Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAI 1991 21 ars Thoroddsen, í blóra við þáver- andi formann flokksins, Geir Hall- grímsson, og meirihluta þingflokks- ins og átta ár frá því að Pálmi gekk til liðs við meirihluta þing- flokksins á nýjan leik er ljóst að meirihluti þingmanna Sjálfstæðis- flokksins hefur engu gleymt í þeim efnum og breytir þar engu þótt helmingur nýkjörins þingflokks sé nýr á þingi. Ljóst er af þessu, að hvenær sem nafn Pálma verður í framtíðinni orðað við ráðherrastól fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, mun ákveðinn kjarni þingmanna flokksins verða því andvígur að hann hljóti slíkan stól. Raunar mun Pálmi sjálfur telja að höfuðandstæðingur þess að hann fengi ráðherrastól hafi verið Þor- steinn Pálsson, með fulltingi Ólafs G. Einarssonar. Þá mun Eyjólfur Konráð Jónsson síður en svo sáttur við sinn hlut. Eyjólfur Konráð hafði fastlega vænst þess að formaðurinn gerði tillögu um sig sem ráðherra, en svo varð ekki. Þá hefur því verið haldið fram að það hafi nánast verið ákveðið að Björn Bjarnason verði formaður utanríkismálanefndar Al- þingis, enda telja sumir nýrri og yngri þingmenn flokksins að nauð- synlegt sé að sú endurnýjun, sem átt hefur sér stað í þingflokknum, skili sér í áhrifastöður innan þings- ins, þar sem hennar hafi ekki verið látið gæta í ráðherravali flokksins eða vali í ábyrgðarstöður í þing- flokki og forsetaembætti Alþingis, en það embætti mun Salóme Þor- kelsdóttir hljóta. Benda þessir þing- menn á að þekking Björns og reynsla á sviði utanríkismála sé slik, að fáránlegt væri að hafna mannin- um sem formanni utanríkismála- nefndar. Eyjólfur Konráð hefur um margra ára skeið verið helsti sér- fræðingur Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum á Alþingi. Eldri þingmenn flokksins benda á að það geti ekki talist eðlilegt að ganga milli bols og höfuðs á manni sem Eyjólfi Konráð og hafna honum sem formanni utanríkismálanefndar. Riija þeir reyndar upp þátt EjKons í einu stærsta baráttumáli Islend- inga nokkurn tíma — hafréttarmál- um og spyrja hvaða vit sé í að ganga framhjá slíkum brautryðjanda. Eyj- ólfur Konráð með margra ára reynslu sem formaður nefndarinnar mun ekki gefa formennskuna í nefndinni eftir baráttulaust, ef menn þekkja hann rétt. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa vissu fyrir því að Ingi Björn Albertsson sé ekki alls kostar sáttur við stöðu mála innan flokks- ins nú, en enginn þeirra sem rætt var við, höfðu rökræna skýringu á óánægju þingmannsins. Öánægju hans segjast flokksbræður hans merkja á þann hátt að hann virðist fyrirfram staðráðinn í því að vera flestum hugmyndum formanns flokksins andvígur. Þá er ónefndur enn einn óglaður þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sjálfur aldursforsetinn, Matthías Bjarnason. Ógleði Matthíasar bein- ist þó síður en svo að því stjórnar- samstarfi sem nú hefur hafist milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, heldur að vinnubrögðum þeim sem viðhöfð voru við undirbúning ráð- herravals Sjálfstæðisflokksins. Matthías sóttist ekki eftir ráðherra- embætti sjálfur, en hann telur, sam- kvæmt mínum upplýsingum, að talsvert hafi skort á að sér væri sýnd sú virðing sem hann eigi kröfu á. Honum mun alls ekki hafa líkað það þegar Davíð kannaði hjá Matt- híasi hvort hann væri reiðubúinn til þess að gefa eftir formennsku í Byggðastofnun, sem Davíð mun þá hafa haft í huga að veita Pálma Jónssyni. Aðrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins segja þetta nú meiri viðkvæmnina hjá aldursforsetan- um. Formaðurinn hafi ekki gert annað en kanna hug hans, og að þeirri könnun lokinni ákveðið að hafast ekki að í málinu. „Hver er þá glæpurinn?