Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 Auðurínn endaði íDanaveldi Rætt við Jón Pál Halldórsson, formann Sögufélags Isfirð- inga, í tilefni af útkomu síðasta bindis Sögu Isafjarðar Kristján heitinn Eldjám lýsti honum sem athafnamanni með menningarlegan áhuga og ýmsir samferðamenn hans hafa dregið í efa að hann ætti sinn líka. Jón Páll Halldórsson markar ekki aðeins djúp spor í atvinnusögu ísafjarðar síðustu áratugina sem framkvæmd- astjóri eins stærsta fyrirtækis á Vestfjörðum, heldur hefur hann líka staðið fyrir varðveislu minja af sérs- takri atorkusemi. í fyrsta lagi með að beita sér fyrir ritun Sögu ísa- fjarðar, miklu verki sem nú var að ljúka, og í annan stað með því vinna að uppbyggingu húsanna í Neð-- stakaupstað, en þau eru elstu hús landsins. Þá er ekki allt talið _en óhætt mun að fullyrða að fáir ís- lendingar hafa unnið jafn kappsam- lega að björgun menningarsögu- legra verðmæta í frístundum sínum. í Jóni Páli hverfast tímarnir tvennir. Jón Páll er ekki maður sem hróp- ar á torgum. En hann er fastur fyrir engu að síður, fylgir sinni sannfæringu. Það hvarflar aldrei að manni að hégómagimd sé drif- kraftur í lífí hans. Fyrir nokkrum ámm falaðist undirritaður eftir við- tali um persónu hans, en hann harð- neitaði, kvaðst ekkert hafa að segja og vera þverhaus hinn mesti. Við það sat. Nú fellst hann aftur á móti góðfúslega á viðtal, enda er umræðuefnið ekki hann sjálfur heldur útkoma fjórða og síðasta bindis Sögu ísafjarðar eftir Jón Þ. Þór og viðgerð húsanna í Neðsta- kaupstað. Þrjátíu ára starf „Ég hef alla tíð haft gaman af sögu, allt frá því ég var í skóla,“ segir Jón Páll en kveðst þó ekki kjósa að verða sagnfræðingur ef hann ætti að velja aftur, vill frekar hafa sagnfræðina sem áhugamál. Jón Páll var kosinn í stjóm Sögu- félagsins fyrir 30 ámm og starfaði þar um árabil með Jóhanni Gunn- ari Ólafssyni bæjarfógeta en tók við formennsku 1979 og hefur gegnt henni síðan. Árið 1977 gerir stjórn Sögufélagsins samkomulag við Bæjarstjórn ísaljarðar um að þessir aðilar standi sameiginlega að ritun sögu ísafjarðar, bæjar- stjóm borgi laun sagnfræðingsins en Sögufélagið sjái að öðm leyti um verkið. Árið 1979 er Jón Þ. Þór sagnfræðingur síðan . ráðinn til starfans. „Já, það var að sumu leyti erfítt að fínna mann,“ segir Jón Páll. „Það vom samt allir sammála um ráðningu Jóns, fannst heppilegast að ráða mann sem væri ekki of tengdur atburðunum og hefði ekki fyrirfram mótaðar skoðanir á at- burðarásinni, enda þótt öllum væri ljóst að það hefði sína kosti að fá til verksins staðkunnugri mann.“ Jón Þ. Þór var í hálfu starfi fyrst í stað en síðan í fullu og lauk verk- inu um mitt ár 1989, réttum áratug eftir að það hófst. Fyrsta bindið kom út árið 1984 og síðan hafa þau komið annað hvert ár. í aðfaraorð- um síðasta bindisins farast Jóni Þ. svo orð um samstarf sitt við Jón Pál: „Enginn einn maður hefur þó reynst mér viðlíka hjálparhella og formaður Sögufélagsins, Jón Páll Halldórsson. Hann hefur fylgst með öllu verkinu af miklum áhuga og dugnaði og gert allt sem í hans valdi hefur staðið til þess að það mætti verða sem best úr garði gert... Eru honum hér færðar þakkir fyrir frábært samstarf öll þau ár, sem ég hef unnið að verk- inu, enda á hann, að öllum öðrum ólöstuðum, mestan þátt í því að tekist hefur að rita Sögu ísafjarð- ar.