Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 99

Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 99
' MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 99 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu ... Billjardstofur Móðir unglings hringdi: „Mig langar að biðja forráða- menn billjardstofunnar í Mjódd í Breiðholti að hætta að lána ungl- ipgum peninga til spilamennsku. Ég vil einnig vekja athygli for- eldra á þessu vandamáli þar sem ég veit þess dæmi að unglingar skulda stofunni stórar upphæðir. Mér þykir leitt að eigandi stof- unnar skuli hafa þennan háttinn á því það er sannarlega dapurlegt fyrir skólafólk að heija sumar- vinnuna með spilaskuldir upp á þúsundir eða tugþúsundir króna. Ósk mín er að billjardstofan leggi þessa lánastarfsemi niður. Óhress með Pétur Gaut Ágúst Þórsson hringdi: „Eg er mjög óhress með verk- efnið sem valið var við endur- vígslu Þjóðleikhússins, Pétur Gaut. Ég tel að það hefði staðið menningu íslendinga nær að taka upp íslenskt stykki við þetta tæki- færi. Það eru til svo mörg góð íslensk leikrit sem hægt hefði verið að flytja. Það er alveg ófært að vera að flytja þunglamaleg verk úr norskri menningu sem vígslustykki Þjóðleikhúss íslend- inga. Þetta er móðgun við íslenska menningu. Skíðaskópoki Anna hringdi: „Þann 20. janúar sl. tók dóttir mín í misgripum salomon skíð- askópoka í rútunni frá Bláfjöllum til Reykjavíkur. Pokinn sem hún tók var alveg eins og hennar eig- in poki en þessi innihélt hins veg- ar svarta skíðaskó, hennar eru hvítir. Þú sem ruglaðist líka og ert með hvíta skó hjá þér en sakn- ar svörtu skónna ert beðinn að hringja í mig, í síma 71208.“ Armband Þann 9. febrúar tapaðist tígul- mynstrað gullarmband við Mið- vang í Hafnarfirði, við Jöklafold í Grafarvogi eða á Holiday Inn. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Berg- lindi í síma 53342 eða 651910. Góðum fundarlaunum er heitið. góðan upplestur Valdimars Flyg- enring á Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness. Valdimar les söguna ákaflega vel. Þá vil ég taka undir það, sagt var í Velvakanda á dögunum, að mjólkin hér í Reykjavík er alls ekki nógu góð, hún er eins og hvert annað vatnsbland.“ Kettlingur Hálfstálpaður kettlingur, mjög fallegur, fæst gefins. Upplýsingar í síma 666929. Högni Ungur högni fannst nálægt Miðbænum fyrir skömmu. Hann er svartur og hvítur, alveg ómerktur en er með far eftir hál- sól. Upplýsingar í síma 173461. Læða Grábröndótt læða hefur verið að flækjast við Miklubraut 72 um viku tíma. Hún er með rauðbleikt hálsband sem á er fest lítil kúla. Hún er mjög spök og vinaleg en virðist ekki rata heim til sín. Upp- lýsingar í síma 612229 fyrir há- degi og á kvöldin. Lyklar Húslyklar fundust við Háaleit- isbraut, þrír lyklar á kippu með Garfieldmerki. Upplýsingar í síma „Ég vil lýsa ánægju minni með 670729. Góður upplestur Hólmfríður hringdi: Þökk fyrir „Þín hlýju bros“ Þetta er nafn á lítilli fallegri ljóðabók, sem kom út rétt fyrir síð- ustu jól. Það vill stundum bera við að litlar bækur, sem ekki eru því meira auglýstar, gleymast bæði í bókabúðum og heima í bókahillun- um, þegar bókaútgáfuflóðið skellur á. Ljóðabókin „Þín hlýju bros“ barst mér í hendur fáum' dögum fyrir jól. Gerði ég þá lítið annað en renna augum yfir blaðsíðurnar. Svo var það einn drungalegan febrúardag að mér datt í hug að lesaTiana með gaumgæfni mér til andlegrar upp- lyftingar. Ég varð ekki fyrir von- biigðum. Höfundurinn Guðrún V. Gísla- dóttir hefur áður gefið út Ijóðabók- ina „Ég syng þér ljóð“ en þar fylg- ir hveiju ljóði falleg teiknuð mynd eftir skáldkonuna, svo af því má sjá að þenni er fleira til lista lagt en Ijóðasmíði. Sú bók seldist fljót- lega upp. Síðari ljóðabókin, þ.e. „Þín hlýju bros“ hefur að geyma bæði andleg og veraldleg ljóð, rímuð og órímuð: mjög vel ort, ekki orð á innihalds, eins og stundum vill brenna við nú á dögum. Þau benda á jákvætt viðhorf til lífsins. „Hin hlýju bros er það sem Guð oss gefur gjöfin er í hendi sérhvers manns hið sterka afl er sigrað heiminn hefur þín hlýju bros á vegi kærleikans.