Morgunblaðið - 21.03.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 21.03.1991, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 Fyrirþásemspá í verð og gæði Hlutverk Ríkisútvarpsins verður ekki frá því selt u. junnsun & Kaaberhf SÍMI: 91 -24000 eftir Bjarna Sigtryggsson • „Ríkisútvarpið þarf að feta vandrataðan meðalveg; að hvika ekki frá skyldum sínum en bjóða þó dagskrá sem fellur flestum í geð.“ • „Rás 2 verður ekki skilin frá þjónustu Ríkisútvarpsins frem- ur en aðrir dagskrárliði." Tvær veigamiklaii ákvarðanir hafa nýlega verið teknar, sem varða Ríkis- útvarpið og framtíð þess. Önnur þeirra er ákvörðun Háskólaráðs um að leita eftir heimild og stuðningi við uppbyggingu sjónvarpsstöðvar sem Háskóli íslands starfræki; hin er samþykkt landsfundar Sjálfstæð- isflokksins um að selja beri aðra af rásum Ríkisútvarpsins, hljóðvarps. Þar sem báðar þessar ákvarðanir virðast hafa verið teknar án þess að fyrir hafi legið nægjanlega ítarleg greinargerð um hlutverk ríkisút- varps, langar mig að leggja hér orð í belg og freista þess að skýra nokk- ur atriði, sem varða málið mjög. Rás 2 er ekki sjálfstæð útvarps- stöð, heldur aðeins hluti af heildar dagskrárgerð Ríkisútvarpsins. Þar er að störfum dagskrárfólk Ríkisút- varpsins; dagskrá rásarinnar er einn þáttur dagskrárstefnu útvarpsins og miðast við það að uppfylla óskir hlustenda um land allt. Þessari dagskrá er svo komið til skila aum dreifikerfi, sem er í umsjá Pósts og síma. Það er því vandséð hvað vera ætti til sölu og allt eins hægt að bjóða sérstakfega til sölu þáttinn Landið og miðin ásamt Þjóð- arsál og Leikriti vikunnar. Markmið einkastöðva Mergur málsins er sá, 'að Rás 2 verður ekki aðskilin frá þjónustu Ríkisútvarpsins fremur en einstaka dagskrárliðir. Hinsvegar var sú breyting gerð á útvarpslögum fyrir fáum árum, að réttur til útvarps- rekstrar var gefinn frjáls. Það var íslenska útvarpsfélagið sem þá reið á vaðið og hóf jafnframt útvarps- sendingum Bylgjunnar sölu almenn- ingshlutabréfa. Þá varþað kunngjört að markmið félagsins væri að ná ávöxtun eigin fjár, sem mig minnir að hafi verið 21,74% ársávöxtun eða þar um bil. Þar með var lýðum ljóst hvert var meginmarkmið þess félags. Frá Ríkisútvarpinu er hins vegar ekkert að selja, því öllum stendur til boða rétturinn til að útvarpa — en munurinn á hinum fijálsa rétti ein- staklinga og rétti Ríkisútvarpsins er sú skylda hins síðarnefnda að ná til alls þorra þjóðarinnar. Það sem greinir á er því þetta: 1. Allir sem útvarpa hafa rétt til að selja auglýsingar í dagskrá sinni. Aðeins Ríkisútvarpið hefur rétt til að innheimta afnotagjald. 2. Allir sem útvarpa mega gera það með hveijum hætti sem þeim sýn- ist, nema Ríkisútvarpið. Það verð- ur að sinna margháttuðum skyld- um, þar sem einkastöðvar eru lausar allra kvaða. Þær skyldur sem Ríkisútvarpinií eru á herðar lagðar eru margháttað- ar. Það gegnir veigamiklu öryggis- hlutverki, sem enginn annar getur sinnt, þar sem engin önnur stöð hef- ur þá skyldu að ná til alls þorra lands- manna. Það gegnir skyldum og rækt við íslenska tungu og menningu, sem einkastöðvar geta vikið sér hjá að sinna. Og síðast en ekki síst hefur Ríkisútvarpið fræðsluskyldu að gegna, sem rétt er að huga sérstak- lega að nú, þegar Háskóli íslands telur sig þess umkominn að sinna því hlutverki. Fræðsluskylda Dr. Anthony Bates, prófessor og einn af frumkvöðlum sjónvarps- kennslu við Open University í Eng- landi og guðfaðir sjónvarpskennslu í fjölda annarra landa, þeirra á með- ál Noregi, hefur í einu rita sinna gert ítarlega grein fyrir fræðsluhlut- verki ríkisútvarps ’) þar sem hann greinir milli þess sem kalla mætti annars vegar fræðsluefni og hins vegar fræðandi efni. Fræðsluefni (Educational Pro- gramming) er það sjónvarpsefni ssem beinlínis er gert til að nota sem námsstoð. Enskukennsla í sjónvarpi er gleggsta dæmi um slíka dagskrár- gerð. Fræðandi efni (Educative Pro- gramming) getur hentað sem náms- stoð, en er fyrst og fremst gert fyrir almenna áhorfendur. Það er fræð- andi þar sem það vekur gjarnan til umhugsunar og veitir innsýn í tiltek- inn heim, en getur í senn, ef vel tekst til, orðið ágætis afþreying. Ríkisútvarp/sjónvarp hefur skyld- um að gegna að upplýsa, fræða og mennta, og frá þeim skyldum getur það engan veginn vikist. Einkasjón- varp má bjóða þá dagskrá sem stjórn- endum þess sýnist — og ekki ólíidegt að eigendur þess krefjist tiltekinnar ávöxtunar á fjárframlög sín. Þess vegna er að vænta þeirrar tilhneig- ingar einkastöðva að keppast um að bjóða vinsælt afþreyingarefni sem höfðar til sem flestra áhorfenda og laðar þannig til sín auglýsendur. Rík- isútvarp þarf hins vegar að feta vandrataðan meðalveg; að hvika ekki frá skyldum sínum en bjóða þó dag- skrá sem fellur sem flestum í geð. Þetta síðarnefnda er einkanlega mik- ilvægt gagnvart þeim áhorfendum, sem eiga ekki annarra útvarps- eða sjónvarpsstöðva völ. En jafnframt er það mikilvægt fyrir Rikisútvarp og sjónvarp að dagskrárheildin falli mörgum í geð, eigi hinu fræðandi hlutverki að verða vel sinnt. Það yrði til lítils að gera mikilvægum menningarviðburðum skil, að vara fólk við náttúruhamförum eða fiytja fólki við sjávarsíðuna fréttir af afla- brögðum og fiskmörkuðum, ef dag- skráin í heild væri svo illa og tætings- lega samsett, að hún höfðaði ekki tii meginþorra fólks. Það var af þessum ástæðum sem Ríkisútvarpið þróaði tvíþætta út- varpsdagskrá þegar þess var kostur, ti! þess að bjóða sem vandaðasta heild. Og það er af sömu ástæðum sem ekki væri raunhæft að bjóða hluta þessarar dagskrár til sölu. Misskilningur Háskólaráðs En jafnframt skýrir þetta hvers vegna sú ákvörðun Háskólaráðs að hefja undirbúning eigin sjónvarps- stöðvar, er byggð á misskilningi. í fyrsta lagi er það aðeins Ríkis- sjónvarpið sem hefur yfir að ráða dreifikerfi fyrir sjónvarp er nær til alls þorra landsmanna. Háskólasjón- varp yrði því óhjákvæmilega að fá aðgang að lausum tímum í dagskrá Ríkissjónvarpsins. í öðru Iagi er hætt við því að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.