Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 280. tbl. 78. árg.________________________________LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter NATO haldi styrk sín- um til að tryggja frið Bandalagið reiðubúið til viðræðna um samninga um umtalsverða fækkun skammdrægra kjarnavopna í Evrópu Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) ítrekuðu í lok sameiginlegs fundar í Brussel í gær nauðsyn þess að bandalagið héldi styrk sínum til að tryggja öryggi og frið í Evrópu. Staðfest var nauðsyn þess að kjarnavopn yrðu áfram í Evrópu og að herir aðildarríkjanna styrktir með myndun fjölþjóðlegra her- deilda innan NATO. Ráðherrarnir lýstu ánægju sinni með þróun í átt til frelsis og lýðræðis í Mið- og Austur-Evrópu en vöruðu við hætt- unni á sundrungu og deilum meðan breytingarnar ganga yfir. Manfred Wörner sagði við blaða- menn að endurskoðun á stefnu og starfsháttum NATO yrði lokið fyr- ir fund utanríkisráðherra banda- lagsins í vor. Hann taldi ekki ósennilegt að boðað yrði til leið- Þrjár aldraðar konur í Moskvu bíða í tómri verslun í gær. Tekið hefur verið upp skömmtunarkerfi í borginni og er íbúunum aðeins heimilt að versla í sérstökum verslunum á ákveðnum tíma dagsins. Sovétríkin: Hreyfíng liarð línu niaima vill að herinn taki við völdunum Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. Áhrifamikil hreyfing harðlínumanna á sovéska þinginu, Æðsta ráð- inu, varaði í gær Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, við því að honum kynni að verða steypt af stóli. Þeir kröfðust þess að þing landsins yrði rofið og herinn tæki við völdunum. Hreyfingin nefnist Bandalag miðjumanna. Leiðtogar hennar sök- uðu Gorbatsjov um að hafa verið tvístígandi og dregið það of lengi að taka pólitískar ákvarðanir, að sögn sovésku fréttastofunnar Interfax. „Hvers vegna áttar Gorbatsjov sig ekki á því að honum kann að verða steypt? Veit hann ekki hvað uppreisn er?“ hafði fréttastofan eftir einum leiðtoganna. Þeir sögðu einnig að Gorbatsjov hefði auðmýkt Sovétmenn með því að þiggja matargjafir frá Vesturlönd- um. Þeir kynntu kröfur sínar á fundi með Ivan Laptev, forseta annarrar af deildum Æðsta ráðsins. Þeir sögðu að ijúfa bæri sovéska þingið, svo og þing iýðveldanna fimmtán, og veita hemum alræðisvald. I Bandalagi miðjumanna eru meira en tuttugu flokkar og hreyfingar, meðal annars þingmannahreyfingin Sojúz, sem segist njóta stuðnings um þriðjungs Æðsta ráðsins. Þjóðveijar hófu flutninga á mat- vælum til Sovétríkjanna í gær er sovéskar herflutningavélar fóru þangað með 150 tonn af mjólkur- dufti og. lyfjum. Alls verða 3.000 tonn af þessum varningi flut.t þangað á næstu þremur vikum. Sovéski sendiherrann í París hvatti Vestur- lönd til þess að senda ýmis matvæli, sem eru af skomum skammti víða í Sovétríkjunum. Vesturlandabúar í Kúvæt fari ekki strax úr felum Bagdad, Washingion, Lundúnum. Ileuter, Daily Telegraph. ÍRASKA þingið samþykkti með miklum meirihluta atkvæða í gær að allir útlendingar, sem urðu innlyksa í írak og Kúvæt, fengju að fara heim. Sljórnarerindrekar í Bagdad sögðu líklegt að þeir kæmust allir heim fyrir jól. Breska flugfélagið British Airways sendi þotu til Bagdad í von um að fá að flytja gísla heimleiðis en Irakar neituðu henni um lendingarleyfi. Vestur- landabúar, sem verið hafa í felum í Kúvæt, fá að fara úr landinu að sögn íraskra