Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NOVEMBER 1990 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstoíur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Spamaður í heil- brigðiskerfinu rátt fyrir stóraukna skatt- heimtu hefur ríkisbúskap urinn verið rekinn með umtals- verðum halla næstliðin ár og tilheyrandi skuldasöfnun og fjármagnskostnaði. Fjárlög líðandi árs, sem gera ráð fyrir hvorki meira né minna en rúm- lega níutíu og fimm milljarða króna útgjöldum, fara augljós- lega langt fram úr áætlunum, rjúfa jafnvel hundrað milljarða múrinn. Það er því ekki að ófyr- irsynju að löggjafinn, ríkis- stjórnin og ráðuneytin, sem ábyrgð bera á gerð og fram- kvæmd fjárlaga, hugi að að- haldi og sparnaði í ríkisbú- skapnum. Viðleitnin til þess arna hefur þó oft verið í skötu- líki og árangurinn eftir því. Það er út af fyrir sig eðlilegt að stjórnvöld hugi að stærstu eyðsluráðuneytunum, þegar sparnaður í ríkisbúskapnum er ræddur, en þar trónar heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið efst á blaði. Aætluð útgjöld þess árið 1990 eru á milli 38 og 39 milljarðar króna, þar af kostn- aður við tryggingar tæpir 24 milljarðar og kostnaður við sjúkrahús og heilsugæzlu rúmir 14 milljarðar. Meintar sparnaðarkröfur stjórnvalda, sem m.a. hafa leitt til lokunar margra sjúkradeilda vikum og mánuðum saman, hafa á hinn bóginn sætt gagn- rýni. Gagnrýnendur benda m.a. á að þessar lokanir hafi valdið því, að sjúklingar, sem þarfnast viðvarandi eftirlits fagfólks, hafi verið sendir í heimahús, þar sem oft er takmörkuð aðstaða til að sinna þeim. Þær hafi lengt biðtíma fólks, sem bíður nauð- synlegra aðgerða. Þær tak- marki og, sem lokun nemur, nýtingu á fagþekkingu fastráð- ins, sérmenntaðs fólks sem og dýrum búnaði og aðstöðu í heil- brigðiskerfinu. Þorvaldur Veigar Guðmunds- son, ' formaður læknaráðs Landspítala, kemst svo að orði um aukna hagræðingu og aukin afköst sjúkrahúsa hér í blaðinu sl. laugardag: „Vandamálið er, að þessi aukna hagræðing og umsetning í heilbrigðisþjónustunni leiðir ekki til sparnaðar, heldur til aukins kostnaðar. Það er nefni- lega fært einfalt bókhald á sjúkrahúsunum, eingöngu fært í kostnaðardálkinn. Dæmi: Ta- kist með hagræðingu á skurð- stofum og með styttum legu- tíma að fjölga aðgerðum á mjaðmarliðum um tvær á mán- uði, þ.e. að skipta um 24 fleiri mjaðmarliði á ári, og hver mjaðmarliður kostar 150 þús- und krónur (annar kostnaður ekki reiknaður), eyðir spítalinn 3,6 m.kr. rheira í kaup á mjaðm- arliðum. Þegar litið verður á stöðu spítalans í árslok kemur í ljós enn aukinn kostnaður, sem verður túlkaður sem óráðsía. Minnkaður sársauki, aukin hreyfigeta og aukið vinnufram- lag þeirra, sem fengu mjaðmar- liðina, er hvergi talið spítalanum til tekna, nema í hugum þessa fólks sem fékk umrædda mjaðmarliði. A að banna af- kastaaukningu á sjúkrahús- um“? Það kemur og fram í tilvitn- aðri grein að sjúkrarúmum í Reykjavík hefur fækkað um 5% á sl. 5 árum — á sama tíma og þjóðinni hefur fjölgað um 3%. Fjölgunin á höfuðborgarsvæð- inu er þó enn meiri. Og tiltölu- lega mest meðal aldraðra, sem þurfa að jafnaði meiri heilbrigð- isþjónustu, sem gerir samdrátt- inn enn tilfinnanlegri. A móti kemur að legutími hefur stytzt og „afköst“ aukizt. Aukningin á