Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1991 Steffqnsson: Uppsqlabréff VINDURINN SÉST EKKI Olof Lagercrantz er einn af helstu rithöf- undum og menningarfrömuðum Svía á okkar dögum. Á þessu ári stendur hann á áttræðu en heldur ótrauður áfram að skrifa og blanda sér í deilumál þegar hann telur ástæðu til. Fyrir nokkrum vik- um tók hann til máls í sínu gamla blaði, Dagens Nyheter, og andmælti stuðningi Svía við Persaflóastríðið. Síðan hélt hann ræðu á útifundi í Stokkhólmi þótt hann eigi við sjúkdóm í öndunarfærum að stríða. — Og Lagercrantz samdi eina at- hyglisverðustu bók síðasta árs í Svíþjóð, minningabók sem hann kallar Ár á sjö- unda tugnum (Ett ár pá sextiotallet). Þetta er svo að skilja að i sjónarmiðju minning- anna er rúmlega árslangt tímabil, 1967-68, og þaðan er skyggnst bæði aftur og fram í tímann. Sérkennileg aðferð til að rita minningar er vel til fundin, gefur frásögninni fastan punkt. Myrkir músíkdagar 9.-16. febrúar 1991 Reykjavíkurkvartettinn Áskirkju, laugard. 9. feb. kl. 17.00 Edda Erlendsdóttir, píanó, ísl. óperunni, sunnud. 10. feb. kl. 17.00 Caput Isl. óperunni, mánud. 11. feb. kl. 20.00 Manuela Wiesler, flauta, ísl. óperunni, þriðjud. 12. feb. kl. 20.00 Le sextuor á cordes de Lille ísl. óperunni, miðvikud. 13. feb. kl. 20.00 Kammersveit Reykjavíkur Langholtskirkju, fimmtud. 14. feb. kl. 20.00 Atli H. Sveinsson Norræna húsinu, föstud. 15. feb. kl. 17.00 Fyrirlestur um óperuna Vikivaka Roger Carlsson, slagverk, Kjarvalsstöðum, föstud. 15. feb. kl. 20.00 Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói, laugard. 16. feb. kl. 14.00 Elisabeth Chojnacka, semball, ísl. óperunni, laugard. 16. feb. kl. 17.00 Myrkir músíkdagar eru haldnir á vegum Tónskáldafélags Islands. Olof Lagercrantz er blaða- maður og rithöfundur eins og margur hefur verið fyrr og síðar. Sem rithöfundur hóf hann feril sinn með ljóðagerð. Sem blaðamaður starfaði hann lengst af á Dagens Nyheter, frá 1951 til 1975. Um langt skeið var hann menningarritstjóri blaðsins og mjög áhrifamikill í því starfi, slíkt stórveldi sem blaðið er í sænskum fjölmiðlaheimi. En rithöfundurinn og fagurkerinn Lagercrantz átti sér at- hvarf frá því látlausa nauði sem fylg- ir starfi á fjölmiðli. Þar fór honum eins og Georg Brandes, hinum reifa bardagamanni sem íslendingum var eitt sinn hugstæður. Báðir leituðu þeir sálufélags við gengin stórmenni heimsbókmenntanna meðfram þátt- töku í umræðu samtímans. Lager- crantz ritaði bók um Dante, fyrir hana hlaut hann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á móti William Heineseri 1965, síðan um James Jo- yce, þá August Strindberg og loks Joseph Conrad. Af þessum bókum er stærst ritið um Strindberg, af- burðaskemmtilegt verk sem opnar ævi og skáldskap sænska meistarans fyrir mönnum og sýnir viðfangsefnið sumpart í nýju og heilnæmu ljósi. Mættum við eignast fleiri slík verk, og skiptir þá engu þótt akademískir fræðimenn geti fett fingur út í þau. Slíkir rithöfundar sem Lagercrantz stuðla að því að halda menningararf- inum lifandi, beina honum leið frá hvelfíngum fræðisetranna út á meðal fólksins. En það var nýja bókin, Ár á sjö- unda tugnum, sem mig langaði til að kynna nokkrum orðum. í meginat- riðum má segja að hún birti