Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1990 - MORGUNBLAÐIÐ 'SUNNtÍÍÁGUR Ll.lNOVEMbERf 1990 Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Þáttaskil í olíuviðskiptum Forstjórar olíufélaganna þriggja lýstu allir yfir því í samtali við Morgunbiaðið í gær, að þeir væru fylgjandi frelsi í olíuviðskiptum. Þessar yfirlýsingar þeirra marka þátta- skil í umræðum um olíuverzlun. Frá því að Morgunblaðið hóf markvissa baráttu fyrir frelsi í olíuverzlun fyrir tæpum tuttugu árum hefur það ekki gerzt fyrr en nú, að forsvarsmenn félag- anna þriggja væru sammála um, að tímabært væri að breyta til. Kristinn Björnsson, forstjóri Olíufélagsins Skeljungs hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Við förum fram á það, og teljum að það sé eðlilegast, að Skeljungur hf. fái að kaupa sitt eldsneyti, hvar sem okkur býður við að horfa, hvort sem það er í Rússlandi eða Rotterd- am.“ Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði: „Ef þessir útflutningshagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi eða hafi kannski aldrei verið, er sjálfgef- ið að gefa innflutninginn fijáls- an, þannig, að olíufélögin semji um innkaupin hvert fyrir sig.“ Og Óli Kr. Sigurðsson, for- stjóri Olís sagði: „Annað hvort erum við í samkeppninni eða ekki. Þá finnst mér eðlilegt, að ég fái að kaupa þá olíu, sem mér þóknast, flytja hana inn þangað, sem mér þóknast og afgreiða hana á því verði, sem mér þóknast." Verði olíuviðskipti gefin fijáls má vel vera, að olíufélögin eða sum þeirra telji sér hag í því að kaupa einhveijar\ tegundir áfram frá Sovétríkjunum sé þess yfirleitt nokkur kostur miðað við ástandið þar í landi. Þannig bendir Kristinn Björnsson á, að hvergi sé hægt að fá eins góða svartolíu og í Sovétríkjunum og Óli Kr. Sigurðsson tekur undir þau sjónarmið. Kjarni málsins er einfaldlega sá, að þessi við- skipti eiga að vera fijáls eins og önnur viðskipti og í því felst að sjálfsögðu frelsi olíufélag- anna til þess að halda áfram einhveijum viðskiptum við Sov- étmenn, ef þau telja það hag- kvæmt. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að fyrirkomulag olíukaupa frá Sovétríkjunum yrði tekið til endurskoðunar, ef samningur um olíukaup greiddi ekki fyrir útflutningi sjávaraf- urða og annarra vörutegunda til Sovétríkjanna. Það má segja, að það sé skref í rétta átt, að viðskiptaráðherra ljái máls á breytingum vegna þess, að hvergi hefur fastheldni á úrelt fyrirkomulag í olíuviðskiptum verið meiri en í viðskiptaráðu- neytinu. Það er hins vegar fráleitt að binda einhveijar vonir við við- skipti við Sovétmenn næstu ár- in. Sovétríkin eru risaveldi, sem er í upplausn. Þjóðfélagskerfið er hrunið. Upplausnin á eftir að aukast. Við erum á engan hátt háðir viðskiptum við Sovétríkin og þess vegna engin ástæða til áð leggja einhveija sérstaka áherzlu á þau. Við getum selt allan fisk sem við veiðum til annarra landa. Eina vandamálið er saltsíldin og menn verða að horfast í augu við þann veru- leika, að líkurnar á því, að fram- hald verði á þeim viðskiptum eru sáralitlar. Og alla vega er óviss- an í þeim viðskiptum svo mikil, að ekkert'vit er í öðru en að efla vöruþróun og leita nýrra markaða. Þess vegna er nú tímabært að gefa olíuviðskipti fijáls og samstaða um það er að verða mjög almenn meðal allra aðila og má í því sambandi vitna til orða Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ, á aðalfundi sam- takanna fyrir nokkrum dögum er hann sagði: „í þessum mán- uði á að semja á ný um olíukaup frá Sovétríkjunum án þess að tengja þau öðrum viðskiptum. Þegar svo er komið er ástæðu- laust að binda olíukaup við Sov- étríkin og nauðsynlegt að gefa þau viðskipti fijáls.