Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 71
júlí 1949 gekk hann að eiga eftirlif- andi konu sína, Kristjönu Berg- mundsdóttur frá Aðalvík. Þeirra hjónaband var mjög far- sælt og saman komu þau sér upp fallegu heimili hér í Reykjavík. Eign- uðust þau dætur þijár, Kristínu Sig- urlaugu, Kolbrúnu, Þórdísi og soninn Magnús. Síðan komu barnabörnin sem eru níu. Þau voru honum mikil gleði, enda var Maggi einhver mesta bamagæla sem ég hef þekkt þó svo að hann smástríddi þeim stundum, þá var það mest til þess að fá þau til þess að hasast dálítið. Ég veit ekki um nokkurt barn sem hann gat ekki hænt að sér. Næstur var Kristján , fæddur í Hvammi í Hvítársíðu, 1. júlí 1922. Þar voru foreldrar okkar í hús- mennsku það ár. Árið 1923 voru þau svo í húsmennsku á Fróðastöðum í sömu sveit og þar fæddist þeim dótt- ir 3. júlí. Ævinlega hef ég haft hálf- gert samviskubit gagnvart Kidda vegna fæðingu minnar, þó að engu gæti ég þar um ráðið. Því vegna mín var honum komið í fóstur að Síðumúla-Veggjum. Fyrst til skamms tíma vegna þess að á því sæmdarheimili Brandar og Þuríðar á Fróðastöðum var margt fólk en tak- markað húsrými. Það fór þó svo að þegar foreldrar okkar fluttu suður í Skorradal vorið 1924 að Kiddi varð eftir hjá þeim systkinum Ingibjörgu, Magnúsi og Finni. Ekki fór illa um hann hjá því góða fólki en samt sakn- aði hann þess alltaf að vera ekki hjá okkur. Hrædd er ég um að það hafi ekki verið foreldrum okkar sársauka- laust að skilja hann eftir, en þau voru sárafátæk að fara út í algera óvissu um framtíðina. Þegar ég var 13 ára og Kiddi 14 ára, var ég þrjár vikur á Síðumúla- Veggjum og kynntist þá fyrst þess- um bróður minum og urðum við þá strax mjög samrýmd og uppfrá því miklir vinir. Seinna þegar við systk- inin vorum samtíða í Hvítársíðunni, urðum við eins og þrílembingar, óað- skiljanleg. Álltaf vildu þeir hafa mig með sér og ef við vorum saman á balli þá dönsuðu þeir alltaf fyrst við mig og mikið öfunduðu sumar kunningja- konur mínar mig af þessum fallegu bræðrum mínum. Ef við vorum ekki saman þá skrifuðumst við á. Ég á mörg löng og skemmtileg bréf frá þeim Kidda og Magga. Kiddi lærði bifvélavirkjun hjá Ræsi hf. og voru þeir samtímis í Iðnskólanum, Maggi og hann, og bjuggu þeir þá saman í litlum bæ sem hét Litla-Mörk og stóð við Bræðraborgarstíg. Kiddi var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét Valdimarsdóttir, ættuð af Vestfjörðum. Hún lést eftir fárra ára sambúð. Þau áttu ekki böm en Magga átti soninn Baldvin, sem Kiddi leit alltaf á sem sinn eigin son og var samband þeirra mjög gott. Þau Magga fluttu til Sauðár- króks þegar hann lauk námi og áttu þeir Baldvin þar heima eftir það. Kiddi stundaði bifvélavirkjun fyrstu árin fyrir norðan en sneri sér síðan að verslunarstörfum og rak um tíma samkomuhúsið á Sauðárkróki og síðar um árabil sína eigin verslun. Sennilega muna Sauðkrækingar best eftir honum sem leikaranum, því mörg eftirminnileg hlutverk lék hann með leikfélagi Sauðárkróks. Ég trúi að hann hafi verið tilkomu- mikill sem Skugga-Sveinn svo stór og svipmikill sem hann var. Seinni kona hans er Erna Jóns- dóttir frá Sauðárkróki. Þau eignuð- ust soninn Kristján Grétar. Það var mikil hamingjustund er hann fædd- ist, en þeirra samvistir urðu of stutt- ar. Bamabömin, börn Baldvins og Jónu, eru þijú. Guðbrandur fæddist í Dagverðar- nesi 11. júlí 1925. Hann var því tveimur ámm yngri en ég, dálítið svona litli bróðir til að byija með. En hann fór svo að fylgja okkur Magga eftir, bæði í leik og starfi, því snemma fóru börn þá að sinna ýmsum störfum fyrir heimilið. Þegar Maggi var fermdur þá komst hann 1 tölu fullorðinna og var settur í full- orðlnsverkin, Þá fóruin við Baddi í snúningana saman. Það var stundum ekkert grín fyrir litlar manneskjur að finna kýr i skóginum í Skorradaln- um eða fara upp á fjall að