myndir frá stormasömu starfí blaðamanns og ritstjóra. Stöðu sinni og htutverki lýsir Lagercrantz svo í upphafí bókar: „Ég ílentist á Dagens Nyheter í tuttugu og fimm ár og blóðrás mín og taugakerfi varð nátengt blaðinu. Mér fannst ég vera samofinn skoðanamynduninni í landinu. Ég stóð á smábletti á stóru teppi og leit- aðist stöðugt við að láta teppið allt hreyfa sig fáeina þumlunga í þá átt sem ég vildi. Dag og nótt var ég altekinn þeirri hugsun að hafa áhrif á umræðuna í þjóðfélaginu. Sú sann- færing örvaði mig að þetta skipti miklu máli, að ekkert verkefni í landinu væri brýnna, því úr almenn- ingsálitinu spretta athafnirnar, úr því eru lögin srníðuð." Þetta má vera góð hugmynd þeim blaða- og fjölmiðlamönnum sem hafa tilhneigingu til að afneita sínu pólitíska hlutverki, en belgja sig upp með að þeir séu einhvers konar hlut- lausir miðlendur tíðinda í þjóðfélag- inu. Hlutlaus blaðamennska er auð- vitað ekki til. Allt sem tekið er til umfjöllunar er partur af þjóðfélags- mynd sem blaðamenn bæði skapa og orka á í stöðugu samspili við al- menning. Lagercrantz gerir sér ljósa grein fyrir þessu og hikar ekki við að taka á sig þær ádrepur úr ýmsum áttum sem fylgja forystu í lifandi þjóðfélagsumræðu. Ástæðan til þess að Lagercrantz velur árin 1967-68 til að skrifa um er vitanlega sú að þá risu öldur þjóð- félagsgagnrýninnar óvenjuhátt, heimsmynd kalda stríðsins var að bresta. Dagens Nyheter var og er frjálslynt borgaralegt blað og Lag- ercrantz var einn áhrifamesti tals- maður þeirrar hyggju. Hann vildi opna blaðið fyrir þeirri gagnrýni á stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víet- nam sem reis hátt um þessar mund- ir. í þessu átti hann í höggi við eig- endur blaðsins og ýmsa valdamenn innan þess sem litu á slíka gagnrýni sem hálfgildings kommúnisma. Það kostaði mikið erfíði að halda til streitu þeirri stefnu að blaðið skyldi vera opið fyrir hispurslausri gagn- rýni. Að vísu er ekki unnt að gera sér fulla grein fyrir ágreiningi manna af frásögn Lagercrantz einni saman. Samt virðist lesandanum hann ótvír- ætt hafa í viðbrögðum sínum verið hollur hugsjóri hins frjálsa orðs. Einn kaflinn í bókinni íjallar um Olof Palme. Dagens Nyheter og Lag- ercrantz voru í andstöðu við hann og jafnaðarmenn. f febrúar 1968, áður en Palme varð forsætisráð- herra, tók hann þátt í mótmæla- göngu gegn Víetnamstríðinu sem frægt varð og hélt ræðu á Sergels- torgi. Fyrir þetta var ráðist heiftar- lega á Palme, en Lagercrantz hafði áhrif á að Dagens Nyheter varði hann. Síðar, þegar Bandaríkjamenn höfðu kallað sendiherra sinn í Svíþjóð heim og Lagercrantz var erlendis, snerist blaðið gegn Palme. Þetta líkaði Lagercrantz ekki og áréttaði fyrri afstöðu sína. Hann hefur aldrei tengst stjórnmálafor- ingjum sjálfur, telur að stjórnmála- menn og blaðamenn séu andstæður og fjandskapur þeirra á milli nauð- synleg forsenda lýðræðis. Hvað sem því líður segist hann þegar þama var komið hafa verið löngu sannfærður um að Olof Palme gerði sér gleggri grein fyrir þróun heimsmála en nokk- ur annar sænskur stjórnmálamaður. „í samanburði við fyrirrennara sína var hann nútímamaður, og eftir- legukindurnar hötuðu hann kannski einmitt fyrir það. Mér kom í hug strax þegar hann var myrtur að það hefði hlotið að vera þetta hatur sem lagði vopnið í hönd morðingjans, og ég birti grein í þá átt í Dagens Nyhet- er sem ég skrifaði sjaldan í þegar þar var komið.