Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRUAR 1991 1661 !' MÓAGU&’iÍlÁÉiIÐ' sun «r i. F ar íáöi 30’ ÍT 2 3 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Stj órnmálasamband við Litháen Islenzk þingmannanefnd kom í heimsókn til Lithácns fyrir helgi og ummæli Eyjólfs Konráðs Jónssonar, alþingismanns, í við- tali við Morgunblaðið í gær, benda til, að enn séu einhverjir erfiðleikar á því að koma á stjórnmálasambandi milli ríkj- anna, þótt ríkisstjórnin hafi tekið formlega ákvörðun um, að slíkt skyldi gert. Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að málið væri í höndum Litháa og frekari vinna þyrfti að koma til af þeirra hálfu áður en hægt væri að ganga frá því hér. Þessi ummæli utanríkisráð- herra komu Eyjólfi Konráð Jóns- syni á óvart, þar sem hann var staddur í Vilnius og hafði átt viðræður við Landsbergis, for- seta Litháens, ásamt tveimur öðrum íslenzkum þingmönnum. „Þetta eru aldeilis fréttir fyrir mig og fyrir þá, að það standi upp á Litháa í þessu máli,“ sagði Eyjólfur Konráð í samtali við Morgunblaðið og bætti því við," samkvæmt upplýsingum frá Landsbergis, að búizt væri við, að hann og Jeltsín, forseti rússn- eska þingsins, mundu undirrita samkomulag um stjórnmálasam- band milli Litháens og Rússlands innan einnar viku. Árni Gunnarsson, alþingis- maður, sem einnig fór til Lithá- ens, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Þeir hafa greini- lega reiknað með því, að þetta gengi hraðar hjá okkur, því aug- ljóst er eftir viðræðurnar við Landsbergis í dag, að þetta er nú þeirra helzta haldreipi í þeim slag, sem þeir eru í núna.- Þeir hafa miklar áhyggjur af því, að Jeltsín sé að tapa stöðu sinni í rússneska þinginu.“ Þott það hafi ekki komið fram opinberlega virðist sýnt af um- mælum íslenzku þingmannanna, að samskipti Litháens og rússn- eska lýðveldisins hafi verulega þýðingu í þessu sambandi. En hvernig sem það mál er vaxið er ljóst, að staðan af íslands hálfu er þessi: íslenzka ríkis- stjórnin hefur ítrekað lýst því yfir, að formleg viðurkenning Islands á Litháen frá því snemma á þessari öld sé í fullu gildi. Ágreiningur hefur skotið upp kollinum hér innanlands um það, 1 1 r GIFTA JL 1 »Sjálfstæð- isflokksins er undir því komin hvort hon- um tekst að sannfæra fólk um það honum sé betur treystandi til að standa vörð um borgaralega mannúðarstefnu en öðrum þjóðfé- lagsöflum; hann sé ábyrgasta stjórnmálaafl landsins á upplausn- ar- og breytingatímum. Innan þess- arar stefnu eiga að blómstra marg- vísleg sjónarmið. Andstæðurnar kveikja nýjar hugmyndir. Flokkur- inn þarfnast nú fremur en nokkru sinni leiðsagnar ólíkra einstaklinga úr öllum stéttum sem eru reiðubún- ir að horfast í augu við áskoranir nýs tíma. Það er jafnstórum flokki hættulegt að þrengjast utanum fá- menna flokksforystu, hvortsem er á Suðurlandi eða Vestfjörðum; Reykjanesskaga, Austurlandi, við Eyjafjörð eða annars staðar. Gifta Sjálfstæðisflokksins er þó ekki sízt komin undir margbreytileik og al- mennri þátttöku. Hún hefst í raun þarsem skilin eru milli flokksbund- inna sjálfstæðismanna og þeirra kjósenda annarra sem hafa löngun til að fylgja flokknum vegna þess honum er betur treystandi fyrir borgaralegri arfleifð á upplausn- artímum en öðrum stjómmálaöfl- um. Og þá mun-það ekki sízt ríða baggamuninn að forystan verði ekki viðskila við samtíðina; að tíminn hlaupi ekki frá henni. 