Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991 35 Minning: Kristín Sveinsdótt- irfrá Uxahrygg og gat ég treyst honum fyrir öllu. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta ef mér lá eitthvað á hjarta. Hann var alltaf svo saklaus og einlægur. Hann sá góðu hliðarnar á öllum, enda átti hann marga góða vini og óteljandi kunningja. Hann sagði aldrei neitt sem særði nokkurn, þrátt fyrir að það væri stutt niður á stríðnina og grínið. Óli var hamingjusamur, það var augljóst. Það geislaði af honum hvar sem hann kom. Það var ómög- ulegt að vera niðurdreginn í návist hans. Með léttleika sínum kallaði hann alltaf fram bros og kom öllum í gott skap. Þrátt fyrir lífsgleðina talaði hann óvenju mikið um dauð- ann. Honum var áreiðanlega ætlað æðra hlutverk annars staðar. Ég votta ijölskyldu hans og vin- um samúð mína. Sigga Dögg Auðunsdóttir „Margs er að minnast, margt er hér að þakka.“ Þetta eru hendingar úr sálmin- um fallega, sem svo oft koma í hugann þegar þeir falla frá, sem okkur þykir vænt um. Ungir piltar eru að skemmta sér, fá sér „rúnt“ eins og við segj- um gjarnan. Og þegar við vöknum að morgni berst sú harmfregn, að það hafi orðið bílslys og tveir piltar séu slasðir en Óli Palli dáinn. Fyrir allmörgum árum var bank- að heima hjá okkur og úti fyrir standa tveir félagar, brosandi og hressir. Þetta voru vinir og skólafé- lagar dóttur okkar, sem við vissum, að hétu Óli Palli og Sissi, seinna mátti þekkja bankið. Þeir urðu líka vinir okkar, og alltaf var jafn hressandi og gott að hitta þá fé- laga, það streymdi frá þeim lífs- gleðin. Síðan skilja leiðir eins og geng- ur. En alltaf þegar við hittumst var sama glaðlega viðmótinu að mæta, og þess munum við sakna nú, þegar annar þeirra er fallinn frá, svo langt um aldur fram. En vegir guðs eru órannsakan- legir. Kæru foreldrar, bróðir, syst- ir og aðrir vandamenn: „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aft- ur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vepa þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gíbran.) Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sæa og Bjössi Dáinn: Þegar ég frep þá fékk, mér fannst ég elding slegin: Á eftir ég lengi í leiðslu gekk, sem lamaður niður dreginn. Að langt yrði skeið þitt, ég var að vona á velli lífsins, en það fór svona. (Grétar Fells) Síðastliðinn sunnudag barst okkur sú harmafregn að félagi okkar Ólafur Páll Pálsson hefði látist í umferðarslysi þá um nótt- ina. Við fylltumst sorg, þá beiskju, síðan sorg á nýjan leik. Það er erfitt að skilja af hveiju jafnaldri okkar er hrifinn svo skyndilega á brott úr samfélagi okkar. Hvers vegna? Eftir sitja minningar um ein- staklega fjörugan og lífsglaðan félaga og vin sem gerði tilveru þeirra sem hann umgekkst bæði bjartari og hlýrri. Við minnumst liðinna daga úr Grunnskóla Borgamess þegar amstur og áhyggjur hins daglega lífs voru víðs fjarri og tíminn fór að mestu í ungæðisleg prakkara- strik og saklaust gaman. Fyrr en varði dró ský fyrir sólu og nú horfum við í annað sinn á bekkjarsystkin okkar kveðja þenn- an-heim. Þetta er stórt skarð í lít- inn og samheldinn