Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 25 Deilt um greiðslu ábata til starfsmanna ÍSAL: Sætlum okkur ekki við- skilyrði fyrirtækisins - segir Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður Morgunblaðið/Sverrir Friðriks-kapellu að Hlíðarenda við Laufásveg í líeykjavík hafa gengið artími Séra Frið- ellu styttist um ár Val — samtökum og félögum, sem séra Friðrik átti þátt í að stofna — standa að byggingunni, en arki- tekt hennar er Nikulás Úlfar Más- son. Pétur Sveinbjarnarson, form- aður framkvæmdanefndar, sagði að áætlaður kostnaður væri um 13 til 15 milljónir króna. Fjár- mögnun hefði gengið mjög vel, en aðallega væri um að ræða fijáls framlög einstaklinga, stuðning fyrirtækja og styrki frá borg og ríki. „Okkur hafa borist margar gjafir vegna framkvæmdanna og eftir Pál Pétursson Föstudaginn 1. mars lauk í Kaup- mannahöfn 39. þingi Norðurlanda- ráðs. Nokkur ágreiningur varð á þinginu vegna kjörs í trúnaðarstöð- ur. Lýstum við íslendingar óánægju okkar og gerðum ágreining um eina breytingu á starfsháttum ráðsins. Allt frá því að Norðurlandaráð var stofnað 1952 hefur ríkt jafn- ræði með ríkjunum 5 hvað varðar skiptingu trúnaðarstarfa. Þessa reglu hafa hinar þjóðirnar gert sér að góðu þrátt fyrir það að þeirra sendinefndir væru miklu fjölmenn- ari. Nú er skipan Norðurlandaráðs sú að þar sitja 87 þingmenn. Frá Svíþjóð 20 þingmenn, 20 frá Nor- egi, finnsku sendinefndina skipa 18 Finnar og 2 Álendingar. Sendinefnd Dana, 16 Danir, 2 Færeyingar og 2 Grænlendingar. íslendsku sendi- nefndina skipa 7 þingmenn. Þetta skipulag hefur reynst íslendingum mjög hagstætt og hafa áhrif íslands verið miklu meiri en stærð sendi- nefndar eða mannfjöldi þjóðar hefur gefið efni til. Þetta hefur enda ver- ið samstarf 5 jafnrétthárra þjóð- þinga. Kostnaði við starfsemi ráðs- ins er skipt í hlutfalli við heildar- þjóðarframleiðslu og hefur ísland venjulega borið 1% af heildarkostn- aði, enda þótt útgjöldum til ríkjanna sé iðulega skipt í 5 svipaða hluta. Skipulagsbreytingar Á vettvangi Norðurlandaráðs því styttist áætlaður bygging- artíminn um eitt ár.“ Kapellan kemur til með að taka 140 manns í sæti við guðsþjón- ustu, en 160 manns, þegar um hljómleika eða fundarhöld verður að ræða. „Við vonum að hún verði notuð sem næst alla daga ársins,“ sagði Pétur. Risgjöldin verða á föstudag og þá mun Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur, flytja bæn og dr. Gylfi Þ. Gíslason, formaður samtakanna um bygginguna, halda ræðu. hófu sósíaldemókratar fyrstir flokka náið samstarf. Síðan mynd- uðu hægrimenn flokkahóp, þá vinstrisósíalistar og loks mynduðu þeir flokkar sem ekki æsktu aðildar að neinum fyrrgreindra hópa mið- flokkahóp. Á síðasta þingi slitu full- trúar framfaraflokkanna í Noregi og Danmörku samstarfi við hægri- menn og stofnuðu sérstakan flokka- hóp, Fijálslyndishópinn. Undanfarið hefur verið unnið að skipulagsbreytingum innan ráðsins. Miða þessar breytingar að því að gera starfið skilvirkara, málsmeð- ferð hraðari og jafnframt að fjölga viðfangsefnum, þar sem alþjóða- mál, sem áður voru ekki á starfs- vettvangi ráðsins, skipa nú stöðugt veglegri sess. Aukið flokksræði Að undanförnu hefur sú krafa stöðugt orðið háværari að flokka- hóparnir fengju aukin áhrif. í stað þess að sendinefndir þjóðþinganna gerðu tillögur um skipan í trúnaðar- störf er svo komið að flokkahóparn- ir hafa tekið sér það vald. Þetta kemur sér illa fyrir okkur íslend- inga þar sem við erum fáliðaðir í flokkahópunum af skiljanlegum ástæðum. Allt frá upphafi hefur íslendingur verið formaður í ein- hverri af fastanefndum ráðsins. Þessi