1 1 HÉR MÆTTI VEL AAO*minna á ummæli Ha- vels, eins helzta andófsmanns ald- HELGI spjall arinnar en hann er víst dæmigerður fjöl- hyggjumaður, ef marka má pólitíska réttaijarmið. Ég veit ekki hvort ég er hægri eða vinstri sinnaður, segir hann. Auk þess má hafa í huga það var á forsendum félags- legs markaðskerfis, eða borgara- legrar mannúðarstefnu Erhards sem Þýzkaland reis af rústum; vel- ferðarstefnu sem vísar fram en ekki aftur einsog margar úreltar kennisetningar. Slík stefna boðar virkt lýðræði, en engan endanlegan sannleika til hægri eða vinstri. Er þó fjarri öllu miðjumoði einsog við þekkjum það. Hefur frelsi með mannúð að leiðarljósi, en þessi tvö orð ættu að vera kjörorð sjálfstæð- isfólks, einsog Gísli Jónsson kand.mag. hefur skrifað mér. II n ÞAÐ ER AUGUÓST III »gamla flokkaskipunin hangir á bláþræði. Ég þykist sjá svipuð einkenni nú og þegar flokk- amir sem létu mest að sér kveða í sjálfstæðisbaráttunni framyfir 1918 tóku að gliðna sundur áðuren nýir flokkar risu af gömlum rústum, en um það hef ég fjallað annars staðar, bæði í ritinu Klofningur Sjálfstæðisflokksins gamla 1915 og Ólafs sögu Thors, og læt nægja að vísa til þess. Sameiningartáknið, sjálfstæðið, var fengið. Ný við- fangsefni blöstu við. Samflokks- menn tvístruðust í allar áttir. Finna þurfti ný rifrildisefni. Og þá rak marxisma á fjörur borgaralegra flokksbrota og sameinaði þau í ein- hvort ástæða sé til eða nauðsyn- legt að ítreka og staðfesta þá viðurkenningu. En ef einungis er tekið mið af þeirri upphaflegu afstöðu ríkisstjórnarinnar, að formleg viðurkenning frá fyrri tíð sé í fullu gildi, dugar það eitt til þess, að við getum tekið ákvörðun um að taka upp stjórn- málasamband við Litháen. Sam- kvæmt þeirri afstöðu ríkisstjórn- arinnar lítum við á Litháen, sem frjálst og fullvalda ríki og getum tekið upp stjórnmálasamband við Litháa, þegar okkur og þeim hentar. Nú má búast við viðbrögðum af hálfu Sovétstjórnarinnar og þau geta orðið harkaleg. En það hefur alltaf legið fyrir, að svo gæti orðið. Morgunblaðið hefur í þessu sambandi ítrekað bent á, að við eigum engra þeirra hagsmuna að gæta í samskiptum við Sovétríkin, sem valdi því, að við getum ekki fylgt sannfær- ingu okkar í þessu máli. Þetta er sagt vegna þess, að augljós- lega ráða aðrir hagsmunir því hversu tregar ýmsar vestrænar þjóðir eru til að taka upp málstað Eystrasaltsþjóðanna. Við getum keypt olíu frá öðr- um en Sovétmönnum. Þeir hafa nú þegar dregið svo verulega úr síldarkaupum, að þau viðskipti geta ekki þvælst fyrir mönnum og við getum selt allan annan fisk til annarra landa. Þess vegna erum við fijálsir menn og getum veitt þessari kúguðu þjóð allan þann stuðning, sem smáþjóð get- ur veitt annarri smáþjóð. Bæði ríkisstjórnin og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, geta treyst því, að íslenzká þjóðin mun standa að baki þeim eins og klettur, ef stjórnmálasamband við Litháen verður til þess, að Sovétmenn grípa til einhverra harkalegra aðgerða gegn okkur. í þessu máli eigum við að víkja aukaat- riðum til hliðar og láta hugsjónir og sannfæringu ráða ferð okkar. Við höfum efni á því. Þess vegna á að ganga frá stjórnmálasam- bandi við Litháen nú, þótt ein- hver vanhöld kunni að vera af þeirra hálfu, sem ekki var séð fyrir, þegar ríkisstjórnin tók sínar