hóp. Við erum þakklát fyrir þær fjöl- mörgu ánægjustundir sem við átt- um með Óla Palla. Við bekkjarsystkin Óla sendum foreldrum hans, systkinum og öðr- um aðstandendum hugheilar sam- úðarkveðjur og biðjum þeim bless- unar. Minningin um góðan dreng lifir. Bekkjarsystkin Fædd 2. ágúst 1902 Dáin 17. apríl 1991 Það var á vordögum 1951 sem ég kom fyrst að Uxahrygg til þess að dvelja þar sumarlangt. Mér var ætlað að vera í smásnúningum fyrir Kristínu enda ekki nema 8 ára gam- all. Það var gott að vera snúninga- sveinn Kristínar og er margs að minnast frá þessum tímum. Enda varð þessi sumardvöl ein 8 sumur og var Uxahryggur mér sem annað heimili og hefur þessi vinátta haldist allan tímann. Kristín var mikil dugn- aðarkona komin af dugnaðarfólki úr Meðallandinu nánar tiltekið frá Melhól. Kristín giftist Guðjóni Bjarn- asyni og eignuðust þau 5 börn. Vil- borgu gift Sigurgeiri Valmundssyni, Sveinn kvæntur Elínu Antonsdóttur, Bjarni kvæntur Aðalbjörgu Aðal- björnsdóttur, Óskar og Gróa. Kristín var höfðingleg kona rögg- söm og ákveðin í fasi. Jafnframt var hún létt í lund og átti gott með að umgangast jafnt stóra sem smáa og leið öllum vel í návist hennar. Hún var hláturmild og fundvís á grínið. Hún var góð húsmóðir og mikill höfðingi heim að sækja og ekki minnist ég þess að nokkur hafi feng- ið að fara svangur frá henni. Hún hafði mikið yndi af tónlist, lék á harmónikku á sínum yngri árum og aftur þegar hún var farin að eidast. Ekki tel ég neinn vafa á því að hún hefði getað náð langt í tónlistinni ef hún hefði haft tækifæri til þess að menntast á því sviði. Einnig hafði hún mikinn áhuga á blómum og var gaman að horfa á hana vökva og snyrta blómin því það var gert með svo mikilli nærgætni og umhyggju. Eitt sinn dvaldi hún hjá okkur í borg- inni og var þá einstakt að kynnast annarri hlið á henni, sem var ein- stakur áhugi á öllu sem var að ger- ast hér og naut hún þess vel að skoða byggingar og mannvirki í borginni. Ekki var mikið um þægindi á þessum árum á Uxahrygg og voru það mikil viðbrigði fyrir borgarbar- nið að koma í bæ þar sem allir sváfu í baðstofu. Enn minnist ég þess hvað mér fannst það einkennilegt að fara í háttinn fyrsta kvöldið innan um allt heimilisfólkið. En þetta vandist Það er erfitt að skrifa kveðju um vin, sem hrifinn er frá okkur í blóma lífsins. Það kom eins og reiðarslag, þegar bróðir minn hringdi í mig og sagði mér að Jón S. Halldórsson hefði lent í alvarlegu umferðarslysi. Sama kvöld lést hann af afleiðingum þess. Mig langar aðeins að minnast hans í nokkrum orðum. Jón Sigurð- ur Halldórsson var aðeins 32 ára er hann lést. Hann var einn af þeim sem alltaf var boðinn og búinn að hjálpa ef á þurfti að halda. Jón hafði sérstaka ánægju af öllu mótor- sporti og keppti í öllum greinum þess. Hann lifði hratt og fyrir lið- andi stund var sístarfandi og stopp- aði aldrei. Alltaf á fullu í einhveijum verkefnum. Minningamar um Jón eru allar góðar og skemmtilegar og er því sárt að hugsa til þess að geta aldrei aftur hitt hann og rætt sameiginleg áhugamál. Við bræður vottum sambýliskonu hans, Louise Dahl, og litlu dóttur þeirra innile- gustu samúð