Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 4
Bush: fastur fyrir frá upphafi. 4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991 RJALDAK Ákvarbanimar sem rébu úrslitum í Persaflóadeilunni eftir Guðmund Holldórsson STJÓRN George Bush forseta fór fyrir alvöru að skipulcggja sóknarað- gerðir til að hrekja íraska herliðið frá Kúveit í september, þótt opinber- lega væri sagt að bandarískt herlið gegndi aðeins því hlutverki að verja Saudi-Arabíu og framfylgja refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna. Ilok október, viku fyrir kosningar í Bandaríkjunum, samþykkti for- setinn á laun áætlun um að loft- hernaður gegn írak yrði hafínn um miðjan janúar og vfðtæk sókn á landi um miðjan febrúar. Sækja átti langt inn í írak til að ráðast á her Saddams Husseins for- seta frá hlið og umkringja hann. Um leið var haldið áfram að beita íraka efnahagsþrýstingi til þess að neyða þá til að hörfa frá Kúveit og að þrengja að þeim á alþjóðavett- vangi. Bush vonaði alltaf að refsiað- gerðir og stríðsþótanir mundu nægja til að nevða Iraka til undanhalds samkvæmt upprifjun New York Ti- mes á mikilvægustu ákvörðunum forsetans í Persaflóadeilunni, sem hér er stuðzt við. Ráðstafanimar, sem forsetinn samþykkti í október, voru hinar sömu og hrundið var í framkvæmd þegar lofthemaðurinn hófst 17. janúar. Það eina sem kom fram opinberlega um áætlunina var tilkynning frá Bush 8. nóvember, tveimur dögum eftir kosningamar. Þar sagði að hann hefði ákveðið að senda bandaríska herliðinu við Persaflóa öflugan liðs- auka til þess að gera honum kleift að hefja sóknaraðgerðir. Fjölgað var í bandaríska herliðinu úr 230.000 mönnum í rúmlega 500.000 og band- amenn fengu nægan liðsstyrk til hinna mikilvægu árása í vestureyði- mörkinni í febrúar. H. Norman Schwarzkopf hers- höfðingi, yfirmaður bandaríska her- liðsins við Persaflóa, hafði lagt fram aðra áætlun snemma í október. Landvamaráðuneytið, Pentagon, hafði hafnað henni, því að þar var gert ráð fyrir að ráðizt yrði á miðja varnarlínu Iraka í Kúveit. Þótt deilunni lyki með hernaðar- sigri hafði skort innsýn í fyrirætlanir Saddams Husseins forseta í fyrstu og um of fáa hernaðarlega kosti hafði verið að velja til að stöðva innr- ás hans í Kúveit. Kappkostað var að sýna að banda- ríska stjómin stæði einhuga að ákvörðunum sínum, en um það var deilt að tjaldabaki hvernig bregðast ætti við árás íraka. Um tíma var rökrætt hvort og hvernig koma ætti í veg fyrir að ísra- elsmenn svöruðu Scud-flaugaárásum íraka. Um það var. rætt í alvöru hvort leyfa ætti ísraelsmönnum að skjóta Jericho-flaugum á írak. í stað- inn var ákveðið að að þeir fengju upplýsingar um árangur bandarískra aðgerða gegn Scud-flaugunum. Skýring hefur ekki fengizt á þeirri ráðgátu hvers vegna Saddam virti að vettugi allar viðvaranir um að her hans yrði eytt og land hans lamað. Tariq Aziz, utanríkisráðherra íraks, sagði í lok fundar með James A. Bakers, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, 9. janúar: „Arabískir bandamenn ykkar munu snúa við ykkur baki. Þeir munu ekki drepa araba. Bandalag ykkar mun hrynja og þið týnist og verðið hjálparvana í eyðimörkinni. Þið þekkið ekki eyðimörkina, því að þið kunnið ekki að ferðast á hestum og úlföldum." Herliðið.sent Klukkan 2 e.m. 2. ágúst 1990 réðust 80.000 hermenn úr íraska lýðveldisverðinum yfir landamæri Kúveits og sóttu til höfuðborgarinn- ar. Fyrstu fréttir bárust til Washing- ton um 6.30 e.h. 1. ágúst að stað- artíma (EDT). Klukkan 9.15 e.h. hringdi krónprinsinn í Kúveit, Sheik Saad al-Abdullah al-Sabah, í banda- ríska sendiráðið og bað um tafar- lausa hernaðaraðstoð til að stöðva innrásina án þess að það yrði til- kynnt opinberlega, því að hann var ekki viss um viðbrögð annarra ara- baríkja. Klukkan 