Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 22
22 rfioi íam jí' íiuDAguraö'? qiqaíqwjohom MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1991 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna: Fjársöfnun um allt land og tónleikar á Lækjartorgi STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna gengst fyrir fjársöfnun um allt land í dag, 31. maí. Opið hús verður á veitingastaðnum Berlín við Lækjartorg þar sem boðið verður upp á kaffi og tekið á móti fram- lögum til söfnunarinnar. Auk söfnunarinnar verða haldnir útitónleikar á Lækjartorgi frá kl. 16-21 þar sem fjölmargir tónlistarmenn gefa vinnu sína til styrktar þessu brýna málefni. Tekið verður á móti framlögum í síma 91-11288. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning félagsins í aðalbanka Búnaðar- banka íslands.g tékkareikning 545. Á tónleikunúm koma meðal ann- ars fram Stórsveit FÍH, Magnús Kjartansson ásamt hljómsveit, Sig- ríður Guðnadóttir, Rut Reginalds, Eyjólfur Kristjánsson, Maríus Sverrisson, Páll Hjálmtýsson, EB- bandið, Sálin hans Jóns míns, Geiri Sæm og hljómsveit, Infuspria, In- giríður Á. og Ný Dönsk. Á undan tónleikunum leikur Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna vill með söfnuninni koma á fót neyðarsjóði sem úthlut- að verður út til íjölskyldna er orðið hafa fyrir verulegum fjárhagslegum áföllum vegna krabbameinssjúks barns. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að krabbamein hjá börnum séu fátíð en dánartíðni vegna þeirra sé hlutfallslega há. Næst á eftir slysum eru krabbamein algengasta dánarorsök barna og unglinga. Hér á landi greinast að meðaltali krabb- amein hjá átta börnum 14 ára og yngri á ári. Þar af er helmingur þeirra með hvítblæði eða heilaæxli. Sérhæfð krabbameinsmeðferð stefnir að því að eyða æxlisvef með skurðaðgerðum, lyfjagjöf eða geisl- un. Ýmsir fylgikvillar meðferðar eru óumflýjanlegir. Lífshorfur bama með krabbamein hafa batnað mikið á undanförnum árum og til dæmis er hægt að lækna hvítblæði hjá verulegum hluta bama en fyrir tveimur áratugum var lækning nán- ast útilokuð. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra bama hefur á síðustu áram reynt að vekja athygli stjómvalda á því að félagsleg réttindi þessara bama era í ólestri innan trygginga- kerfisins. Þau fá þó bætur sam- kvæmt 10. grein laga um fatlaða. í flestum tilfellum þarf annað for- eldrið að hætta að vinna úti þegar slíkur sjúkdómur tekur sig upp inn- an fjölskyldunnar með tilheyrandi tekjumissi. Félagið vonar að stjóm- völd samþykki greiðslu launa til foreldris sem svo er ástatt um, og er ekki gert ráð fyrir að um háar fjárhæðir verði að ræða þar sem krabbameinssjúk börn eru ekki mörg, ef til vill um 20 böm í með- ferð á ári. í fréttatilkynningunni segir: „ís- lendingar eru duglegir að safna fyrir erlend böm, en hvernig væri að líta sér nær? Eitt er víst að eng- inn veit hver verður næstur. Við verðum öll að hlúa að þeim sem á þurfa að halda. Tökum höndum saman og sköpum þessum bömum góða sjúkrahúsaðstöðu og geram foreldrum kleift að sinna sínum börnum í veikindunum án þess að þurfa að hafa eilífar áhyggjur af fjármálunum." Morgunblaðið/Bjarni Hvítu kollarnir á sinn stað. Nokkrir nýstúdentar úr Menntaskólanum við Sund. Menntaskólanum við Sund slitið 150 stúdentar voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Sund laug- ardaginn 25. maí þegar skólanum var slitið í Háskólabíói. Úr náttúrafræðideild skólans út- skrifuðust 35 nemendur, úr hag- fræðideild 33, 31 úr máladeild, 29 úr félagsfræðideild og 22 úr eðlis- fræðideild. Hæstu einkunnir á stúdentsprófi hlutu Rannveig Sverrisdóttir úr máladeild, 9,1, Helena Hákonar- dóttir úr félagsfræðideild og Berg- lind Svavarsdóttir úr máladeild hlutu einkunnina 8,9. Bergþóra Hliðkvist Skúladóttir og Sigþór Sigmarsson úr eðlisfræðideild fengu aðaleinkunnina 8,7. Allmarg- ir úr hópi nýstúdenta hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Á ársprófum neðri bekkja hlaut Ingibjörg Magnúsdóttir 9,6 í aðal- einkunn en hún var í 