óskráða regla var að engu höfð á síðasta þingi. Sighvatur Björgvinsson hefur stýrt laganefnd SLITNAÐ hefur upp úr viðræð- um verkalýðsfélaganna og ÍSAL um hagræðingarniál. Fulltrúar starfsmanna segja að nýjustu hugmyndir ISAL um hagræðing- arreglur gangi þvert á ákvæði í yfirlýsingu, sem var samþykkt við undirritun kjarasamningana fyrir tæplega ári, og því séu þæt óaðgengilegar. I orðsendingu frá framkvæmdastjórn til starfs- manna í gær segir hins vegar að drög ÍSAL að rammasamningi frá 31. janúar s.I. séu í fullu sam- ræmi við það sem um var rætt í síðustu samningum. Báðir aðilar vilja leysa málið, en ekkert hefur verið ákveðið um framhald við- ræðna. Rannveig Rist, blaðafulltrúi ÍSAL, sagðist ekki vilja tjá sig um málið, en sagðist vona að menn kæmust að samkomulagi og leystu málið. Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður starfsmanna, sagði aðspurð- ur við Morgunblaðið í gær að með kjarasamningunum í fyrra hefðu fylgt fjórar yfirlýsingar, þar sem lykilorðið hefði verið hagræðing, sem allir hefðu verið sammála um. í kjölfar samninganna hefði verið skipuð sex manna nefnd, þrír frá hvorum aðila, til að ganga frá út- fjerslu á skiptingu ábata vegna hagræðingar og hvernig ætti að reikna hana út. Stefnt hefði verið að því að ljúka málinu 15. júní s.l., en viðræður hefðu dregist. Um ára- mót virtist stefna í samkomulag, en þá hefði forstjóri fyrirtækisins lagt fram ný skilyrði, sem fulltrúar ráðsins undanfarið og hlotið fyrir einróma lof. Það var vilji sendi- nefndar okkar að Sighvatur veitti laganefnd áfram forstöðu eða þá að hann tæki að sér formennsku í einhverri annarri nefnd, t.d. fjár- laganefnd. Á þetta gat sósíaldemó- kratahópurinn ekki fallist og ákvað að bjóða fram krata af öðrum þjóð- ernum. Þetta vakti gremju okkar íslendinga og komum við óánægju okkar til skila. Ég tel mikilvægt að við unum því ekki að aðstaða okkar versni og að við réttum hlut okkar strax á næsta þingi. Á vettvangi Norðurlandaráðs eru 16 svokallaðar megintrúnaðarstöð- ur. Af þeim höfðum við íslendingar þijár en eftir þingið einungis tvær, það er að segja tvo varaforseta. Tímamótaþing Þótt við íslendingar höfum orðið að láta í minni pokann í bili þá var þetta 39. þing að öðru leyti ánægju- legt og mikið tímamótaþing. Al- þjóðamál hafa ekki verið til umræðu á vettvangi ráðsins að neinu marki fyrr en á síðasta ári, en þessu höf- um_ við breytt. Ég hef beitt mér mjög fyrir þeirri breytingu, þar sem ég tel að menn geti ekki og megi ekki láta sem þeir viti ekki hvað gerist utan Norð- urlanda þegar þeir ræðast við inn- byrðis. Það sem gerisl utan Norður- landa hefur afgerandi áhrif á líf okkar og því er nauðsynlegt að starfsmanna gátu ekki sætt sig við og því hefði slitnað upp úr viðræð- unum. „Okkur þykir það mjög hart að ekki skuli vera hægt að ljúka þessu máli, því allt annað, sem samið var um, hefur gengið eftir. En þegar komið er að því að ganga frá ábata- greiðslum til starfsmanna vegna frekari hagræðingar koma upp flet- ir, sem ekki hafa verið inni í mynd- inni,“ sagði Gylfi. Fréttabréf um gang mála var ÚT ER komin 41. árgangur rits- ins Scripta Islandica fyrir árið 1990. Það er ársrit „Islándska Selskapet" í Uppsölum og fjallar um íslensk fræði að fornu og nýju. I þessu hefti er birtur fyrsti hluti skrár sem Carl-Otto von Sydow hefur tekið saman um sænskar þýðingar á íslenskum bókmenntum síðari alda: „ Nyislandsk skönlitter- atur í svensk översáttning. En förtecning“. Skráin er mjög ná- kvæm og er talið allt sem þýtt hef- ur verið og birt í bókum, blöðum og tímaritum. Höfundur skrárinnar er bókavörður við