helztu legudeildum Landspít- ala 1987-1990 er um 27% að meðaltali, þrátt fyrir lokanir. Loks telur formaður læknar- áðsins einsýnt „af fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1991, að draga eigi enn úr starfsemi stóru sjúkrahúsanna. Hækkun fjár- framlaga heldur ekki í við verð- bólgu. Framlög til tækjakaupa eru svo lítil að tæki sjúkrahús- anna verður hægt að endurnýja á 20-25 ára fresti. Erlendis er miðað við 5-10 ára endurnýjun tækja ..." Það blæs ekki byrlega um rekstur, framkvæmdir eða end- urnýjun tækjabúnaðar í heil- brigðiskerfinu, að mati þeirra sem þar bera faglega ábyrgð. Þeir telja sig hafa talað fyrir daufum eyrum pólitískra vald- hafa. Það er því eðlilegt að þeir kveðji sér hljóðs á almennum vettvangi, tali beint til þeirra sem mest eiga í húfi — og end- anlega bera allan kostnað af heilbrigðisþjónustunni — hinna almennu borgara. Það myndi á hinn bóginn styrkja málflutning þeirra að setja fram eigin, rök- studdar tillögur um hagræðingu í þessum fjárfreka rekstrarþætti í ríkisbúskapnum. Skógræktarfélag Árnesinga 50 ára; Nauðsynlegt að bændur fái að takast á við skógrækt Selfossi. „ÞAÐ er mikill áhugi meðal fólks víðs vegar um héraðið á skóg- rækt og hann á að hluta til rætur að rekja til þess er unglingar fóru í gróðursetningarferðir að Snæfoksstöðum," sagði Kjartan Olafsson í Hlöðutúni, formaður Skógræktarfélags Árnesinga, sem varð 50 ára 2. nóvember. Félagið var stofnað í Tryggvaskála og voru stofnfélag- ar 84. Fyrsti formaður félagsins var Jón Ingvarsson, vegaverk- stjóri. Síðar í þessum mánuði kemur út veglegt afmælisrit félagsins. Víða um sýsluna má sjá verk frumkvöðlanna þar sem eru skógar- reitir sem gróðursett var í. Fyrstu svæðin sem félagið tók til ræktunar voru Glymskógar austan við Selfoss sem átti að vera samkomustaður þar sem ríkja átti glaumur og gleði. Þar hófst gróðursetning á fyrsta starfsári félagsins. Hitt svæðið var Tryggvagarður en félagið gekkst fyrir því að garð- urinn var settur á stofn til að minn- ast 50 ára afmælis Ölfusárbrúar og Tryggva Gunnarssonar. Plöntu- sala úr Ti-ygvagarði gaf félaginu góðan arð á fyrstu árunum. Garður- inn var aflientur Selfosshreppi 1954. Á næsta ári er fyrirhugað að minnast þess á Selfossi að liðin eru 100 ár frá byggingu Ölfusár- brúar. Árið 1951 var félaginu deilda- skipt til þess að ýta betur undir skógræktaráhugann og virkja fleiri til starfa. Deildírnar sýndu öflugt starf og skógarreitir víða í sýslunni bera þessu starfi vitni. Snæfoksstaðir voru vendipunktur Stærsti vendipunkturinn í sögu félagsins verður 1954 þegar það kaupir jörðina Snæfoksstaði í Kjartan Ólafsson í Hlöðutúni, formaður Skógræktarfélags Ár- nesinga. Grímsnesi, rúmlega 700 hektara að stærð. Hún er mikil hlunnindajörð og hefur skapað félaginu miklar tekjur. „Það var mikið happ fyrir félagið að eignast jörðina. Það hef- ur sjálft gróðursett þar auk þess sem unglingar frá Selfossi hafa gróðursett í sérstakan reit. Það starf hófst 1958 og 20 árum síðar voru seld jólatré úr þeim reit,“ sagði Kjartan. „Öll þessi ár hefur félagið stund- að skógrækt á Snæfoksstöðum. Af jörðinni hefur fengist það fjármagn sem til hefur þurft. Það hefur margt lærst af starfseminni sem fram hefur farið þarna, nokkuð sem nýt- ist félaginu í framtíðinni. Við