“ OSCAR •Wilde hafði einsog endranær lög að mæla, Ég er kvæntur fátæktinni einsog Franz frá Ass- isi, sagði hann, og ég hata brúðina. En fátækt hans var annars konar en örbirgð þess fólks sem þjóðernissinnar einsog víet- kongar gerðu út á, því hann lifði alla tíð um efni fram og dó einsog hann hafði lifað. Það eru milljónir manna víða um veröld sem búa við skort og hungur og hafa aldrei átt málungi matar og hafa því engan áhuga á öðru en skammbetri vermi. Og það er líka fátækt fólk í Banda ríkjunum. Það hefur meiri áhuga á því að skrimta frá einum degi til annars en fylgjast með árvissu kapphlaupi stjómmálamanna sem virðast, sumir hveijir aðminnsta- kosti, telja að samborgarar þeirra eigi að hafa fullt frelsi til að vera fátækir. En vonandi eru þeir fleiri sem hafa meiri áhuga á auðjöfnun uppávið, einsog við sögðum í gamla daga þegar baráttan við kommún- ista var í algleymingi. Eitt er víst, maður lærir ekki að vera hamingju- samur í Skotlandi, segir R.L. Step- henson í einni bóka sinna um ætt- landið. Marxistar lærðu ekki einu sinni að vera hamingjusamir í para- dísinni. Hvaðþá annað fólk. HVER VILL VERA GÓÐ- • ur ef hann er hungraður? er spurt í Cannery Row eftir Stein- beck. Þessi spurning brennur einnig á vörum fátæks fólks víða um iönd. Hungraðir bændur eru ekki að hugsa um ritfrelsi eða prófkjör. Það vissu víetkongar og einnig að lygin var afstæð og fólk veikt fyrir hvítri lygi, ef hún er þægilegri en sann- leikurinn. Jafnvel við hagræðum lýðræði í hendi okkar, og ritfrelsi. í stjórn- málum er frelsi notað handa þóknanlegum. Tímarit Máls og menningar er enn, því miður, einungis vett- vangur samskoðunarmanna. Það er tilhneiging allra íslenzkra bók- mennta- og menningarrita. Þau eru öll ósköp einlit. Koma nánast aldrei á óvart einsog Fjölnir gerði þó á sínum tíma. En þröngsýni hans virðist loða við öll slík rit íslenzk. Það er þá helzt einhveijir samtrúar- menn rífíst eitthvað í þessum ritum. En það eru einungis heimiliseijur. Einsog það skipti einhveiju máli hvort plokkfiskurinn sé úr ýsu eða þorski(l) Mér skilst Morgunblaðið sé einna helzt gagnrýnt fyrir það hve margar og ólíkar skoðanir birt- ast í blaðinu. En blað allra lands- manna er ekki gefið út af sértrúar- flokki(!) DOC í CANNERY ROW • gekk um mið- og suðurríki Bandaríkjanna vegna þess hann langaði til að kynnast landinu og náttúru þess. Og þegar fólkið spurði hvað hann væri eiginlega að ganga allar þessar vegalengdir sagðist hann hafa unun af jörðinni, gras- inu, fuglunum. En þá sögðu karl- arnir sem voru hræddir um svínin sín og dæturnar sínar einsog segir í sögunni, Snautaðu burtu, eða þú hefur verra af ■ — og ráku þetta aðskotadýr af höndum sér. Um- hverfið hafnaði því. Þá sá