“ Höfundur finnur til með einstæð- ingnum og lítilmagnanum, sem hef- ur kannski gleymst þegar hann getur ekki lengur þjónað öðrum með kærleika sínum og umönnun. Ljóðið „Á elliheimilinu" ber þessu glögglega vitni. „Gef mér aðeins aupablik af ævi þinnar tíma á tölvuvæddri tækniöld en talaðu ekki í síma. Ég þrái aðeins handtak hlýtt því hjarta slær í barmi. Ég leiddi þig sem lítið bam þú ljúft mig vafðir armi.“ Mig langar aðeins til að senda skáldkonunni þakklæti mitt fyrir ágæta bók. Mætti ég fá meira að heyra og sjá. Filippía Kristjánsdóttir Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fdstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efiiis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Víkveiji skrifar Víkveiji hefur heimsótt nokkur frystihús úti á landsbyggðinni að undanförnu og víða er svo kom- ið að jafnvel þrátt fyrir atvinnu- leysi á viðkomandi stöðum tekst illa og oft alls ekki að manna í nauðsyn- legustu störf til þess að framleiðslan geti gengið eðlilega fyrir sig. A undanfömum árum hefur aukin hagræðing og skipulagning átt sér stað í allmörgum frystihúsum og þá hefur það þýtt markvissari vinn- uskiptingu í hinum ýmsu þáttum vinnslunnar. Gjarnan vilja stjórn- endur fiskvinnslunnar miða við ein- hvern ákveðinn tonnafjölda á dag, ekki síst með tilliti til þess hve er- fitt er að fá mannskap í frystihúsin. Það hlýtur að vera áhyggjuefni þegar svo er komið að fólkið í landinu vill síst af öllu vinna þar sem aðalverðmætasköpunin fer fram fyrir þjóðarbúið. Lítið dæmi sá Víkverji svart á hvítu frystihúsi í Vestmannaeyjum og segir það mikla sögu um þá skattpíningu og miðstýringu sem nú á sér stað í þjóðfélaginu. Ungur maður á spari- merkjaaldri, tuttugu og tveggja ára gamall, hafði unnið óhemju mikið eina vikuna vegna manneklu og launin hans eftir eina viku voru 93.600 krónur, en þegar búið var að taka af honum skattana, spari- merkin og lífeyrissjóðsgjöld fékk hann í peningum 31.200 kr. Fyrir fólk sem ekki þarf að binda launin sín í sparimerkjum hækkar útborg- unin um 15%, en það segir sig sjálft að þegar mánaðarlaun hjá fisk- vinnslufólki geta komist upp í 374.400 kr. með óheyrilegri vinnu og útborgunin er 124.800 þá er það ekki mjög hvetjandi til þátttöku í verðmætasköpuninni. Fiskvinnslunámskeið sem haldin hafa verið um allt land um nokkurra ára bil hafa leitt til betri nýt.ingar á hráefni og meðferðar á fiski, en það vekur forvitni Víkveija hvers vegna forráðamenn þjóðar- innar og fiskvinnslunnar taka þessi mál ekki fastari tökum, því kröfur tímans og markaðanna sem við þurfum að selja okkar framleiðslu verða sífellt strangari og í takt við það hlýtur þróun í íslenskri fisk- framleiðslu að kalla á meiri vöru- vöndun, meiri fullvinnslu til þess að auka verðmætin og um leið meiri menntun fískvinnslufólks í landinu, en lykilatriðið virðist þó vera það að í fiskvinnslunni séu greidd frambærileg laun fyrir mjög erfiða og ábyrgðarfulla vinnu. Þjálf- að starfsfólk í fískvinnslu er gulls ígildi og ef það helst ekki í vinnu vegna lágra launa eða mikils vinnu- álags þá lækkar hráefnið í verði sem leggur kjölinn að íslensku velferðar- þjóðfélagi. Páskahelgin er að ganga í garð og ýmist munu menn nota páskana til þess að slappa af og hvílast í anda kyrrðardaganna, eða njóta útivistar með vinum og vanda- mönnum svo fremi að veðurguðirn- ir haldi sig þokkalega á mottunni. Hvað sem menn gera þá óskar Vík- vetji landsmönnum öllum gleðilegra páska. Ást er... 3-Z2. ... óstjómlega duttlunga- full. TM R«g. U.S. Pat OH.—all ríghts res«rved ® 1991 Los Angelas Tknw Syndicate Þetta er sýnikennsluþátt- urinn: Gerðu sjálfur við bilinn þinn ... Getur þetta ekki beðið til morguns, þá er sjórinn hlýrri? HÖGNI HREKKVÍSI P/ZZAl>e?/<3!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.