Morgunblaðið - 22.05.1991, Síða 39

Morgunblaðið - 22.05.1991, Síða 39
I(í6f IAM .SS AUOAdUXlVöIM ÖIÖAJSÖUOHOI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 39 Stjórnarbót Fjórir fjórðungar og eitt fylki eftir Jónas Pétursson Á fyrsta landsfundi Byggða- hreyfingar, í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit, 8. og 9. júní 1985, og jafnframt þeim fjölmennasta, lögð- um við Ijórir fundarmenn fram þessi markmið: 1. Að styðja og vernda byggð um allt Island. 2. Að styðja og vemda þjóðlíf, sem byggist á heimaöflun í sam- ræmi við lífbeltin tvö, gróður- beltið og hafið umhverfis, í ljósi þekkingar á samhengi nota og verndar. 3a. 3. Að í stjómarskrá komi svæðaskipan, fylki eða þing og stjórnun og vald á svæðunum hvíli á sveitarfélögunum. 3b. Þar tilheyri land, vatns- og hitaorka, sem ekki er í einka- eign, hveiju svæði oger sameign fólksins er þar býr. 3c. Megin þeirra umsvifa í sam- félagsmálum, sem nú eru á valdi ríkisinsrfalli í hlut sveitarfélaga á hveiju svæði í réttlátu hlut- falli skyldu og réttar. 4. Á hveiju svæði komi sjálf- stæður gjaldeyrisbanki og verði staða þeirra banka, skyldur og réttur, tryggður í stjómarskrá. 5. Manngildi er meira en auð- gildi. Fyrst er að gera sér grein fyrir markmiðunum, næst að finna og velja leiðir til að gera þau að veru- leika. Undirfýrirsögnin er formið á framkvæmd upphafs þriðja lidar a. Vesturfjórðungur, Norðurfjórð- ungur, Austurfjórðungur, Suður- fjórðungur og Höfuðborgarfylki. Þessi svæðaskipan er niðurstaða að mjög vandlega athuguðu máli, sem skýrist af mikilvægum þáttum í framhaldi markmiða, og er undir- staða 1. og 2. liðar. Stjórnun og vald á svæðunum, nefnt þriðja stjórnstig, en er eflt samstig sveitarfélaga hvers svæð- is, með þessum hætti. Samstjórn 25-35 manna, sem kosnir eru úr hópi starfandi sveitarstjórnar- manna, persónukjöri af öllu at- kvæðisbæru fólki hvers svæðis, þar sem hver kýs aðeins þijú nöfn þeirra sem í kjöri era — aðeins þrjú nöfn. Með þessum hætti er svæðinu fengið lýðræðislegt vald sveitarfélaga — efld stjórn, ekki í raun þriðja stig, heldur eflt 2. stig- ið — sveitarfélögin! 3b. Umráð og ákvörðun fellur í hlut samstjórnar svæðis. Þarna er fólgin ein bjargfasta undirstaða byggðar í landinu að siðrænum lögum, sem vonandi er allsheijar vitund menningarþjóðar. Vatnaskil á hálendi og ósar fallvatna ákvarða rétt fólksins. 3c. Þar er um að ræða megin umsvifa ríkisins, sem nú kvíslast um landið. Megin viðfangsefni nú í fjárveitinganefnd. Menntamál, heilbrigðismál, háfnamál, og margt fleira. Til að finna stærð allra þáttanna er flytjast í vald og ákvörðun samstjómanna, skal taka úr 2-3 síðustu ríkisreikningum hlutfallsstærð þessara þátta og málaflokka úr heildartekjum ríkis- ins sömu ár, þar með áætlaðan þátt stjórnarráðs, sem létt verður af. Já, í réttlátu hlutfalli skyldu og réttar! Þijú fyrstu ár þessarar breyting- ar komi sama hlutfall af tekjum ríkisins í hlut samstjórnanna og skiptist á svæðin eftir gjaldeyri- söflun hvers svæðis. Jöfnunarsjóð- ur sveitarfélaga nýttur sömu ár til að draga úr misvægi. Á þessum þremur árum brotinn til mergjar grunnur sjálfstæðrar tekjuöflunar svæðanna. Stærð þessa hlutar, er koma skal í hlut heimastjóma, ætla ég að nemi 30-40 hundraðs- „Þingmenn veri 45. Eitt kjör í landinu. Allt per- sónukjör. Sætt deila um jafnan atkvæðisrétt.“ hlutum, þ.e. um það bil einum þriðja. Tryggingastofnun, a.m.k. í byijun, ekki með í hlut svæðanna. Ekki heldur stór hluti vegamála Jónas Pétursson vegna sérstaks tekjustofns. Megin- atriði í þessu máli: Fullkomið vald og umráðaréttur samstjórnar hvers svæðis á ráðstöfun fjár. Ihlutun stjórnardeilda ráðuneyta, eins og nú er, ekki fyrir hendi lengur. En til að leysa ágreining, sem upp kann að koma, er valinn sáttasemj- ari svæðis — með valdi ef mál fer í hnút. Fimmta atriðið er grannhugsun mennskra samfélaga. Á þennan hátt byggir íslenzk þjóð líf sitt og tilveru á lífbeltunum tveim minnug þeirra fomu sann- inda að „vík skyldi milli vina og íjörður milli frænda“ til þeirrar farsældar að ein þjóð búi í eigin landi. Að hvar sem tveir mælast við þá mætist jafningjar. Alþingi. Þingmenn veri 45. Eitt kjör í landinu. Allt persónukjör. Sætt deila um jafnan atkvæðis- rétt. Ákveðnir hópar, flokkar, sam- tök, leggja fram lista, hóp. Ákvarð- aður hámarksljöldi hóps. Raðar í stafrófsröð. Kjörseðill er 3 línur. Hver kjósandi velur 3 nöfn, skrifar eða vélritar i kjörklefa þijú nöfn, án tillits hvort á einum lista, tveim eða þrem séu nöfn þeirra sem kos- in era! Á þennan hátt er rétturinn einn og skyldan ein og hin sama. Hver einasti kjósandi getur metið manngildið. Valdahópar eiga örð- ugra að ráða úrslitum. Lýðræði nýtur sín. Hver velur aðeins einn fimmtánda þeirra er kjör hljóta. Rétturinn jafn! Höfundur er fyrrverandi alþingisma ður. ATIl Otvarpsiæw KLLUKKU0TVÖRP ||M| |||Af VITLAUST ÞVottGU? pUrrkararar «yST,K,STUR ^AuMavéiad og.'fl ekkert á^éttu KOMDU OG GRÆDDU Á ÖLLU SAMAN Veislunni lýkur 31.5.91 HEIMILISKAU P H F • HEMLISTCKJMEIUI FiLKtHS • Suðurlandsbraut 8 - Sími 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.