Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 10
MÁLEFNI NÝRNASJÚKRA Á ÍSLAND IGRÆDD NYRU OG GERVINYRA Dagfríður Halldórsdóttir, Jóna Ólafsdóttir og Páll Ásmundsson. Þau eiga sæti í fræðslunefnd Fé- lags nýrnasjúkra. eftir Guðrúnu Guólougsdóttur „DROTTINN rannsakar lyörtun og nýrun,“ segir Sesselja móðir Ugga litla við vinkonu sína Soff- íu Einarsdóttur, seinna stjúp- móður Ugga, aðalsöguhetju Fjallkirkju Gunnars Gunnars- sonar. Þannig talaði fólk síðustu aldamóta um það sem ekki var á færi mannlegs máttar að vita eða skilja. Nú, hundrað árum seinna, er þetta orðtak komið á skakk og skjön við upphaflega merkingu sína. Nú er það ekki aðeins Drottins að rannsaka hjörtun og nýrun, nú eru menn í fullu starfi önnum kafnir við það dagana langa að rannsaka : hjörtu og nýru meðbræðra sinna. Ekki nóg með það, þeir nema jafnvel burtu nýru og hjörtu og flytja þau yfir í sjúkt fólk, þar sem þessi líffæri taka til starfa og framlengja líf þess um ótalin ár. Á íslandi er til nokkur hópur manna sem fengið hefur ígrædd nýru og annar eins hópur n,yrnasjúklinga sem stöð- ugt þarf að fara í gervinýra til þess að láta hreinsa blóð sitt þegar nýru þeirra geta ekki annast það lengur. Einn þeirra lækna sem tekið hafa sér hið gamla hlut- verk Drottins, að skoða hjörtu og nýru samborg- arana, heitir Páll Ás- mundsson og er yfirlækn- ir á Landspítala. Blaða- maður Morgunblaðsins átti tal við Pál fyrir nokkru um nýma- sjúkdóma og nýrnaígræðslur. „Við höfum leitast við að fmna lifandi nýmagjafa fyrir það fólk sem við höfum til meðhöndlunar vegna nýrnabilunar. Það eru þá helst þeir allra nánustu sem koma til greina, systkini eða foreldrar," segir Páll. „Þetta er mikið mál sem þarfnast góðs undirbúnings. Yfirleitt tekur fólk vel i það að gefa nákomnum ættingja sínum nýra, en það þarf eigi að síður að gæta þess að fólk gefi nýra af fúsum og ftjálsum vilja en ekki fýrir þrýsting frá umhverf- inu. Áður en til ákvörðunar kemur þarf að fræða fólk og jafnframt að gefa því tækifæri til að komast út úr málinu, vilji það í raun og veru ekki gefa nýra sitt. En sú niðurstaða er fágæt. Langflestir em fúsir að gefa ættinga í lífshættu annað nýra sitt. Flestar ígræðslur úr lifandi gjöf- um hafa verið gerðar í Kaupmanna- höfn en nokkrar hafa verið gerðar í Bandaríkjunum, Englandi og Svíþjóð. ígrædd nýru úr látnum mönnum Sé ekki kostur á lifandi nýrna- gjafa koma í sumum tilvikum nýru til ígræðslu úr fólki sem er nýlátið. Til þessa hefur verið um að ræða nýru úr útlendu fólki. Við höfum verið í samstarfi við Norðurlöndin hvað þetta snertir. Ef fundist hefur nýra sem passar sérstaklega í ein- hvern íslending þá er látið vita og þá verður að bregðast mjög fljótt við. Oft er hringt á þeim tíma sem ekki er hægt að nota áætlunarvélar. Við höfum þá fengið hjálp frá Flug- málastjóm til að flytja sjúklinginn. Þá er flogið með hann á Ríkisspítal- ann í Kaupmannahöfn, sem við höf- um verið í sérstöku sambandi við, en nýrað gæti allt eins komið frá Finnlandi eða annars staðar frá. Stofnun sem kölluð er Scandiatrans- plant hefur skrá yfir alla nýrnaveika á þessu svæði. Við höfum verið aðil- ar að þessu síðan 1971, án þess að