höfum tekið upp nýmæli í skógræktinni á Snæfoksstöðum. Við undirbúum landið nú betur und- ir ræktunina með því að herfa það og gróðursetja skjólbelti. Nú hin síðari ár hefur stórt svæði verið tekið til ræktunar nærri Kerinu þar sem plantað verður á næstu árurn. Ríkið sé eingöngu ráðgefandi Ég vil sjá skógræktina þróast þannig að Skógrækt ríkisins hafi sem aðalverkefni tilraunir og rann- sóknir eins og nú eru á Mógilsá og leiðbeiningar. Stofnunin starfaði þá líkt og Búnaðarfélag íslands og Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins. Síðan komi Skógræktarfélag íslands sem hagsmunasamtök skógræktarbænda líkt og Stéttar- samband bænda er nú þar sem fé- lagsmenn ræddu sín hagsmunamál. Við erum nú að leggja fram til- lögur og rökstuðning varðandi laga- setningu og stefnumörkun í skóg- rækt og í raun erum við hagsmuna- aðilar fyrir þá sem ætla að lifa á Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sex og sjö ára börn frá Selfossi í skógræktarferð á Snæfoksstöðum síðastliðið sumar. skógrækt. Það er mikill áhugi hjá bændum fyrir skógræktinni og stefnubreyting er nauðsynleg þann- ig að bændur fái að takast á við það verkefni sem skógræktin er. Það er fyrirsjáanlegur samdrátt- ur í hefðbundnum búgreinum, sér- staklega í sauðfjárrækt, vegna minnkandi útflutningsbóta. Þessa íjármuni væri skynsamlegt að nota til skógræktarstarfa sem kæmi sér betur fyrir byggðirnar. Þá gæti búseta haldist þar, fólkið haft störf allt árið af skógræktinni og búið væri í haginn fyrir aðrar greinar svo sem ferðaþjónustu og aðrar skyldar þjónustugreinar. Ég er sannfærður um að skatt- greiðendur í dag sætta sig betur við að fjármunir ríkisins séu nýttir á þennan hátt, frekar en eins og verið hefur í búgreinum sem bænd- ur hafa verið hvattir til að takast á við. En til þess að þessir fjármun- ir nýtist sem best þá er það skil- yrði að bændurnir sjálfir séu fram- kvæmdaaðilar á sínum jörðum,“ sagði Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga. Afmælisritið Árskógar Á þessu ári hefur skógræktarfé- lagið minnst afmælisins með þátt- töku í Átaki 1990 og með því að taka á móti sex og sjö ára börnum frá Selfossi á Snæfoksstöðum þar sem þau gróðursettu tijáplöntur og þar var að auki lagður grunnur að skógræktaráhuga þeirra. Þá tók félagið á móti aðalfundi Skógrækt- arfélags íslands á 60 ára afrnæli þess. Haldið verður afmælishóf síðar í nóvember þar sem meðal annars verður kynnt bókin Árskógar sem er 50 ára saga félagsins, rituð af Páli Lýðssyni, bónda og fræðimanni í Litlu-Sandvík. I stjórn Skógræktarfélags Árnes- inga sitja nú: Kjartan Ólafsson, Hlöðutúni, Óskar Þór Sigurðsson, Selfossi, Jóhannes Helgason, Hvammi, Hrunamannahreppi, Halldóra Jónsdóttir, Stærri-Bæ, Grímsnesi, og Gunnar Tómasson, Laugarási. - Sig. Jóns. Aldrei hvarflað að mér að gera „sósíahsmann ódauðlegan á Islandi“ eftir Gylfa Þ. Gíslason Á undanförnum árum höfum við Jóhann J. Ólafsson formaður Verzlunarráðs íslands oftsinnis átt samtöl um fiskveiðistjórnina í til- efni af skrifum mínum uni þau mál. Mér hefur verið óblandin án- ægja að því, að þessi mikli áhrifa- maður í samtökum kauþsýslu- manna skuli liafa reynzt þeirrar skoðunar, að veiðileyfi eigi ekki að gefa, heldur eigi þeir,_sem nýta fiskistofnana umhverfis