ákvarðanir. um flokki. Þannig kviknaði Sjálf- stæðisflokkurinn í átakaeldi mikilla andstæðna og hann varð söguleg nauðsyn. Framað fullveldi tókust sterkar fylkingar á um sjálfstæðismálið og leiðina að markinu. En þegar full- veldið féll okkur í skaut einsog full- þroska ávöxtur af aski sögunnar riðluðust gömlu flokkarnir, ný við- fangsefni blöstu við. Mörg flokks- brot urðu til en sameinuðust síðan í núverandi flokkaskipan. Tímamót- in voru skýr, andstæður í sjálfstæð- isátökum vantaði þegar fullt frelsi var fengið. Nýr heimur blasti við. Flest mál voru orðin þverpólitísk ef miðað vár við gömlu flokkana. Ljárinn dignaði, það þurfti að brýna á ný. Urlausnarefnin sem við blasa verða ekki leyst með tveggja flokka kerfi. Illleysanleg vandamál einsog byggðastefna, kjördæmismál, kvóti og viðhorf til fullveldis eru að verða þverpólitísk og minna á deilurnar uppúr 1918. Menn skipa sér í flokka eftir lífsviðhorfum; þau fylgja litn- ingunum. Ágreiningur milli hægri og vinstri flokka svonefndra er nú einkum um útþenslu og forsjá ríkis- báknsins, þ.e. um skattastefnu, samneyzlu, og hversu mikið félags- lega aðstoðin á að kosta. En um þetta er einnig deilt innan flokk- anna og sýnist sitt hveijum þegar á reynir. Línurnar eru engan veginn jafnskýrar og áður; ágreiningurinn ekki jafnaugljós. M. (meira næsta sunnudag.) ALÞINGISKOSNINGAR fara fram eftir tæpa þijá mánuði. Þótt und- irbúningur fyrir kosn- ingarnar sé löngu haf- inn af hálfu stjórn- málaflokkanna er, hann ekki kominn svo langt, að marka megi í málfiutningi talsmanna þeirra, hver verði helztu kosningamálin hjá flokk- unum. Hins vegar er ekki fráleitt að íhuga um hvaða mál æskilegt er, að kosninga- baráttan snúist. Þótt margir geri lítið úr baráttu flokkanna fyrir kosningar, mál- flutningi þeirra og áróðri og fólk hafi gjarnan á orði síðustu daga fyrir kjördag, að það sé orðið leitt á pólitíkinni og nenni ekki að fylgjast með fjölmiðlum, sem séu uppfullir af kosningaumijöllun, er hér þó um að ræða lýðræðið í verki. Og það er engin ástæða til að gera lítið úr því. Um hvað er æskilegt, að kosningabar- áttan í vetur og vor snúist? Það er æski- legt, að hún snúist um stóru málin, megin- málin, sem sköpum geta skipt um framtíð þjóðarinnar og þau eru óvenju mörg á dagskrá að þessu sinni. Stjórnmálin á Islandi eru um of bundin við persónur. Sjálfsagt verður það alltaf svo að ein- hveiju.marki, ekki sízt á fjölmiðlaöld, en málefnin mega ekki gleymast. Hér á eft- ir verða rakin nokkur af þeim málum, sem Morgunblaðið telur æskilegt, að fjallað verði um í kosningabaráttunni. Stærsta og þýðingarmesta málið, sem nú er til umfjöllunar á innlendum vett- vangi er tvímælalaust fiskveiðistefnan og það er höfuðnauðsyn, að um hana verði ítarlega rætt í kosningabaráttunni m.a. til þess að tryggja, að kjósendur geri sér grein fyrir um hvað ágreiningurinn snýst. Eins og ítrekað hefur verið vikið að hér í blaðinu verður enginn friður um þá fisk- veiðistefnu, sem nú er í gildi og kvótakerf- ið í sinni núverandi mynd. Þess vegna er æskilegt, að umræður um málið í kosn- ingabaráttunni verði til þess að skýra það betur og skilgreina og leggja um leið drög að málamiðlun, sem byggir á því grundvallaratriði, að fiskimiðin eru sam- eign þjóðarinnar. Fyrir því eru bæði sögu- leg rök í ljósi ellefu hundruð ára búsetu þjóðarinnar og