Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 38
IfelnyoAK stúlkuk Jakki DSENGIH [jakk' .Buxur Skyrta ^Siaufa Ktisiindasett Ixr 9-9®®’” kr' 4.990,- kr'- 3-980,- l,r 9.980j- kr. 9.980,- kr 4.490, kr. 2-980,- kr 1.090,- kr. 1.590,- kr. 3.990.-' Vittisimaao— W^gÖegum urva' ’rtawaði LAUGAVEGI 66 - SIMI 22950 MORGUNBLAÐIÐ, FOLK I FRETTUM á;iMil0G!;R: 17, MARZ 1991 Einn liðsmanna Mulligan þenur fiðluna. KARLflR 'Þreyttur þjóðbúningur Eg hef alltaf vorkennt karl- mönnum fyrir að verða að ganga í jakkafötum. Það neyð- ir þá kannski enginn beinlín- is til þess svona hvunndags en þegar huggulegir herramenn ætla að dubba sig upp virðast þeir ekki hafa neitt val. Við eftir Jónínu hátíðleg tæki- Leósdóttur fæn mæta Þelr að minnsta kosti langflestir i dökkum jakkafötum, ljósri skyrtu og með bindi. Þetta er nánast eins og einkennisbúningur. Karlar um og yfir miðjum aldri eru líka gjarnan í jakka- fötum í vinnunni og þó efnin geti verið örlitið breytileg eru grunntilbrigðin fljóttalin. Það eru svörtu jakkafötin, gráu jakkafötin, bláu jakkafötin og brúnu jakkafötin — að ógleymdum dökku jökkunum við ljósu buxurnar og ljósu jökkunum við dökku buxurn- ar. Punktur og basta. Það hlýtur að vera algjör martröð að standa fyrir fram- an klæðaskápinn á morgnana og horfa á öll þessi dökku og grámyglulegu föt. Þess vegna skil ég ekkert i því af hverju karlmenn hafa ekki fyrir löngu gert uppreisn og kveikt í jakkafötunum sínum eins og rauðsokkurnar sem brenndu brjóstahaldarana sína í gamla daga. Að vísu eru margir karlmenn í yngri kant- inum stundum nokkuð líflegir í klæðaburði; komnir í flauels- buxur, fallegar peysur og hvaðeina. En í hvað fara þess- ir sömu menn þegar þeir mæta á fundi, í myndatökur eða í sjónvarpsupptökur? Nú, þeir skella sér auðvitað í jakkafötin, fá eiginkonuna til að þvo sósublettinn úr hvítu skyrtunni og láta krakkana leita dauðaleit að bindinu. Því það er eins og karlmenn haldi að enginn taki mark á þeim nema þeir séu í „úníforminu" Á næstunni gefst okkur einstaklega gott tækifæri til að fylgjast með fatavali íslenskra karla i hinum klassísku kosningaþáttum í sjónvarpinu. Þar munu þeir sitja í kippum, jakkafata- klæddir með hálsbindin reyrð þétt upp að bólgnum barka- kýlunum, og hrista nýjar pat- entlausnir á efnahagsvand- anum fram úr dökkum erm- unum. Allir í stíl í stílleysinu. Steyptir í sama mót. Alveg _eins og strákarnir í Sjálfstæð- “isflokknum sem runnu sam- an í einn gráan graut á mynd- um frá landsfundinum í Laug- ardalshöllinni um síðustu helgi. Það var nú ljóta sjónin! Ég sá svei mér þá ekki bregða fyrir svo mikið sem einni gulri karlmannspeysu — hvað þá rauðri. Og meira að segja strákarnir í stuttbuxnadeild- inni litu út eins og eldgamlir karlar í jakkafata- múnder- ingunni. Má égþá heldur biðja um fjólubláu glansgallana hans Hemma Gunn sem mér skilst að mörgum þyki alveg gasalega glannalegir. Eða denimfatnaðinn hans Árna Tryggvasonar sem var gestur í þættinum hans Hemma um daginn. Það er frábært þegar menn þora að vera í öðru en hinum þreytta þjóðbúningi karla sem gengur undir nafn- inu jakkaföt! VIKUR Alþjóðlegxir blær leikur um Reykjavík Það verður nokkuð alþjóðlegur blær á Reykjavík næstu daga, því það eru að hefjast bæði ítalskar og írskar vikur eins og kallað er. Það er Hótel Saga sem stendur fyrir ítölsku vikunni, en Ferðamálaráð írlands í samvinnu við Ferðamiðstöðina Veröld sem stendur fyrir írsku vikunni, áuk þess sem Bylgjan mun vera með írskt efni í bland í dagskrá sinni meðan á vikunni stendur. Hápunkturinn á írsku vik- unni verður koma írsku þjóðlagahljómsveitarinnar Mull- igan sem er ein þriggja vinsæl- ustu hljómsveita íra í þesssum tónlistargeira. Við hefðum trú- lega getað fyllt eitthvað hús tvisvar með hljómleikum Mull- igan, en ákváðum að hafa þetta heldur á rólegu línunum og leyfa kráarstemmingunni að njóta sín,“ sagði Andri Már Ingólfsson framkvæmdastjóri Veraldar í samtali við Morgunblaðið á fimmtudag, en Mulligan átti að leika í Naustkránni á föstudags- og laugardagskvöld. Mulligan átti