Doc að enginn tekur neitt mark á sannleika og sagði körlunum hann væri á þessari löngu göngu vegna veð- máls. Það væru 100 dollarar í húfi. Þá trúðu þeir honum, tóku honum tveimur höndum, opnuðu hús sín og buðu honum mat og svefnpláss og Doc farnaðist vel í lyginni. Þetta var bara meinláus hvít lygi svo honum var sama. Svínin og dæturn- ar gátu verið óhult fyrir manni sem ætlaði að græða 100 dali á langri göngu. En það var eitthvað bogið við ferðalang sem hafði áhuga á grasinu og fuglunum. Við höfum öll einhvern tíma ver- ið samfylgdarmenn lyginnar. En við sem héldum með útvörðum lýðræð- isins, Bandaríkjamönnum, í Víet- nam-stríðinu vorum í góðum félags- skap Steinbecks, Audens og Updi- kes sem fjallar um Víetnam-mar- tröðina af raunsæi og heilindum í minningum sínum, Self-Consci- ousness, sem komu út 1989 og eru harla skemmtilegar aflestrar. Þessir menn höfðu aðminnstakosti ósköp svipaða afstöðu og við á erfiðum tímum ógnar og uppgjörs. Auden sagði að vísu sem rétt var að einn aumur rithöfundur ætti ekki rétt á því að vera tekinn neitt alvarlegar í þjóðfélagsumræðum en hver annar almúgamaður. En lífið er nú einu sinni oddaflug hvaðsem hver segir. Og þeim er fylgt sem fremstur fer, það er gömul saga. Það hlýtur að vera eitthvað bog- ið við rithöfund sem styður stjórn- völd án ritfrelsis þótt sveltandi bóndi hafi aðra skoðun á því einsog Updike bendir á. Var ekki Víetnam einskonar framhald af Kóreu, án Syngman Rhees? Voru ekki allir helztu forystumenn kanans í stríðinu úr röðum fijálslyndra stjórnmálamanna svonefndra, Kennedy og félagar? Og eitt var víst: Updike hefði sjálfur fremur viljað búa í Víetnam Diems, Kys og Thieus en Ho Chi Minhs. Hvíþá ekki viðurkenna það á prenti einsog á stóð? Og það gerði hann. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 10. nóvember FYRIR NOKKRUM ÁRUM hittu tveir íslendingar þáverandi forseta Líban- ons og fleiri ráðamenn þar í landi að máli. Eftir nokkrar samræður, þar sem skipzt var á upplýs- ingum um ástand mála hjá þessum tveim- ur þjóðum sögðu hinir líbönsku ráðamenn: Islendingar eru þjóð, sem á ekki við nokk- ur vandamál að stríða. Við íslendingar höfum tilhneigingu til þess að gera mikið úr þeim vandamálum, sem að okkur steðja, en þessi frásögn ís- lendinganna tveggja eftir heimsókn til Líbanons kom í huga höfundar Reykjavík- urbréfs eftir kvöldstund fyrir nokkrum vikum með Landsbergis, forseta Litháens, sem hér var á ferð, eins og menn muna. I samanburði við þau raunverulegu vanda- mál, sem þjóðir á borð við Líbani og Lit- háa eiga við að etja er dægurvandi í íslenzku þjóðlífi lítilvægur. Það eru engir venjulegir stjórnmála- menn, sem hafa valizt til forystu fyrir þjóð- ir á borð við Litháa, Pólveija og Tékka og Slóvaka í baráttu þeirra gegn ægivaldi Sovétríkjanna. í Litháen og Tékkóslóvakíu hafa listamenn tekið við þessu forystuhlut- verki en í Póllandi var það ómenntaður iðnaðarmaður. Allir hafa þeir með einum eða öðrum hætti reynzt þeir einstaklingar, sem þjóðir þeirra þurftu á að halda við óvenjuiegar og erfiðar aðstæður. Landsbergis, forseti Litháens, er hæg- látur maður og við fyrstu sýn heldur ólík- legur til að standa andspænis Kremlai’vald- inu. En