ísland, að greiða fyrir það. Þessa skoðun staðfestir hann í grein, sem hann birtir í Morgunblaðinu sl. laugar- dag. í greininni telur hann hins vegar, að hægt sé að beita einka- eignarréttarhugtakinu við hagnýt- ingu fiskimiða, á sama hátt og við hagnýtingu bújarða og veiðiáa. Þessari skoðun er ég ekki sani- mála, og á það raunar einnig við um nær alla hagfræðinga, sem urn þetta mál hafa ritað, bæði hér og erlendis. Sú skoðun á hins vegar ekkert skylt við sósíalisma. Ég hef margsagt það í fyrri skrifum mínum um fiskveiðistefnuna, að í tillögunum um veiðigjald eða veiði- leigu þurfi engan veginn að felast, að afgjaldið renni í ríkissjóð. Það má allt eins vel renna í sjálfstæðan sjóð, sem sé undir sérstakri stjórn og hafi sérstakt hlutverk. Ég hef jafnvel oftar en einu sinni sagt, að með tilliti til þeirra aðlögunar- vandamála, sem lögfesting veiði- gjalds hefði í för með sér, gæti Gylfi Þ. Gíslason verið skynsamlegt og sanngjarnt, að gjaldið rynni í vissan tíma í sjóð, sem væri undir stjórn útgerðarinn- ar sjálfrar, fyrst og fremst til þess að stuðla að minnkun fiskiskipa- flotans. Þeim, sem lesið hafa skrif mín af athygli, ætti því að vera ljóst, að ég hef ekki verið að boða neins konar þjóðnýtingu. Við Jó- hann J. Ólafsson erum sammála um, að hún á ekki við hér. Höfundur er prófessor og fyrrverandi ráðherra. í augsýn nýrrar aldar: I átt til nýrrar Evrópu eftirDavíð Stefánsson Tengsl íslands við Evrópubanda- lagið eru eitt meginviðfangsefni íslenskra stjórnmála. Hvernig að þessum málum verður staðið getur haft úrslitaáhrif á mannlíf á íslandi um ókomna tíð. Það er því nauðsyn- legt að tekið sé á Evrópumálunum af festu og skynsemi. Umræðan hingað til hefur að miklu leyti ein- kennst af hræðsluáróðri á báða bóga. Annars vegar hefur því verið haldið fram að við einangrumst með öllu, efnahagslega jafnt sem menn- ingarlega ef við stöndum utan bandalagsins. Hins vegar eru þeir sem telja að með aðild munum við glutra niður íslenskri tungu og menningu, missa yfirráðin yfir okk- ar mikilvægust auðlind — fiskinum í sjónum — og líklega hætta að vera til sem þjóð innan fárra ára. Hvort tveggja ber að setja fram sem skynsamlegar viðvaranir, en ekki öfgafullar upphrópanir, eins og nokkuð hefur borið á. Þeir, sem taka munu ákvarðanir um fram- tíðartengsl Islands við nágranna- Iönd okkar í Evrópu, þurfa að huga að bþðum sjónarmiðum. Allar ákvarðanir þarf að taka að vel ígrunduðu máli. Tímann höfum við fyrir okkur. Afstaðan til Evrópu kallar á nýja og umrótssama átaka- þætti í íslenskum stjórnmálum. Margir mega ekki heyra á það minnst að við tengjumst öðrum þjóðum frekar en nú er. Það er ef til vill skiljanleg afstaða í ljósi sögu erlendra yfirráða á íslandi og erfiðr- ar sjálfstæðisbaráttu. Nú gerast hlutirnir hins vegar með öðrurn hætti. Hugtakið pólitískt sjálfsfor- ræði er ef til vill nokkuð annað í hugum fólks en þeirra sem stóðu í sjálfstæðisbaráttunni og einnig þeirra er tóku við^ hinu nýfengna frelsi. Samstarf íslendinga sem sjálfstæðs ríkis við aðrar þjóðir hef- ur þegar tryggt okkur frið, frelsi og hagsæld og mun gera það áfram. Hver er stefnan? Fyrst og fremst verðurn við auð- vitað að gera upp við okkur hvað það er sem við viljum. Hvernig vilj- um við að staða íslands í samfélagi þjóðanna