okkar og eins foreld- rum hans, systkinum og eldri dætr- um' Megi minning hans lifa. Hálfdán Sigurjónsson, Páll Sigurjónsson. í margbreytileika lífsins, sem samanstendur af því fólki sem við kynnumst og umgöngumst, sést oft hversu myndrófið er stutt og brcyt- fljótt enda var hlýja heimilisfólksins með þeim hætti að ekki var hægt annað en að láta sér líða vel. Fyrstu störf mín voru að gef hænsnunum og tína eggin. Þarna kynntist ég því vel hversu mikill dýravinur Kristín var. Þa mátti ekkert ama að þessum tvífætlingum og talað var við þá eins og um jafningja væri að ræða. Gott dæmi um það hversu mikill dýravinur hún var er að ekki mátti drepa flugurnar heldur varð að opna gluggann og setja þær út og sagði hún þá gjarnan þær eru búnar að hlakka til sumarsins eins og við. Þessara orða hef ég oft minnst og opna oft gluggann enn þann dag í dag og minnist þessara orða Kristín- ar. Við vorum í því að þvo þvottinn saman. Það var gert niður við læk og var þá mitt hlutverk að klappa þvottinn með spýtu. Þá var mikið spjallað og fræddi hún mig um margt í sveitinni sem var mér nýr og framandi heimur. Kristín vildi að maður ynni þegar maður átti að vinna, enda vann hún mikið sjálf og ekki minnist heimilisfólkið þess að hafa komist á eftir henni í háttinn eða komist fyrr á fætur en hún. Samt gætti hún þess að ekki of- gerði maður sér við vinnu. En að því kom að ég fór að fá það á tilfinn- inguna að þetta væru nú ekki karl- mannlegustu störfin sem hægt væri að vinna á bænum og svo fór að ég fór meira yfir í það að hjálpa til við búskapinn. Þá hafði hún góðan skiln- ing á því að mig langaði meira að fást við hestana heldur en að vera við sápugerð eða eggjatínslu og missti hún smám saman snúning- spiltinn sinn til annarra starfa. Hér kom vel í ljós hversu mikla um- hyggju hún gat haft fyrir áhugamál- um annarra. Eitt af mínum fyrstu karlmannastörfum voru að fara að slá með orfi og ljá. Guðjón smíðaði fyrir mig orf þannig að ég gæti stundað sláttinn eins og aðrir á bænum. Hann var einstaklega barn- góður og natinn við börn eins og það að gefa sér tíma til þess að smíða orf og kenna mér slátt um hábjargræðistímann. Eitt sinn er ég að aka hestakerru með mjólk og stend þá upp í kerrunni og ek létt eins og ég hafði séð þá gera í bíó- myndunum en það tókst ekki betur ingarlítið. Þó kynnist maður fólki á lífsleið- inni sem fellur ekki inn í þessa hefð- bundnu litasamsetningu. Það fólk geislar með sína drauma og fáir það skilja. Sennilega stafar það af því, að kærleikur og væntumþykja þess til náungans er meiri og dýpri en gerist og gengur. Oft spyr maður sig hvort slíkt fólk verði nokkurn tíma skilið af umhverfinu? Þessar vangaveltur koma í hugann er ég hugsa til Jóns S. Halldórssonar, snögglega hvarf hann af sjónarsviðinu. 