Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRIL 1991 C 11 Æ A FERÐ MEÐ NIELS- HENNING GM SVÍÞJÓÐ Niels og Alvin í heitri sveiflu í djassklúbbnuin. að hljóðrita með Pharao Sanders og George Coleman." Niels segir mér síðar að einn helsti kostur Alvins Queen sé að hann hafi alla stíla á valdi sínu. Geti leikið allt en sé samt trommu- leikari með eigin stíl. Hann er einn af þessum klassísku eins og Philly Joe Jones.“ Lestin brunar hraðar, hraðar, og brátt rennur hún inná brautarpall- inn við Höör. Þar er Gotti frá djass- klúbbnum mættur á leigubílnum sínum og ekur okkiir í loftinu á stóra hótelið í Hörby þar sem blíð- lyndar skánskar meyjar taka á móti okkur og leiða til herbergja. Svo er sest að snæðingi og ekið í djassklúbbinn þar sem spila á um kvöldið. Höör er tólf þúsund manna byggðarlag og Lennart Billquist er formaður djassklúbbsins. Þar sem við sitjum í litla bakherberginu fyr- ir tónleikana bið ég hann að segja mér frá klúbbnum. „Klúbburinn var stofnaður 1986 og eru félagarnir 350. Að sjálfsögðu mæta ekki allir á alla tónleika, en við höldum í það minnsta tuttugu tónleika á ári. Niels hefur áður leik- ið hjá okkur í félagsskap Ole Kocks og Lennarts Gruvsteds. Svo hefur Red Rodney verið hér, Clark Terry, Jesper Thilo, Svend Asmussen og að sjálfsögðu fjölmargir Svíar: Putte Wickman, Adreas Bergkrantz og svo mætti lengi telja.“ Það er orðið troðfullt í klúbbnum og ég sest á fremsta borð á milli Rolfs Nilsons gullsmiðs frá Krist- ianstad og ungra drengja sem voru á námskeiði hjá Niels fyrr um dag- inn. Rolf er í djassklúbbnum í Krist- ianstad þar sem Niels spilar næsta kvöld og hann er með ljósmyndavél og reiðubúinn að gerast hirðljós- myndari minn. Ég spjalla dálítið við drengina þar til tónleikarnir hefjast og Emil Billquist sem er fimmtán ára og spilar á bassa segir að það hafi verið rosalega gaman að hlusta á Niels fyrr um daginn: „Hann er besti bassaleikari í heirni." Jónas trompetleikari tekur í sama streng. Hann ætlar að verða verkfræðingur og segir að Höör sé hallærisbær. Það eina góða sé að hingað komi alltaf góðir djassistar. Þá er Niels kominn á sviðið og segir: — Við ætlum að leika fyrir_ ykkur eina elstu laglínu djassins. I þetta skipti er ég skrifaður fyrir henni — blús: The Puzzle. Það fer ekkert á milli mála; þeir leika eins og þeir sem valdið hafa og manni verður hugsað fil tónleika Niels í Háskólabíó 1978, þegar Philip Chatarine og Billy Hart léku með honum. Sami tryílingurinn í tónlistinni. Tónleikarnir halda áfram. Klass- ísk djassverk, þjóðlög og gömul og ný NH0P-verk á efnisskránni og eins og Niels hafi gengið í endurnýj- un lífdaganna í tónskáldskapnum. Eftir tónleikana, þegar við Niels drekkum páskatúborginn minn, segir hann: „Mér finnst villi- Slappað af í hléi. að barnum. Þar sátu Niels-Henn- ing, gitaristinn Ulf Wakenius og trommarinn Alvin Queen. Urðu fagnaðarfundir og Niels leit á mig sposkur og sagði: „Ég hélt þú myndir missa af lestinni Vemhard- úr. Var svona mikið fjör á djas- spari konsertnum?" Ég hafði aldrei hitt Ulf og Alvin fyrr og meðan þeir sötruðu appels- ínusafann fengum við Niels okkur Pripps. Ulf er einn magnaðasti gítaristi Evrópu