verði í framtíðinni? Eigum við að taka þátt í þeirri þróun sem nú á sér stað innan Evrópu, eða eigum við að standa fyrir utan allt saman sem óvirkir áhorfendur? Óhætt er að fullyrða að stór hluti almennings vill nánari tengsl ís- lands við Evrópu en nú er, það hafa margar skoðanakannanir með- al annars sýnt. íslensk stjórnvöld hafa líka svarað spurningunni að nokkru leyti og taka nú þátt í við- ræðum um aukið samstarf Evrópu- þjóðanna. Það ^em um er að ræða er mynd- un svokallaðs „Evrópsks efnahags- svæðis“ (EES) sem ríki Fríverslun- arsamtaka Evropu (EFTA) og Evr- ópubandalagsins (EB) myndu eiga aðild að. Meginhugmyndin að baki EES er að innri markaður Evrópu- bandalagsins, sem á að verða kom- inn á í árslok 1992, verði útvíkkað- ur þannig að EFTA-ríkin eigi einn- ig aðild að honum. Það þýðir með öðrum orðum að löggjöf EB um „fjórfrelsið" svokallaða, fijálsan flutning fjármagns, vöru, fólks og þjónustu milli landa, myndi einnig gilda í EFTA-ríkjunum. Slíkt myndi án nokkurs vafa hafa heilbrigð áhrif á hagvöxt og lífskjör á íslandi og aðild að EES myndu fylgja veruleg- ar breytingar í fijálsræðisátt í íslensku efnahagslífi. Köllum hlutina réttu nafni Það er frumskilyrði í umræðunni um þetta mikilvæga mál að kalla hlutina réttu nafni. Það ætti að vera öllum ljóst, eins og Þorsteinn Pálsson benti réttilega á í umræðum á Alþingi nú nýverið, að aðild að hinu Evrópska efnahagssvæði jafn- gildir í raun aukaaðild að Evrópu- bandalaginu í öllum meginatriðum. EES myndi lúta löggjöf Evrópu- bandalagsins um innri markað þess og það hefur skýrt komið fram að af hálfu bandalagsins er enginn vilji fyrir því að láta þjóðir utan þess hafa áhrif á ákvarðanir innan EB. Ef við getum hugsað okkur aðild að EES, eins og flestir virðast gera ef dæma má af umræðum á þingi og í íjölmiðlum undanfarin misseri, hvað er það þá sem útilok- ar að við tökum skrefið til fulls? Munurinn á aðild að EB og aðild að EES er sá að innan bandalags- ins gætum við haft áhrif á þróun mála. Sem aðilar að EES en ekki EB yrðum við að taka því sem að okkur yrði rétt. Það er staðreynd að almennt er litið á EES sem nokk- urs konar biðstofu — eða stökkpall — fyrir þá, sem síðar munu sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Þetta má glöggt sjá af því að umræður um aðild eru komnar á fullan skrið í öllum ríkjum EFTA — nema á íslandi. Austurríkismenn hafa.þegar sótt um aðild. Norðmenn eru líklegir til að sækja um hana innan nokkurra ára. Sænska jafn- aðarmannastjórnin jafnt sem helstu stjórnarandstöðuflokkarnir, Moder- ata Samlingspartiet og Folkpartiet, hafa lýst yfír áhuga á að ganga í EB. Finnar hafa ekki tekið ólíklega í það og jafnvel í Sviss er talið að EB-aðiId sé inni í myndinni. Ýmis- legt bendir því greinilega til að í EFTA-ríkjunum séu menn ýmist búnir að afskrifa hugmyndina um EES eða líti svo á að það verði aðeins tímabundið fyrirbæri. Hvað ætla íslendingar nú að gera? Tvíhliða viðræður Ýmsir stjórnmálamenn, flestir úr hópi sjálfstæðismanna, hafa lýstþví yfir að skynsamlegasta leiðin, sem Islendingar geti nú valið í Evrópu- málunum, frekar' en EES, sé tvíhliða viðræður við Evrópubanda- lagið. En um hvað myndu tvíhliða viðræður snúast? Alltof oft er þessu hugtaki kastað fram án þess að skýra það nánar. Ég