Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991 19 Doktor í taugasálfræði Lokaðir fjallvegir, vega- og bruagerð, 20. juní 1991 AKVEGIR þetr sem hér oru sýndlr eru einungis númeraóir vegir, hringvegurinn, tveggja og þriggia tólu vegir svo og fjattvegir með F-númerum. • Tímabundnar tafir ■ Lagning slitlags ▲ Grófurvegur X Lokaðurvegur Vegagerðin og Náttúruvemdarráð hafa sent frá sér upp- lýsingar um hvaða svæði á hálendinu eru lokuð allri um- ferð vegna snjóa og/eða aurbleytu. Vegir á skyggðu svæð- unum eru lokaðir allri umferð þar til annað verður auglýst. Vegagerðin hefur einnig sent frá sér upplýsingar um hvar unnið er að vega- og/eða brúargerð hverju sinni. Þetta er þjónusta við vegfarendur og þeim bent á hugsanlegar tímabundnar tafir, minni umferðarhraða vegna lagningar slitlags, að vegna nýbyggingar eða styrkingar sé vegur mjög grófur og loks að vegur sé lokaður og þá jafnframt bent á aðra leið. Ofangreindar upplýsingar munu birtast á korti Morgunblaðsins með reglulegu millibili í sumar. Villandi og misvísandi vangaveltur - segir í yfirlýsingu Landsbankans um grein í Vísbendingu í NÝJASTA hefti Vísbendingar, tímarits sem gefið er út af Kaup- þingi, er fjallað um stöðu bankanna og segir þar að óvíst sé að Lands- bankinn standist kröfur um hlutfall eiginfjár og svo geti farið að bank- inn eigi ekki fyrir skuldum. Sverrir Hermannsson bankastjóri Lands- bankans vísar þessum staðhæfingum á bug og í gær sendi Landsbank- inn frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna þessa: ÞURÍÐUR J. Jónsdóttir, tauga- sálfræðingur, varði doktorsrit- gerð við Dalhousie-háskólann í Halifax, Nova Scotia í Kanada 22. febrúar. Andmælandi var dr. Bryan Kolb, sem hefur ritað fjölda bóka og vísindagreina um taugasálfræði. Ritgerð Þuríðar heitir á ensku „Does the Positive/Negative Symp- tomatological Distinction Account for the Severe Neuropsychological Impairment in Schizoprenia?" Fjall- ar ritgerðin um sambandið á milli mismunandi sjúkdómseinkenna í geðklofa og truflun á heilastarf- semi. Til þessa verkefnis hlaut Þuríður styrki frá Raunvísindaráði Kanada og Izaak Walton Killam- stofnuninni sem er eingöngu veitt- ur afburðanámsmönnum. Þuríður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, vorið 1961. Hún lagði stund á ensku og latínu við Háskóla íslands á árun- um 1972-75 og kenndi við Haga- skóla í Reykjavík í þijá vetur. Hún dvaldist um árabil í Kanada þar sem hún lauk BSW-námi í félags- Kirkjan undir kommúnisma SÉRA Pétur Dokládal frá Ostrava í Tékkóslavíu flytur er- indi í safnaðarheimili kaþólskra að Hávallagötu 16, í kvöld kl. 20.30. Erindið sem hann mun flytja í kvöld fjallar um kaþólsku kirkjuna í heimalandi hans og ástandið þar undir veldi kommúnismans. Sr. Pét- ur flytur fyrirlesturinn á islensku og hann er öllum opinn. Dr. Þuríður J. Jónsdóttir. ráðgjöf frá Dalhousie-háskóla í Halifax og síðar mastersprófi í klin- ískri sálfræði frá Acadia-háskólan- um í Wolfville, Nova Scotia. Haus- tið 1986 hóf hún svo doktorsnám í sálarlífeðlisfræði og taugasálfræði við Dalhousie-háskólann. Hún starfaði fyrst sem félagsráðgjafi og síðar sem sálfræðingur bæði í Kanada og á íslandi. Auk þess he'fur hún_ kennt félagsráðgjöf við Háskóla Islands og sálfræði vð Dalhousie-háskólann. Síðan Þuríð- ur kom heim frá námi hefur hún starfar sem taugasálfræðingur við geðdeild Landspítalans. Greinar eftir Þuríði hafa birst í erlendum fagtímaritum auk þess sem hún hefur haldið marga fyrirlestra um taugasálfræðileg efni, bæði í Kanada og á íslandi. Þuríður er fædd í Reykjavík 13. desember 1941. Foreldrar hennar voru Vilborg G. Guðjónsdóttir og Jón N. Jóhannsson sem bæði eru látin. Þuríður er gift Gylfa Baldurs- syni, heyrnarfræðingi og hafa þau eignast fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Auk þess eiga þau eitt barnabarn. „Vegna skrifa tímaritsins Vís- bendingar sem gefið er út af fyrir- tæki í eigu Búnaðarbanka Islands og sparisjóðanna vill Landsbankinn taka fram eftirfarandi: Eigið fé Landsbankans um síðast liðin áramót var tæpar 6.000 milljónir króna og eigiðfjárhlutfall, reiknað samkvæmt skilgreiningu laga um viðskipta- banka, 6,8%. Þá hafa verið lagðar til hliðar 2.700 milljónir króna vegna hugsanlegra útlánatapa. Landsbanki íslands vísar á bug vangaveltum tímaritsins Vísbending- ar, sem settar eru fram á villandi og misvísandi hátt. Ástæða er til að vekja athygli á því tjóni sem hægt er að valda erlendis með slíkri um- ijöllun um stærstu bankastofnun landsins. Skrif Vísbendingar eru ný- mæli í samkepppnisaðferðum fjár- málastofnana á Islandi og ekki til fyrirmyndar." w&mm sí HMMTyDACA* TjALDA DÁGÁR UTAN,-^rii°EGU ÚRVALI_ SNORRABRAUT 60, SlMI 12045_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.