Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991 V egamál Hugmynd að nýrri o g endur- bættri leið milli Stór-Reykjavík- ursvæðisins og Víkur í Mýrdal eftir Jón Magnússon Á sínum tíma, þegar Krýsuvík- urvegurinn var gerður, átti hann að bæta úr samgöngumálum Sunnlendinga á vetrum, þegar Hellisheiði væri ófær vegna sjóa. En hann varð aldrei að þeim notum og getur aldrei orðið vegna legu sinnar. Á þessum slóðum er samt sem áður ágætt vegarstæði. Þegar byijað var að vinna við Krýsuvík- urveginn voru ekki önnur tæki til staðar en vörubílar, handbörur, skóflur, sleggjur, járnkarlar, hak- ar, gijótfleygar, gijótborar og dín- amít. Nú er öldin önnur sem betur fer. Með þeirri tækni og þeim stór- virku vinnuvélum sem menn nú hafa yfii* að ráða er margt auð- veldara en áður var. Nú þurfa menn ekki lengur að velta vöngum yfir því þótt það þurfi að ýta til smáhól eða hrygg, fylla upp hraungjótu eða smátjörn sem menn urðu áður að krækja fyrir. Ég gerist þvi hér með svo djarf- ur að varpa fram eftirfarandi hug- mynd um nýjan veg og endur- bætta gamla vegarkafla sem falla inn í þessa nýju vegarhugmynd frá Reykjanesbraut og allar götur til Víkur í Mýrdal. Farið yrði út af Krýsuvíkurveginum skammt fyrir neðan Bláfjallavegamótin, í beina stefnu á Hofmannaflöt vestan undir Sveifluhálsi. Farið yrði í gegnum hálsinn rétt austan við Miðdegishnúk, en þar er hálsinn mjög þunnur. Þegar farið verður að hagnýta jarðhitann í Krýsuvík til upphitun- arhúsa á Reykjavíkursvæðinu, með líku sniði og nú er gert á Nesjavöllum, þá kæmi gatið og vegurinn þar í gegn að góðum notum. Frá gatinu að austanverðu lægri vegaspotti á núverandi veg og eftir honum suður á móts við Arnarfell. Þar ætti hann að liggja sjávarmegin við Eldborgina, en ekki meðfram Geitahlíðinni. Fyrst yfir Bleiksmýrina, síðan austur Krýsuvíkurhraun með stefnu á Herdísarvík og þaðan sjávarmegin við Vogsósa. Það er mörgum hulið hvers vegna farið var með gamla veginn í stóran boga upp fyrir Hlíðarvatn og meðfram því, í staðinn fyrir að fara beinustu leið fyrir framan Vogsósa. Hitt skilur maður vel, að bóndinn á bænum hafi ekki verið hrifinn af því að fá veginn fyrir framan bæ sinn og yfir tún sitt. Frá Vogsósum lægi vegurinn á núverandi veg skammt fyrir suð- austan bæinn og eftir honum lan- gleiðina austur á móts við Nes. Vegurinn færi ekki upp á Selvogs- heiðina, heldurtæki stefnuna bein- ustu leið á veginn, sem liggur að Óseyrarbrúnni. Og þar með yrði vegurinn rétt fyrir ofan Þorláks- höfn með góðri tengingu við stað- inn. Það væri mjög æskilegt að þama kæmi breiður og góður veg- ur, öruggur til umferðar sumar, vetur, vor og haust og vil ég nefna nokkur atriði í því sambandi. Bátar frá Faxaflóasvæðinu eru oft á veiðum fyrir suðurströndinni út af Þorlákshöfn og landa þá oft afla sínum þar, sem síðan er ekið til heimastaðar bátanna. Mjög sennilegt er að það fari í vöxt, að verðmætar sjávarafurðir frá þess- um sjávarplássum verði fluttar loftleiðis frá Keflavikurflugvelli á erlendan markað. í illviðrum á vetrum væri þessi leið miklu auð- Jón Magnússon „Allir þjóðvegir, sem lagðir verða, þurfa að vera gerðir með það í huga að þar skuli þeir verða um alla framtíð.