10.30 e.h. að Washing- tontíma hringdi Sheik Saad aftur í sendiráðið. „Takið ekki mark á fyrri beiðninni," sagði hann örvæntingar- fullur. Stjórn hans „færi opinberlega fram á aðstoð" og væri reiðubúin að segja frá því opinberlega. í stað þess að bíða eftir svari flýtti hann sér til hallarinnar og ók furstanum til Saudi-Arabíu. „Við höfðum alltaf sagt honum: Þið getið ekki beðið okkur um hjálp þegar óvinir ykkar knýja á dyr hallar- innar," segir bandarískur embættis- maður. „Við höfðum ekkert herlið tiltækt." Næsta flugmóðurskip var á Indlandshafi. í Washington var talið að „Kúveit væri búið að vera“ í bili. Athyglin beindist að því hve langt írakar mundu sækja í suður. Bandaríska sendiráðið í Riyadh hafði samband við stjórn Saudi- Arabíu. „Hvað viljið þið að Bandarík- in geri?“ var spurt. Fát kom á Saudi- Araba. „Þeir voru smeykir og vissu ekki hvað þeir vildu,“ segir bandar- ískur embættismaður. Pentagon bauðst til að senda sveit orrustuflug- véla. „Við höfum samband við ykkur aftur,“ sagði saudískur embættis- maður. Þegar forsetinn vaknaði var komið upp hættuástand, sem enginn hafði búizt við að fylgja mundi í kjölfar kalda stríðsins. Brent Scowcroft ör- yggisráðgjafi bar undir hann fyrir- mæli um frystingu íraskra og kú- veizkra eigna. Forsetinn og ráðu- nautar hans skutu á fundi og blaða- menn spurðu Bush hvort Bandaríkja- menn mundu skerast í leikinn. „íhlut- un er ekki á dagskrá,“- sagði hann. Uppnám og reiði ríktu á fundinum. Forsetinn vildi tillögur um leiðir, en lítið virtist hægt að gera strax til að breyta ástandinu. Nicholas F. Brady fjármálaráð- herra skýrði hvernig Bandaríkin gætu lagað sig að fyrirsjáanlegri hækkun á olíuverði. Bush greip fram í: „Við erum ekki hér til að ræða aðlögun. Við ætlum ekki að leggja á ráðin um hvemig við getum lifað við þetta.“ Bush hafði hallazt að því að hægt væri að breyta framkomu Saddams. Hussein Jórdaníukonungur hafði sagt honum að írakar mundu ekki ráðast á Kúveit. Þjóðaröryggisráðið kom aftur saman 3. ágúst. Scowcroft setti fundinn og sagði að ef írakar kæm- ust upp með innrásina mundi hún valda grundvallarröskun á valdahlut- föllum í heimshlutanum. Hugmyndir um sókn Dick Cheney landvarnaráðherra gramdist að herforingjar forðuðust að benda á áþreifanlega kosti. Hann fékk því Schwarzkopf hershöfðingja til að útskýra endurskoðaðar áætlan- ir Pentagons um beitingu herliðs við Persaflóa. Þar var gert ráð fyrir tveimur herfylkjum, 700 herflugvél- um og stórri flotadeild. Viðstöddum brá þegar Schwarzkopf nefndi 140.000 hermenn. Bush beindi athyglinni að Saudi- Aröbum, sem aðallega stóðu í vegi fyrir slíkum liðsflutningum. Hann hafði hringt í Fahd konung, fullviss- að hann um stuðning Bandaríkjanna og falið Cheney og Colin L. Powell hershöfðingja, formanni yfirherráðs- ins (JCS), að útskýra hættuna og fyrirætlanir um liðsflutninga fyrir sendiherra Saudi-Arabíu í Washing- ton, Bandar bin Sultan prins. Bandar prins taldi rétt að senda herlið og lagði til að valdamikill maður færi til Saudi-Arabíu til að sannfæra Fahd konung. Ráðfæring- um var haldið áfram í Camp David daginn eftir. Schwarzkopf sýndi for- setanum og aðstoðarmönnum hans kort, sem lýstu áætlun um liðsflutn- inga til Persaflóa. „Þetta þarf til að veijæ Saudi- Arabíu,“ sagði hershöfðinginn áður en hann kom að síðasta kortinu, þar sem gert var ráð fyrir að beitt yrði enn fjölmennara herliði. „Og þetta þarf til að frelsa Kúveit, ef þið viljið það/‘ bættf hann við. Öll athyglin hafði beinzt að því að veija Saudi-Arabíu. Schwarzkopf setti strax fram sóknarhugmyndir. Bush og ráðgjafar hans bollalögðu hvern skyldi senda til Saudi-Arabíu. Mubarak Egyptalandsforseti hringdi og kvaðst hafa heyrt að Saudi-Ara-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.