Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 46
^Ö'RGtMfelSöí'Ó' IJÍuéÍÁftfel&fcm'lV’ ÓE§É»![BíÉR: 'rð'90 ié Þingmenn á Norðurlandi eystra: Fjárveiting til tveggja framhalds- skóla verði hækkuð ÞINGMENN Norðurlandskjör- dæmis eystra hafa ritað for- manríi fjárveitinganefndar bréf þar sem þeir fara fram á það við nefndina að fjárveitingar til nýbygginga Verkmenntaskól- ans á Akureyri og Framhalds- skólans á Húsavík í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 1991 verði hækkaðar. Fram kemur í bréfinu, að fjár- veiting til VMA sé 15 milljónir króna í frumvarpinu, en sú upphæð dugi aðeins til að endurgreiða Akureyrarbæ skuld vegna fram- kvæmda á þessu ári. Ljóst sé að framkvæmdir við nýbyggingu skólans muni stöðvast verði fjár- veitingin ekki hækkuð. Fjárveitingtil Framhaldsskólans á Húsavík er 7 milljónir króna á næsta ári, en greiðsluskuldbinding ríkisins í framkvæmdum við skól- ann sé 71 milljón. Endurgreiðslu- tíminn yrði því 10 ár með óbreyttu framlagi. Fara þingmenn kjör- dæmisins því fram á að fjárveiting- in verði hækkuð um 10 milljónir króna, úr 7 í 17 milljónir, en þó Leikfangalistinn 1990 Vörur úr listanum verða seldar í kjallaranum í dag kl. 13.00-22.00. Leikfangamarkaðurinn PARÍSHF., - Hafnarstræti 96 — Akureyri. Pöntunarsími 27744. Hægt er að greiða með greiðslukorti þegar pantað er í gegnum síma. Vertu vel klæddur frá >• BERNHARDT fashion enrQbudin Hafnarstræti 92 Sími 96-26708 Klæðskeraþjónusta .muni það, taka. ríkið 4-5 ár að greiða sinn hlut miðað við þá upp- hæð árlega. Þóroddur Sveinsson til- raunastjóri á Möðruvöllum Ytri-Tjörnum. ÞÓRODDUR Sveinsson hefur verið ráðinn tilraunastjóri á Til- raunastöðinni á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann tekur við stöð- unni um áramót af Jóhannesi Sigvaldasyni. Þóroddur lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri árið 1975, bústjórnar- prófi frá landbúnaðartækniskólan- um í Árósum 1977 og tækniprófi á jarðræktarsviði frá sama skóla 1979. BS-prófi lauk hann í land- búnaðarvísindum frá ríkisháskó- lanum í Norður-Dakota í Banda- ríkjunum og MS-prófi frá sama skóla í jarðvísindum á árinu 1987. Þóroddur hefur starfað á Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins jafnframt námi frá árinu 1979, en þar hefur hann unnið sem sérfræð- ingur í frærannsóknum og við grænfóðurtilraunir. „Stefnan er að efla tilraunastöð- ina að Möðruvöllum, eftir fráfall tveggja tilraunastöðva, en stjórn stöðvarinnar hefur það á stefnu- skrá að flytja verkefni og mann- skap út á land,“ sagði Þóroddur. Landssamband kúabænda hefur ákveðið að styrkja starfsemina með framlagi til rannsókna á fóðrun nautgripa og sagði Þóroddur að hans starf fælist m.a. í því að reyna að laða að samstarfsaðila og á þann hátt áð fá sem flest verkefni norður. Það er gert í frambaidi af því að fjárveiting á fjárlögum hefur dregist saman að undanförnu. „Ég hlakka til að heija störf við tilraunastöðina, sérstaklega í ljósi þess að til stendur að efla þar alla starfsemi,“ sagði Þóroddur. - Benjamín jólagjafirnar fást Akureyri og Eyjafjörður: Farvegi Glerárbreytt Glerá rennur nú í nýjum.farvegi á milli tveggja brúa, en farvegi hennar var breytt í gær. Nýr farvegur var gerður frá brúnni við Hörgárbraut um 400 metra leið niður að brú við Hjalteyrargötu, en hann var færður nokkuð tii norðurs frá því sem var. Meðfram nýja farvegi árinnar var lagður eins metra vítt frá- rennslisrör, en að sögn