af yngri kynslóðinni og hefur leikið á marga strengi um ævina. Hann var rokkari í upphafi, þá blúsari, stundaði klassískan gítar og flamenkó og hafði sömbuna á valdi sínu. Hann var með bræðings- sveitina Hawk on Flight en mest hefur hann leikið djass meðal ann- ars í gítardúettnum Guitars Unlim- ited með Per Almquest, en þeir hafa oft leikið með Svend Asmuss- en og Niels-Henning. Það er margt í bígerð hjá Ulfi . en það magnaðasta er ný breiðskífa sem Blue Note gefur út í Bandaríkj- unum. „Það er stórkostlegt að fá þetta tækifæri," segir hann. „Ég réð ýmsa snillinga til að leika með mér. Randy Brecker er á trompet, Skotinn Tommy Smith á tenórsaxa- fón og á trommurnar Jack DeJohn- ette. Hann er galdramaður og gæð- ir tónsmíðar mínar nýju lífi.“ Lestin þýtur yfir búsældarlegar sveitir Skáns og bráðum þarf að panta meiri Pripps. Alvin Queen sötrar ávaxtasafann og ég spyr hann hvenær þeir Niels hafi kynnst. „Það var upp úr 1980 í Sviss, en ég hef búið í Genf síðustu tólf árin. 1989 leysti ég Ed Thigpen af í 'Kenny Drew-tríóinu þar sem Niels leikur á bassann og við ferðumst Ulf Wakenius blúsar djassinn. mikið um Japan og höfum gefið út fjórar breiðskífur þar. Erum satt að segja ein vinsælasta djasshljóm- sveitin þar í landi.“ — Af hverju hætti Ed með Kenny-tríóinu? spyr ég. „Það þurfa allir að breyta til öðru hveiju. Við göngum ekki í sömu skónum alla ævi. Við þurfum að kaupa okkur nýja af og til.“ Alvin er með hljómplötuútgáfu í Sviss. Nilva Records nefnist fyrir- tækið og hvernig skyldi það ganga? „Vel“, svarar Alvin. „Ég átti orð- ið svo mikið af peningum eftir stanslaust spilerí um allan heim að mér datt í hug að fjárfesta. Allir vita hve erfitt er fyrir djassmenn að fá útgefnar hljómplötur svo ég stofnaði hljómplötufyrirtæki. Ég hljóðrita ekki bara sjálfan mig, heldur ýmsa vini mína sem hafa mælt göturnar í New York, svo sem John Patton og Tommy Turrentine. Það er stórkostlegt að geta hjálpað þessum drengjum. Ég spilaði sjálfur inn á fyrstu skífuna þegar ég var tólf ára með Zoot Sims, Joe Newman og Art Taylor, en hún hefur ekki enn verið gefin út, hahaa. Svona er plötu- bransinn." En þú lékst með Coltrane tólf ára. Hvernig mátti það vera? „Þetta var á Birdland. Elvin Jon- es var trommari Coltranes og hann hefur alltaf litið á mig sem son sinn.“ — Eins og Dexter leit á þig sem son sinn, Niels, skýt ég inn í og lít á bassaleikarann sem glottir við tönn. „Það var Elvin sem leyfði mér að spila þarna og það var ekkert smákikk fyrir tólf ára peyja að leika með sjálfum John Coltrane.“ Síðan hefur Alvin leikið með þeim flestum: Horace Silver, . George Benson, Milt Jackson og hljóðritað með enn fleirum. „Ég er nýbúinn mennskan í leik Úlfs alveg stórkost- leg. Hann býr yfir þessum æskutryllingi sem Philip hefur glat- að. Mér finnst ég hafi varðveitt hann. Það er alltaf gaman að spila með Philip, en skífur okkar eru orðnar klassískari en þær voru áður. Það er eins og ég hafi legið í dvala hvað tónsmíðum viðkemur. En fyrir þessa tónleikaferð hef ég samið þó nokkur. Allt fram streym- ir endalaust og þegar ég var átján ára var ég viss um að lífið væri einskis virði eftir fertugt en nú er ég fjörutíu og fjögurra ára og far- inn að hlakka til að verða fjörutíu og fimm. Uppsveifla ekki satt? Svo er svo gaman að leika með þessum strákum. Að hafa gitar í stað pían- ós gefur bassanum miklu meiri tækifæri." — Alvin hefur alla klassíkina á valdi sínu og Úlfur smitar allt með æskutryllingnum, en þú sjálfur hálffimmtugur — ertu enn villtur? „Ég verð villtur allt fram í dauð- ann Vernhardúr. Skál.