“ farnari en Hellisheiðin og Þrengslavegur. Auk þess mundi sparast snjómokstur. Þarna mundu Vestmanneyingar einnig njóta góðs af. Þessi leið mundi auðvelda alla þungaflutninga, hvaða nafni sem þeir nefnast. Góðar samgöngur liðka fyrir allri þjónustu og viðskiptum. Innan tíð- ar yrði þessi vegur hluti af fjölfar- inni þjóðbraut. Allt þetta og margt flgira mælir eindregið með því að hafist verði handa við þessar fram- kvæmdir sem allra fyrst. Frá Óseyrarbrúnni lægi leiðin fyrir ofan Eyrarbakka fram hjá Litla-Hrauni gegnum Stokkseyri austur Flóann að brú yfír Þjórsá, sennilega skammt fyrir neðan Feijunes. Þess má geta að yfir Ölfusá og Hvítá liggja 4 brýr í byggð og komin er fram tillaga um fimmtu brúna. En það er að- eins ein brú yfír Þjórsá í byggð. Það þarf ekki að lýsa því fyrir neinum, hve mikið öryggi það væri að fá aðra brú yfir ána. Frá þessari nýju brú yfir Þjórsá kæmi vegur yfir syðsta hluta Holtanna að brú yfir Hólmsá fyrir neðan ármótin, þar sem Rangá samein- ast Þverá. Þaðan lægi vegurinn á þjóðveginn nálægt Hemlu. Brúin yfir Þverá var byggð 1932 sem timburbrú og er því komin til ára sinna. Væri gott að geta létt af henni mestu þungaflutningunum. Vegurinn frá Hemlu austur í Mýr- dal, með nýju brúnni sem byggð verður yfir Markarfljót og þær vegaframkvæmdir sem henni tengjast, falla mjög vel að þessari hugmynd. Á allri þessari gömlu leið og gömlu vegarköflum frá Sveiflu- hálsi til Mýrdals þarf að gera margvíslegar lagfæringar og breytingar, svo sem að breikka veginn, hækka og styrkja, þar sem þess gerist þörf, sem er auðvitað viða. Einnig þarf að gera öll ræsi og allar brýr tvíbreiðar og sníða af alla hvimleiða og óþarfa hlykki og beygjur og smámishæðir. Þetta er allt unnt að gera í áföngum á löngu árabili. Síðan, þegar komið er í Mýrdal- inn, þarf að gera róttækar breyt- ingar. Gera þarf nýjan veg frá Litla-Hvammi til Víkur, sennilega fyrir ofan lónið fremur en niðri við Dyrhólaey og eftir grandanum þar. Síðan í gegnum Reynisfjall framarlega, vegna þess að vegur á sprengdu þrepi framan í fjallinu mundi ekki verða talinn nógu ör- uggur vegna sjávargangs. Þessi vegarspotti mundi breyta geysim- iklu. Við þessar breytingar mundu menn losna við hinar illræmdu brekkur í Mýrdalnum. Þar hafa menn verið að reyna að færa veg- inn til og frá, út og suður, oftast með litlum árangri. Ég er þess handviss að bílstjórum, sem aka stórum og þungum vörubílum, er ekki eftirsjá í þessum brekkum, einkum í snjó og hálku. Allir þjóðvegir, sem lagðir verða, þurfa að vera gerðir með það í huga að þar skuli þeir verða um alla framtíð. Þess vegna er það mjög mikilsvert, að vegastæðið sé vel valið og vel athugað frá öllum hliðum, jafnframt því sem vegur- inn og verkið allt sé vel unnið frá upphafi til enda. Þá er vert að hafa í huga að spara ekki eyrinn en kasta krónunni. Því að það sem er vel gert í upphafi, er ávallt ódýrast í reyndinni. Hver stytting þjóðvegar sparar ómældar ijár- hæðir þegar til langs tíma er litið. Þegar hafíst yrði handa við þessi verk, sem hér hefur verið rætt um og verkin boðin út, ættu verktakar að fá rúman tíma til að vinna sín verk, helst nokkur ár og á þeim tíma, sem þeim hentaði best og minnst væri að gera hjá þeim í öðrum verkum. Ef þetta væri ekki bútað niður í of smáar einingar, einkum nýbyggingamar, held ég að þetta fengist