sækja hesta. Skemmtilegast þótti okkur Badda á veturna þegar við fórum út i hlöðu að leysa hey handa kúnum. Þá sömdum við framhaldssögu og MQRGUNBLAÐfÐ LAUGARDAGUR 15, DflSEtylBEIt 1990 M lékum hana í leiðinni. Eg man hana nú ekki en hún var mjög spennandi. Hann hafði mjög gott ímyndunarafl. í þá daga var ekki hægt að leika sér nema ímyndunaraflið væri í lagi. Þá var ekkert útvarp og ekkert sjón- varp. Helst var að við fengjum hug- myndir úr bókum, þá gjarnan íslend- ingasögunum. Ég man að strákarnir léku Skarphéðin á Bergþórshvoli og Gunnar á Hlíðarenda og ætluðu mér að leika Hallgerði. Ég neitaði og vildi vera Kári. Aldrei man ég eftir að við værum í vandræðum með frítíma okkar eða að okkur leiddist. Baddi var rólegur og ljúfur dreng- ur en gat verið æði stríðinn stundum. Þá var um að gera að verða ekki reiður. Baddi hafði alla tíð mestan áhuga á búskap og ræktun. Hann var bú- fræðingur frá Hvanneyri og vann að mestu við skurðgröft þar til hann tók við búi af foreldrum okkar í Dagverð- arnesi 1963. Þau dvöldu þar hjá hon- um, faðir okkar þar til hann lést og móðir okkar þar til hún gat ekki leng- ur hugsað um heimilið, þá fór hún út á Akranes. Eftir það bjó hann um tíma einn, utan þess að hjá honum voru unglingar á sumrin. Hann var einstakur maður í umgengni við börn og unglinga. Hann kenndi þeim til verka af mikilli þolinmæði og ekki var hávaðipn eða skammirnar. Svo var hann líka vinur þeirra. Ég held að mér sé óhætt að fulyrða að Skarp- héðinn sonur minn hafi ekki átt ann- an vin betri en Badda í Dagverðar- nesi, enda áttu þeir sömu áhugamál. Guðbrandur giftist Ósk Sigurðar- dóttur frá Sauðárkróki. Þau slitu samvistum. Þeirra dóttir er Kristín Sigurlaug, sem ólst að mestu upp hjá móður sinni fyrir norðan, en var oft hjá föður sinum á sumrin. Oft sagði hann við mig: „Hún er það eina sem ég á.“ Kristín er gift og á eiiin son, Jón Óskar. Fyrir nokkrum árum kom til hans Sólrún Konráðsdóttir ásamt syninum Sæþóri og hafa þau veitt birtu og yl í tilveru hans síðustu árin. Það er ekki eðli mannsins að vera einn og hrædd er ég um að Badda mínum hafi ekki alltaf liðið vel í einverunni, en samt gat hann ekki slitið sig frá sveitinni og þeim fagra stað þar sem við vorum uppalin. Sólrún og Sæþór, við systumar viljum þakka ykkur fyrir það öryggi og hamingju sem þið veittuð honum síðustu ár ævi hans. Finnst okkur að þau hefðu mátt vera fleiri. Þá hef ég lokið þessum fátæklegu orðum um bræðurna mína þijá sem mér þótti svo vænt um og sakna svo mjög. Nú erum við eftir þijú, ég orðin langelst og svo litlu krakkarnir sem ég kallaði svo í gamla daga, Baldur og Þuríður (íða). Ég ætla ekki að kveðja þá hinstu kveðju. Þeir verða ljóslifandi í minni mínu á meðan ég lifi. Ég þakka þeim samfylgdina. Sigríður Skarphéðinsdóttir Við viljum með fáum orðum minn- ast frænda okkar hans Badda. Minn- ingarnar hrannast upp í hugann frá því við vorum í sveit hjá honum sem unglingar en erfiðara virðist okkur að koma þeim á blað. Ætlum við þó að reyna að minnast á það sem okk- ur er minnisstæðast og hvað okkur fannst einkenna frænda okkar einna helst. Það sem fyrst kemur í huga okkar er hversu mikill náttúruvinur hann var. Hann unnni öllum sem lifandi var hvort sem það var gróður eða dýr. Þegar við vorum í sveit hjá hon- um var hann að byija á að rækta upp græðlinga. Enginn dagur byijaði hjá honum án þess að hann gætti að græðlingunum enda döfnuðu þeir vel. Seinna eftir að við hættum að koma í sveit á sumrin, fór hann í skipulagða ræktun á grenitijám en einmitt nú í ár var hann að hefja sölu á jólatijám í fyrsta skiptið úr sínu landi. Dýravinur var hann, sem sjá mátti á skepnunum hans, sama hvort það voru kindurnar, hestamir eða hundurinn, Eitt atvik er og verð- ur alltaf minnisstætt í hngft okkar. Það var i sauðburði og ein kindin var nýbúin að bera en lambið virtist