“ Á öðrum stað getur hann þess að aldrei hafí þurft skriflega samn- inga við Jón Pál, orð hafí staðið. „Stjórnin hefur reynt að leggja Jóni Þ. Þór allt það lið sem hún Jón Páll Halldórsson afhendir Ólafi Helga Kjartanssyni forseta bæjarstjórnar ísafjarðar fyrsta eintakið af fjórða og síðasta bindinu af Sögu Isafjarðar. Jón Páll Halldórsson formaður Sögufélags ísfirðinga. hefur getað," segir Jón Páll. „Sér- staklega eftir að fór að líða á verk- ið og staðfræðileg þekking varð nauðsynlegri. Það hefur komið í okkar hlut að afla ýmissa heimilda, sérstaklega myndefnis. Í 4. bindi eru á fjórða hundrað mynda. Við öflun þeirra kom sér vel að hafa tengsl við ýmsa ágæta aðila. Við gátum sótt mjög mikið í myndasafn Simsons og Haraldar Ólafssonar, en einnigtil Hjálmars R. Bárðarson- ar. Þá höfum við notið frábærrar aðstoðar^ ótölulegs fjölda brott- fluttra ísfírðinga sem útveguðu okkur myndir. Eg vil endilega nota tækifærið til að þakka þessu fólki fyrir þá velvild sem það hefur sýnt Sögufélaginu." — Hefur þetta ekki verið gífurleg vinna? „Jú, en það hefur verið mjög skemmtileg vinna." — Nú ert þú framkvæmdastjóri eins stærsta fyrirtækis á Vestfjörð- um, auk þess að vera í stjómum annarra fyrirtækja, hvernig hef- urðu tíma til að sinna svona um- fangsmiklu starfí sem starf for- manns Sögufélagsins hefur verið? Hann hugsar sig um. Segir svo hægt: „Það er nauðsynlegt hverjum manni að eiga sér áhugamál." Brýning frá Kristjáni Eldjárn „í opinberri heimsókn á ísafírði, meðan húsin í Neðstakaupstað héldu hvorki vatni né vindum, lét Kristján Eldjárn þau orð falla að við mættum ekki láta undir höfuð leggjast að gera við þessi hús. Sú hugmynd var þó löngu komin fram, því strax árið 1963 setti stjóm Sögufélagsins fram hugmynd um viðgerð og varðveislu húsanna. Síð- an gerðist ekkert fyrr en 1975 að bæjarstjórnin samþykkir að friðlýsa húsin. Árið 1977 erum við Guð- mundur Sveinsson og Gunnar Jóns- son skipaðir í Húsafriðunarnefnd ísafjarðar og síðan hefur verið unn- ið árlega að viðgerðum á húsunum eftir því sem fjárveitingar hafa hrokkið til hveiju sinni. Við höfum notið mikillar velvildar ýmissa aðila hvað varðar fjárveitingar og nú eru viðgerðirnar vel á veg komnar. Lok- ið er viðgerð á Faktorshúsi, Kram- búð og Turnhúsi. Á 50 ára afmæli sjómannadagsins á ísafirði var sjó- minjadeild Byggðasafns Vestíjarða sett þar upp. Tjöruhúsið er eftir og stendur yfír viðgerð á því. Verklok mótast af efnum og ástæðum. Þar er hugmyndin að koma fyrir veit- ingastofu ásamt aðstöðu til að sýna þætti úr sögu ísafjarðar og vera með lifandi sýningar.“ Yfir hátíðirnar eru opnunartímar veitingasala Hótels Sögu eftirfarandi: 22. desember Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur Annar jóladagur Gamlársdagur lYýársdagur Skrúður Grillið Mímisbar Súlnasalur Opið Opið Opið Lokað Opið Skata í Lokað Opið Lokað hádeginu Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Opið frá kl. 12 Lokað Lokað Lokað Opið kl. 12-21 Lokað Lokað Lokað Opið kl. Opið frá. Lokað Nýársf. 