Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 5. APRIL 1991 23 Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra á framboðsfundi í Stapa: Þrír staðir koma til greina fyrir þilplötuverksmiðju Keflavík. JON Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagði á framboðsfundi Alþýðuflokksins í Stapa á mið- vikudagskvöldið að enn hefði engin ákvörðun verið tekin um livar fyrirhuguð þilplötuverk- smiðja rísi ef samkomulag tækist um rekstur hennar og væru þrír staðir inni í myndinni, Helguvík á Suðurnesjuni, Reykjavík og Þorlákshöfn. A fundinum sakaði Jón Sigurðsson stjórn Lands- virkjunar um að gera væntanleg- an orkusamning tortryggilegan og beita með því bolabrögðum í framgangi álviðræðnanna. Jón sagði að tilraunaplötur sem gerðar hefðu verið í Englandi lof- uðu góðu og væru fjórum sinnum eldþolnari en þær plötur sem nú væru framleiddar og væntanlega yrði tekin frekari ákvörðun um framhaldið í lok apríl eða byijun maí. Jón sagði að væntanlega skap- Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Iðnaðarráðherra tafði í tvígang álsamninga ísafirði, frá Agnesi Bragadóttur bladamanni Morgunbladsins. Davíð Oddson, formaður Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Landsvirkjun, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra hefði í tvígang tafið samningagerð við Atlant- sál með óskiljanlegum undirskriftum. Hann telur ummæli Jóns Sig- urðssonar um stjórn Landsvirkjunar í þessum samningaviðræðum einkennast af því að kosningaskjálfti sé kominn í iðnaðarráðherra. Iðnaðarráðherra sagði á stjórnmálafundi á Suðurnesjum í fyrra- kvöld, að stjórn Landsvirkjunar hefði með öfund, bolabrögðum, ein- strengingshætti og afturhaldssemi tafið fyrir samningum um nýtt álver. „Mér sýnist hið prúðmannlega yfirbragð iðnaðarráðherra hafa horfíð í kosningabaráttunni. Menn eru nú búnir að átta sig á því að allar þær tímasetningar sem ráð- herrann var búinn að boða undan- farið rúmt ár stóðust ekki,“ sagði Davíð. „Þar var engu sérstöku um að kenna öðru en því að þær voru ekki raunhæfar. Ráðherrann tafði sjálfur málið í tvígang með undir- skriftum sem erlendir viðsemjendur botnuðu ekkert í. Það sýnir nú hvaða mat þeir höfðu á þeim vinnu- brögðum að þeir sendu hingað að- stoðarvaraforstjóra til að undirrita þau minnisblöð en hvorki varafor- stjórann né aðalforstjórann,“ sagði Davíð. Davíð sagði að erlendir viðsemj- Pokaverð til kaupmanna hefur hækkað um 65% - segir formaður Kaupmannasamtakanna til landgræðsluverkefna. Hann sagði að eftirlit með fjár- streyminu færi þannig fram, að pokaframleiðendur gæfu Land- vemd trúnaðarupplýsingar um pok- aijöldann sem seldur er til kaup- manna. Til þessa dags sagði Magn- ús að úthlutað hefði verið til Land- verndar 23-25 milljónum króna og væri gert ráð fyrir að tíu milljónum verði úthlutað á þessu ári. Hluta af því á að veija til að gera fræðslu- myndir fyrir sjónvarp um land- græðslumál. INNKAUPSVERÐ á innkaupa- pokum til kaupmanna hefur hækkað um 65% síðan farið var að selja þá í verslunum, að sögn Magnúsar E. Finnssonar, form- anns Kaupmannasamtakanna. Hann segir það hafa verið fjórar krónur í apríl 1989, en í dag sé það 6,74 krónur fyrir pokann. Útsöluverð í verslunum var hækkað um síðustu mánaðamót úr fimm krónum í átta, eða um 60%. Magnús sagði, að það verð myndi haldast meðan framleið- endur lækkuðu ekki pokana, en eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hefur plastið eftir hækkun á síðasta ári lækkað aft- ur í verði og er sú lækkun orðin 20% frá áramótunum. „Það sem við miðum við eru fyrst og fremst upplýsingar frá framleið- endum pokanna. Eg er með undir höndum bréf, og aftur staðfestingu á því í dag, að hækkunin frá Plast- os á pokum hefur verið 65%,“ sagð- iu Magnús E. Finnsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Innkaupsverð til kaupmanna var í apríl 1989 fjórar krónur, var í febrúar 1991 6,62 krónur, er í dag 6,74 krónur, þannig að þessi hækk- un er grundvöllur hækkunar okkar. Það var kannski ekki rétt hjá okkur hækka þetta ekki í millitíðinni frek- ar en að taka þetta stóra stökk nú,“ sagði hann. Magnús sagði að langflestar verslanir seldu innkaupapokana og samkvæmt samningi við Landvernd renni helmingur andvirðis pokanna, að frádregnum virðisaukaskatti, í svonefndan Pokasjóð, sem hann sagði vera undir umsjón Landvernd- ar og væri féð sem í hann