lagarök, þar sem er sú ákvörðun löggjafarvaldsins að lögfesta ákvæði um sameiginlegan eignarrétt þjóðarinnar að fiskimiðunum. Afstaða Morgunblaðsins til þessa máls er ótvíræð. Morgunblaðið telur, að í nú- verandi kvótakerfi felist einhver mesta eignatilfærsla íslandssögunnar, sumir segja hin mesta frá því, að konungsvald- ið sölsaði undir sig kirkjujarðir í skjóli siðaskiptanna um miðjá sextándu öld. Morgunblaðið er þeirrar skoðunar, að eðlilegt sé, þar sem um takmarkaða auð- lind er að ræða, að nokkurt endurgjald komi fyrir afnotaréttinn af henni. Hins vegar hefur blaðið bent á nauðsyn þess, að slíkar hugmyndir verði útfærðar frek- ar til þess að þær verði samkeppnisfær- ar, ef svo má að orði komast, við kvóta- kerfið eins og það hefur þróazt og verið framkvæmt. Jafnframt er augljóst, að um nýja skipan þessara mála verður að nást málamiðlun. Utgerðarmenn geta ekki búizt við að halda núverandi kerfi en andmælendur þess verða að gera sér grein fyrir því, að nýrri fiskveiðistefnu verður ekki hrundið í framkvæmd án þátttöku og aðildar útgerðarmanna og sjómanna. Annað stórt mál, sem æskilegt er, að komi til ítarlegrar umræðu í kosningabar- áttunni eru tengsl okkar við þróunina í Evrópu. Nú standa yfir viðræður milli EB og EFTA um myndun hins svokallaða evrópska efnahagssvæðis. Meiri bjartsýni sýnist nú ríkja um niðurstöður þeirra við- ræðna en áður. Það á út af fyrir sig al- veg eftir að gera þjóðinni grein fyrir því hvað felst í hugsanlegri þátttöku okkar í EES en sjálfsagt erfiðleikum bundið að gera það fyrr en samningaviðræður eru komnar á lokastig. Hins vegar er nauð- synlegt að ræða vítt og breitt um afstöðu okkar til Evrópumálanna, um þann mögu- leika, að ísland verði hluti af sameiginleg- um vinnumarkaði EB og EFTA-ríkja, um fijálsa fjármagnsflutninga milli landa, um afstöðu okkar til samstarfs þessara þjóða á sviði peningamála og um viðskiptamál okkar og EB. Skoðanir eru skiptar í flest- um ef ekki öllum flokkum um þessi mál. Nokkur hópur manna a.m.k. í Sjálfstæðis- flokki og Alþýðuflokki og jafnvel fleiri flokkum hallast að því, að aðild að EB geti komið til greina eftir nokkur ár. Aðrir eru því algerlega andvígir. Einnig í þessum efnum er afstaða Morgunblaðsins skýr: blaðið telur, að aðild að EB komi ekki til greina að óbreyttum aðstæðum. Eignaraðild útlend- inga að íslenzkum sjávarútvegsfyrirtækj- um komi ekki til greina og veiðiheimildir EB-ríkja innan ’ íslenzkrar fiskveiðilög- sögu komi ekki til greina. Að öðru leyti telur Morgunblaðið, að við eigum að taka upp náin samskipti við Evrópuríkin enda leiðir það af sjálfu sér, að svo verði. Þessi ríki standa ekki einungis næst okkur í menningarlegu tilliti heldur eru þau orðin aðalviðskiptasvæði okkar og þýðingar- mesti útflutnirigsmarkaður. Jafnframt er ljóst, að merkilegt stefnumótandi starf fer fram á vegum framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins í Brussel, sem við íslendingar getum hagnýtt okkur með margvíslegum hætti og með því að fylgja eftir ýmiss konar stefnumörkun á þeihi vettvangi getum við skapað íslenzku at- vinnulífi svipuð starfsskilyrði og þau fyrir- tæki búa við, sem okkar fyrirtæki þurfa að keppa við. Þott aðild að Evrópubanda- laginu sé ekki raunhæfur kostur á næstu árum að óbreyttum aðstæðum er nauð- synlegt og óhjákvæmilegt fyrir okkur að fylgja eftir þróun