1 augum margra féll hann ekki að litrófi eða ímynd þess lífs sem margir skapa sem þann eina sanna raunveruleika lífsins. En hvað er raunveruleikinn? Jón var mjög sérstakur maður. Ég fylgdist með Jóni og hafði þá gæfu að kynnast honum. Hann bar í bijósti sínu sterka réttlætiskennd, virðingu og kærleika fyrir náungan- um, oft dáðist ég af því hversu þolin- mæði hans, elja og samviskusemi var mikil. Oft og tíðum fékk hann kaldar kveðjur fyrir sérstaka þjón- ustulund sína, þar var hann ekki að fullu metinn. Jón var einstaklega hugmyndaríkur og skapandi og urðu margir draumar hans að veruleika á lífsferli hans, og enn fleiri ef hon- um hefði verið gefinn lengri tími til að sinna þeim. En umfram allt var Jón mannvin- til en svo að hjólin fóru undan vagn- inum, mjólkin af og hesturinn fæld- ist. Ég bjó mig undir skammir frá húsbóndanum fyrir þessi strákapör mín. Þegar Guðjón kom til mín og var búinn að kynna sér hvað hafði gerst þá var það eina sem hann sagði það hefði getað farið verr. Þetta þótti mér vænt um að heyra, þegar ég átti skilið annað verra. Samt voru þessi orð sögð þannig að ég skildi vel að ég hafði gert rangt. Hjónaband þeirra Kristínar og Guð- jóns var mjög farsælt. Þau voru ákaflega samrýnd og með þeim var jafnræði. Guðjón missir heilsu fljót- lega eftir að ég hætti að vera sumar- maður og kom þá vel í ljós hversu mikið jafnaðargeð hann hafði þegar hann þurfti nú að vera meira við innistörf en áður. Löngu eftir að ég var hættur að vera sumarmaður og kominn með fjölskyldu þá var Kristín alltaf að hugsa til okkar. Tryggð hennar var einstök. Það voru pijónaðir sokkar og peysur sem var verið að gefa börnum okkar allan þann tíma sem hún hafði heilsu til. Þessi stutta sumardvöl var í ein 8 ár og þarna tókst vinátta milli okkar og heimilisfólksins á Uxa- hi-ygg sem varir enn. Við fjölskyldan geymum minn- ingu um góða konu og kveðjum hana með söknuði. Daði Agústsson Hinn 17. apríl var heiðurskonan Kristín Sveinsdóttir húsmóðir á Uxa- hrygg í Rangárvallasýslu kölluð til hærri heima, eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Suðurlands, 88 ára. Hún fæddist 2. ágúst 1902 á Melhól í Leiðvallahreppi, V-Skaftafellssýslu. Foreldrar henn- ur, sem sameinaði óeigingjarna framkomu, hjartahlýju og umburð- arlyndi sem er svo fátíð nú á dög- um. Sumir segja að Jón hafi oft storkað örlögunum. En er það ekki einmitt það sem við flest gerum þó á mismunandi sviðum sé? Köstum ekki steinum úr glerhúsi. Ég tel mig heppinn mann að hafa fengið að kynnast þeim góða dreng sem Jón var. Minningin um hann býr í bijósti mínu. Unnustu Jóns, börnum, foreldrum og systkinum sendi ég mínar innile- gustu samúðarkveðjur. Sigurður Nordal Við höfum kvatt góðan félaga sem hefur sett mark sinn á fram- gang akstursíþrótta á íslandi. Það var sumarið 1989 sem Jón tók þátt ar hjónin Gróa Bjamadóttir frá Ytri- Lyngum og Sveinn Ingimundarson frá Staðarholti. Kristín var yngst systkina sinna sem vora: Bjarni, f. 1887, járnsmiður og sjómaður í Vestmannaeyjum, maki Ragnhildur Þórðardóttir frá Gerðarkoti í Holts- sókn. Sveinn, f. 1891, bóndi á Mel- hól, maki Anna Bjarnadóttir frá Geirlandi. Ingimundur, f. 1893, bóndi á Melhól, maki Valgerður Ingi- bergsdóttir frá Melhól. Ingibergur f. 1898, bóndi í Sandaseli, maki Árnfríður Sigurbergsdóttir, f. 1895 frá Fjósakoti. Guðný, f. 1899, d. 1904. Fljótlega eftir fermingu tekur hin harða lífsbarátta við svo sem algeng- ast var hjá ungu fólki á þeirri tíð, en um möguleika til menntunar