Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 VOGAR VIÐ MÝVATN Vog-ar. — Myndin er tekin í september 1989. í baksýn eru Gæsafjöll með hvítan fald. eftír Krislján Þórhallsson Mér finnst við hæfi þegar 100 ár eru liðin frá því Hallgrímur Pét- ursson og Ólöf Jónasdóttir fluttu frá Grænavatni í Voga, að geta lítil- lega sögu jarðarinnar fyrir þann tíma, enda þótt allar heimildir mættu vera meiri. Miklar breyting- ar hafa að sjálfsögðu orðið í Vogum á 100 árum hvað ræktun og húsa- kost snertir. Óg þá ekki síst fjölda íbúa sem þar eiga heima tiú. Ekki getur Voga í fornum sögum, en þeir eru þó iíklega ein af upprun- alegu jörðunum í sveitinni, sem sést af því að þeir eiga land mikið aust- an Geiteyjarstrandar, Kálfastrand- ar og Garðs allt suður í Stóra hnjúk, en þaðan eru merkin norðan við Skessuhala við Búrfell og þaðan í Syðri-Námakollu og síðan í Smára- lág við Kálfstjörn. Vogar eru því með stærstu jörðum í Mývatns- sveit, önnur eða þriðja stærsta. I Jarðabók Ama Magnússonar og Páls Vídalín frá 1712 segir svo um Voga: Eigandi, Brynjólfur Þórð- arson að Hlíðarenda. Ábúendur, Guðmundur Guðmundsson og Ingj- aldur Jónsson. „Útigangur í meðal- lagi, þó þarf roskið fé jafnan hey- styrk og lömb mestan part fóður. Beit fyrir 20 álna toll hjá ábúendum á Geiteyjarströnd, og svo hefur jafnan verið. SkógUr til kolagerðar og eldiviðar bjarglegur, brúkast og til heystyrks. Torfrista og stunga bjargleg en erfitt til að sækja og verður torfið á skipi til að flytja. Reiðingsrista lítil. Silungsveiði í Mývatni með lagnetjum vetur og sumar að góðu gagni og dorgveiði á vetrum. Eggver af önd í hólmum í Mývatni. Uthagar eru nægir. Hætt er kvikfé fyrir hraungjám." Við manntal frá 1801 búa 6 manns í Vogum, þ.e. Halldór Jóns- son húsbóndi, Guðrún Þorsteins- dóttir kona hans, Jón Halldórsson og Björg Halldórsdóttir, börn þeirra. Guðrún Þoriáksdóttir og Hallgrímur Hallgrímsson, þjónustu- fólk. Árið 1968 gaf ísafoldarprent- smiðja út sögu Jóns Jónssonar frá Vogum. Bókin er skrifuð af honum sjálfum. Voga-Jón var fæddur 8. september 1829 í Ytri Neslöndum. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, dáinn 2. maí 1829, og Friðbjörg Sigurðardóttir frá Sellandi í Fnjóskadal. Þau voru vinnuhjú í Reykjahlíð, en er Jón andaðist, fluttist Friðbjörg að Ytri-Neslönd- um, og ól barn sitt þar. Voga-Jón var annað barn þeirra hjóna en áður höfðu þau eignast dóttur er Sigríður hét, fædd 14. ágúst 1826. Hún giftist Sveini Þórarinssyni amtskrifara á Möðruvöllum. Eign- uðust þau mörg börn þar á meðal sr. Jón Sveinsson, — Nonna, hinn heimskunna unglingabókahöfund. Voga-Jón var vel gefinn maður og langt á undan sinni samtíð um margt. Jón var fríður maður í sjón, með dökkt hár en bjartur í andliti og glaðlegur í viðmóti. Hann kvænD ist 28. júní 1854 Guðrúnu Árnadótt- ur frá Sveinsströnd. Hófu þau bú- skap í Vogum við sæmileg efni og áttu þar heima í 11 ár. Jón segir, „faðir minn var 34 ára að aldri er hann lést, og hafði þá verið kvæntur móður minni í þijú og hálft ár. Nú hafði faðir minn unnið hjá Þorsteini gamla í Reykja- hlíð allt frá æskuárum, m.a. verið feijumaður yfir Jökulsá á Fjöllum. Þess vegna gaf Þorsteinn frændi hans honum, eða arfleiddi hann á dánardægri, hálfa landareign Voga „Það er aðeins þessi hluti Mývatns sem er ekki þakinn ís á vetrum. Þess vegna halda fugl- arnir þangað til að leita skjóls og fæðu þegar vetur gengur í garð.