12.-23.30 kl. 19.00 11)\ IíSi tó) V)) 11)) l/Si l/J) Iíji Ií\) !/)/ l/ii i/Si % 1$) l/Ji l/Si tó) l/Si l/Si l/Si l/)i l/Si & l/S) I/ji — Hvemig hafa bæjarbúar tekið þessu framtaki? „Það gætti ákveðinnar tortryggni í upphafi. Menn spurðu hvaða til- gang það hefði að setja ijármuni í að gera við þessa kofa. En eftir að viðgerðin var komin vel á veg hefur afstaðan gjörbreyst. Nú held ég að Isfírðingar séu almennt mjög stoltir af þessum húsum. Aðsókn að sjó- minjasafninu hefur líka verið ævin- týraleg, 6-7 þúsund manns á ári. Flestir sem sækja bæinn heim koma þama við. Það er líka ánægjulegt til þess að vita hvað bæjarbúar og aðrir Vestfírðingar hafa tekið þessu vel og verið duglegir að draga til safnsins gamla muni sem nú eru flestum gleymdir. Sama má segja' með Sögu Isafjarðar, eftir að hún fór að koma_ út hafa bæjarbúar og brottfluttir ísfírðingar sýnt henni vaxandi áhuga. Ég hef á tilfinning- unni að þetta seinasta bindi muni vekja mesta athygli þar sem þeim fer fjölgandi sem þekkja sögusvið- ið.“ Auðurinn til Danmerkur — Um hvað fjallar þetta síðasta bindi í grófum dráttum? „Það spannar ákveðið tímabil í sögu bæjarins, 1921-45. í byijun þess taka jafnaðarmenn við stjóm bæjarins og koma hér á margvísleg- um breytingum. Þá hætta ennfrem- ur ákveðnar verslanir sem voru burðarásar atvinnulífsins og nýir aðilar taka við. Eftir stríð verða svo aftur gífurlegar breytingar á at- vinnuháttum.“ — Ertu ánægður með söguna í heild sinni? „Já ég held að vel hafí tekist til. Það er búið að bjarga þama tölu- verðum verðmætum sem ella hefðu farið forgörðum. Frá fræðilegu sjónarmiði held ég að mest vinna liggi kannski á bakvið þriðja bindið. Jón fór til Danmerkur og kynnti sér gögn í dönskum söfnum um endalok gömlu verslananna sem hér vora. Það höfðu verið alls konar ágiskanir um hve mikill auður Sig- ríðar Ásgeirsson, ekkju Ásgeirs skipherra og móður Ásgeirs Guð- mundar, hafí verið. Hann komst að því að auður hennar hefur verið miklu meiri en mönnum bauð í grun. Svo endaði auðurinn í Danaveldi og má því segja að bærinn hafí verið arðrændur. Hins vegar var gamla konan búin að gera ráð fyrir því að fyrirtækið starfaði áfram, hún var búin að gera stofnsamning fyrir hlutafélag sem átti að yfírtaka eignir verslunarinnar. Þar var verið að tala um sama hlutafé og var í Eimskip á sínum tíma, enda var Ásgeirsverslun stærsta útgerðar- og verslunarfyrirtæki landsins. Þegar til kastanna kom vantaði hins vegar stórhuginn hjá erfíngjum hennar. Þetta hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir bæinn því Samein- uðu verslanirnar, sem tóku við, réðu ekki yfír því fjármagni sem var nauðsynlegt." — Að lokum, Jón Páll, nú þegar þú sérð fram á lok veigamikilla verkefna, að hveiju ætlar þú að snúa þér næst? „Það era ótæmandi verkefni á sviði sagnfræðinnar. Við gefum til dæmis út Ársritið og það er ekki óverðugur vettvangur fyrir starfs- krafta mína.“ /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.