einnig að leika í Kringlunni á föstudaginn. Andri sagðist reikna með skemmtilegri stemm- ingu í kring um Mulligan 'ekki síður en öðrum dagskrárliðum írsku vikunnar. írland hefði margt að bjóða íslendingum sem vildu reyna eitthvað öðru vísi í frium sínum. Sveinbjörn Friðjónsson fram- kvæmdastjóri veitingasviðs Hót- el Sögu sagði í samtali við Morg- unblaðið að ítalska vikan þeirra snerist að mestu um að kynna ítalskan mat. „Við höfum verið með ýmsar þemur síðustu miss- eri, saltfiskviku, jólahlaðborð og fleira. Við höfum verið með nokkuð ítölsk kvöld f vetur og kokkamir okkar eru þvi komnir í góða æfíngu að elda ítalskt," sagði Sveinbjöm- Til að gera vik- una þjóðlegri á ítalska vísu hafa Sögumenn aftur á móti fengið til liðs við sig ftalskan gítarleik- ara að nafni Giorgio Carana sem leika mun fjölbreytilega tónlist fyrir kvöldverðargesti nieðan að á ítölsku vikunni stendur. íworgunDiaoio/ Kga Giorgio Carana leikur fyrir gesti við opnun ítölsku vik- unnar. LIST Sýna mímmyndir í tilefni afmælis Það eru ýmsar skrýtnar og skemmtilegar myndlistasýningar í gangi þessa daganna og um helgina opnaði ein æði sérkennileg. Hún er því marki brennd, að ekkert verkanna á sýningunni er stærra en 25 sinnum 25 sentimetrar. Það eru fimm konur sem kalla sig Art-Hún hópinn sem eru með þessa sýn ingu í sameiginlegum sýningarsal sínum að Stangarhyl 7 á Ártúnsholt- inu. Listakonurnar heita Elín- Art-Hún hópurinn. borg Guðmundsdóttir, Margrét Salome Gunnars- dóttir og Sigrún Gunnars- dóttir sem eru allar leirlist- amenn, Helga Ármanns sem er grafíker og Erla B. Axelsdóttir sem málar. Þær segja þetta uppá- tæki sitt vera í tilefni af því að tvö ár eru liðin síðan að þau tóku upp þá ný- breytni að hafa vinnustof- ur og sýningarsal í sama húsnæðinu. Það hafi reynst vel eins og nærri má geta þar sem samstæður hópur er ann- ars vegar. FRÆÐSLÁ Hvernig geturðu vitað að þau séu gift? Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur, Eyjaferðir og Náttúrufræðifélag Suðvesturlands gangast þessa daganna fyrir sjóferðum skólabarna um Sundin og Innnes. Þar taka börnin þátt í alls konar mælingum og rannsóknarstörfum. Mörg, trúlega flest, upplifa sjóferð í fyrsta sinn. Haldin er stíf dagskrá til þess að nóg sé fyrir stafni og ritarar í hópi barnanna skrifa upp allt sem á daganna drífur, niðurstöður mælinga, hvað kem- ur úr botnsköfunni, krabbagild- runni og hvaða fuglar sjást á sundi og flugi í sjónmáli við bát- inn. Morgunblaðið brá sér í eina ferðina, með tveimur bekkjum ellefu ára barna úr Árbæjarskóla og Vogaskóla. Pétur Ágústsson og Ólafur Sighvatsson stjórnuðu ms Hafrúnu af stakri snilld enda alvanir, Sigurlína Þorsteinsdóttir og Þórný Þórarinsdóttir bekkjar- kennarar úr fyrrgreindum skól- um héldu utan um „sín börn“ eins og ungamæður, en fulltrúi NVSV, kynnir og leiðsögumaður var Einar Egilsson. Leiðsögumaurinn Einar Egils- son er að sjá vel kunnugur ýms- um athugunum enda stjórnaði hann aðgerðum með festu og ákveðni. Hann sagði að vinsæld- ir þessara ferða væru með ólík- induní, „Það hafa hátt á fimmta tug bekkja skráð sig og þeim fjölgar enn. Krakkarnir hafa greinilega mjög gaman af þessu,“ sagði Einar. Ekki bar á öðru en að hann hefði lög að mæla. í hvert sinn sem eitthvað nýtt var sýslað, þyrptust bömin að til að fylgjast með og varð oft að skipta í tvo hópa þannig að allir gætu séð þar sem töluverð þrengsli voru um borð sérstaklega þar sem allir um borð voru að sjálfsögðu með björg- unarvesti og voru því hálfu um- fangsmeiri en ella. Lofthiti, seltu- stig, vindhraði, sjólag, vindátt, sjávarhiti og sjóndýpi voru meðal þess sem kannað var. Það var til dæmis 6 gráðu hiti í miðjum mars! Sjólag:gráð. Sjóndýpi 6 metrar, minnkandi frá síðustu athugun sem bendir til aukinnar þörunga- myndunnar, ergó; vorkoma. Það var smávesen með vindhraðan. Hann var svo lítill að hann mæld- ist vart. En til að sýna hvernig tækin virkuðu, blés Einar í þau af þvílíkum krafti að hann þrútn- aði allur í framan og kvarðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.