Morgunblaðið - 21.03.1991, Side 68

Morgunblaðið - 21.03.1991, Side 68
68 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 IÞROTTIR UNGLINGA / MEISTARAMOT UNGLINGA I FRJALSIÞROTTUM 14 ARA OG YNGRI Keppti meidd ur en sigr- aði samt! SKARPHÉÐINN Ingason keppti á sínu síðasta meistaramóti í þessum aldursflokki og kvaddi með tveimur gullverðlaunum. Skarphéðinn sem keppir fyrir HSÞ í piltaflokki var meiddur á hné og það háði honum greinilega í atrennunni í hástökkinu á sunnu- dag. Það kom þó ekki að sök, hann stökk hæst én áður hafði hann sigrað í þrístökki án at- Skarphéðinn stökk vel yfír 170 sentímetra í hástökkinu en hætti þá keppni eftir að ljóst var að hann stóð uppi sem sigurvegari. Hann stökk tíu sentímetrum hærra en næstu menn og var nálægt persónu- legumeti, sem er 175 sentimetrar. „Ég er mjög sáttur við þennan árangur. Það var ekki hægt að búast við því að ég bætti árangur minn, hnéið hefur verið að angra mig að undanförnu," sagði Skarp- héðinn eftir mótið. Berglind stökk hæst Berglipd Sigurðardóttir úr ÍR sigraði í hástökki telpna, hún stökk Frosti Eiðsson skrifar rennu. Morqunblaðið / Frosti Skarphéðinn og Berglind voru bæði sigursæl í hástökki á meistaramóti unglinga. 153 sentímetra og bætti sinn besta árangur um þijá sm. „Ég get ekki annað en verið ánægð. Eg hef lítið getað beitt mér í fijálsum íþróttum, handboltinn tekur mjög mikinn tíma því það hafa verið mörg mót í vet- ur,“ sagði Berglind, sem leikur handbolta með IR. Hún hefur einu sinni áður unnið hástökkskeppni á meistaramóti. Morgunblaðið / Frosti Ágúst Froyr jafnaði íslandsmet- ið i 50 metra hlaupi. Jafnaði íslands- metið þrisvar Agúst Freyr Einarsson úr Fjölni gerði sér litið fyrir og jafnaði íslandsmetið í 50 metra hlaupi stráka þrívegis á mótinu. Mikill Qöldi keppenda skráði sig í 50 metra hlaupið. Keppt var með útsláttar fyrirkomulagi og því þurftu bestu keþpendum- ir að hlaupa fjórum sinnum. Ágúst náði tímanum 7.0 sek- úndum í undanrásunum. í milli- riðlunum jafnaði hann íslands- metið með því að hlaupa á 6.8 sekúndum og hann fékk síðan ■sama tíma fyrir sprettinn í und- anúrelitum og í úrslitahlaupinu. „Ég byijaði að æfa í haust og keppti í þremur greinum en spretturinn er skemmmtilegasta greinin," sagði Ágúst sem einn- ig sigraði í langstökki án at- rennu en náði ekki jafnlangt í kúiuvarpinu þar sem hann hafn- aði í 8. sæti. FH fékk fimm gull FH-INGAR voru sigursælastir á Unglingameist- aramótinu í frjálsum íþróttum, 14 ára og yngri, sem fram fór um síðustu helgi. AIls tóku tæplega 300 keppendur þátt í mótinu og hafa ekki áður verið jafn margir þátttakend- ur á fijálsíþróttamóti innanhúss hér á landi. FH-ing- ar, sem stóðu fyrir mótinu, fengu fimm gullverðlaun. Tvö félög unnu þrenn gullverðlaun, Frosti Fjölnir úr Grafarvogi og UMSE. ' Eiðsson Atkvæðamesti keppandi mótsins var skrifar Guðbjörg Viðarsdóttir úr FH, en hún varð þrefaldur íslandsmeistari í telpna- flokki. Hún sigraði í báðum langstökksgreinunum og í spretthlaupi. Fimm aðrir keppendur unnu tvær grein- ar á mótinu. Ágúst Freyr Einarsson Fjölni, gerði sér lítð fyrir og jafnaði íslandsmetið í 50 metra hlaupi. Þá má geta þess að á