hygg þó að sá skilningur, sem flestir hafa lagt í tvíhliða viðræður, sé sá að þar sé einkum um að ræða viðræður um breytingar á viðskiptasamningi EB og Islands, þannig að sjávarafurðir okkar ættu greiðari aðgang á innri markaðinn. Skiljanleg eru rök þeirra er vilja ganga til tvíhliða viðræðna. Þeir telja margir að miklir viðskipta- hagsmunir séu í húfi fyrir íslend- inga, en ekki sé við því að búast að EES-viðræðurnar skili árangri. Talsmenn tvíhliða viðræðna telja að við getum best samið um hags- muni okkar sjálf, en ekki í samfloti með hinurn EFTA-ríkjunum. Þeir Davíð Stefánsson „Með umsókn um aðild er ekki verið að ganga í Evrópubandalagið, en það er eðlilegasta leiðin til að skoða og skýra hagsmuni og kröfur á báða bóga. Sennilegast er að Islendingar myndu, a.m.k. í fyrstu, sækja um aukaaðild að bandalaginu.“ telja sjávarútvegshagsmunum okk- ar betur borgið í beinum samninga- viðræðum við EB en í samfloti við Austurríkismenn sem einblína á samgöngumál, Svisslendinga sem vilja vernda bankalöggjöf sína eða Finna sem vilja vernda skógariðn- að. Jafnvel hagsmunir frændþjóða okkar, Svía og Norðmanna, eru svo ólíkir okkar að hag lslands væri betur borgið án þess samflots, segja margir. Tvíhliða viðræður nægja ekki Ég tel hins vegar að tvíhliða við- ræður um hagstæðan viðskipta- samning um fiskafurðir nægi ís- lendingum ekki. Ef eitthvað er, þá er verið að ganga skemur með slíkum samningi en með þeim samningi, sem er markmið ÉES- viðræðnanna. Hið nýja samstarf Evrópuþjóðanna hefur miklu meira að bjóða íslendingum en hugsan- lega fríverslun með fisk. íslendingum ber að stefna að mun nánari samskiptum við ná- grannalönd sín í Evrópu á sem flest- um sviðum. Innan Evrópubanda- lagsins eru mikil samskipti á sviði mennta og menningar, tækni og iðnaðar. Samvinna á þessum svið- um myndi koma íslendingum mjög til góða, ekki síst ungu fólki, sem vill afla sér menntunar og starfs- reynslu í öðrum Evrópuríkjum. ís- lensku atvinnulífi veitti heldur ekki af evrópskri uppörvun. íslendingar eru Evrópubúar Markmið íslendinga á einnig að vera að hafa áhrif á umhverfi sitt, taka þátt í myndun nýrrar Evrópu. íslendingar eru Evrópubúar. Menn- ing okkar og saga er svo nátengd Evrópu að með því að standa utan við Evrópusamstarfið værum við nánast að afneita uppruna okkar, hafna því að eiga heima í Evrópu framtíðarinnar. Ég er því þeirrar skoðunar að við eigum að sækja um aðild að Evrópubandalaginu og láta á það reyna í viðræðum um aðild, hvort við teljum hagsmunum okkar borgið. Með umsókn um aðild er ekki verið að ganga í Evrópubandalagið, en það er eðlilegasta leiðin til að skoða og skýra hagsmuni og kröfur á báða bóga. Sennilegast er að Is- lendingar myndu, a.m.k. í fyrstu, sækja um aukaaðild að bandalag- inu. í viðræðum um aðild munu öll samskipti íslands og annarra Evr- ópuríkja verða tekin til gaumgæfi- legrar skoðunar. Slíkt myndi skapa miklar umræður innanlands og væntanlega auka á þekkingu al- mennings. Kröfur til sjálfra okkar og annarra í viðræðum um aðild að Evrópu- bandalaginu yrðu íslendingar eðli- lega að setja fram kröfu um íslensk yfirráð yfír fískimiðunum við landið, þar sem í þeim eru fólgnir mikil- vægustu hagsmunir efnahagslífs okkar. Annað skilyrði, sem margir nefna, er varðveisla