Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNI 1991 21 Margaret Thatcher Edward Heath Bretland: Margaret Thatcher og Edward Heath deila hart um Evrópumálin London. Reuter. HARÐVÍTUG deila hefur brotist út milli Margaret Thatcher og Edwards Heaths, fyrrverandi leiðtoga breska íhaldsflokks- ins, eftir að John Major forsætisráðherra hafði reynt að jafna ágreining innan flokksins um Evrópumálin. John Major kvaðst á þriðjudag hafna hugmyndinni um sam- bandsríki Evrópu og daginn áður tókst Douglas Hurd, utanríkis- ráðherra Breta, að koma í veg fyrir að ákvæði þar að lútandi yrði tekið upp í skjal um framtíð- armarkmið Evrópubandalagsins (EB) sem iagt var fyrir utanríkis- ráðherrafund EB á mánudag. Major sagði við umræður á breska þinginu, að Bretar væru afdráttarlaust mótfallnir því að Evrópubandalagið yrði síðar meir að sambandsríki, einhvers konar bandaríkjum Evrópu. „Ég get ekki samþykkt stofnun evrópsks ofurríkis, ekki heldur þingið og, að mínu áliti, heldur ekki þjóð- in,“ sagði Major. Margaret Thatcher fagnaði þessum ummælum forsætisráð- herrans í ræðu sem hún hélt í Bandaríkjunum á þriðjudags- kvöld. Nokkrir þingmenn breska Ihaldsflokksins sögðu hins vegar að hún hefði einnig látið orð falla sem ekki hefðu komið sér jafn vel fyrir Major. „Það er tíma- bært að jafnvel þeir í Brussel viðurkenni að stórveldistíminn er liðinn. Ég hef enga trú á þröngri alþjóðahyggju litla Evrópu- mannsins, sem myndi grafa und- an brýnni alþjóðasamvinnu á víðari grundvelli og fullveldi þjóða,“ sagði hún meðal annars. Heath brást ókvæða við ræðu Thatcher i sjónvarpsviðtali og sagði hana „uppfulla af falsi, eða eins og við segjum á venjulegu máli, lygum“. Hann tók ummæli hennar um „litla Evrópumann- inn“ óstinnt upp, sagði að það væri hún sem hugsaði eins og „smámenni" og notaði hvert tækifæri til að gagnrýna Evrópu- bandalagið. John Carlisle, þingmaður íhaldsflokksins, sagði aftur á móti að Heath væri „illkvittinn, hleypidómafullur gamall kari sem er löngu af sér genginn“. „Hann ætti að hætta á þingi sem fyrst,“ bætti hann við. Margir þingmenn íhalds- flokksins óttast að þessi ágrein- ingur dragi verulega úr sigurlík- um flokksins í komandi kosning- um, sem verða að öllum líkindum á næsta ári. Flokkurinn nýtur nú tíu prósentustiga minna fylgis en Verkamannaflokkurinn sam- kvæmt skoðanakönnunum. ■ BUENOS AIRES - Áhöfn spænsks togara yfirgaf skip sitt eftir að þyrla argentínska sjóhers- ins skaut á það þar sem það var að veiðum innan argentínskrar landhelgi og var skipið síðan tekið í vörslu argentínska sjóhersins. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem sjóherinn sendi frá sér á þriðju- dag. Fyrr þann sama dag hafði spænska landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytið kallað atvikið „óþo- landi árás,“ þar sem alls ekki hefði verið fullkannað hvort skipið hefði verið innan argentínskrar landhelgi eða ekki. „Það er engan veginn hægt að réttlæta þessa árás, hvort sem skipið var á alþjóðlegu haf- svæði eða ekki, vegna þess að taka verður tillit til mannslífa og hlýtur það að hafa forgang," sagði tals- maður ráðuneytisins. Áhöfnin held- ur því fram að skipið hafi verið að veiðum utan landhelgi Argentínu. FUNDUR RAÐHERRA EB