stutt samtal leiðir fljótt í ljós, að undir hógværu yfirborði leynist mikill til- finningahiti og óhagganleg rósemi, þegar rætt er um baráttu Litháa við sovézka stórveldið. Þegar heimsstyijöldinni síðari lauk lagð- ist hópur ungra Litháa í skæruhernað gegn Sovétmönnum og leyndist í skógum landsins í nokkur ár áður en þeir höfðu ýmist týnt lífinu eða úrðu að gefast upp: Þessum ungu mönnum gleymir þjóðin aldr- ei og fordæmi þeirra verður okkur Litháum leiðarljós um aldur og ævi í baráttu okkar fyrir fullu sjálfstæði, segir Landsbergis. Og þegar hann er spurður, hvort honum hafi staðið ógn af sovézka hervaldinu, þegar skriðdrekar Rauða hersins brunuðu um götur höfuðborgarinnar fyrr á þessu ári var svarið þetta: Við vorum ekkert hræddir við þá. Þeir gátu ekki gert okkur neitt annað en taka okkur af lífi. Það fór ekkert á milli mála, að Litháar meta mikils þann siðferðilega stuðning, sem þeir hafa fengið frá okkur íslending- um en Landsbergis og aðstoðarmenn hans kváðust ekki neita því, að þeim hefði kom- ið stuðningur Islendinga á óvart. Átökin milli Litháa og stjórnvaldanna í Kreml hafa ekki verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu en Litháar vita ekki hvað að þeim snýr næstu mánuði og þá ekki sízt í vetur. Fari svo, að Sovétmenn reyni að beita þá þvingunum á nýjan leik, t.d. með því að loka fyrir flutninga á nauðsynj- um til landsins, er ljóst, að Litháar mundu telja það mikilsverðan stuðning og athygl- isverðan prófstein, ef íslendingar sendu skip hlaðið sjávarafurðum til Litháens og á það yrði látið reyna, hvort Sovétmenn kæmu i veg fyrir, að slíkt skip kæmist í höfn í Litháen og vörum yrði skipað upp. Hér er dæmi um raunhæfan stuðning, sem við íslendingar gætum veitt þessari fámennu þjóð í baráttu hennar við ein- ræðisöflin. Við höfum engu að tapa í þess- um efnum og engra hagsmuna að gæta gagnvart Sovétríkjunum, en það á sannar- lega ekki við um ýmsar aðrar þjóðir, sem þó ættu að telja sér skylt að veita Eystra- saltsríkjunum stuðning í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Að þessu ættum við íslendingar að huga, ef aftur verður reynt að loka Litháa inni í eigin landi. Umræður um EB ÞESS VERÐUR vart, að þær um- ræður, sem fram hafa farið undan- farnar vikur og mánuði um Island og Evrópubandalagið hafa fremur ruglað fólk en skýrt stöðu mála. Ástæðan er sú, að hin pólitíska for- ysta, og þá er átt við alla stjórnmála- flokka, er tvistruð og tæpast hægt að tala um skýrar línur hjá nokkrum flokki. Sum- ir þeirra, sem í upphafi bundu vonir við viðræður þær, sem nú standa yfir milli EB og EFTA eru nú fullir efa um, að þær viðræður beri nokkurn árangur. Aðrir, eins og t.d. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, telja þær jafngilda samn- ingaviðræðum um aukaaðild að EB. Sum- ir telja nauðsynlegt að taka upp tvíhliða viðræður við EB nú þegar, aðrir vilja taka upp umræður um það, hvort við eigum að sækja um aðild og enn aðrir vilja ákveð- ið sækja um aðild. Skoðanamunur er innan allra flokka um þetta mikilsverða mál og erfitt að festa hendur á því, hvert raun- verulega stefnir. Það er hins vegar ekkert erfitt að átta sig á afstöðu sjávarútvegsins, sem skiptir auðvitað