menninga okk- ar. En það er kral'a, sem við gerum ekki til annarra, heldur einungis okkar sjálfra. Við verðum að spyrja okkur hvort íslensk menning sé okkur sjálfum svo mikils virði, að við viljum halda í hana. Ef svarið er já,- sem ég efast ekki um, er varla ástæða til að óttast um afdrif íslensks menningararfs. Raunar skiptir það ekki máli hvort Island hyggst ganga í Evr- ópubandalagið eða ekki þegar rætt er um aðlögun að markaði ná- grannaríkjanna, varnir gegn ásókn annarra í fiskimiðin, menningu þjóðarinnar og fullveldi. Þetta eru allt viðfangsefni, sem þróun al- þjóðamála krefur íslendinga um svör við. Það, sem máli skiptir, er hvort við hyggjumsl taka virkan þátt og seilast til áhrifa í samstarfi Evrópuþjóðanna. Sjálfstæðismenn í forystu í vor-lýsti ég því yfir á afmælis- hátíð Sambands ungra sjálfstæðis- manna á Þingvöllum að tímabært væri að setja umræður um aðild íslands að Evrópubandalaginu á dagskrá íslenskra stjórnmála. í haust lýsti Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, þessu einnig yfir. Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið skrefi lengra og lýsti því yfir í umræðum á Alþingi um skýrslu utanríkisráðherra að við ættum að sækja uni aðild að EB. Þannig væri hagsmunum okkar best borgið. Því ber að fagna að Ragnhildur tekur þarna af skarið og segir hlutina hreint út. Það er ekki tilviljun að þingmenn sjálfstæðismanna ganga frarn fyrir ■ skjöldu í þessu máli. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur alla tíð haft for- ystu um mótun ábyrgrar utanríkis- stefnu, sem byggist á hagsmunum íslendinga, og eru skýrustu dæmin þar um aðild að Atlantshafsbanda- laginu, innganga í EFTA og land- helgismálin. Staða íslands gagnvart EB er síst minna hagsmunamál og verður einungis siglt farsællega í höfn ef tekið er á því af festu og skynsemi en ekki með gaspri og lýðskrumi. Áfram á braut vestrænnar samvinnu Innganga íslands í Atlantshafs- bandalagið 1949, aðildin að EFTA 1970 og hugsanleg aðild íslands að Evrópubandalaginu í framtíðinni eru að mínu mati allt greinar af sama meiði. í okkar heimshluta hefur myndast einstakt samfélag lýðræðisþjóða sem á sér ekkert for- dæmi í mannkynssögunni. Sagan hefur sýnt að í þessu samfélagi er hægt að tryggja frið, frelsi og hag- sæld. Samstarf lýðræðisþjóðanna hefur borið sigurorð af kommún- ismanum, sem seildist til valda í álfunni eftir seinni heimsstyijöld, og nú knýja nýfijáls ríki Austur- og Mið-Evrópu á um aðild að sam- starfi frjálsra Evrópuþjóða. Með þátttöku í Atlantshafs- bandalaginu og EFTA, undir for- ystu sjálfstæðismanna, lýstu Islend- ingar því yfir að þeir ættu heima í samstarfi vestrænna ríkja. Þá heyrðust úrtöluraddir. Eftir áratuga farsæla reynslu af vestrænu sam- starfi dettur hins vegar engum í hug nú að segja að það hafi verið röng ákvörðun að ganga til liðs við , aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir, eða - að það hafi stefnt fullveldi og sjálf- < stæði þjóðarinnar í hættu — þvert f á móti. Sjálfstæðismenn höfðu for- < ystu um að þau heillaspor voru stig- í in. Það er einnig hlutverk Sjálfstæð- j isflokksins að leiða Islendinga í átt ( til nýrrar Evrópu. Höfunthir er fonnnður Sambnnds ; ungrn sjnlfstædisniannn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.