Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 52
PC MAGAZINE UM ÍBM C éjSfof iorrtiitihfahiíi KringlanS'jÉgkgfr, bnni s&Mmm m 692500 ilMrl „ÞETTA ER simE1L.iviennar FRAMTÍÐIN" MIÐVIKUDAGUR 3. OKTOBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Dræm veiðiígóða veðrinu Morgnnblaðið/Árni Sæberg Það var heldur dauft hljóðið í trillukörlum á Faxaflóanum í gær, því I 600 kíló að landi á mánudag, en í gær veiddust örfáir ýsutittir og þeir höfðu lítið fengið. Bjargfugl RE 55, sem er í forgrunni, kom með I koli. Brandur RE 99 hafði einnig lítið upp úr krafsinu. Samanburður á lífskjörum og lífsháttum á Norðurlöndunum: íslendingar hafa meira fyrir lífsgæðunum en nágrannarnir Nýtt álver: Orkuverð- ið liggur ekkifyrir - segir Páll Pét- ursson PÁLL Pétursson formaður þirigflokks Framsóknarflokks- ins segir að engin endanleg ákvörðun liggi fyrir um eitt eða neitt varðandi álsamningana utan að Atlantsálshópurinn vilji aðeins reisa álverið á Keilis- nesi. Hann segir að á þing- flokksfundi Framsóknarflokks- ins í gær hafi komið fram alvar- legar athugasemdir við flesta þætti málsins. „Þetta er ekki komið á þann rekspöl að hægt sé að skrifa undir eitt eða neitt. Það liggur ekki fyr- ir endanleg ákvörðun um neitt nema staðarval, en það liggur fyr- ir fullyrðing um að þeir vilji ekki vera annars staðar en á Keilis- ^jiesi. Þá þarf að taka afstöðu til þess hvort við samþykkjum það eða ekki. En raforkuverðið er laust og stjórn Landsvirkjunar hefur ekki fjallað um raforkusamning- inn, þótt drög að honum hafi verið kynnt henni. Skattamálin eru óráð- in og umhverfismálin sömuleiðis," sagði Páll. Hann sagðist vilja taka það skýrt fram að iðnaðarráðherra myndi á fimmtudag ekki skrifa undir bindandi samning um álver, heldur frekar viljayfirlýsingu um að kanna hvort grundvöllur sé fyr- ir samningi. „Það er nánast ekkert annað en að iðnaðarráðherra lýsir þarna vilja sínum til að byggja -slver á Keilisnesi og skrifar undir eitthvað prívatbréf eða fundargerð. Ég veit ekki hvort það er liður í því að hann er að leita sér að kjör- dæmi, en þetta eru vinnubrögð sem ekki er beint hægt að taka alvar- lega,“ sagði Páll. Páll Pétursson situr einnig í stjórn Landsvirkjunar. Hann sagði að boðað hefði verið til fundar þar á fimmtudag og hann sagðist gera ráð fyrir að þar verði orku- sölusamningurinn tekinn til byij- unarumræðu. ÞJÓÐARTEKJUR á mann eru með hæsta móti á Islandi, miðað við Danmörku, Svíþjóð, Noreg og Finnland. Hins vegar þurfa Islendingar að hafa meira fyrir því að ná sambærilegum lífskjör- um og nágrannaþjóðirnar. Grunnkaup er Iægst á Islandi, en með mikilli atvinnuþátttöku og löngum vinnutíma tekst ís- lendingum að nokkru að jafna metin í tekjum einstaklinga og fjölskyldna. Á móti vegur að . skattar eru lægstir á Islandi, sem gerir ráðstöfunartekjur fjöl- skyldna hér sambærilegar við það sem er í hinum löndunum. Þetta kemur fram í nýju riti eft- ir dr. Stefán Ólafsson, þar sem borin eru saman lífskjör og lífshætt- ir á Norðurlöndunum. Þar segir einnig, að tiltölulegar háar ráðstöf- unartekjur endurspeglist í mikilli einkaneyslu á íslandi. Útgjöld vegna einkaneyslu eru þegar á heildina er litið hátt hlutfall af þjóð- artekjum hér á landi. íslendingar eiga mikið af sumum tegundum varanlegs neysluvarnings, til dæmis fólksbifreiðum og ýmsum húsbún- aði, en sumarhúsaeign er meiri í Svíþjóð og Noregi en hér á landi. Algengara er einnig að Finnar eigi sumarhús en íslendingar, en hins vegar eiga þeir miklu sjaldnar ýms- an annan þann varning, sem íslend- ingar eiga í miklum mæli á