hafa hingað til lagt neitt af mörkum. Þetta á sennilega eftir að breytast ef samþykkt verða hér á landi ný lög, bæði um dauðaskilgreiningu og ígræðslu líffæra. Vegna breyttra aðstæðna hafa margar þjóðir á liðn- um árum sett sér lög sem telja mann Tátinn ef heili hans er hættur að starfa. íslendingar eru síðastir þjóða í Vestur-Evrópu til að und- irbúa slíka Iöggjöf. Samþykkt þess frumvarps sem fyrir liggur hefði í för með sér litla breytingu en mikil- væga engu að síður. Dauðsföll á íslandi eru nú árlega 1700 til 1800 (uppl. frá Hagstofu ísl.) Einungis í 10-20% tilvika má búast við að leita þurfi beinna skilmerkja heiladreps. Verði þessi lög samþykkt má búast við að inn í myndina komi ígræðsla annarra líffæra, má þar nefna hjörtu og lifur. Við höfum fengið ótrúlega góða þjónustu frá þessari stofnun frá upphafi. Hornhimnuflutningur milli augna hefur verið framkvæmd- ur hér í mörg ár. Aðstandendur taka því yfirleitt vel þegar farið er fram á að fá að nota nýra úr látnum mannni. í slík- um tilvikum er líka lögð áhersla á fræðslu. Oft eru líffærin úr fólki sem hefur verið heiladautt. Líka er stund- um um að ræða fólk sem hefur lýst yfir, og skrifað uppá kort því til sannindamerkis, að nota megi líf- færi úr því við dauða þess til að græða í aðra. Slíkir nýrnagjafar eru yfirleitt tiltölulega ungir. Flestir þeirra sem deyja á þennan hátt verða fyrir slysum, en stundum er dauða- orsökin heilablæðingar sem stökum sinnum koma fyrir hjá ungu fólki. Líffærin, sem þurfa að vera í góðu ásigkomulagi, koma helst frá tauga- skurðlækningadeildum. Ef við fær- um út í svona lagað hér, þyrftum við að vera í sambandi við einhveija ígræðslumiðstöð. Þá myndi koma starfsmaður frá þeirri stofnun til að fjarlægja líffærin úr hinum látna. Slík samvinna myndi koma okkur til góða að því leyti að við fengjum fleiri tilboð um líffæri. Þetta eru til- tölulega sjaldgæfar aðgerðir, því það er aðeins í um tíu dauðsföllum á ári sem hægt er að nýta líffæri. Það eru álíka mörg tilvik og sjúklinga sem þurfa á nýrnaígræðslu að halda árlega." Erfítt að þiggja líffæri frá ókunnugum Blaðamaður ræddi einnig við Jónu Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing, sem sæti á í stjórn Félags nýrnasjúkra og hjúkraði nýrnasjúkum um árabil. „I mínu starfi varð ég þess stundum vör hve erfiðara það er fyrir nýrna- þega að þiggja líffæri úr látnu fólki en lifandi. Lifandi nýmagjafí er yfir- leitt nákunnugur ættingi sjúklings- ins, en látnir nýrnagjafar eru hins vegar algerlega ókunnugir nýrna- þega,“ sagði Jóna. „Einu sinni hringdi ég í unga konu sem þurfti að fá ígrætt nýra. Ég sagði henni þau gleðitíðindi að það biði eftir henni nýra. Það var ákveðið að hún færi í nýrnavél áður en hún færi út. Þegar við sátum saman um nóttina fór hún að velta fyrir sér ýmsum spurningum viðvíkjandi aðgerðinni. Þá kom í ljós að hún velti fyrir sér hvort þetta væri nýra úr ungri mann- eskju eða gamalli, úr karli eða konu. Hún velti einnig fyrir sér hvernig það væri að vakna upp með nýra úr öðrum manni inni í sér og ýmis- legt annað hugsaði hún um í þessa veru. Það er mikið álag að fara í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.