höfuðmáli í þessu sambandi. Undanfarnar vikur hafa forystumenn þess- arar atvinnugreinar lagzt opinberlega gegn öllum hugmyndum um aðild að EB. Þar má nefna Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra SIF, og Kristján Ragnars- son, formann LÍÚ, og einnig samþykktir Fiskiþings. Áður hefur verið vikið í ritstjórnargrein- um Morgunblaðsins að athyglisverðri ræðu, sem Magijús Gunnarsson flutti á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í byijun október. Ekki er úr vegi að kynna sjónarmið Magnúsar og samtakanna nokkru betur en gert hefur verið til þessa. í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva 5. október sl. ijallaði Magn- ús Gunnarsson m.a. um hugsanlega aðild íslands að Evrópubandalaginu og sagði: „Enginn íslenzkur stjórnmálaflokkur hefur lýst því yfir, að hann styddi umsókn ís- lands um aðild að bandalaginu. Engin al- vöru umræða hefur því farið fram um þennan valkost og er það í raun miður, því það hlýtur að vera alvarlegt umhugsun- arefni fyrir íslendinga að standa utan við aðild, ef flestir okkar nágranna ákveða að sækja um aðild. Aðild að EB gæti haft ýmsa kosti í för með sér fyrir íslendinga, m.a. í formi aukins frelsis í vöruviðskipt- um. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyr- ir íslendinga hvað það hefði í för með sér að gerast aðili að EB, sérstaklega ef litið er til þess, að innan 5 ára er ekki ótrú- legt, að hin Norðurlöndin, sem standa enn fyrir utan sæki öll um aðild. Við þurfum að rökstyðja af hverju íslendingar telja sig ekki við núverandi aðstæður geta sótt um aðild að bandalaginu. Ef við reynum að skilgreina ókosti þess að gerast aðilar að EB má skipta þeim vandamálum, sem það hefði í för með sér, í tvö meginatriði. Annars vegar er það framsal valds frá íslandi til yfirþjóðlegra stofnana í Brussel, sem væntanlega mundu takmarka sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinn- ar í utanríkis-, efnahags- og félagsmálum og um leið í sjávarútvegsmálum. Hér er í reynd um pólitískt mat að ræða, sem hlýt- ur að tengjast þeirri framtíðarutanríkis: stefnu, sem íslendingar ætla að móta. í þessu sambandi væri áhugavert að rann- saka, hvernig Nýfundnalandi hefur reitt af í Kanada, samspil N-Noregs og S-Nor- egs, Færeyinga við Dani. Samfélög með einhæfan atvinnuveg þurfa ef til vill meiri sveigjanleika í efnahagsstjórnun. Ég ætla ekki að fjalla hér í möi'gum orðum um þetta atriði sérstaklega heldur leggja áherzlu á, hvers vegna sjávarútvegurinn sér vandamál því samfara að sótt sé um aðild í dag. íslendingar byggja afkomu sína á sjáv- arútvegi. Við byggjum lífskjör okkar á því, að okkur takist að veiða, vinna og selja fiskafui'ðir á hagkvæman og arðbær- Morgunblaðið/KGA an hátt. Öll forsenda búsetu hér á landi byggist í raun á þessari staðreynd og hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, verða skammtíma- og langtímahagsmunir sjávarútvegsins að hafa mikil áhrif á það, hvernig við mótum stefnu okkar gagnvart öðrum ríkjum. Gengi ísland í EB yrði það að samþykkja sjávarútvegsstefnu banda- lagsins eins og hún er í dag, því hin al- menna regla er, að inngöngulandið sam- þykkir það, sem fyrr hefur verið ákveðið innan ÉB. Ákaflega