Evrópuríkjanna á fjöl- mörgum sviðum. Hér hafa verið nefnd tvö þeirra mála, sem hæst ber á innlendum vettvangi og í alþjóðlegum samskiptum okkar. Nauð- synlegt er, að bæði þessi málefni verði rædd ítarlega í kosningabaráttunni til þess að kjósendur geti áttað sig á stefnu og afstöðu flokkanna til þessara grund- vallarmála. Frjálst at- vinnulíf - aukin sam- keppni DYPSTA EFNA- hagslega lægð, sem við höfum lent í um tveggja ára- tuga skeið hefur nú staðið á þriðja ár, leitt til stöðnun- ar í atvinnulífi og verulegrar kjaraskerðingar, ef miðað er við lífskjör á árinu 1987 og framan af árinu 1988. Núverandi ríkisstjórn hefur staðið nánast aðgerðarlaus frammi fyrir þessum vanda. Einu athafnir hennar eru þær að setja upp flókið og dýrt sjóða- kerfi til þess að halda gjaldþrota fyrir- tækjum gangandi í nokkur ár í viðbót. Þessi ráðstöfun hefur seinkað endurskipu- lagningu íslenzks atvinnulífs í allmörg ár, en slík nýskipan er forsenda bættra lífskjara í landinu. Af þessum sökum hlýtur stefnan í at- vinnumálum að verða eitt helzta kosn- ingamálið í vor. Fiskveiðistefnan, sem áður var nefnd er að sjálfsögðu grundvöll- urinn en á henni þarf að byggja ný átök til endurnýjunar í atvinnulífinu. Reynsla okkar íslendinga er sú, að atvinnufyrir- tækjunum vegnar bezt, þegar þau njóta sem mests fijálsræðis til athafna og að neytendum vegnar bezt, þegar fijáls sam- keppni fær að njóta sín. Fijáls samkeppni nýtur sín á sumum sviðum í okkar þjóðfélagi en ekki öllum. Samgöngur eru orðinn veigamikill þáttur í atvinnulífinu og þar er frjáls samkeppni of takmörkuð. I millilandaflugi ríkir inn- REYKJAVIKURBREF ■i ■ Laugardagur 2. febrúar lend einokun, þótt Flugleiðir verði að mæta samkeppni frá erlendum flugfélög- um, sem hafa ríkari heimild til flugs hing- að en þau notfæra sér og í innanlands- flugi er takmörkuð samkeppni. í sigling- um ríkir frelsi en það er þó minna en ætla mætti á yfirborðinu. Þegar danskt skipafélag hugði á reglulegar siglingar til Islands sl. haust kom í ljós, að í fyrstu komst það hvergi að hafnarbakka, sem eru nánast einokaðir af íslenzkum skipa- félögum! Ástæða er til að spyija, hvort stArlega hafi dregið úr samkeppni milli viðskiptabanka og sparisjóða eftir sam- einingu fjögurra banka í Islandsbanka og tilefni er til að benda á, að nánast öll verðbréfafyrirtæki landsins eru að öllu leyti eða að verulegum hluta í eigu banka og sparisjóða, sem jafnframt annast mest- an hluta hins nýja og unga hlutabréfa- markaðar. Það er neytendum til hagsbóta að auka samkeppni á þessum sviðum. Morgun- blaðið hefur hvatt til þess, að millilanda- ’ flug verði gefið fijálst og vakið athygli á þeirri hættu, sem er á, að samkeppni á fjármagnsmarkaðnum verði mjög tak- mörkuð eins og nú horfir. Jafnframt hef- ur blaðið undirstrikað nauðsyn þess, að settar verði strangar leikreglur á hinum unga hlutabréfamarkaði, sem komi í veg fyrir, að hluthafar verði hlunnfarnir á einn eða annan veg. Með því að gefa flugið fijálst og opna allar gáttir í viðskiptum með ijármagn við útlönd er hægt ’ að hleypa nýjum krafti í samgöngufyrirtæki og fjármagns- markaðinn og jafnframt tryggja þá sam- keppni frá útlöndum, sem bersýnilega er nauðsynleg á sumum sviðum til þess að neytendur verði ekki fórnarlömb einokun- ar og of lítillar samkeppni. En jafnframt er nauðsynlegt að ijúfa þá einokun, sem