embættismanna en bresk og bandarisk stjórnvöld ráðlögðu þeim að gefa sig ekki fram þegar í stað. Aðeins fimmtán af 250 þing- mönnum íraska þingsins greiddu atkvæði gegn tillögu Saddams Husseins íraksforseta um að leyfa meira en 2.'600 er- lendum gíslum í landinu að fara heim. Sendiherra íraks í Was- hington sagði að þeir kæmust úr frak „innan mjög, mjög skamms tíma“. Latif Nassif al- Jassem, upplýsingamálaráð- herra íraks, sagði að hundruð Vesturlandabúa, sem eru í felum í Kúvæt, fengju einnig að fara heim. „Þeir geta verið alls óhræddir,“ bætti hann við. Heimsþjónusta breska útvarps- ins BBC flutti þó skilaboð til þeirra frá breska utanríkisráðu- neytinu, sem ráðlagði þeim að vera áfram í felum um sinn. Voice ofAmerica útvarpaði svip- uðum skilaboðum til þeirra. Talið er að fyrstu Vestur- landabúarnir fari frá írak í dag. íraska flugfélagið hefur leigt risaþotu fyrir áætlunarflug sitt til Amman í Jórdaníu í dag í stað minni flugvélar sem venju- lega er notuð á flugleiðinni. British Airways sendi þotu til Bagdad með matvæli, lyf og kampavín í von um að _fá að flytja gísla á heimleiðinni. írask- ur embættismaður sagði hins vegar í gærkvöldi að þotunni hefði verið neitað um lendingar- leyfi þar sem íraska flugfélagið ætti að annast flutningana. Þot- unni var flogið til Amman í Jórd- aníu. togafundar í því tilefni. Wörner lagði áherslu á hlutverk NATO í ‘ að tryggja stöðugleika í Evrópu og sem sameiginlegan vettvang ríkjanna beggja vegna Atlants- hafsins. Ráðherrarnir lýstu sig reiðubúna til viðræðna um samn- inga um umtalsverða fækkun skammdrægra kjarnavopna í Evr- ópu en lögðu áherslu á nauðsyn þess að halda eftir lágmarks varn- armætti til að tryggja öryggi aðild- arríkjanna. Wörner sagði að ekkert aðildarríkjanna væri hlynnt al- gjörri afvopnun á sviði kjarna- vopna. í yfirlýsingu sem birt var í lok fundarins er sameiningu Þýskalands fagnað og þá sérstak- léga aðild sameinaðs Þýskalands að NATO. Ljóst er að afvopnunar- samningar kalla á nýjar aðferðir og breyttar áherslur í varnarsam- starfi aðildarríkjanna og að því verður unnið fram á vor. Manfred Wörner sagði að NATO þyrfti ekki á óvini að halda, hætta á sundr- ungu og ófriði væri alltaf fyrir hendi. Markmiðið væri að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapað- ist, að tryggja stöðugleika, öryggi og frið. Það væri hrapallegt að hugsa sér að fórna þeim sam- starfs- og samráðsvettvangi sem NATO væri ekki einungis fyrir aðildarríkin heldur Evrópu alla. Reuter Bandarísk lijón í Bagdad fagna ákvörðun stjórnvalda í írak uin að sleppa erlendum gíslum í landinu. Kína: • • Oflug spreng- ing við stærstu Maó-styttuna __ Peking. Reuter. ÖFLUG sprenging varð við risastóra styttu af Maó for- manni í borginni Chengdu í suðurhluta Kína í gær með þeim afleiðingum að rúta sprakk í loft upp og allt að tíu manns biðu bana. íbúar í Chengdu sögðu að um sprengjutilræði hefði verið að ræða en lögreglan vildi ekki tjá sig um málið. Sjónarvottar sögðu að 4-10 manns hefðu týnt lífi. Sprengingin varð er strætis- vagninn ók framhjá stæi-stu styttunni af Maó formanni í Kína, sem er 15 metrar á hæð og gnæfir yfir helstu urhferðar- götunni í miðborg Chengdu. Mikið fjölmenni safnaðist sam- an við hana í námsmannamót- mælunum í maí og júní í fyrra. Styttan mun ekki hafa skemmst,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.