Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR il. NÓVEMBER 1990 Eftir Guðmund Sv. Hermannsson Á ÍSLAND að sækja um aðild að Evrópubandalaginu? Hingað til hefur þessarar spurningar ekki verið spurt af alvöru; það hefur verið nær samdóma álit manna að slíkar vangaveltur væru ekki tímabærar. En nú hafa orðið straumhvörf. Spurningin um aðild að EB er skyndilega orðin áleitin. Það er margt'forvitnilegt og spennandi að gerast í Evrópu og þróunin er hröð. Lítill ágreiningur hefur verið um að íslendingar verði að fylgjast þar vel með og aðlaga sig þessari þróun. Síðustu missiri hafa íslending- ar, ásamt hinum þjóðunum í EFTA einbeitt sér að samningum við Evrópubandalagið um svonefnt evrópskt efnahagssvæði. En upp á síðkastið hafa verið miklar efasemdir um að þeir samningar skili tilætluðum árangri, eða verði í besta falli einskonar stökkpallur annara EFTA-ríkja inn í Evrópubandalagið. Og nú liggur fyrir að Evrópubandalagið ætlar ekki að hætta að veita sjávarútvegi í bandalaginu opinbera styrki. Þar með er ekki grundvöllur fyrir fríverslun með fisk á evr ★ *★ ★ ★ ★ ópsku efnahagssvæði, sem ísland hefur lagt mikla áherslu á. í Svíþjóð og Noregi eru nú háværar raddir um að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Og hér á íslandi hafa stjórnmálamenn í fyrsta skipti lýst þeirri skoðun, að úr því sem komið er sé best fyrir íslendinga að gera slíkt hið sama, að vísu með því fororði að yfirráðaréttur yfir fiskveiðunum í landhelginni verði tryggður. En aðrir telja þetta fásinnu. Talsmenn sjávar- útvegsins hafa meðal annars fært rök fyrir því að sjávarútvegsstefna EB geri það að verkum að Islendingar geti ekki tengst banda- laginu. Undir þetta sjónarmið taka margir og benda á að hægt sé að leita eftir og ná samning- um við Evrópubandalagið, án þess að fórna hagsmunum. Til að leiða fram þessi sjónarmið leitaði Morgun- blaðið álits stjórnmálamanna og fulltrúa helstu at- vinnugreina á því hvort ísland eigi að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Ragnhildur Helgadóttir þingmadur Siáltstæðisílokksins Sérhagsmunum okkar best borgið í aðildarviðræðum „Ég hef hvatt til þess að við sækjum um aðild á þeim grundvelli að það semjist um sérhagsmuna- mál okkar hvað varðar fiskveiðilögsöguna og nýt- ingu hennar. Ég tel skynsamlegt að ræða um þetta í aðildarvið- ræðum vegna þess að ég tel vera vissan jarðveg fyr- ir skilningi á okkar að- stæðum og að ýmsir ráða- menn í Evrópubandalag- inu séu þess fýsandi að beitt sé heimild í reglum EB, til taka sérstakt tillit til mjög einhæfs atvinnu- lífs. Samningar um þetta, að við sætum ein að fisk veiðilögsögunni, gætu líka verið í samræmi við annað meginmarkmið Evrópuband- alagsins, að auðlindimar séu nýttar sem allra best, m.a. á þann veg að þeir sem mesta þekkingu hafa á nýtingu við- komandi auðlindar, sjái um hana. Þetta er ástæðan fyrir því að égtel sérhagsmunamálum okkar vera betur borgið í aðildarviðræðum en í EFTA- pakkanum, þar sem nú liggur ljóst fyrir að sameiginlegri EFTA-kröfu um fríverslun með fisk á evrópsku efna- hagssvæði hefur verið hafn- að. Og algerlega er óljóst með hvaða hætti EFTA færi að taka upp á arma sína sérs- taklega kröfu íslands um aðgang að mörkuðum EB með sjvarafurðir.“ Ragnhildur segist telja að það sé pólitískur vilji afar margra innan EB, að fá ís- land inn inn í bandalagið. „Ég held að það sé póli- tískur vilji til að fjölga Norð- urlandaþjóðum. Og með því að gera þetta værum við ekki aðeins að taka á okkur skuld- bindingarnar sem fylgja öðr- um þáttum í samstarfi við EB. Við værum einnig að fá þátttökurétt í ákvörðunum. Það hefur verið lögð á það áhersla að með EES samn- ingum sé verið að skaffa EFTA ríkjum ýmis réttindi sem EB ríki hafa. En það er mikil pólitísk andstaða á Evr- ópuþinginu gegn því að EFTA-þjóðirnar fái nokkurn ákvörðunarrétt. Það var þó ein af ástæðunum fyrir því að íslenskir ráðherrar töldu þennan kost svo fýsilegan. Þennan meðákvörðunarrétt fáum við ekki. Ég tel að ýmislegt hafí ekki verið athugað nægilega vel. Ég hygg að það sé ein- mitt ein af ástæðunum fyrir að við fáum betri samnning- um okkar sérshagsmunamál- um á sviði sjávarútvegs, sé sú að þá séum við að ræða um fleiri málefnaþætti um leið. M.a. kæmi þar til mark- aður hér fyrir landbúnaðar- afurðir. Það gæti komið til sala á orku til EB. Við höfum verðmæti sem við nýtum ekki til fulls án stærri markaðar. Sumir segja að rétt sé að sjá til hvaða stefnu onnur Norðurlönd taki. En ég tel að það felist viss áhætta í því að bíða eftir því aað aðr- ar EFTA-þjóðir nái ef til vjll samningum um aðild. Því þær munu auðvitað hafa ýms sérmál að semja um. Og eft- ir að það væri gengið í gegn er ég hrædd um að ekki væri sama svigrúm fyrir okk- ur að ræða um okkar hags- munamál. Ég er þó ekki að segja að ekki sé rétt að bíða og sjá hvaða niðurstððuy samningaviðræður EFTA og EB fá. En það verða æ fleiri Ragnhildur Helgadóttir stjórnmálamenn vissari um að þessir samningar séu bæði kostnaður og tímaeyðsla.