“ var spurt. Því er ekki loku fyrir það skotið áð Matthías muni sækjast eftir for- mennsku í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, en hugur formannsins stendur til þess að gera Geir H. Haarde að þingflokksformanni. Matthías vill ekkert-um það segja hvort hann hyggst sækjast eftir því embætti eða ekki. Afstaða Geirs til þessa embættis er hin sama og var til ráðherraemb- ættis. Hann sækist ekki sérstaklega eftir þessu vandasama starfi, en er reiðubúinn til þess að taka það að sér verði hann til þess valinn. Þótt hér hafi einkum verið ijallað um innanhússátök Sjálfstæðis- flokksins í tengslum við stjórnar- myndunina, var það ekki svo að Jón Baldvin Hannibalsson slyppi í gegn- um hana áfallalaust. Jón Baldvin hafði notað tímann á meðan enginn hafði umboð til stjórnarmyndunar, strax í kjölfar kosninganna til þess að kanna viðhorf aðila vinnumark- aðarins til undirbúnings kjarasamn- inga og framhalds þjóðarsáttar. I þeim viðræðum mun hafa kom- ið á daginn að aðilar vinnumarkað- arins teldu að það myndi styrkja sambandið við stjórnvöld, ef Karl Steinar Guðnason forystumaður úr verkalýðsarmi Alþýðuflokks yrði ráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks. Jón Baldvin mun vel hafa getað hugsað sér að gera Karl Steinar að félags- málaráðherra og hann og fleiri töldu að þar með væri ríkisstjórnin komin með sérstakan tengilið við aðila vinnumarkaðarins. I þessu sam- bandi stóð til að Þröstur Ólafsson, sem jafnframt hefur sterk tengsl inn í verkalýðshreyfinguna, yrði aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra. Þegar fyrir lá að heilbrigðis- og tryggingamál kæmu jafnframt í hlut Alþýðuflokks ræddi Jón Bald- vin við Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra á mánudagskvöld og reifaði við hana þá möguleika að hún tæki að sér heilbrigðis- og tryggingamál, en Karl Steinar fengi félagsmálin. Fyrr um kvöldið hafði Jón Baldvin látið að því liggja við Karl Steinar að þessi möguleiki væri fyrir hendi, ef Jóhanna væri honum samþykk. Formaður flokks- ins taldi að brýnni verkefni biðu Jóhönnu í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu en í félagsmálaráðu- neytinu, eins og endurskoðun á al- mannatryggingunum. Jóhanna þvertók fyrir þennan möguleika og ■ Kratar segja að formaður þeirra nagi sig nú í handarbökin fyrir að hafa ekki haldið kröfunni um sjávarútveginn til streilu. ■ Raunar mun Pálmi sjálfur telja að höfuð- andstæðingur hess að hann fengi ráðherra- stúl hafi verið Þor- steinn Pálsson, með fulltingi filafs G. Ein- arssonar. ■Davíð hafði löngun til hess að fá Björn Bjarnason sem fjár- málaráðherra í ríkis- stjúrn sinni, en har rak hann sig enn á fyrirstöðu. kvaðst líta á þessa hugmynd sem samsæri gegn sér. Hún greindi formanninum frá því að hún myndi ekki fallast á að taka að sér heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið. Samkvæmt mínum