var tægast að ræða. Árið 1927 giftist Kristín, Guðjóni Bjarnasyni frá Efri-Ey í Meðallandi. Það var mesta heillaspor í lífí þeirra beggja. Samlíf þeirra varði í nærri 60 ár, en Guðjón andaðist 1986. Brottför Guðjóns varð Kristínu erfitt tímabil, en hún átti sína sterku trú sem aldrei brást. Börnin hennar mynduðu um hana skjaldborg og hún var þeim ævinlega þakklát, því hún gleymdi aldrei því sem henni var vel gert. Eins og fyrr segir var Kristín mjög trúuð kona og sótti styrk sinn í trúna. Sterk og stolt var hún og þannig mun ég minnast góð- vinkonu minnar og næsta nágranna. Hún bað aldrei um neitt tvisvar sér til handa og setti metnað sinn í að geta séð fyrir sér sjálf. Að vorkenna sjálfri sér var henni fjarri skapi, og ef hún fyrirleit eitthvað var það græðgi og undirlægjuháttur. Þeir vinir sem hún eignaðist, vora vinir fyrir lífstíð, en hún hafði lært það af lífinu að búast ekki að óreyndu við miklu af vandalausum. Hún lagði mikið upp úr eindrægni fjölskyld- unnar og gat þar verið kröfuhörð á sína vísu. Eftir brottför Guðjóns dvaidi Kristín hjá börnum sínum, er mér óhætt að segja að fáir hafi feng- ið betri umönnun á ævikvöldinu. Böm Kristínar og Guðjóns era þessi: Vilborg, f. 1928, maki Sigurgeir Valmundsson bóndi í Eystra-Fróð- holti. Sveinn, f. 1930, bóndi á Uxa- hrygg, maki Elín Anna Antonsdótt- ir. Bjarni, f. 1931, prestur á Val- þjófsstað í Fljótsdal,_maki Aðalbjörg Aðalbjarnardóttir. Óskar, f. 1933 býr á Uxahrygg, ókvæntur. Gróa, f. 1935 býr á Uxahrygg, ógift. Kristín hélt öllu sínu til síðustu stundar. Ég minnist með sérstökum hætti umhyggju hennar gagnvart mér og mínum. Blessuð skal minning hennar. Petrína Ólafsdóttir í torfærukeppni á vegum Jeppa- klúbbs Reykjavíkur. Þar mætti hann til leiks og var sigurstranglegur eins og í öllum þeim keppnum sem hann tók þátt í. Þetta mun ekki hafa verið í fyrsta sinn sem hann tók þátt í torfærukeppni því að hann mun hafa keppt í Grindavík á áram áður ásamt því að hafa tekið þátt í flestum greinum akstursíþrótta. Hann mætti til leiks með vel út- búinn bíl og stefndi á sigur af fullri hörku er lagt var í snarbrattar brekkurnar. Það sýndi hörkuna í honum að þegar strákarnir voru að tala um að slá af efst í börðunum, þá spurði hann „strákar sláið þið af í brekkum?" og sýndi þetta hörkuna og einbeitinguna í keppninni. Hann tók þátt í tveim keppnum á vegum JR sumarið 1989 og var í toppbarát- tunni eins og í allflestum keppnum sem hann tók þátt í. Við keppendur og starfsmenn keppnanna minn- umst hans sem jákvæðum dreng í garð félaganna sama á hverju gengi í keppni. Það lýsir sálarró hans að á meðan hann var t.d. að velta bíln- um í keppni þá var hann að taka bílinn úr gír og slá út höfuðrofa, sem tók allan straum af bílnum. Ut úr bílnum kom hann brosandi og spurði, hvenær kæmi aftur að honum í næstu þraut. Við félagarn- ir og keppendur, vottum fjölskyldu, börnum og öðrum ættingjum hans í þeim harmleik sem yfir þau hefur komið, samúð okkar allra. Megi hann hvíla í friði. Kveðja frá keppendum og félögum í Jeppaklúbbi Reykjavíkur. Kveðjuorð: Jón S. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.