“ Þegar Ragnhildur var beð- in að nefna kosti sem hún sæi við aðild, sagi hún þá í fyrsta lagi vera þá sömu og utanríkisráðherra og aðrir ráðherrar hefðu margsinnis talið upp að værú fólgnir í að tengjast EES. „Þeir eru á sviði viðskipta, menntunar og menningar og vísindarann- sókna. Möguleikar íslands á góðri lífsafkomu sem væri byggð á traustum grunni, aukast. í raun og veru vær- um við þátttakendur í þessi fjórþætta frelsi, en við hjöf- um þó möguleika til vissra samninga vegna smæðar okkar og sérstöðu. Ég held að það væri meiri hætta á einangrun ef við stæðum utan við EB. Við breytum aldrei landfræðilegri stöðu íslands, en ég tel að einmitt vegna fjarlægðar okkar skipti það meginmáli að hafa tengslin sem beinust við slíka viðskiptaheild. Ég tel að þetta hafi ekki síst þýðingu fyrir ungt fólk. Möguleikar á menntun og rannsóknum gætu lokast töluvert ef við héldum hér uppi einangrunarstefnu. Varðandi þá röksemd að við myndum glata fullveldi okkar og sjálfstjórn finnst mér nægja að benda á Dan- mörku. Hafa Danir glatað fullveldi sínu við margra ára aðild að EB?“ Kristín Einarsdóttir þingmaúur Kvennalista Stjórnkerfi EB hentar ekki smáþjóðum „Mér finnst aðild að Evrópubandalaginu ekki koma til greina. Ég tel alls ekki henta smáþjóð eins og íslending- um að ganga inn í miðstýrt kerfi, þar sem stóru þjóðirn- ar ráða langmestu. Ég benti á að það er verið að brjóta niður miðstýrt kerfi í Austur-Evrópu og ég hef ekkert meiri trú á því að stjórnkerfi EB henti smáþjóðum betur en það kerfi. Ég get einnig bent á það, að í slíkum miðstýrðum kerfum er hlutur kvenna mun minni en í minni einingum. Auk þess tel ég ekki koma til álita að Islend- ingar gerast aðilar að EB, meðan sú fiskveiði- stefna er í gildi að fiskimið sé sameiginleg auðlind bandalagsþjóðanna. Fisk- veiðilögsagan er grundvöllur að sjálfstæði landsins. Ég tel samt sem áður, að við eigum að hafa mjög góð samskipti við EB og þær þjóðir sem eru í bandalaginu, eins og við höfum ávallt Kristín Einarsdóttir gert. Mér finnst að við eigum að halda áfram að halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð var í Lúxemborgar- samkomulaginu. En ég held að það sé miklu sterkara fyrir okkur að gæta þess að gerast ekki háð einum markaði. Þannig tel ég að við getum skapað Halldór flrnason starfsmaúur Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi Getum ekki átt heimaíEBað óbreyttri stefnu „Það knýr ekki neitt á um aðild Islands að EB. Við höfum bókun 6, og við getum þess vegna búið með henni áfram þótt frekari tollaívilnanir kæmu sér auðvit- að vel fyrir okkur. En á meðan sjávarútvegsstefna EB, er eins og hún er, þá getum við ekki átt heima í þeim félagsskap. Sjávarútvegsstefna EB hefur brugðist, fiski miðin eru ofnýtt, fiskiskipa- flotinn of stór og hefur stækk- að undanfarin ár. Allar ákvarðanir í sjávarútvegsmál- um EB eru teknar í Brussel, svo sem um kvóta, lágmarks- verð, samninga við önnur ríki. Við inngöngu í EB yrði ísland að gangast undir þessa stefnu, fiskveiðilögsagan yrði 12 mílur en utan þeirra væri sameiginlegt EB-hafsvæði. Nú vega söguleg réttindi til veiða í EB að vísu þungt, en það bendir margt til þess að það muni breytast í framt- íðinni. Spánverjar og Portúg- alir sækja fast að breytingar verði gerðar á úthlutun kvóta og að taka verði tillit til þarfa sjávarútvegsins í bandalaginu í heild, en vandamálin séu Halldór Árnason mest hjá þeim. Þannig er ekki ólíklegt að ríkjakvótar heyri sögunni til innan nokkurra ára. Formleg endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar og nokkur mál sem eru fyrir dómstól EB gæti leitt til þess að landamæri, sem nú eru á höfunum, hverfí og hver sem er innan bandalagsins geti keypt kvóta og ráðstafað hon-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.