unnið á hagkvæman hátt. Eftir að þessu væri öllu lokið og leiðin komin í nýtískulegt horf, held ég að hún yrði vinsæl þjóð- braut og jafnvel hraðbraut víðá. Ef einhveijir eru mér sammála í þessum efnum, ættu þeir að láta frá sér heyra. Það mundi þrýsta á þá menn sem þessum málum véiÖdi Ég hef ekið bílum í 60-70 ár og fylgst með allri framþróun í samgöngumálum. Ég hef engra hagsmuna að gæta í þessum efn- um, því ég er nú þegar dæmdur úr leik. Ég óska þeim velfarnaðar sem af stórhug, framsýni og raun- sæi horfa til framtíðar ijöldanum til hagsbóta. Þegar ég var að byija að semja þessa grein mín, sá ég í Morgun- blaðinu þann 8. febrúar, að komin er fram þingsályktunartillaga fjögurra alþingismanna um breikkun Suðurlandsvegar. Nú vil ég leyfa mér að gefnu tilefni að benda háttvirtum alþingismönnum og öðrum á þá framkvæmd í vega- og samgöngumálum, sem ég hef hér að framan ritað um. Við getum kallað hana syðri leiðina. Þessi leið kæmi að miklu betri notun en breikkun Hellisheiðarleiðarinnar. Hún liggur á flatlendi á miklu snjóléttara landsvæði en Hellis- heiðin. Syðri leiðina mundu þeir fara sem kæmu langt að austan, þeir sem byggju nálægt henni og alveg sérstaklega Þorlákshafn- arbúar og Vestmanneyingar. Höfundur er frá Skuld í Hafnarfirði og var vöru- og fólksflutningabílstjóri ínokkra áratugi. Vöxtur o g vistþættir Vöxtur og vistþættir k Vöxtur Takmarkasður vöxtur Skortur vistþátta Enginn vöxtur Minnkandi vöxtur Ofgnótt vistþátta Hámark Styrkleiki 1 vistþátta Enginn vöxtur eftir Baldur Þorsteinsson í náttúrunni er náið samband milli lífvera, dýra og plantna, og umhverfís þeirra. Þessi lífheimur eða vistkerfí _er af ýmsum stærðum og gerðum. í skógi kann hann að vera ein feyskin rót og umhverfí hennar. Vistkerfi skógar taka sí- felldum breytingum en eru þó stöðug. Trén stækka, skjólið eykst, jarðvegur og gróður breytast, sveppir skjóta upp kollinum og nýjar tegundir skordýra koma í ljós. Það er oft sagt, að vistkerfi skógarins breytist bæði í tíma og rúmi eða eftir aldursskeiði og stærð tijánna. Vaxtarþættir - vistþættir Hér á eftir verður í stuttu máli sagt frá þeim vaxtarþáttum sem hafa mesta þýðingu fyrir vöxt og þroska tijánna og vistkerfi skógar- ins. Eru þeir hér nefndir vistþætt- ir. Þetta eru hiti, birta, vatn, vind- ur og loft. Venjulega er jarðvegur talinn með þótt ekki sé það gert í þessum pistli. Magn vistþáttar er yfirleitt mjög breytilegt en þarf að vera einhvers staðar á milli tveggja ytri marka, lágmarks og hámarks, til þess að plönturnar nái að vaxa og þroskast. Hiti og vatn hafa mest áhrif á útbreiðslu skóga. Vatnsskortur takmarkar vöxt þeirra í suðurátt, en hitinn ræður mestu um það hvað skógurinn vex langt í norður eða hátt til fjalla. Eftir því sem hitaskilyrði versna, verður skógurinn lágvaxnari og gisnari. Hann missir smám saman tvö helstu einkenni sín, hæð og þéttleika, eða hann breytist í kjarr og kræklur. Við suðurmörk skóga er skortur á vatni, og einnig þar gisnar skóg- urinn smám saman og að lokum sjást aðeins stök tré, sem þó ná nokkrun veginn eðlilegri hæð. Umhverfis Miðjarðarhaf og víða í Suður-Evrópu hefur upprunaleg- um skógi verið eytt og í stað hans hafa lágvaxnir runnar tekið sér bólfestu. Á þessum svæðum hefur reynst erfitt að rækta nýja