OG EFTA I LUXEMBORG Finnar telja þróunarsjóð- inn vera helsta vandamálið Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNAR teþ’a að enn eigi eftir að taka mikilvægar pólitískar ákvarð- anir áður en unnt verður að undirrita samning Evrópubandalagsins og aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Aðalsamningamaður Finna, Pertti Salolainen utanríkisviðskiptaráðherra, segir að kröfur EB-ríkja í Suður-Evrópu um sérstakan þróunarsjóð, sem EFTA er ætlað að kosta, kröfur um veiðiheimildir í Norður-Atlantshafi og um ótakmarkaða umferð flutn- ingabifreiða um Sviss og Austurríki séu engan veginn tæknileg atr- iði sem fela megi embættismönnum. Salonainen telur að ekki megi líta svo á að samkomulagið sem náðist á ráðherrafundinum í Lúxem- borg á þriðjudag jafngildi pólitískum milliríkjasanmingi um myndun Evrópska efnahagssvæðisins. Sú krafa Evrópubandalagsins að stofnaður verði sérstakur þróunar- sjóður í þágu Spánverja og annarra Suður-Evrópuþjóða kemur Finnum spánskt fyrir sjónir. Á undanförnum sex mánuðum hefur riðið yfir Finna alvarleg efnahagskreppa, sú erfið- asta allt frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar. Því er talið hæpið að finnskir þingmenn séu reiðubún- ir að styrkja EB-ríkin í álfunni sunnanverðri og greiða á þann hátt fyrir aðgang að Evrópska efna- hagssvæðinu. Finnum þykir nóg komið ef þeim verður ásamt öðrum aðildarríkkjum EFTA gert að greiða niður vexti á hugsanlegum lánum til ríkja í Suður-Evrópu. Formleg afstaða finnsku ríkis- stjórnarinnar til viðræðnanna um EES er óbreytt. Ráðamenn finnskir eru hlynntir því að EB og EFTA- ríkin ljúki þessum viðræðum. Yfir- lýsing sænsku ríkisstjórnarinnar frá í síðustu viku þess efnis að sótt verði um aðild að Evrópubandalag- inu um næstu mánaðamót hefur, að sögn finnskra ráðamanna ,engu breytt. Vitað er að Mauno Koivisto Finnlandsforseti hefur hafnað um- ræðu um EB-aðild að sinni. Helstu stjórnarflokkarnir eru tvístígandi. Miðflokksmenn sem sækja fylgi til sveita eru uggandi en hægri menn samþykktu fyrir skömmu stefnu- skrá þar sem hvatt er til þess að Svisslendingar samþykktu fyrir nokkru í þjóðaratkvæðagreiðslu að banna umferð flutningabila yfir 28 tonn í gegnum landið og auka held- ur flutninga með lestum. Þetta kem- ur EB-ríkjunum illa þar sem stór hluti flutningabíla þeirra er 40 tonn að þyngd. Svissneska ríkisstjórnin bauðst nýlega til að veita 50 40- tonna bifreiðum með viðkvæmar vörur undanþágu á degi hvcrjum þangað til járnbrautakerfið gæti annað meiri flutningum. Samninga- Finnar sæki um aðild að Evrópu- bandalaginu. Á þingi flokksins var Pertti Salolainen kjörinn formaður en samkvæmt sérstakri ósk hans var stefnuskráruppkastinu breytt á þann veg að hægri menn krefðust þess ekki að tekin yrði ákvörðun um inngöngu í EB þegar á þessu ári. Salolainen taldi að það myndi veikja stöðu hans í samningavið- ræðunum við EB ef alkunna væri að hann færi með formennsku í flokki sem vildi að Finnar sæktu þegar um aðild að Evrópubandalag- inu. menn EB afþökkuðu þetta boð á mánudag og vilja undanþágu fyrir fleiri bíla. Næsti samningafundur verður á föstudag. Ogi gaf til kynna að Sviss myndi ekki láta kúga sig og benti á að EB þyrfti á Sviss að halda til þess