Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FOLK í FRÉTTUM dyfcfó \GUR '17. MARZ 1991 39 sagði: 6 vindstig og vel það. Missti þá eitt barnanna út úr sér að maðurinn hlyti að vera Þingeying- ur! Botnskafan gerði mikla lukku og þegar krabbágildran var dregin úr djúpinu með marga tijónu- krabba innanborðs varð uppi fótur og fit, þetta kunnu börnin að meta. Einar svipti tvo krabba á loft og það glumdi í honum: Þetta eru hjón, þetta er karlinn (og benti á annan) og þetta er kerlingin (og benti á hinn). Síðan útskýrði hann muninn í stuttu máli, en 11 ára stúlka við hlið hans hvessti á hann augun og sagði með mikilli vantrú í rómnum:„Heyrðu, hvernig getur þú vitað að þau eru gift!“ Þegar síga tók á seinni hluta þessarar tveggja klukkustunda löngu dagskrár tók blaðamaður nokkur börn tali og spurði hvernig þeim hefði líkað. Það var almennt gott hljóð i þeim. Gott dæmi um tilsvörin var það sem einn peyi úr Árbæjarskóla lét hafa eftir sér: „Þetta var skemmtilegt. Ætlarðu að skrifa eitthvað um þetta? Skrif- aðu að þetta hafi verið gaman. Og að Árbæjarskóli sé fínn skóli. Besti skólinn. Heyrirðu það? Skrif- aðu vel um okkur annars kem ég og kýli þig í klessu!" Hann meinti ekkert með þessu og skellti upp úr um leið og hann sleppti orðinu... Morgunblaðið/Ámi Sæberg Krabbarnir gerðu stormandi lukku en óskuðu þess þó heitast að fá að hverfa heim á ný. Einar sveiflar lofthitamæli sem er innbyggður í líki hrossabrests og börnin fylgjast með tilburðum hans enda var mikið stuð um borð i Hafrúnu. / / ^ 15-50% afsláttur sími 11121.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.