skóga vegna beitar og þess að fijósemi jarðvegsins hefur glatast. Þar sem skógur á erfítt upp- dráttar vegna kólnandi veðurfars eða illrar meðferðar, kann svo að fara að hann eyðist á skömmum tíma. Ef landið er mjög þurrt, er hætta á að uppblástur spilli landinu, en þar sem grunnt er á vatni, getur það breyst í mýrlendi. I skógrækt líða venjulega mörg ár frá sáningu til uppskeru og miklu skiptir að allir vistþættir nýtist sem best. Kjörstig og kjörsvæði vistþátta Vistþættirnir geta bætt hver annan upp innan vissra marka á þann hátt, að nýting þeirra þátta sem eru af skornum skammti verði betri við það, að gnægð er af ein- hveijum öðrum. Hver vistþáttur hefur sitt kjör- svið, sem gefur bestan vöxt. Vist- þátturinn er takmarkaður af lág- marksgildi, þar sem vöxtur hefst og hámarksgildi þar sem vöxtur hættir. Kjörsvæði vistþáttar nær út frá kjörstigi í báðar áttir, ef svo má að orði komast. Þetta er sýnt á einfaldan hátt á mynd. Þar eð vistþættir geta bætt hver annan upp að nokkru leyti er það meira í samræmi við raun- veruleikann að tala um sameigin- legt og jafnvel breytilegt kjör- svæði fremur en aðgreind kjör- svæði einstakra vistþátta. Samhengi vistþátta Samhengið á milli ýmissa vist- þátta o g áhrifa þeirra er margbrot- ið, en þó hefur verið reynt að fella það í einföld lögmál. Eitt þeirra sem talið er að nálgist raunveru- leikann einna mest, hljóðar svo: 1. Breyting á sérhveijum vist- þætti hefur í för með sér að vöxtur breytist. 2. Breyting á þeim vistþáttum sem eru lengst frá kjörstigi, leiða til mestra breytinga á vexti. Þetta á við hvort sem vistþátturinn er neðan eða ofan við kjörstig. 3. Breyting á vistþætti hefur hlutfallslega minni áhrif því nær sem vistþátturinn er kjörstigi. 4. Vistþættirnir geta að vissu marki bætt hver annan upp. Þegar áhrif vistþáttanna eru metin, þarf að reyna eftir föngum að skoða þá sem eina heild en ekki hvern í sínu lagi. Ef þetta er ekki gert kann svo að fara að teknar séu rangar ákvarðanir í sambandi við ræktunaraðferðir. Sem dæmi má nefna, að hiti vökv- un og áburðargjöf koma að litlu haldi ef skortur er á birtu og geta þá jafnvel valdið skaða. Höfundur er skógfræðingtir. Fyrirlestur umsorp NÆSTKOMANDI mánudags- kvöld 29. apríl kl. 20.30 heldur Per Berg lektor við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg fyrirlestur í sal Norræna húss- ins um aðferðir við að minnka magn sorps og um reynslu Svía af tilraunum í þá átt. Fyrirlest- urinn er haldin á vegum íslands- nefndar Norræna umhverfis- ársins og Norræna hússins. Per Berg hefur starfið síðan 1977 sem forstöðumaður deildar við Chalmers sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á meðhöndlun og nýtingu sorps en hefur auk þess starfað sem ráðgjafi fyrii' bæjarfélög og fyrirtæki á Norðurl- öndum. Ýmsar tilraunir hafa verið gerð- ar á síðustu árum á vegum sæn- skra bæjarfélaga af mismunandi stærð í samvinnu við rannsókna- stofnanir og fyrirtæki um að minnka og meðhöndla sorp með nýjum aðferðum. Per Berg hefur víðtæka þekk- ingu á þessum málum og geta íslendingar vafalítið lært af reynslu annarra þjóða um meðferð sorps. Fyrirlestur Per Bergs verður haldinn á sænsku en fyrirspurnir að sjálfsögðu leyfðar á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.