Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT [eet iam íiuoAauvitíua aia/wiaMU0H0M MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUR 5. MAÍ 1991 Svava Haraldsdóttir nýkrýnd ungfrú ísland. Við hlið hennar sitja Sigrún Eva Kristinsdóttir, sem varð í 2. sæti, og Sólveig Krisljánsdóttir sem varð í 3. sæti. Svava Haraldsdóttir með systur sinni, Rakel, sem einnig tók þátt í fegurðarsamkeppninni. Foreldrar þeirra, Haraldur Skarphéðinsson og Hafrún Albertsdóttir, voru í útlöndum. A Svava Haraldsdóttir valin Fegurðardrottning Islands 1991: Líklegur arftaki Lindu Pétursdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir varð í 5. sæti. Með henni á myndinni eru foreldrar hennar, Ragnheiður Brynjúlfsdóttir og Smári Grímsson, og unnusti, Robert Marshall. Morgunblaðid/KGA Sigrún Eva Kristinsdóttir varð í 2. sæti. Hún er hér með foreldrum sínum, Kristni Pálssyni og Björgu Valtýsdóttur, og langömmu sinni, Elínu Sigurbjöriigdóttur. -sagði Stuart Low gestadómari SVAVA Haraldsdóttir 18 ára Reykvíkingur var kjörin fegurðar- drottning íslands laust fyrir klukkan eitt aðfaramótt laugardags á Hótel Islandi. Svava var valin úr hópi 18 stúlkna sem kepptu til úrslita. Hún stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og er þar á þriðja ári á náttúrurfræðibraut. ekki vera búin að átta sig á sigrin- um eða á þeim möguleikum sem hann gæfi henni. „En þetta opnar fleiri dyr fyrir mér í sambandi við fyrirsætustörf, sem ég hef mikinn áhuga á,“ sagði Svava en hún starfar í samtökunum Icelandic Models. Svava mun, ef að líkum lætur, taka þátt í keppninni um Miss World í London í haust þótt það sé ekki afráðið enn. Þeir Andy Hyami forstjóri Grand Hyatt Hotel í New York og Stuart Low sölu- stjóri Hyatt hótelkeðjunnar, sem voru gestadómarar á fegurðar- samkeppninni, töldu báðir Svövu eiga mikla möguleika á á ná langt í fegurðarsamkeppnum erlendis. Low sagðist raunar sjá í henni arftaka Lindu Pétursdóttur, sem kjörin var Miss World árið 1988. Dómnefnd keppninnar skipuðu Olafur Laufdal veitingamaður sem var formaður nefndarinnar, Erla Haraldsdóttir danskennari, Magn- ús Ketilsson verslunarmaður, Guð- rún Möller flugfreyja og fyrrvern- andi fegurðardrottning íslands, Sigtryggur Sigtryggsson frétta- stjóri, Svava Johansen verslunar- maður og Þorgrímur Þráinsson ritstjóri. blaðið eftir að úrslitin voru ljós. Sigur Svövu kom þó ekki á óvart, en hún hafði fyrr í vetur verið kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur._ Það var Ásta Sigríður Einars- dóttir, fegurðardrottning íslands 1990 sem krýndi arftaka sinn. í öðru sæti varð Sigrún Eva Krist- insdóttir, 19 ára frá Innri-Njarðvík og í 3. sæti varð Sólveig Kristjáns- dóttir 19 ára Hafnfirðingur. Telma Birgisdóttir 18 ára Keflvíkingur varð í 4. sæti en hún var jafnframt kjörin besta ljósmyndafyrirsætan af Ijósmyndurum. í fímmta sæti varð Sigrún Elsa Smáradóttir, 18 ára Vestmanneyingur. Keppend- urnir kusu Selmu Unnsteinsdóttur, sem er 19 ára frá Höfn í Homa- fírði, vinsælustu stúlkuna í hópn- um. Sigurlaun ungfrú íslands voru margvísleg. Auk þátttökuréttar í fegurðarsamkeppni erlendis fékk hún vikudvöl í New York á lúxus- hóteli, loðfeld, skartgripi og arm- bandsúr, samkvæmiskjól, snyrti- vörur og ýmiskonar fatnað svo eitthvað sé nefnt. Svava Haraldsdóttir sagðist Sólveig Kristjánsdóttur varð í 3. sæti í keppninni. Með henni á mynd- inni eru móðir hennar, Guðríður Friðriksdóttur, Pétur Rafnsson fósturfaðir hennar, og Gunnsteinn Omarsson unnusti hennar. Telma Birgisdóttir varð í 4. sæti og var einnig valin besta ljósmynda- fyrirsætan. Hún er hér með foreldrum sínum, Birgi Ólafssyni og Stellu Olsen. „Ég átti alls ekki von á þessu. Mér fannst við allar vera svo jafn- ar að hver sem er hefði getað unnið,“ sagði Svava við Morgun- Selma Unnsteinsdóttir var valin vinsælasta stúlkan af stöllum sínum. Hún er dóttir Hildigerðar Skaftadóttur og Unnsteins Guð- mundssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.