dautt, en Baddi var ekki á því og hóf lífgunartilraunir, nuddaði það og blés i það í tuttugu mínútur og viti menn, lambið tók við sér. Við bræð- ur sátum heillengi agndofa yfír þess- um atburði sem okkur þótti stórkost- legur. Baddi hafði ótrulega mikið skop- skyn eins og allir þeir sem hann þekktu vissu. Það leið ekki svo dagur að hann glettist ekki við okkur. í þessu sambandi minnumst við atviks er við vorum í fjárhúsunum í sauð- burðinum og hann spurði annan okk- ar sem var þá í fyrsta skiptið að koma í sveit hvað hann teldi að geml- ingur sem hann benti á væri með mörg lömb í sér. Nýliðin svaraði að bragði að gemlingurinn væri með tvö lömb, því hann var svo mikill um sig. Baddi bauð honum þá að þreifa á júgrunum á gemlingnum, sem reyndist þá vera kollóttur hrútur og úr varð mikill hlátur hjá okkur öllum þremur. Fleiri sögur væri hægt að rifja upp en of langt væri að segja þær og einnig eru þær svo fengdar við það augnablik er þær urðu til. En við bræður munum geyma þær í hugum okkar sem gull því það er það sem þær eru. Við viljum þakka Badda fyrir það tækifæri sem hann gaf okkur með því að leyfa okkur að vera í sveit hjá sér. Hjá Badda var okkur treyst til verka sama hvort það var á vinnu- vélunum eða við önnur verk og ef eitthvar bjátaði á hjá okkur var Baddi alltaf kominn til að hjálpa. Enn í dag búum við að þessum tíma, er við vorum í sveit í Dagverðarnesi. Að lokum viljum við þakka fyrir að fá að kynnast manni sem Baddi var. Minning hans mun ávallt lifa í hugum okkar. Einar og Maggi Kveðja frá kór Hvanneyrarkirkju Það er aðventa. Á ýmsan veg er byggðin að búa sig undir komu jól- anna. Hátíð birtu og gleði er í vænd- um, söngvar eru æfðir, búizt er til fagnaðar. Þá er góður granni og fé- lagi skyndilega kvaddur á brott — mitt úr önn daganna. Fótmál dauð- ans fljótt er stigið, segir í sálminum, og skammdegið sem ljósanna hátíð megnar jafnan að eyða, herðir tök sín. Það dimmir í dölum. Þar sem áður hljómaði söngur, er nú þögnin ein og skarð rofið. Guðbrandur bóndi í Dagverðarnesi í Skorradal hafði sungið með okkur í kór Ilvanneyrarkirkju um árabil. Þótt um dijúgan veg væri að sækja, mætti hann til æfinga og athafna hvenær sem hann mátti — góður liðs- maður og traustur félagi. Söngurinn var eitt af áhugamálum Guðbrandar. Ræktun jarðar var ann- að áhugamál hans, og í eðli sínu náskylt söngnum, sem flestu betur eflir og ræktar andann. Hann hafði setið fæðingaijörð sína lengi, ræktað hana og bætt margvíslega. Frá þess- um ahugamálum sínum sagði hann í fróðlegu viðtali í héraðsfréttablað- inu Borgfirðingi fyrir aðeins fáum vikum. Það var á þessari jólaföstu að Guðbrandur átti von á fyrstu upp- skeru lundanna, sem hann undanfar- in ár hafði lagt grundvöllinn að. Hann hugsaði til framtíðarinnar og hafði fyrir allmörgum árum hafið umtalsverða skógrækt á jörð sinni. Fyrstu trén voru nú vaxin til nytja. Guðbrandur naut þess að sjá skóginn sinn vaxa og sanka að sér sólskininu í Skorradal. Hann mátti þar líta verk sín með nokkru stolti. En ávaxtanna fékk hann ekki notið. Skógarteigarn- ir í Dagverðarnesi munu hins vegar vaxa og dafna og bera vitni um verk hans þar og ræktandi hendur. Merk- in standa þótt maðurinn falli. Um þessi jól verða söngvarnir í Hvanneyrarkirkju hljómi snauðari en áður — blandnir söknuði og trega. Eldri og yngri söngfélagar í kór Hvanneyrarkirkju þakka Guðbrandi frá Dagverðarnesi trausta samfylgd og góða liðveizlu. Þeir senda öllum aðstandendum hins látna félaga inni- legar samúðarkveðjur. Megi boð- skapur jólanna og birta hækkandi sólar milda söknuð þeirra og sárah trega. Blessuð sé minning Guðbrandar frá Dagverðarnesi. KENWOOD Ný og endurbætt KENWOOD CHEF Aukabúnaður m.a.: Grænmetiskvörn — Hakkavél Grænmetisrifjárn — Ávaxtapressa Verð kr. 17.680 16.800.- staðgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.