“ Og fleira segir hér um Palme og hina blendnu afstöðu Svía til hans. Þannig er bók Lagercrantz full af athyglisverðum persónulegum at- hugasemdum um menn og málefni, hvaðeina fram borið af öryggi og vlðsýni manns sem skrifar eins og sá sem valdið hefur. Sumt er rau'.ar staðbundnara en svo að útlendir menn geti metið til fulls, en svip- myndir höfundar af kunnum rithöf- undum og menntafrömuðum eru eft- irminnilegar. Lagercrantz var náinn vinur ýmissa helstu rithöfunda Svía á sinni tíð og lýsir til að mynda skáld- unum Erik Lindegren og Gunnari Ekelöf á ljóslifandi hátt. Lagercrantz átti ekki alltaf sjö dagana sæla þeg- ar hann sem ritstjóri varð að birta Olof Lagercrantz greinar sem andstæðar voru þessum ofurviðkvæmu vinum hans. En flest- ir árekstrar jöfnuðust, hann var skáld sjálfur og skildi og þekkti hina við- kvæmu listamannslund. — Hann ræðir hér um grundvallarmál eins og afstöðu til trúarbragða og hvað sæmilegt sé og siðlegt í opinberri umræðu. Hann segir frá kynnum af réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum og frá fundum með erlendum rithöfundum. í Vín trúði rússneskur prófessor honum fyrstum blaðamanna á Vesturlöndum fyrir bréfí Solzhenítsyns til umheimsins, þar sem hann gekk í berhögg við Sovétstjórnina. Það sem gefur bók Lagercrantz lit og íjarvídd eru ýmis innskot þar sem hann lítur yfír líf sitt í ljósi langr- ar ævi, víkur að ritstörfum sínum, fjölskylduhögum, að skáldum sem honum eru hugstæð og hann hefur lifað með lengi. Andsvar heitir næstsíðasti kafli bókarinnar, skrifað- ur í febrúar 1990. Honum lýkur á þessari hugleiðingu um höfund og lesanda: , „Leyndardómur ritmennskunnar er að einhver les, eins og leyndar- dómur ræðumennskunnar er sá að einhver hlustar. Það er ekki fyrr en þá, þegar við förum að hlusta eftir andsvari, sem lífið byijar. Kannski kemur andsvar en þrá okkar eftir því elur af sér eyra úr myrkrinu, augu úr djúpinu, tungu úr klettunum. Að skrifa er að rækja vináttu, það er leikvangur þar sem vinir stíga fram og hluta. Þessir vinir mæta ekki hveijir öðrum augliti til auglit- is, þekkja alls ekki hveijir aðra. En hver úr sínu homi virða þeir sameig- inlega fyrir sér þau orð sem á pappír- inn skipast, línur og liti sem sjá má á myndfletinum. Þeir kanna þær hræringar sem í djúpinu eiga upptök og æxlast á leið- inni upp á yfírborðið. Þeir eru saman og öll hin afmynduðu andlit völund- arhússins leysast sundur og hverfa og fram stígur mannskjan sem við getum kallað bróður, systur, vin.“ Það er gott að eldast eins og Olof Lagercrantz. Beiskjulaust lítur hann yfír farinn veg, skoðar sjálfan sig og samferðamenn með mildri íróníu: „Hvers konar pauf er þetta hjá þess- um kynlega álúta og samanbitna manni milli fimmtugs og sextugs sem heitir sama nafni og ég?“ spyr hann í bókarupphafí. „Jú, nú man ég það. Það var svo fjandi hvasst.-En vindur- inn sést ekki.“ Svona hverfur vindurinn áður en varir. En hann var þó til og maður fær dálítinn gust af honum við að lesa þessa heiðríku minningabók Olofs Lagercrantz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.