upplýsingum, mun Jóhanna hafa reiðst því mjög að formaður Alþýðuflokksins ræddi þennan möguleika fyrst við hana á mánudagskvöld, rétt áður en þing- flokksfundur hófst. Hún mun einnig hafa talið að óeðlilegt væri að utan- aðkomandi aðilar, áhrifamenn inn- an ASÍ og VSÍ, reyndu að hlutast til um ráðherraval Alþýðuflokksins. Við svo búið gerði Jón Baldvin tillögu um þann ráðherralista sem síðan var samþykktur í þingflokki Alþýðuflokksins, þannig að hann hvarf frá þeirri hugmynd að gera tillögu um Karl Steinar sem félags- málaráðherra, sem hefði verið borin fram gegn vilja Jóhönnu. Auðvitað fylgja þessu ákveðin særindi, og Karl Steinar mun ósátt- ur við þessa niðurstöðu. Forysta Alþýðuflokksins hefur ekki af þessu stórar áhyggjur og telur að Karl Steinar muni sætta sig við orðinn hlut, þegar hann hefur verið kjörinn formaður fjárveitinganefndar. Þeir þrír þingmenn sem voru andvígir því að Alþýðuflokkurinn gengi til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn: Sigbjörn Gunnarsson, Gunnlaugur Stefánsson og Össur Skarphéðinsson eru flokksfor- ystunni ekki heldur neitt sérstakt áhyggjuefni, en vissulega munu þeir eiga eftir að malda í móinn þegar svo ber undir. Þrátt fyrir ákveðin innanhúss- vandamál í báðum þirtgflokkum er líklegt að samstarf með ágætum geti tekist með oddvitum beggja flokka, þeim Davíð og Jóni Baldvin. Sennilegt er að tíminn lækni ein- hver þau sár sem menn hafa fengið í þessari atrennu. Þau hafa kannski orðið fleiri og sviðið sárar en ella, vegna þess hve skammur tími var notaður til stjórnarmyndunarinnar. Allt varð að gerast með miklum hraða og ákvarðanataka þurfti að vera hröð. í heild er. þó fátt sem þarf að koma á óvart, þegar stjórn- armyndunin er skoðuð ofan í kjöl- inn: Davíð fór hefðbundnar leiðir við ráðherraval sitt og í samningum um skiptingu ráðuneyta. Sú ákvörð- un hans að samþykkja helminga- skipti með Alþýðuflokki á ráðherra- stólum er að vísu umdeild, en að- eins tíminn sker úr um það hvort hún var rétt. Sömuleiðis fór Jón Baldvin hefðbundnar leiðir og sætti sig við orðinn hlut, að fá hvorki sjávarútvegs- né landbúnaðarráðu- neyti. Hann gerði misheppnaða til- raun til þess að btjótá hefðina og reyndi að gera Karl Steinar að ráð- herra, í stað Eiðs Guðnasonar, en sætti sig við að svo gat ekki orðið. Þannig að burtséð frá þeim skamma tíma sem stjórnarmyndunin tók, virðist flest harla venjulegt við hana. HASKQLABD SJÁ BÍÓSIÐU » SANDVIK garðverkfæri eru gæðavara » SANDVÍK fyrir fagmenn og fólk sem gerir kröfur i SANDVÍK fæst í betri verslunum Hrím heildverslun, sími 614233. A EG HVERGI HEIMA? Pýdandi: Árni Bergmann Leikstjóri: María kiistjánsdóuir Leikmynd: Steinþól' SÍgUI'ðsson Búningar: Sigl íður Guðjónsdóltil' Lýsing: Lárus Björnsson Umsjón með tónlist: Jóhann (i. Jóhannsson Leikarar: Bessi Bjarnasoii, Kggert Nrleilsson, (iuðrón Ásmundsdóttir, (iuðrón S. (iísladótlir, Sigríður Hagalín og Þóra Friðriksdóttir. eftir Alexander Qalín LEIKFÉLAG REYKjAVtKUR M bdrguleikhBsib Frumsýning fim. 9. maí kl. 20:00 2. sýning: sun. 12. maí kl. 20:00 (Grá kort gilda) 3. sýning: mið. 15. maí kl. 20:00 (Rauð kort gilda) Miðasalan er opin dagiega kl. 14-20, nema mánudaga frá kl. 15-17, auk þess er tekið á móti pöntunum í síma 680680 milli kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.