi- leikar takast hatrammlega á. Leikendur eru þrír: Ingvar E. Sig- urðsson, Elva Ósk Ólafsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson; Kjartan Ragnarsson leikstýrir, Hlín Gunnarsdóttir hannar leikmynd og Pétur Jónasson sér um tónlistina. Um fyrstu kynni sín af verk- inu segir Kjartan Ragn- arsson, leikstjóri, að strax við fyrsta lestur hafi honum þótt þetta stórmerkilegt byrjandaverk, einstak- lega vel skrifað, og það álit hafi ekkert rýmað. „Verkið fjallar um þijá listamenn, en það eru þrír gítar- leikarar sem spila á klassískan gítar, og engin tilviljun að svo sé því Hrafn- hildur hefur sjálf fengist við klassískan gítarleik frá blautu barnsbeini,“ segir Kjartan. „Þetta leikrit hefur hina víðustu skírskotun um tilveru listamanna og baráttu þeirra við að ná völdum yfir listformi sínu, þeim draumum og löngunum sem þeir sækjast eftir og eru aldrei höndlanlegir; ef vel á að vera. Ein- hvern tímann sagði Halldór Laxness nú að skáld skuli eilíflega og alltaf leita eftir þvi að finna púðrið, en Guð hjálpi þeim manni sem fmni það. Það er leitin sjálf sem skiptir máli. Þessi þverstæða í viðleitni lista- manna er mjög áleitin í huga Hrafn- hildar." Verkið hefur þannig mjög víða skírskotun. „Það getur í raun fjallað um hvaða mannlega viðleitni sem er. Takmark- anir mannlegrar viðleitni eru stór þáttur, og svo er fjallað um ástina á óvenjulega næman og skarpan hátt.“ Hefur leikritið breyst mikið hjá þér í uppfærslunni? „Ég hef haft það að leiðarljósi við uppfærsluna að tnifla leikritið ekki, og ég vona að sýningin skerpi aðeins og undirstriki svo að kostir texta Hrafnhildar fái að blómstra. En verkið er óvenju krefjandi og áleitið fyrir leikara, það stendur og fellur með því að þrír leikarar gefi afskap- lega mikið af sér. Höfuðþáttur hér er innri vinna leikarans, og ég vil ekki trufla hana sem leikstjóri held- ur vera vakandi og styðja þau í sköp- un sinni. Þetta eru allt hinar vanda- sömustu rullur." Þetta er leikrit um tónlistarmenn og það er mikil tónlist. „Já, tónlistin er mjög mikilvægur þáttur í þessu verki. Ég reyni að gefa henni mikinn gaum, hún kemur alveg í „f rontinn" á vissum stöðum til að áhorfendur helli sér í að hlusta á hana gegnum huga persónanna. Hrafnhildur gjörþekkir þennan heim tónlistarinnar. Svo vorum við það heppin að hafa Pétur Jónasson gítar- leikara með okkur alveg frá fyrstu æfingum og þar til hann spilaði tón- listina inn. Öll tónlistin er spiluð af Pétri, nema annað sé tekið fram á sviðinu; en það er að Segovia spilar Bach, Rubinstein spilar Chopin og svo eiga Sykurmolarnir eigið lag.“ Umgjörðin er einföld. „Hlín Gunnarsdóttir gerir leik- myndina og mér finnst sem hún hafi leyst það vel að hanna búning után um það fínlega víravirki sem verkið er. í bakgrunninn settum við tilbrigði við myndina Frelsið, eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.