óliklegt er, að við samninga íslands við EB tækist að fá fram einhveijar grundvallarbreytingar á sam- eiginlegri sjávarútvegsstefnu bandalags- ins. Efnislega þýddi þetta, að sjávarútvegs- deild EB, sem er yfirþjóðleg stofnun, mundi hafa lokaákvörðunina um stjórnun á sjávarútvegi íslendinga. Þannig yrðu ákvarðanir í sjávarútvegsmálum teknar í Brussel m.a. um heildarkvóta og samninga við önnur ríki. Fiskveiðilögsaga íslendinga yrði 12 mílur, en utan þeirra marka yrði hafsvæði EB. ísland yrði jaðarsvæði innan bandalags- ins en því er almennt spáð, að þau muni eiga undir högg að sækja í framtíðinni. íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki mundu standa höllum fæti í samkeppni við fyrir- tæki innan bandalagsins, sem hafa notið styrkja og innflutningshafta um árabil. Ljóst er, að ásókn risafyrirtækja í mat- vælaiðnaði í sjávarútvegi mundi aukast verulega og þau mundu á tiltölulega skömmum tíma hafa veruleg áhrif á rekst- ur íslenzks sjávarútvegs og eignaraðild á honum. íslenzkur sjávarútvegur er aðeins lítið brot af matvælaiðnaði Evrópu ... útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða á árinu 1989 (var) tæplega einn milljarður Bandaríkja- dala eða aðeins tæplega 3% af sölu Uni- lever, sem er stærsta matvælafyrirtæki Evrópu, en þess má geta, að 10 stærstu matvælaframleiðslufyrirtækin selja árlega hvert um sig fyrir meira en 5 milljarða Bandaríkjadala. Takmörkun á eignaraðild útlendinga í sjávarútvegi er einnig ætlað að vernda sjávarútveginn hér á landi, m.a. vegna þess hve samkeppnisaðstaða hans er slæm, miðað við sjávarútveginn í EB og annars staðar, þar sem ríkisstyrkir viðgangast við atvinnuveginn. Búast má við aukinni ásókn erlendra aðila í sjávarútveginn hér á landi og er sú þróun reyndar hafin. Ýmsir hafa haldið því fram, að söguleg réttindi til veiða í EB vegi þungt og mundu veija réttindi íslendinga, ef ákveðið væri að ganga í bandalagið. Ýrnis teikn eru hihs vegar á lofti um, að þessi sögulegu réttindi verði ekki varin og í endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar, sem fram fer á næstu árum munu þau hverfa.“ Þetta eru nokkur þeirra sjónarmiða og upplýsingar, sem Magnús Gunnarsson setti fram í þessari stórfróðlegu ræðu. ■^^^^^■■■1 Á NÝAFSTÖÐN- Á aðalfundi um aðalfundi LÍÚ, • |yT sem stóð nú í vik- EIU unni, íjallaði Krist- ján Ragnarsson, formaður samtakanna, einnig um ísland og EB. Hann sagði m.a.: „Nú þurfum við að leggja áherzlu á að ná samningum um tollfijálsan aðgang fyrir sjávarafurðir við bandalagið, sem allir helztu léiðtogar bandalagsins hafa tekið undir og sagt, að þeir hafi skilning á sérstöðu okkar. Hvort það gerist í tvíhliða viðræðum eða í samn- ingum með öðrum EFTA-þjóðum um evr- ópskt efnahagssvæði er ekki aðalatriðið. Fari hins vegar svo, að Suður-Evrópu- ríkin reyni að koma í veg fyrir slíkan samn- ing, sem ýmislegt bendir til, m.a. með kröfu Spánveija um aðgang að fiskveiði- lögsögu okkar, verðum við að vera við því búnir að samningar takist ekki. Með þeirri miklu eftirspurn eftir fiski, sem allt bendir til að muni haldast, eru okkar vegir ekki ófærir. Við megum því ekki láta hugfallast, því afkoma og efna- hagur er hér miklu betri, en víðast