að flutningar á mark- aði bandalagsrikjanna gætu gengið eðlilega fyrir sig. Hann sagði að boltinn væri hjá EB og vonaði að samningamennirnir ættu góðan leik á föstudag. Svisslendingar verða ekki við óskum EB Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SVISSNESKA rikisstjórnin ákvað í gær að standa föst fyrir og verða ekki við óskum Evrópubandalagsins (EB) um heimild fyrir akstur fleiri en 50 flutningabifreiða yfir 28 tonn í gegnum landið á degi hverjum. Alfred Ogi samgöngumálaráðherra sagði á blaðamanna- fundi að ríkisstjórninni væri ljóst að hún stofnaði samningum EB og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í hættu með þessu en Sviss gæti ekki boðið betur. Norskir stjómmálamenn ánægð- ir með niðurstöðu fundarins GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, segir við dagblað- ið Aftenposten í gær að eftir fund utanríkisráðherra Evrópubanda- lagsins (EB) og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) í Lúxemborg á þriðjudag sé hún fullvissuð um að samningar náist um Evópskt efna- hagssvæði (EES). Kaci Kullman Five, formaður Hægriflokksins, segir það vera ánægjulegt að náðst hafi samstaða í fiskveiðimálunum en tvær norskar ríkisstjórnir hafi sett þau mál á oddinn. Carl I. Hagen, formaður Framfaraflokksins, segir niðurstöð- una vera gleðitíðindi fyrir byggðir við strendur Noregs. Það að flokkur hans samþykki endanlegan EES- samning á norska þinginu sé hins vegar háð því hver heildarútkoman verði og nefnir hann sérstaklega hve mikið Norðmenn muni þurfa að borga í þróunarsjóðinn. Aðrir norsk- ir stjórnmálamenn sem blaðið ræddi við_ voru einnig mjög ánægðir. í frétt i síðdegisútgáfu Aftenpost- en í gær segir að eftir harða og einarða baráttu norska utanríkis- ráðherrans og viðskiptaráðherrans hafi tekist að ná samstöðu um fisk- veiðimálin. Einnig segir að Norð- menn fái tollfrjálsan aðgang að markaði Evrópubandalagsins fyrir sjávarafurðir sínar. Það sé ekki tengt því að EB-ríkin fái fisk líkt og Spánveijar höfðu krafist. Hins vegar fái Spánveijar norskan fisk þar sem lögð sé til ný skipting á kvóta EB við Svalbarða. EB hefur hingað til fengið 3,7% heildarkvót- ans þar, alls 7.000 tonn, og hefur sá kvóti skipst þannig að Danir, Þjóðveijar, Frakkar og Bretar veiða helming hans en Spánveijar og og Portúgalir hinn helminginn. Nú eigi hins vegar Spánveijar og Portúgalir að fá allan þennan kvóta en í stað- inn fái hinn ríki kvóta í landheigi Noregs fyrir norðan 62. breiddargr- áðu. Sá kvóti verður hins vegar háður því að Norðmenn fái sam- bærilegan kvóta í lögsögu EB. Þol — þakmálning Þekur, verndar og fegrar Þarftu að mála þakið? Þá vantar þig T>ol þakmálningu frá Málningu hf. Hún er sérstaklega framleidd fyrir bárujám og aðra utanhússfleti sem þarfnast varanlegrar vamar. Þol er hálfgljáandi alkýð- málning sem er auðveld í notkun. Þol þakmálningin dregur nafn af einstöku veðrunarþoli sínu og litaúrvalið er Þol þakmálningin frá Málningu hf. er punktur- A , inn yfir vel málað hús. - Það segir sig sjálft. fjölbreytt. **• Mí * WHUMN O H IJfmtiM 'W8UVW8I Al»WS(*yMN6 Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er hnálning'lf - það segir sig sjálft —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.