háskólabókasafn- ið í Uppsölum. Hann óskar eftir að þeir sem vita af íslenskum bók- menntaverkum í sænskum þýðing- um sem ekki er getið um hér geri honum viðvart (Universitetbiblio- teket, Box 510, 751 20 Uppsala). Páll Pétursson „Ég tel að stjórnmála- menn á Norðurlöndum hafi ýmislegt að segja við umheiminn. Þeir hafa þróað náið sam- starf fullvalda ríkja án þess að þau fórni neinu af sjálfstæði sínu. Það mætti verða öðrum þjóðum lærdómur í samstarf i. Ég tel að Norðurlandaráð eigi ekki að vera í felum og hef reynt að stuðla að því að það væri sýni- legt.“ gefa því gaum. Þróun mála í Vestur-Evrópu getur haft mikil áhrif á framtíð Noi'ðurlandasam- sent til starfsmanna á mánudag og sagði Gylfi að enn hefði ekki verið mótuð afstaða til framhaldsins, en ljóst væri að ljúka þyrfti málinu.’’ „Við höfum ekki blásið í herlúðra og engar aðgerðir hafa verið boðað- ar, en við verðum að vona að menn standi við gerða samninga. Meðan aðeins eru drög er ekkert samkomu- lag og það er hörmulegt að það þurfi að koma til árekstrar út af þessu, því hér er mjög margt gott og til fyrirmyndar." Þá eru birtar tvær ítarlegár rit- gerðir um forn fræði. „Siaget pá*“ Pezinavellir i nordisk og bysantisk tradisjon“ eftir Jan Ragnar Hag- land. Þar er fjallað um atriði í menn- ingarsamskiptum Norðurlanda og Litlu-Asíu og tengist það frásögn- um fornrita af væringjum í Mikla- garði. Þá ritar Willam Sayer um keltnesk áhrif í Laxdælu: „Án Irish Descriptive Topas in Laxdæla Saga“ og eru þar rakin m.a. atriði í lýsingum sögunnar á klæðnaði manna og ytri búnaði. Ennfremur skrifar Karl Axel Halmberg ritdónrt um rit Else Nordahl um fornleifa- rannsóknir í Reykjavík 1971-75. Ritstjóri Scripta Islandica er Claes Áneman dósent og þeir sem óska að gerast áskrifendur geta snúið sér til hans, heimilisfangið er Stavkárnvágen 4, 756 47, Upp- sala. (Fréttatilkynning) starfsins og mótar aðild Dana að Evrópubandalagi mjög afstöðu þeirra til Norðurlanda. Þá hefur þróun mála í Austur-Evrópu einnig áhrif á framtíð Norðurlanda. Ég tel að stjórnmálamenn á Norðuriöndum hafi ýmislegt að segja við umheiminn. Þeir hafa þró- að náið samstarf fullvalda ríkja án þess að þau fórni neinu af sjálf- stæði sínu. Það mætti verða öðrum þjóðum lærdómur í samstarfi. Ég tel að Norðurlandaráð eigi ekki að vera í felum og hef reynt að stuðla að því að það væri sýnilegt. Frelsisbarátta Eystrasaltsríkja í fyrrahaust fór sendinefnd á vegum Norðurlandaráðs til Moskvu 'í boði Æðstaráðsins og til Eystra- saltsríkjanna í boði þjóðþinga þar. Til þingsins í Kaupmannahöfn var boðið sendinefndum frá Eystra- saltsríkjum sem heiðursgestum. Þeir fengu tækifæri til að ávarpa Norðurlandaráð á sérstökum há->.. tíðarfundi og síðasti dagur þingsins var helgaður umræðum um sam- starf og aðstoð við Eystrasaltsríkin. Ég tel að allar þjóðir eigi að hafa rétt á því að velja sér stjórnar- form sjálfar, með lýðræðislegum hætti. í mínum huga er ekki minnsti vafi á að meirihluti allra íbúa Eystrasaltsríkjanna vill sjálfstæði. Því ber okkur skylda til að aðstoða þessa nágranna Norðurlanda með hveijum þeim hætti sem þeim má að gagni koma. Frelsi öðlast þær ekki nema að undangengnum samningum við" Kremlveija. Þeir kunna að reyna á þolinmæði og þrautseigju og verða að fara fram í friðsamlegu and- rúmslofti án ofríkis eða þvingana. Norðurlandaráði ber að stuðla að slíkri lausn deilunnar. Höfndur er fyrrverandi forseti Norðurlandaráðs ogþingmaður Framsóknarflokksins. Nokkur orð um N or ðurlandaráð Skrá um íslenskar bókmenntir á sænsku í Scripta Islandica

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.