hvar- í þessum löndum. Aðild að bandalaginu kemur að sjálf- sögðu ekki til greina og skiptir þar engu, þótt einhveijir skandínavar, sem við eigum nær engin viðskipti við, gangi í bandalagið. Aðstæður okkar eru einfaldlega svo miklu betri en þessara þjóða og þeim er ekki treystandi til að umgangast og ákveða, hvernig á að nýta auðlindir okk- ar. Dæmin sýna, að þessum þjóðum hefur ekki tekizt að stjórna sókn í fiskistofna sina og öll deilumál um skiptingu veiðirétt- ar milli þjóða þeirra eru leyst á kostnað fiskistofnanna. Sjálfsagt er, að við aukum fijálsræði í þeim efnum, er lúta að samskiptum okkar við bandalagið. Við eigum að ganga eins langt og unnt er til þess að einangrast ekki og hafa kjark til að ganga til móts við svonefndu „frelsin fjögur“ að því marki að raska ekki sjálfsákvörðunarrétti okkar.“ ATHYGLISVERT er, að bæði Kristján Ragnarsson og Magnús Gunnars- son fja.Ha í ræðum sínum um þann möguleika, að við íslendingar náum ekki samningum við Evrópubandalagið. Kristján segjr, að við verðum að vera und- ir það búnir, íslendingar, að svo fari og telur, að okkar vegir séu ekki ófærir, ef svo færi. Um þetta atriði sagði Magnús Gunnarsson í ræðu sinni: „í íjóríia lagi skulum við gera okkur grein fyrir því, að það er ekkert borðliggj- andi, að við náum viðbótarsamningi við EB. Framkoma þeirra og afstaða í samn- ingaviðræðunum við Færeyinga gefur ekki bjartar vonir um mikinn árangur í sam- skiptum við tolla- og sjávarútvegsdeild EB. Við íslendingar höfum, frá því árið 1986, lagt mikla áherzlu á að kynna afstöðu okkar og vanda fyrir forsvarsmönnum ÉB. Það hefur verið gert fyrir forsetum, for- sætisráðherrum, utanríkisráðherrum og sjávarútvegsráðherrum þessara landa. Þrátt fyrir margar og miklar velviljaðar yfirlýsingar og skilning þessara ráða- manna á sérstöðu Islands hefur ekki örlað á neinni lausn enn sem komið er á vanda- málum okkar. Miðað við þær aðstæður, sem við blasa núna sé ég enga ástæðu til þess að vera allt of bjartsýnn á, að við fáum lausn á vandamálum okkar í náinni framtíð. Ég legg líka áherzlu á það, eins og ég sagði hér áðan, að það er e.t.v. ekki ástæða fyrir íslenzkan sjávarútveg að örvænta, þó ekki finnist lausn á þessu á næstunni.“ í þeim umræðum, sem fram hafa farið um afstöðu okkar til Evrópubandalagsins á undanförnum misserum hefur verið fjall- að of yfirborðslega um stöðu sjávarútvegs- ins í þessu sambandi. Þess vegna er það fagnaðarefni, að forystumenn í sjávarút- vegi skuli nú hafa gert svo skýra grein fyrir málefnum sjávarútvegsins í þessu samhengi eins og raun ber vitni síðustu vikur. í umræðum á hinum pólitíska vett- vangi hljóta menn að taka mið af þessum upplýsingum. Hvað gerist, ef samning- ar takast ekki? „Fari svo, að Sov- étmenn reyni að beita þá þvingun- um á nýjan leik, t.d. með því að loka fyrir flutn- inga á nauðsynj- um til landsins, er ljóst, að Litháar mundu telja það mikilsverðan stuðning og at- hyglisverðan prófstein, ef Is- lendingar sendu skip hlaðið sjávar- afurðum til Lithá- ens og á það yrði látið reyna, hvort Sovétmenn kæmu í veg fyrir, að slíkt skip kæmist í höfn í Litháen og vörum yrði skipað upp.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.