íslenzkur landbúnaður hefur á framleiðslu matvæla fyrir lands- menn, alltof dýrra matvæla. Það er mik- ill misskilningur, að einhver innflutningur á matvælum erlendis frá muni leggja íslenzkan landbúnað í rúst. Þvert á móti er fyllsta ástæða til að ætla, að landbún- aðarafurðir standi svo traustum fótum meðal neytenda, að innfluttar búvörur ættu erfitt uppdráttar í samkeppni við hinar innlendu. Engu að síður er nauðsyn- legt að skapa íslenzkum landbúnaði að- hald með einhveijum innflutningi og reyna með því móti að ná fram lækkun á matvælaverði, sem er alltof hátt hér miðað við það, sem gerist í öðrum löndum og fólk verður ekki sízt vart við á sam- dráttartímum, sem nú. Það.er afar æskilegt, að þessi málefni atvinnulífsins komi til umræðu í þeirri kosningabaráttu, sem í hönd fer. Hvaða flokkar eru tilbúnir til að standa að frelsi í millilandaflugi? Hvaða flokkar eru til- búnir til að stuðla að aukinni samkeppni á fjármagnsmarkaðnum? Hvaða flokkar eru tilbúnir til að veita innlendri landbún- aðarframleiðslu aðhald með einhveijum takmörkuðum innflutningi? Menn þurfa ekki að velkjast í vafa um, að kjósendur hafa áhuga á að fá svör við þessum spurn- ingum fyrir kosningar. Nýsköpun atvinn- ulífsins er forsenda fyrir því, að hægt verði að bæta lífskjör landsmanna, þegar til lengri tíma er litið, en bág kjör hluta þjóðarinnar eru eitt þeirra mála, sem óhjákvæmilega koma til umræðu í kosn- ingabaráttunni. Eins og bent var á hér í Reykjavíkurbréfi fyrir skömmu verður ekki undan því vikizt að bæta verulega kjör þeirra, sem erfiðasta afkomu hafa. Á SÍÐUSTU VIK- um hefur nýtt mál komizt í sviðsljósið, sem stjórnmála- flokkarnir verða að taka afstöðu til, þótt þeir fegnir vildu losna við það, senni- Menningar- legt sjálf- stæði lega af ótta við háttvirta kjósendur, en það er sú innrás alþjóðlegrar fjölmiðlunar í íslenzka menningarlandhelgi, sem við stöndum frammi fyrir. Enginn stjórnmálamaður hefur gengið fram fyrir skjöldu. Enginn hefur látið uppi skoðun, sem máli skiptir. Útsending- ar gervihnattasjónvarpsstöðvanna hafa verið vinsælar meðal almennings og þess vegna þora stjómmálamennimir ekki að láta aðra skoðun í Ijós, þótt þeir kunni að hafa hana. Þetta kjarkleysi breytir ekki því, að nýjar aðstæður kalla á stefnu- mörkun og það hið fyrsta. Þess vegna er bæði rétt og skylt, að þessi málefni komi til umræðu í kosningabaráttunni og flokkamir geri grein fyrir afstöðu sinni. Inn í þetta fléttast svo hin almenna staða á íslenzkum ijölmiðlamarkaði, sem kallar á nýjar aðgerðir. Hversu lengi á Ríkisút- varpið að njóta forréttinda með innheimtu afnotagjalda? Er tímabært að setja ákveðnar reglur um efni sjónvarpsstöðv- anna, eins og tíðkast í flestum Evrópu- löndum? Er ástæða til að setja ákveðnar reglur um auglýsingar í sjónvarpi, eins og framkvæmdastjórn Evrópubandalags- ins er að gera? Er orðið tímabært að verja verulegum fjármunum til þess að setja íslenzkt tal inn á erlent myndefni? Morgunblaðið hefur bent á ákveðnar leiðir í þessum efnum: Það er betra, að 20-30 erlendar gervihnattastöðvar frá mörgum þjóðlöndum, sem senda út á mörgum tungumálum náist á íslandi held- ur en ein eða tvær frá hinum engilsaxn- eska heimi. Jafnframt er eðlilegt, að þeir, sem fá úthlutað rásum til þess að senda slíkt efni út greiði fyrir það umtalsverðar íjárhæðir, eins og nú er