Gunnars H. Jóhannessonar deildarverkfræðings hjá Akureyrarbæ er þessi fram- kvæmd liður f því að koma á framtíðarskipulagi í holræsakerfi bæjarins, þannig að það verði í því horfi sem kveðið er á um í reglugerð. Framkvæmd þessi kostar 20 milljónir króna og í kjölfar hennar geta þau fyrirtæki sem staðsett eru sunnan ár lagt út í lóðastækkun óski þau þess. Svæðið verði miðstöð sjávarútvegs í landinu Björn Valur Gíslason leggur fram tillögu á Alþingi um efling-u Eyj aíj arðars væðisins á sviði sjávarútvegs BJÖRN Valur Gíslason frá Olafsfirði, sem nú situr á Alþingi fyrir Steingrím J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráðherra, hefur lagl fram fram tillögu til þingsályktunar um eflingu Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins sem miðstöðvar fræðslu og rannsókna á sviði sjávarútvegs. Þar segir að Alþingi feli ríkissljórninni að láta gera tímasetta áætlun sem miði að uppbyggingu sjávarútvegsbrautar Háskólans á Akureyri og sjávarútvegsbrautarinnar á Dalvík og efl- ingu hvers kyns rannsóknar- og þróunarstarfsemi. I greinargerð með tillögunni seg- ir m.a. að fiskveiðar og vinnsla hafi lengi verið ein mikilvægasta undirstaða atvinnulífs við Eyjafjörð, líkt og annars staðar í landinu, en hvergi hafi vöxtur sjávarútvegsfyr- irtækja orðið meiri á síðustu árum, en á þessu svæði; þrátt fyrir að ástand sjávar út af Norðurlandi hafi verið mjög óhagstætt til margra ára. Frá Eyjafirði er gerður út öflugur togarafloti, yfir 20 skip auk stórs flota nóta- og rækjuskipa og ann- arra báta. Fram kemur að ýmiskon- ar þjónusta tengsds útvegi hafi vaxið og hún náð að festa sig í sessi. I greinargerðinni er talið það nám sem til boða stendur, en þar má nefna stýrimannaskóiann á Dalvík, Fiskvinnsluskólann á Dalvík og sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri. Þá er verið að opna útibú Hafrannsóknastofnunar á Akur- eyri, en fyrir er útibú Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. „Ljóst er að samstarf þessara stofnana og annarra ókominna fyr- irtækja í sjávarútvegi verður í framtíðinni mjög náið. Þess vegna er mjög áríðandi að efla rannsókna- stofnanir sjávarútvegsins í Eyjafirði og beina áframhaldandi uppbygg- ingu slikra stofnana á þetta svæði,“ segir í greinargerðinni, en síðar segir einnig: „Það hlýtur því að vera freistandi fyrir stjórnvöld sem á annað borð kenna sig við byggða- stefnu að vera af fullum krafti með í þessari uppbyggingu og nýta sér þá reynslu og þekkingu sem fyrir er á þessu svæði í sjávarútvegi.“ Listi Alþýðuflokksins: Hreinn vill víkja HREINN Pálsson, bæjarlögmaður á Akureyri, sem hlaut bindandi kosningu í 2. sæti á lista Alþýðuflokksins í prófkjöri hans í Norður- landskjördæmi eystra, hefur beðist undan því að skipa það sæti. „Ég hlaut bindandi kosningu, en menn hljóta að meta hvað sé væn- legast," sagði Hreinn við Morgun- blaðið í gær. Hann sagðist ekki telja vænlegt að karlmenn frá Akur- eyri skipuðu tvö efstu sæti listans, en Sigbjöm Gunnarsson, kaupmað- ur, fékk bindandi kosningu í 1. sætið. Kjördæmið væri stórt og mönnum „austur um“ þætti örugg- lega nóg um. „Eg var ekki hrifinn af opnu prófkjöri, og ekki ánægður 'með að engin kona skyldi taka þátt í því. Auk þess eru stuðnings- mannahópar okkar Sigbjörns ekki að öllu leyti sáttir, og þegar svo er, hjá þeim sem eiga að leiða kosn- ingabaráttuna, er illt af stað að fara,“ sagði Ilreinn Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.