fijálsíþróttamótinu voru þrír keppend- ur frá Ungmennafélagi Bessastaðahrepps, UMFB, og er það í fyrsta sinn sem keppendur frá Bessastaða- hreppi eiga fulltrúa á fijálsíþróttamóti. Flestir keppendur á mótinu komu frá FH og HSK. FH skráði 32 keppendur til leiks og HSK sendi einum keppenda færra. Keppnin fór fram í Baldurshaga og í íþróttahúsinu Kaplakrika en það síðarnefnda virðist vera orðið helsta athvarf fijálsíþróttafólks. Morgunblaðið / Frosti Fagmannleg tilþrif en þau dugðu skammt því Hall- dóra Jónsdóttir hafði yfirburði í kúluvarpi telpna. Halldóra varpaði kúlunni9,71 m - og sigraði örugglega Halldóra Jónsdóttir úr UMSB, sem á íslands- metið í spjótkasti bæði í stelpna- og telpna- flokki hafði mikla yfirburði í kúluvarpi telpna. Halldóra varpaði kúlunni einum og hálfum metra lengra en Margrét Hermannsdóttir og var því vel að gullverðlaununum komin. „Eg hef reynt mig í flestum íþróttum þó að spjótkastið sé aðalgreinin hjá mér. Ég reyndi mig meira að segja í spretthlaupinu en gekk ekki sérs- taklega vel í því,“ sagði Halldóra. Hún sagði að æfingamar í vetur hefðu mótast af því að hún er í heimavistarskóla og hefði því lítið æft nema um helgar. Þjálfari hennar er íris Grönfeldt. Morgunblaðið / Frosti Halidóra hafði mikla yfirburði í kúluvarpinu. Nafnamir úr Ung- mennafélagi Akureyrar Nafnarnir, Hilmar Stefánsson og Hilmar Kristjánsson, kepptu fyr- ir Ungmennafélag Akureyrar og stóðu sig vel þrátt fyrir að hvor- ugur þeirra væri í toppbaráttunni í þeim greinum sem þeir tóku þátt í. „Við eigum litla möguleika á þessum stóru mótum, en höfum unnið verðlaun á héraðsmótunum heima,“ sögðu þeir nafnar sem báðir eru tíu ára gamlir. Hilmar Stefánsson og Hilmar Kristjánsson. Morgunblaðið,/ Frosti ÚRSLIT Meistaramót unglinga Langstökk stráka: Þorleifur Árnason, UMSE.............4,89 Daði H. Sigurðsson, HSH.............4,75 Amar Guðnason, Fjölni...............4,70 Kúluvarp stelpna: Lilja S. Sveinsd., UMSB.............7,07 Laufey Elíasdóttir, FH..............6,93 Óltna E. Garðarsdóttir, HSK.........6,90 Langstökk stelpna: Laufey Skúladóttir, USVH............4,35 Marta Heimisdóttir, HSÞ.............4,35 Hrefna Hugósdóttir, UDN.............4,34 Kúluvarp stráka: Þorleifur Ámason, UMSE..............9,55 Pálmi Jóhannsson, UDN...............9,16 Jóhann G. Ólafsson, UMSB.............8,98 Kúluvarp telpna: Halldóra Jonsdóttir, UMSB...........9,71 Margrét Hermannsdóttir, HSÞ.........8,21 Heiða B. Tómasdóttir, HSK...........8,11 Þrístökk telpna án atrennu: Finnborg Guðbjömsd., UMSS...........7,29 Kolbrún Pálsdóttir, HSÞ.............7,18 MaríaR. Friðriksd., Óðni............7,18 Kúluvarp pilta: Stefán R. Jónsson, UBK.............11,78 Lárus P. Pálsson, UMSB.............10,63 Ágúst Gunnarsson, HHF..............10,56 Langstökk án atrennu, stelpur: Inga Ágústsdóttir, ÍR...............2,39 María Valgarðsdóttir, UMSS..........2,34 Hrefna Hugósdóttir, UDN..............2,32 Langstökk telpna: GuðbjörgÞorvaldsd., FH.......,......5,11 Katla Skarphéðinsd., HSÞ............5,00 Bima M. Gunnarsdóttir, ÍR...........4,86 Langstökk pilta: Ólafur S. Traustason, FH............5,56 Marteinn Jónsson, UMSS..............5,29 Amgrímur