Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 36
36 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Sjálfstraust hrútsins fer vax- andi á næstunni. Hann fær tækifæri til að ferðast og heim- sækja gamla vini. Naut (20. apríl - 20. mal) Nautið er heppið í fjármálum núna, en á í orðaskaki við vin sinn sem snýr út úr orðum þess. Það leggur grunn að framtíð sinni í starfi og lætur langtímamarkmið ganga fyrir. Tvíburar (21. maí - 20. júní) i Félagslífið er að hjarna við hjá tvíburanum og hann gæti stofnað til nýs ástarsambands. Hann ætti að veita smáatrið- unum í starfí sínu nána at- hygli. Krabbi (21. júni - 22. júlí) Krabbinn er með allan hugann við starf sitt núna. Hann gleðst yfir þróun viðskiptanna í dag. Kvöldið verður ánægjulegt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið fer oftar út að skemmta sér á næstunni en það er vant. Ástarsamband þess dýpkar og þroskast. Meyja (23. ágúst - 22. september) Meyjan býður vinnufélögum sínum heim. Hún ætti að leggja minni áherslu á smá- munina í viðskiptum við ástvini sína en hún gerir nú. Vog (23. sept. — 22. október) Á komandi vikum tekur vogin mikilvæga ákvörðun varðandi framtíð sína. Hún á skemmti- lega stund með félögum sínum í dag. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvcmber) ^$[0 Sporðdrekinn kaupir varanleg- an hlut til heimilisins. Honum bjóðast nýir atvinnumöguleik- ar sem kunna að hafa stór- auknar tekjur í för með sér. Hann ætti einnig að gæta þess að nýta betur það sem hann hefur. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Tónlistin höfðar sterkt til bog- mannsins núna og hann langar að læra á hljóðfæri. Hann verð- ur mun hressari á næstunni en hann hefur verið undan- farnar vikur. Steingeit (22. des. — 19. janúar) m Þessi dagur verður hljóðlátur en árangursríkur hjá steingeit- inni. Hún verður iðin við að bjóða til sín gestum og ákveð- ur að endurskipuleggja innan- stokks hjá sér. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Vatnsberinn lifír glaðværu lífi núna og tækifærin berast hon- um á færibandi. Kvöldinu ver hann samt til að inna af hendi skylduverkefni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Fiskurinn sækir fund sem hef- ur mikla þýðingu fyrir hann. Hann eyðir helst til miklu á næstunni og verður að halda vöku sinni til að íára ekki yfir mörkin. Stj'órnusþúna á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjust ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1991 DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK Jæja þá, leikmenn, þetta er mikil- Við skulum öll gera okkar besta ... Ég hélt að þú hefðir sagt VERA í vægur leikur... því besta! BRjDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þeir sem héldu á spilum vest- urs í Pepsi-æfíngamótinu í Blá- fjöllum, áttu frekar von á því að „ná tölunni" í þessu spili úr síðustu umferð: Enda fyrirtaks 2ja-granda-opnun á ferðinni. Austur gefur; AV á hættu. Vestur ♦ K9 VÁD8 ♦ ÁG3 + ÁKG72 Norður ♦ Á10876 ♦ KG1052 ♦ D4 ♦ D Austur ♦ G2 ¥97643 ♦ 8652 ♦ 64 Suður ♦ D543 ¥- ♦ K1097 ♦ 109853 En þegar til kom reyndist spílið hrein slysagildra fyrir AV. Á einu borði kaus austur að yfir- færa í hjarta við opnun vesturs á tveimur gröndum. Með há- mark og góðan hjartastuðning fór vestur fram hjá 3 hjörtum, sagði 3 spaða og austur varð að hrökklast í 4 hjörtu. Sem norður leyfði sér að dobla og uppskar 800. „Gott á mín,“ sagði suður eft- ir spilið, en þó ekki eins gott og hann bjóst við. Annars staðar kom norður inn á, annaðhvort með spaðasögn eða annarri til að sýna hálitina, og suður „hindraði“ strax með stökki í 4 spaða. Vestur slefdoblaði, en átti þó enga vörn þegar til kom. Fjórir spaðar unnust alls staðar. Umsjón Margeir Pétursson Á stóra opna mótinu í New York um daginn kom þessi staða upp í skák stórmeistarans Utut Adianto (2.470), Indónesíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Banda- ríkjamannsins Prosviriakov (2.295). 36. Hh6+! - Bh7, 37. Hxh7+ - Kxh7, 38. Dh4+ - Bh6, 39. Be4+ - Kg8, 40. Hel - Hf7, 41. Dxh6 og svartur gafst skömmu síðar upp. Adianto hefur um árabil verið einn fremsti skák- maður Asíu en lítið hefur borið á honum upp á síðkastið, þar til í New York að honum tókst, með góðum endaspretti, að verða einn þeirra mörgu sem deildu öðru sætinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.