1. bekk. Lilja Dögg Stefánsdóttir fékk 9,4 og Haukur Garðarsson 9,3. í öðram bekk hlutu Rebekka Valsdóttir og Sólveig Kjartansdóttir báðar ein- kunnina 9,2 og í 3. bekk var Brynja Bragadóttir efst með einkunnina 9,0. í ræðu Sigurðar Ragnarssonar rektors kom fram að rúmlega 850 nemendur hófu nám við skólann síðastliðið haust, þar af 300 í fyrsta bekk sem er nokkru meira en árið á undan og með því mesta í sögu skólans. Söngsveit, skipuð gömlum stúd- entum auk nokkurra nýstúdenta, flutti getum nokkur lög og fulltrúi nýstúdenta, Ragnar Helgi Olafsson, ávarpaði samkomuna og flutti skól- anum kveðjuorð fyrir hönd útskrift- arhópsins. Borgarráð: Lánum úthlutað úr Hús verndarsj óði BORGARRAÐ hefur samþykkt tillögu umhverfismálaráðs um Hringur Jóhannesson Hrinffur í Gallerí Koti GALLERÍ Kot er nýtt gallerí sem staðsett er í Versluninni Koti, heimilis- og gjafavöruverslun í Borgarkringlunni. Borgarkringlan, nýja verslunar- húsnæðið sem staðsett er mitt á milli Borgarleikhússins og Kringl- unnar, verður opnuð sama dag og fyrsta sýning í galleríinu, laugar- daginn 1. júní kl. 13.30. Fyrsti sýnandinn í Gallerí Koti er Hringur Jóhannesson. Á þessari 16. einkasýningu Hrings eru 17 olíumálverk og hafa fæst þeirra komið fyrir sjónir almennings. úthlutun lána til 19 aðila úr Hús- verndarsjóði Reykjavíkur árið 1991. Uthlutað var 15 milljónum króna. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á hús- næði í Reykjavík, sem hafa sérstakt varðveislugildi eða byggingarsögu- legar ástæður. Hann skal ekki nota til verndar húseigna í eigu borgar eða ríkis. Lánin eru veitt til 15 ára, era verðtryggð og bera sömu vexti og verðtryggð lán Landsbanka ís- lands á hveijum tíma. Þeir sem hluti lán að þessu sinni eru; Páll V. Bjamason, ein millj. fyrir Laufásveg 7, Guðrún Erla Geirsdóttir, ein milij. fyrir Laufás- veg 20, Hólmfríður Garðarsdóttir og Páll Biering, 1,5 millj., fyrir Kirkjutorg 6, Gunnlaugur Geirsson, 2 millj., fyrir Bjarkargötu 2 og Sig- urlín Sveinbjarnardóttir 500 þús., fyrir Mjóstræti 10B. Inga K. Mogensen og Sveinbjörn Gunnarsson 1,2 millj., fyrir Bakk- astíg 3, Ása Hauksdóttir, Benóný Ægisson og Ása Hauksson, 900 þús., fyrir Skólavörðustíg 4C, Finn- ur Guðsteinsson 700 þús., fyrir Gijótagötu 11, Kristín Magnúsdótt- ir og Hannes Lárusson, 700 þús., fyrir Skóiavörðustíg 4A og 4B, Bogi Ingimarsson, 2,5 millj. fyrir Hafnarstræti 4 og Veltusund 1, Helgi Gunnarsson og Jón R. Ant- onsson, 1,5 millj., fyrir Rauðar- árstíg 39 og til Lækjargötu 6B er veitt 1,5 millj. Morgunblaðið/KGA Hálf milljón kubba í parketi Borgarkringlunnar VERIÐ er að leggja síðustu hönd á lagningu um 1500 m2 parketgólfs í Borgarkringlunni. Gólfíð er með stærri trégólfum hérlendis og er á stærð við gólf íþróttasalar. Parketið er úr þýskri eik, endatré og er lagning þess mikið verk, enda úr um 500.000 kubbum. Borgar- kringlan verður opnuð á morgun, laugardag. Hefst opnunarhátíðin kl. 13.30 við aðalinngang hússins en meðal þeirra sem mæta, er Simpson-fjölskyldan víðfræga. Austurstræti opnað eða Eymunds- son lokar VERÐI Austurstræti ekki opnað á ný fyrir bifreiðaumferð, hyggst bókaútgáfan Iðunn hf., sem rek- ur Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar, loka versluninni i Austurstræti. Þetta kemur fram í bréfi frá út- gáfunni til borgaryfírvalda, sem lagt hefur verið fram í borgarráði. Þar er eindreigið farið fram á opn- un Austurstrætis á ný fyrir bifreið- aumferð og bent á að mikill sam- dráttur hafi orðið í verslunum í Kvosinni á undanförnum misserum. „Að mati okkar hefur umferð bifreiða verið takmörkuð of mikið um miðborgarkjamann m.a. með lokun Austurstrætis, beygjubönn- um og nú síðast með tímabundinni lokun Vonarstrætis. Viðhorf við- skiptavina hefur komið skýrt fram hvað þetta varðar. Verslun í Austurstræti á í vök að veijast og ekki lengur að okkar mati stætt á að gera ekki þá tilraun að opna fyrir akstur bifreiða um götuna. Að óbreyttu munum við loka verslunum okkar í Austur- stræti." JNNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.