heimil- um sínum. „Því má segja, að þótt grunnkaup sé lægst á íslandi, þá takist íslendingum að skipa sér á bekk með hinum þjóðunum á Norð- urlöndum í eignarhaldi á ýmsum efnalegum gæðum,“ segir í bókinni. Þá kemur einnig fram, að hús- næðisaðstæður Islendinga eru með því besta sem þekkist á Norðurlönd- unum, svipaðar og í Svíþjóð. Norð- menn og Danir búa einnig vel, en á heildina litið virðast íslendingar standa þeim framar hvað húsrými og húsbúnað snertir. Stefán bendir á, að þessi útkoma sé sérstaklega athyglisverð fyrir þær sakir, að hér á landi hafi sjálfsbjargarstefna ver- ið veigameiri þáttur í húsnæðisöflun en í hinum löndunum. „Það virðist eitthvað losaraleg rannsókn hafa legið að baki fullyrð- inga um 450 milljóna króna tap ríkis- sjóðs á hækkuninni," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, en VMSÍ óskaði eftir fundi með ráðherrunum til að ítreka kröfur sem það hefur gert um að tekjur ríkisins ykjust ekki í kjölfar olíuverðshækkana. Að sögn Guðmundar kom fram hjá ráð- herrunum að verðlagsráðsákvörðun í ritinu kemur einnig fram, að íslendingar hafa haft minna at- vinnuleysi á undanförnum áratug- um en hinar þjóðirnar, en vegna mikillar vinnu er tómstundastarf hér minna. Öryggi er hér meira gegn afbrotum og árásum af hendi samborgaranna, menntunarstig er hátt og heilsufar með því besta sem þekkist í heiminum. um nýtt bensínverð yrði fresfað þar til niðurstaða könnunar lægi fyrir og ríkissjóður hygðist ekki auka tekjur sínar með aukinni skatt- heimtu í kjölfar olíuverðshækkunar. Ekki væri útilokað að hlutfall gjalda til ríkissjóðs af olíu- og bensínverði yrði óbreytt að krónutölu ef nákvæm athugun leiddi í Ijós að til þess væri svigrúm. Hins vegar kallaði slíkt á lagabreytingar. Veittist að manni o g stakk hann með hnífi Keflavík. NORSKUR þyrluflugniaður var stunginn með hnífi af Austurríkis- manni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi. Maðurinn var fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík þar sem hann gekkst undir aðgerð í nótt og mun hann ekki í lífshættu. Hinn maðurinn er í haldi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Mennirnir voru að koma frá Grænlandi með Flugleiðavél og var ferðinni heitið til Danmerk- ur. Stungumaðurinn olli ónæði í vélinni á leiðinni frá Grænlandi og þá sérstaklega þyrluflug- manninum. Flugstjórinn óskaði eftir að lögregla fylgdist með manninum á meðan höfð yrði viðkoma í Keflavík. Tveir vopn- aðir lögreglumenn fylgdust með honum, en þegar farþegar voru á Ieið um borð í vélina aftur gekk hann skyndilega að Norðmannin- um og stakk hann í magann. Að sögn Óskars Þórmundsson- ar yfirlögregluþjóns rannsóknar- Iögreglunnar á Kefíavíkurflug- velli var í gær lítið vitað um ástæðu árásarinnar. Stungumað- urinn mun hafa dvalið hér á landi um tíma en haldið til Grænlands fyrir nokkru og er talið að menn- irnir hafi ekki þekkst. Hnífurinn, sem talið er að hann hafi komist með í gegnum vopnaleit á Græn- landi, var með um 6 cm blaði. -BB Olíuverð: Ráðherrar lofa VMSÍ að kanna áhrif hækkana FORSÆTIS-, iðnaðar- og fjármálaráðherrar lýstu því yfir á fundi með forsvarsmönnum Verkamannasambands Islands í gærmorgun, að sögn Guðmundar J. Guðinundssonar formanns Verkamannasam- bands Islands, að áhrif af óbreyttri skattheimtu á olíu og bensín í kjölfar olíuverðshækkana væru ekki að fullu könnuð og lýstu ráðherr- arnir því yfir að ríkissljórnin inundi láta kanna málið ofan í kjölinn næstu daga og gera verkamannasambandinu grein fyrir niðurstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.