“ Orð að sönnu! Þegar Niels vill iað við hafa er hann öðrum bassa- leikurum trylltari, en hann á marga tóna á hörpu sinni og nýlega léku þeir Elton John undir í lagi á skífu diskósöngvarans Ricks Ashtleys. „Það var dálítið gaman að því. Sér í lagi að kynnast hvernig svona poppstjörnur vinna. Ég get ekki sagt að þessi tónlist höfði til mín, en dætur mínar hafa gaman af henni og þetta var spennandi verk- efni.“ Og þá er að hverfa mánuð aftur í tímann. Anker Jorgensen afhendir Niels-Henning tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs og segir: „Við höfum alltaf talið þig mikinn tón- snilling Niels-Henning, og þegar sérfræðingarnir staðfesta það þurf- um við ekki að velkjast í vafa. Það eru tíu ár síðan ég gerði mér grein fyrir að þú værir besti bassaleikari í heimi. Ég var farinn á ráðstefnu í Bonn og Helmut Schmidt, sem þá var kanslari Vestur-Þýskalands, tók á móti mér. Þegar við hittumst fórnaði hann höndum og sagði: Anker, veistu hvað er að gerast í Bonn í kvöld? — Nei, svaraði ég, hvernig á ég að vita það? — Niels- Henning er með tónleika, sagði kanslarinn. Þá vissi ég það.“ — En Niels, hvaða áhrif hafa þessi verðlaun? „Þau hafa mikla þýðingu fyrir mig. Auðvitað er gott að fá tvær milljónir í vasann, en heiðurinn er meira virði. Svo fór ég að velta því fyrir mér sem margir kollegar mín- ir hafa sagt við mig: Hvemig held- urðu að þú náir árangri þegar þú ert allt í öllu. Spilar með Dexter einn daginn, í sinfónísku verki eftir Palle þann. næasta, þjóðlög með Ole Kock þann þriðja og með popp- urum þann ijórða. Ég hef alltaf verið samkvæmur sjálfum mér og heiðarlegur gagn- vart sjálfum mér og öðrum. Það skiptir ináli en ekki hvort ég spila allskonar tónlist. Ég er ég sjáll'ni hvað sem ég geri. Tónlistin er marghöfða dreki, maður verðui' að leggja til atlögu við hvert höliið, hræðast aldrei og hopa hvergi still minn er minu og engra annarra " Orð að sönnu og næturluimið færist yfir Skán. Páskatúborgunum fer fækkandi og við förum að spjalla um gamla vmi og kunningja. Djass- Kaj berst í tal. „Veistu Vernhard- úr, að Kaj vissi ekkert um djass þegar hann fór að reka Jasshus Montmartre, en hann var engum líkur og fljótur að læra. Einu sinni í upphafi rekstursins var hann að lesa djassalfræðibók og sá að fjórar síður voru um Charlie Parker. Hann kallaði þá í Niels Christiansen, sem var aðalráðgjafi hans. — Heyrðu Niels, hvernig er með þennan Park- er, er ekki hægt að fá hann hing- að?“ Næsta dag skilja leiðir. Ég tek lestina til Málmeyjar en Niels, Ulfur og Alvin halda til Kristianstad þar sem næstu tónleikar verða. i dag eru þeir í Reykjavík og Niels heldur tólftu tónleika sína á íslandi í átta heimsóknum. Þá verð- ur sveiflan heit og djúp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.