fer notað ♦ ♦ ♦ endur hefðu ekkert legið á því að þeir botnuðu ekkert í þessum málat- ilbúnaði iðnaðarráðherra. „Það vita allir sem um þessi mál hafa verið að véla bæði af hálfu Landsvirkjun- ar og reyndar af hálfu samninga- manna ráðherrans sjálfs,“ sagði Davíð Oddsson. Hann sagðist búast við að kosningaskjálfti væri kominn í iðnaðarráðherra og þess vegna yrði honum það á að láta hafa slík stóryrði eftir sér. aði verksmiðjan vinnu fyrir 60-80 manns og raforkuþörf hennar yrði um 200 gígavattstundir sem væri um 50% meiri orka en notuð væri hjá Áburðarverksmiðjunni. Jón sagði að kostnaður við að reisa verksmiðjunna væri áætlaður um 3 miljarðar pg sú upphæð yrði einnig árleg velta fyrirtækisins. Jón Sigurðsson fjallaði um ál- málið, og sagði að viðbrögð stjórn- ar Landsvirkunar í haust hefði valdið því að traust manna á orku- samningi vegna nýs álvers hefði minnkað. Þótt síðar hefðu aðrir og stærri aburðir, svo sem Persaflóa- stríðið, breytt gangi málsins hefði gerð stjórnar Landsvirkjunar verið söm. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra flutti framsögu- ræðu á fundinum þar sem hann kom víða við. Jón Baldvin sagði að á síðasta ári hefði fiskveiðikvóti fyrir 5 miljarða verið seldur á milli manna og hefði þessi upphæð ef hún hefði runnið til ríkisins dugað til að rétta af ijárlagahallann eða hækka skattleysismörk fisk- vinnslufólkks upp í 75.000 kr. á mánuði. Jón Baldvin sagði að Al- þýðuflokkurinn væri þeirrar skoð- unar að taka ætti leigu fyrir veiði- leyfi í áföngum á næsta áratug. Hann gerði að umtalsefni vanda- mál landbúnaðarins og sagði að ríkið hefði varið 35 þúsund milljón- um í heildarstuðning við landbúnað á kjörtímabilinu og samþykkt hefði verið á lánsfjárlögum að greiða 1,7 milljarða til þess að kaupa 50.000 fjár til förgunar í fjöldagrafir í haust. Jón Baldvin sagði að Svíar teldu nóg að hafa einn hátæknispítala á hveija 500 þúsund íbúa en hér á landi væru þeir sex. Þessu yrði að breyta ásamt núverandi fyrirkomu- lagi um lyfsölu. Jón Baldvin sagði að samráð- herrum sínum í Alþýðubandalaginu hefði nú elnað svo kosningasóttin að þeir hefðu breytt þeim ráðuneyt- um, sem þeim væri falið að stjórna, í kosningamiðstöðvar fyrir flokka sína og nefndi til skrautrit með meintum afrekaskrám ráðherra, fegrunarbækling menntamálaráð- herra um lánasjóð, sem dreift yæri til námsmanna, afrekaskrá Ólafs Ragnars í fjármálaráðuneytinu, sem sér hefði verið tjáð að væri dreift í meira en 80.000 eintökum, heilsíðuauglýsingar menntamála- ráðherra, meira að segja um frum- vörp, sem verið hefðu ósamþykkt, og bókaútgáfu samgönguráðherra um lífæðir samgöngukerfísins. Hann sagðist ekkert hafa að at- huga við nauðsynlegt upplýsinga- starf um þýðingarmikil störf ráðu- neyta, spurningin væri um það hvort valdið væri misnotað í þágu flokkspólitísks áróðurs frekar en hlutlægrar upplýsingamiðlunar. Þetta væri að sjálfsögðu mál fyrir vini fjármálaráðherrans í Ríkisend- urskoðun að skoða. Vegna fyrirsurnar um atvinnu- horfur á Keflavíkurfiugvelli og sög- usagna um að þar væru uppsagnir fyrirhugaðar sagði Jón Baldvin að engum hefði verið sagt upp og ekki stæði til að segja neinum upp. Sumarráðningar yrðu með svipuðu sniði og á síðustu árum næg verk- efni væru fyrir hendi og í ár yrði varið hærri fjárhæðum til fram- kvæmda miðað við árið á undan. Þá sagði Jón Baldvin að gerð hefði verið 3 ára áætlun um umhverfís- mál sem tæki til endurbóta á skolp- lögnum, sorphirðu og fegrunar. -BB Heimastj órnar- samtökin á Norð- urlandi eystra: Stefán Val- geirssoní 12.sæti STEFÁN Valgeirsson, þingmað- ur Samtaka um jafnrétti og fé- lagshyggju, verður í 12. sæti á framboðslista Heimastjórnar- samtakanna á Norðurlandi eystra, en Samtök um jafnrétti og félagshyggju bjóða fram í sameiningu með Heimastjórnar- samtökunum í kjördæmiuu. Benedikt Sigurðsson, skólastjóri á Akureyri, skipar 1. sætið á fram- boðslista Heimastjórnarsamtak- anna, en Bjarni Guðleifsson, ráðu- nautur, skipar 2. sætið. Skipstá skoðunum Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við Alþingiskosningarnar 20. apríl eru reiðubúnir að hitta kjósendur að máli á vinnustöðum, heimilum og víðar. Þeir, sem óska eftir að fá frambjóðendur í heimsókn, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Síminn er 82900. xfú FRELSI OG MANNÚÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.