Arnarson, HSÞ..............5,23 Þrístökk án atrennu, piltar: Skarphéðinn Ingason, HSÞ............7,93 Marteinn Jónsson, UMSS..............7,83 Magnús Þorvaidsson, HSÞ.............7,80 Hástökk pilta: Skarphéðinn F. Ingason, HSÞ.........1,70 ÓlafurÖ. Jósepsson, ÍR...............1,60 Hjörtur Skúlason, HSK...............1,60 Hástökk stelpna: Sigurlaug Níelsdóttir, UMSE.........1,35 Elfa R. Ámadóttir, HSK.,.............1,35 María Valgarðsd., UMSS...............1,30 HallberaGunnarsd., USAH.............1,30 Hástökk stráka: Amar Guðnason, íjölni................1,49 Daði H. Sigurþórsson, HSH...........1,46 Sólon Morthens, Self................1,35 Ragnar Sverrisson, Self.............1,35 Hákon Sveinbjömss., UMSS............1,35 Sindri Siguijónsson, HSH............1,35 Hástökk telpna: Berglind Sigurðard., ÍR.............1,53 Rakel Tryggvadóttir, FH.............1,45 Jóhanna Jensdóttir, UBK..............1,45 GerðurB. Sveinsdóttir, HSH...........1,45 Langstökk án atrennu pilta: Baldur Ó. Amarsson, HSK.............2,71 Freyr Ævarsson, UFA..................2,70 Andri Snæbjömsson, UMSS.............2,61 Langstökk án atrennu, strákar: ÁgústF. Einarsson, Fjölni...........2,45 Þorleifur Árnason, UMSE..............2,38 Viktor B. Páisson, HSK...............2,35 Reynir Bjarkason, HSK............,...2,29 Bjarni Hannesson, HHF................2,23 Langstökk telpna án atrennu: Guðbjörg Þorvaldsdóttir, FH..........2,55 Finnbjörg Guðbjömsd., UMSS..........2,55 MaríaR. Friðriksd., Óðni............2,46 Kolbrún Pálsdóttir, HSÞ.............2,41 50 m hlaup, telpur: Úrslit: GuðbjörgÞoiyaldsdóttir, FH...........6,9 Guðfinna B. Ágústsd., Óðni...........6,9 Telma H. Númadóttir, UFA..............7,0 Katla Skarphéðinsd., HSÞ.............7,0 Undanúrslit 5.-8. sæti: Eyrún Eiðsdóttir, HSH................7,0 Gerður B. Sveinsdóttir, HSH..........7,1 Kolbrún Pálsdóttir, HSÞ..............7,1 Hólmfríður Jónsdóttir, UFA............7,1 50 m hlaup, stelpur: Úrslit: Laufey Skúladóttir, USVH..............7,3 HallberaGunnarsd.,USAH................7,3 Kristín Þorsteinsd., USAH.............7,5 Hrefna Hugósdóttir, UDN...............7,6 Undanúrslit 5.-8. sæti: SigurlaugNíelsd.,UMSE................7,4 Rúna Ásmundsdóttir, UFA...............7,5 Ellen D. Bjömsdóttir, USVH............7,6 Stella Ólafsdóttir, UFA...............7,6 50 m hlaup, piltar Úrslit: Ólafur S. Traustason, FH..............6,6 Freyr Ævarsson, UFA...................6,7 Amgrímur Amarsson, HSÞ................6,8 Marteinn Jónsson, UMSS................6,8 Undanúrslit 5.-8. sæti: Smári Stefánsson, UFA.................6,7 Snæbjörn Ragnarsson, HSÞ..............6,8 Hans Guðmundsson, HSH............... 6,9 Bjarki Þ. Kjartansson, HSK............6,9 50 m hlaup, strákar Úrslit: ÁgústF. Einarsson, Fjölni.............6,8 Þorleifur Ámason, ÚMSE.............. 6,9 SturlaugurÁsbjömss., Fjölni...........7,2 Sindri Siguijönsson, HSH..............7,2 Undanúrslit 5.-8. sæti: Bergsveinn Guðmundsson, HSK..........7,4 Sólon Morthens, Self.....,...........7,4 Hrafnkell Ingólfsson, KR..............7,5 Rögnar Sverrisson, Self...............7,6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.