Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 35 "■ 11 1 ■" — 1 1 1 i . i . ii - - Stefnan sett á heimsmeist- aramótið eftir fimm ár __________Brids______________ GuðmundurSv. Hermanns- son ÞAÐ eru nýir og spennandi tímar framundan í islensku bridslífi, ef AlJ>jóðabridgesam- bandið býður Islandi að halda aðalheimsmeistaramótið í svei- takeppni árið 1995, keppnina um Bermúdaskálina og Feneyjabik- arinn. Eftir fundi þeirra Helga Jóhann- sonar forseta Bridgesambands ís- lands og Bjöms Eysteinssonar með Jose Damiani forseta Evrópusam- bandsins, meðan á heimsmeistara- mótinu í Genf stóð, virðist þetta vel geta orðið að veruleika. ísland er aðallega að keppa við Kínvetja um mótið, en svo virðist sem menn séu lítið spenntir fyrir Kínveijum, bæði vegna stjómmálaástandsins þar og vegna þess að nágrannar þeirra, Japanir, halda þetta mót á næsta ári. Það er líka komið að Evrópu, finnst mörgum. Og Evrópumenn í Alþjóðabridgesambandinu eru raunar þeirrar skoðunar að hags- munir Evrópu hafi verið fyrir borð bomir í forsetatíð Astraians Denis Howards, sem tók við af Svisslend- ingnum_ Ortiz-Patino fyrir fjórum ámm. Á fundi framkvæmdastjóm- ar alþjóðasambandsins í Genf reyndu fulltrúar Evrópu að koma í veg fyrir endurkjör Howards til næstu fjögurra ára, og buðu Jose Damiani á móti honum, en það mistókst, m.a. vegna þess að Evr- ópa á aðeins um' þriðjung stjómar- manna, þrátt fyrir að um 55% meðlima Alþjóðasambandsins séu Evrópubúar. Eftir forsetakjörið neituðu full- trúar Evrópu að mæta á fundi á vegum Alþjóðasambandsins, og Damiani gekk raunar svo langt að hóta að kljúfa sambandið. Eftir mikið baktjaldamakk og þrýsting náðist samkomulag um að Howard segi af sér eftir eitt ár, þá taki Ernesto D’Orsi frá Brasilíu við í eitt ár, en Bobby Wolff frá Banda- ríkjunum verði forseti þau tvö ár sem þá verða eftir af kjörtíinabil- inu. Nýr forseti verði svo frá Evr- ópu, og allar líkur benda til þess að Damiani hreppi hnossið. Inn í þetta andrúmsloft komu þeir Bjöm og Helgi með umsókn Islands um að halda heimsmeist- aramót. Erindinu var beint til Damianis, sem hefur verið í góðu sambandi við forvígismenn brids- mála hér, eftir að hann kom á Bridshátíð í vetur. Hann tók þessu einnig vel, og þar sem Damiani virðist frekar hafa styrkt stöðu sína á alþjóðasviðinu í Genf, ætti við- horf hans að hafa mikið að segja í þessu máli. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um áhrif þess hér, fái ísland heimsmeistaramótið. En m.a. öð- luðust Islendingar rétt til að tefla þar fram liði og árangur okkar á erlendum vettvangi undanfarin misseri sýnir að við eigum fullt erindi í hóp þeirra 16 þjóða sem keppa annað hvert ár um þennan virðulegasta titil sem hægt er að vinna í brids. Þeir Bjöm og Helgi tóku þátt í heimsmeistaramótinu í tvímenning í Genf, á milli þess sem þeir glímdu við pólitíkusana. Þeim gekk vel framanaf og fóru leikandi létt í undanúrslitin. Þar voru þeir á mörkum úrslitasætis eftir fyrstu tvær umferðirnar, en þá fóru fundahöldin að taka sinn toll af spilamennskunni. Kannski skýrir það atburðarásina í þessu spili, sem er þó vel þess virði að komast á prent, vegna þess að þar reynir nokkuð á bridsfræðin. Það spiluðu Björn og Helgi gegn hjónaleysun- um Benito Garozzo og Leu DuP- ont. Garozzo var á sínum tíma helsta stjarna Bláu sveitarinanr ítölsku en hefur nú flutt til Florida í Bandaríkjunum þar sem DuPont á miklar eignir. S/AV Norður ♦ ÁD9 ▼ KG76. ♦ G85 ♦ 943 Vestur Austur ♦ K64 ♦ 3 ♦ D ¥ Á9842 ♦ K762 ♦ ÁD3 ♦ DG1076 4ÁK85 Suður ♦ G108752 ¥1053 ♦ 1094 ♦ 2 Vestur Norður