gert í Bretlandi að ráði Margrétar Thatcher. Þessum ijár- munum má svo verja til þess að efla inn- lenda dagskrárgerð og bæta samkeppnis- stöðu íslenzkra sjónvarpsstöðva gagnvart hinum erlendu. Morgunblaðið hefur raun- ar líka sett fram þá skoðun, að öflugustu menningarvarnir þjóðarinnar yrðu í því fólgnar að veija verulegum fjármunum úr almannasjóðum til þess að talsetja erlent kvikiriyndaefni með íslenzku tali, eins og gert er í flestum Evrópulöndum. Byggðamál- in - ríkis- fjármál FYRIRSJAAN- legt er, að byggða- málin verða ofar- lega á baugi í þess- ari kosningabar- áttu eins og verið hefur í marga áratugi. Að þessu sinni er þó Ijóst, að byggðamálin eru mjög samof- in fiskveiðistefnunni. Á margan hátt má segja, að vel heppnuð og öflug fiskveiði- stefna sé um leið vel heppnuð og öflug byggðastefna. Velferð landsbyggðarinnar er með öðrum orðum nátengd stöðu sjáv- arútvegsins. Gangi útgerð og fiskvinnsla vel er uppgangur á landsbyggðinni. Sé um að ræða samdrátt í þessum höfuðat- vinnugreinum landsmanna getur blasað við fólksflótti úr stijálbýli. Byggðamálin verða því ekki skilin frá þeim almennu umræðum um stöðu at- vinnulífsins, sem vikið var að hér að fram- an. Fjáraustur úr opinberum sjóðum til einstakra byggðarlaga hefur enga hag- nýta þýðingu. Hann getur leyst aðkall- andi vanda í skamman tíma en er engin lausn og verður ekki til þess að tryggja búsetu í landinu öllu, sem er markmið okkar og metnaður. Loks er fyrirsjáanlegt, að ríkisfjármálin og skattaáþjánin verða eitt af höfuðmál- um kosninganna. Hallarekstur á ríkissjóði síðustu árin er geigvænlegur. Skuldasöfn- un ríkisins er ískyggileg. Eina vörn núver- andi ríkisstjórnar og fjármálaráðherra er sú, að tekizt hafi að fjármagna þennan halla með lántökum innanlands. En hvers vegna hefur það tekizt? Vegna þeirrar almennu deyfðar, sem ríkt hefur í at- vinnumálum og dregið verulega úr láns- Morgunblaðið/KGA fjárþörf fyrirtækjanna. Um leið og nýtt líf færist í atvinnuvegina þurfa þeir á auknu fjármagni að halda og þá verður ekki til fé í landinu bæði fyrir atvinnufyr- irtæki og til þess að íjármagna sívaxandi halla ríkissjóðs. í kosningabaráttunni hvílir sú skylda á stjórnmálaflokkunum að gera þjóðinni grein fyrir því annars vegar, hvemig þeir hyggjast draga úr hallarekstri ríkissjóðs og hins vegar hvemig þeir hugsa sér að draga úr þeirri skattpíningu, sem hér er stunduð nú. Raunar er fyrirsjáanlegt, að hugsanlegar skattahækkanir verða eitt af helztu átakamálum kosninganna, þar sem formenn Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags hafa báðir lýst því yfír, að skatta þurfí að hækka. Hér hafa verið nefnd nokkur málefni, sem ýmist er æskilegt að komi til um- ræðu í kosningabaráttunni í vetur og vor eða fyrirsjáanlegt er að verða til um- ræðu. Það skiptir óvenju miklu máli að þessu sinni að kosningabaráttan beinist í málefnalegan farveg vegna þess, að þjóðin stendur frammi fyrir svo mörgum mikilvægum málum, sem taka þarf af- stöðu til á næstu áram. Tíminn fram að aldamótum verður bæði örlagaríkur og viðburðaríkur. „Um hvað er æskilegt, að kosn- ingabaráttan í vetur og vor snú- ist? Það er æski- legt, að hún snúist um stóru málin, meginmálin, sem sköpum geta skipt um framtíð þjóðarinnar og þau eru óvenju mörg á dagskrá að þessu sinni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.