“ ásamt húsum, en það er víðlend jörð, góð og grasgefin. Skammt undan landi eru hólmar og smáeyj- ar sem heyra undir hana. Þar er fuglalíf fjölbreytt og endur verpa þar og unga út eggjum sínum. Gróska er mikil og allt landið þakið grasi og hvannstóði. Þar sem bær- inn í Vogum stendur fast við vatn- ið er silungsveiði stunduð. Einkum veiðist þar urriði, sem leitar undir land til að hrygna. Annars liggur jörðin að ytri flóa, norð-austurhluta Mývatns og teygir sig alla leið upp í nærliggjandi heiðarlönd. Þar er prýðilegt beitarland þar sem 300 sauðir og lömb ganga sjálfala allt sumarið. Næst vatninu eru grasi gróin engi sem gefa af sér góðan heyfeng. Frá bænum er víðáttumik- ið og fagurt útsýni yfir fjöllin um- hverfis og vatnið, hólma þess og engjar. Á vatninu er ótölulegur fjöldi fugla allskonar tegundar, einkum á vorin og sumrin. Nokkrar tegundir hafast þar við allan vetur- inn vegna þess að vatnið undan Vogum frýs aldrei, jafnvel ekki í hörðustu árum, því það er heitt, og stafar af neðanjarðar vatnsæðum sem liggja frá brenisteinsnáma- svæðinu um 4 mílur frá Vogum. Það er aðeins þessi hluti Mývatns sem er ekki þakinn ís á vetrum. Þess vegna halda fuglarnir þangað til að leita skjóls og fæðu þegar vetur gengur í garð. Þá endurómar margan daginn glaðvært kvakið í fuglunum sem synda á volgu vatn- inu.“ Voga-Jón stundaði mikið silungs- veiði þau ár sem hann átti heima í Vogum. Hann segir: „Sérkennileg veiðiaðferð sem notuð er hér í Vog- um er kölluð „að setja niður“. Þess- ar veiðar eru stundaðar um hinn venjulega hrygningartíma. Þessi aðferð er sem hér segir. Við förum tveir á báti og höfum með net. Við róum hægt og hljótt að ákveðnum stöðum við ströndina skammt und- an Vogalandi. Þar leggjum við net- in í hálfhring utan um hrygningar- svæðið og róum mjög hljóðlega til að styggja ekki silunginn. Þegar við erum búnir að leggja netin för- um við í land og köstum steinum í allar áttir til að reka silunginn í netin. Að því búnu förum við aftur um borð í bátinn og drögum netin inn. Silungurinn er mjög næring- arrík og góð fæða. Snemma vors 1855 byijaði ég að gera girðingu umhverfís lítinn kartöflugarð um 30 faðma norður af bænum. Það hafði aldrei verið áður reynt að rækta þennan nytsama garðávöxt heima í Vogum. Kartöfluuppskeran reyndist vera um haustið þijár og hálf skeppa. Veturinn 1856 var óvenju mild- . ur. Ég byijaði á smíði heyhlöðu fyrir tvö kýrfóður. Um haustið fékk ég 18 skeppur af kartöflum úr garði mínum, og var enginn bóndi í Mý- vatnssveit eins vel birgur af þeim og hafði enginn komið sér upp garði til að rækta þennan mikilvæga jarð- ávöxt nema Pétur í Reykjahlíð. í maí 1857 vann ég að því að koma mér upp matjurtagarði skammt frá bænum, þar sem ég þóttist vita að grænmeti gæti dafnað þar í volgum jarðveginum og betur en annars staðar við Mývatn. Þegar þessu verki var lokið setti ég niður kartöfl- ur og sáði höfrum og káli í tvo garða. Um haustið fékk ég góða uppskeru af kartöflum og káli. Snemma næsta vor byijaði ég að reisa mér nýtt íbúðarhús og hafði þar ýmsan hátt á með nýju sniði. Þetta hús var sex og hálf stika á lengd og fjórar á breidd. Alla inn- viði keypti ég hjá kaupmanninum á Húsavík og flutti heim á tveimur áburðarhestum. Þiljaði ég síðan efri hæð hússins, þar sem baðstofan átti að vera. Vissi framhlið þess út að vatninu, og var útsýni þaðan yndislegt og víðáttumikið yfir vatnsflötinn og allt um kring. Hinn 3. október bytjaði ég að taka upp gijót í garð umhverfis grasvöllinn við bæinn. Slíka grasvelli köllum við tún í daglegu tali. Á nýársdag 1860 komu dætur Péturs bónda í Reykjahlíð í heimsókn til mín að hlusta á mig spila á fiðlu og skoða myndasafn mitt. Mývatn var ísi lagt fram í miðjan júní og fór ég því til fiskjar á hveijum degi. Veiddi með krókstjaka frá 20 og allt upp í 50 á dag. Var ísinn þakinn veiðimönn- um sem sátu á kössum allan dag- inn. Ég notaði allar stundir sem gáfust til að hlaða gijótgarðinn umhverfis túnið. Sumardagurinn fyrsti 1864. Móðir mín fór á fætur kl. fimm um morgun til að hita kaffi. Þegar við höfðum lokið við kaffið byijaði ég að syngja sálma og lesa bænir. Því næst gekk ég útfyrir bæjardyrnar Inókel -lofargóðu! GRILLIÐ Hagatorg • Sími 25033. V 0 L D V E R Kvöldverður í GriUinu er engum Iíkur! Spennandi og listilega framreidd máltíð, þjónusta í sérflokki og stórkostlegt undirspil útsýnisins gerir kvöldið ógleymanlegt. Opið öll kvöld. Mímisbar veitir gott upphaf og endi á góðu kvöldi. Opinn fimmtud.-sunnud. frá kl. 19:00. K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.