Austur Suður HJ. DuPont B.E. Garozzo - - - ' pass pass 1 hjarta pass 1 spaði 2 lauf pass 2 spaðar 3 hjörtu pass 3 spaðar 6 lauf 6 spaðar pass pass dobl Sagnirnar þróuðust nokkuð sér- kennilega og Helgi vissi varla hvað- an á hann stóð veðrið þegar hann var skyndilega kominn í 6 lauf, með passaðan makker í fyrsta hring. Garozzo vissi hins vegar vel hvar spilin vom og fórnaði því í 6 spaða. Helgi spilaði út laufadrottningu og Björn yfirtók með ás, til að gefa til kynna að vörnin ætti ekki frekar slagavon í þeim lit. Síðan tók hann hjartaás og spilaði hjart- atvistinum sem Helgi trompaði. Nú gat vörnin fengið heil 1.700, með því að spila tígli á ás, trompa hjarta, taka tígulkóng og drottn- ingu og spita fjórða hjartanu til að Helgi Jóhannsson forseti Bridgesambandsins. búa til slag á spaðakónginn. En hjartatvisturinn setti óvænt strik í reikninginn. Björn valdi tvistinn til að sýna Helga hjartalengdina; taldi að hliðarköll ættu ekki við í þessu tilfelli, bæði eftir laufásinn í fyrsta slag og að hann væri merktur með tígulásinn eftir sagnir. Helgi taldi hins vegar að hjartatvistinn væri hliðarkall í laufi, og spilaði því laufi eftir að hafa.trompað hjartað. Þá gat Garozzo trompað, svínað fyrir spaðakóng og hent einum tígli heima niður í hjarta í blindum. Hann slapp því með 4 niður og 800 en Björn og Helgi fengu samt sem áður nálægt toppi fyrir spilið því fæst AV pörin náðu slemmunni. Þess má geta, að ýmsir brids- meistarar hafa viljað spila laufí eins og Helgi gerði, þegar staðan var borin undir þá, og talið að þeg- ar verið sé að gefa trompanir hafi hliðarköll forgang. Hins vegar hef- ur Björn nokkuð til síns máls, án þess að hér sé lagður dómur á hvor skoðunin sé rétthærri. En þetta er angljóslega staða sem öll bridspör hafa gott af að ræða. Pennavinir Enskur 24 ára maður með mikinn íslandsáhuga: Justin Wilkinson, Sandbriggs, Lancaster Road, Garstang, Preston PR3 ÍJA, England. írsk 31 árs kona með áhuga á bókalestri, gönguferðum, dansi, pg bréfaskriftum. Vill skrifast á við konu á svipuðum aldri: Colette Sheets, 178 Comerogh Road, Drimnogh, Dublin 12, Irland. Nítján ára japþnsk stúlka með áhuga á tónlist, kvikmyndum, ferðalögum, íþróttum, dansi o.fl.: Yumi Tsuruhara, 1-8-3 Kamimonobe, Sumoto-city, Hyogo, Japan. Pólskur 21 árs gamall laganemi með áhuga á sögu, þungarokki, Napoleonstímabilinu, líkamsrækt o.fl.: Maciej Piela, Zielona Gora, ul. Piaskowa llc/2, 65-204 Poland. Þettaerhún aáttúnlega i/winwi sV®6 ao* X>eS Blombera þvottavélar. 7 gerðir. íott verð - greiðslukjör Elnar FarestveKftCo.hf. BORGARTÚN! 28, SÍRRI622901. L*iA 4 stoppar viA dymar l:l:l:l:l:l:l: Lausnin fyrir lagerinn LÉTTIR OG LIPRIR BV-LYFTARAR RAFMAGNSLYFTARAR Margargerðir Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. HANDTJAKKAR Eigum ávallt fyrirliggjandi hina velþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. HANDLYFTARAR JVIarju Entrich heilsuvörur fyrir húðina þína ME-andlitsvatn ME-kamillukrem ME-hárnæring ME-hveitikímkrem ME-vítamínkrem ME-þörungasápa ME-skrúbbkrem (peeling) ME-rakakrem ME-naglalakk ME-gulrótar-olía ME-avokado-olía // ME-vítamín ME-„hrukkukrem" ME-fótakrem ME-sólvarnarkrem ME-netlu-sjampó ME-handsápa ME-þaratöflur ME-bývaxkrem ME-varalitir ME-dagkrem ME-kinnalitir ME-maskarar Wi - er á nýjum stað Hefiir opnað nýja heilsuvörubúð á Laugavegi 46, sími 622820. BlLDSHÖFDA 16SÍMI6714 44 TELEFAX672580 Lyftigeta: 800 kg. Lyftihæð:80 cm. Hentugt hjálpartæki við allskonar störf. Sparið bakið, stilliðvinnuhæðina. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.