Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/IIMIMLENT Húsavík: MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 Gaskútar í sorpi Húsavík. í SORPI teknu frá ferðamiðstöð- inni í Ásbyrgi og sem brenna átti í Sorpeyðingamiðstöðinni á Húsavík fundust af tilviljun 4 gaskútar, frekar litlir, sem telja má víst að hefðu sprungið ef þeir hefðu farið beint í brennslu- ofninn, en af tilviljun einni varð þeirra vart, áður en þeim var kastað á eldinn. Stefán Sigtryggsson, sorp- brennslustjóri, segir af tilviljun hafa Þjóðverji slasast í bílveltu við Þjórsá EINN maður hlaut opið beinbrot þegar jeppabifreið sem hann var farþegi í valt við Þjórsá síðdegis á föstu- dag. Fjórir Þjóðverjar voru í bílnum, tveir karlmenn og tvær konur. Þyrla landhelg- isgæslunnar sótti slasaða manninn. Slysið varð við Sandafell, brúna yfir Þjórsá fyrir ofan Búrfell. Vaktmaður við Búr- fellsvirkjun tilkynnti um slysið kl. 18:00 og tveimur tímum síðar lenti þyrla Landhelgis- gæslunnar við Borgarspítal- ann. Maðurinn hlaut opið upp- handleggsbrot og fleiri áverka í slysinu en hinir sem voru í bílnum sluppu með minnihátt- ar meiðsli. orðið kútanna vart, þar sem á voru ritaðar leiðbeiningar á þremur eða fjórum tungumálum um notkun og sterklega varað við því að láta þá á eld, fulla eða tóma. Eftir að hann varð fyrsta kútsins var leitaði hann í öllu sorpinu og fann alls fjóra kúta. En þó þessir kútar hafi átti að heita tómir, er alltaf eitthvað í þeim og nóg gas til að valda sprengingu, svo Stefán er fullviss þess, að ef kútarnir hefðu lent í ofninum, hefði orðið sprenging, sem ekki er gott að segja hveijar afleiðingar hefði haft. „Þetta tel ég að ætti að verða aðvörum til gæsluvarða ferða- mannastaða og að settar yrðu upp viðvaranir við sorpgeymslur, þar sem varað væri við að setja í sorp- ið þau efni sem ekki eru hættulaus, ef í eld fara, því þó víða sé sorpið urðað er það víða brennt,“ vill Stef- án sérstaklega benda á. - Fréttaritari Steingrímur formaður blað- stjórnar Tímans BLAÐSTJÓRN Tímans kaus Steingrím Hermannsson form- ann sinn á föstudaginn. Steingrímur tekur sæti Guð- mundar Bjarnasonar í stjóminni, en Guðmundur víkur úr stjórn að eigin ósk. Jón Kristjánsson fráfar- andi formaður situr áfram í stjórn- inni. Með formennsku Steingríms í blaðstjórn Tímans er aftur tekin upp sú stefna að sami maður gegni for- mennsku þar og í Framsóknar- flokknum, en um skeið hefur annar háttur verið hafður á. Eru þeir að fá 'ann ■ Morgunblaðið/PPJ Sjötugur hnattflugsmaður, Dave Davidson, við komuna til Reykjavíkur frá Grænlandi á opinni Marquart Charger tvíþekju sinni. Sjötugur maður í hnatt- flugi á opinni tvíþekju FLUGIÐ hefur óneitanlega heillað margan manninn í gegnum tíðina allt frá dögum íkarusar. Enn gerast ævintýri í háloftunum og menn sækja fast að fara ótroðnar slóðir, selja met og komast á spjöld flugsögunnar. Einn slíkra manna er sjötugur Bandaríkja- maður, Dave Davidson, en hann hyggst verða fyrstur manna til að fljúga opinni tvíþekju umhverfis jörðina einn síns liðs. Davidson kom til Reykjavíkur frá Kulusuk á Grænlandi sl. fimmtudagskvöld á lítilli Marqu- art Charger tvíþekju sinni. Hann lagði upp 1. júlí sl. frá heimabæ sínum, Addison í Texas. Héðan ætlar hann til Edinborgar í Skot- landi þar sem hann hyggst skoða fæðingarstað föður síns. Frá Skotlandi ætlar hann áfram yfir England, Frakkland, og Portúgal til Spánar þar sem dóttir hans býr. Þaðan ætlar Davidson að fljúga yfir Miðjarðarhafsströnd Frakklands til Genúa á Ítalíu og þaðan áfram til Austurríkis, Tekkóslóvakíu, Þýskalands, Dan- merkur, Svíþjóðar og aftur til Þýskalands og síðan til Varsjár í Póllandi, en þangað gerir hann ráð fyrir að vera kominn um miðj- an ágúst. Vonast hann til að hann verði þá búinn að fá leyfi til þess að mega fljúga yfir Sovétríkin og hefur hann hug á að fljúga þá austur yfir Síberíu til Alaska og þaðan til suðurs og heim. Flugvélina smíðaði Davidson sjálfur eftir teikningum. Smíðin tók um fimm ár og átta mánuði, en síðan eru liðin nokkur ár og hefur vélin ætíð reynst vel að sögn Davidsons. Vélin er öll dúk- klædd, búkurinn röragrind og tré- vængir. Hún er knúin 160 ha. hreyfli og er flugshraðinn um 96 sjómílur á klukkustund, en flugþol vélarinnar um 12 klst. með auka- tönkum. Flugvél Davidsons er lítil en hún er vel búin tækjum til þessa flugs. Sjálfur kvaðst hann hrifnastur af nýjasta siglingatæki sínu, gervihnattarmóttakara, sem hann keypti stuttu áður en hann lagði af stað. Undirbúningur ferðarinnar hófst fyrir hálfu öðru ári. David- son segjist hafa unnið að jafnaði um sjö klukkustundir dag hvern ýmist við að leita upplýsinga, sækja um yfirflugsheimildir og lendingarleyfi, kortleggja leiðina svo og að útbúa vélina nauðsyn- legum tækjum og búnaði. Hann hefur tekið þetta sem hver önnur vinna og haldið ótrauður áfram þrátt fyrir ýmis ljón sem hafa orðið á vegi hans. Dave Davidson er fyrrum at- vinnuflugmaður, flugkennari og flugvirki. Hann lærði flug í flug- her Bandaríkjana á árum síðari heimsstyijaldar og 22 ára varð hann flugstjóri á B-24 Liberator- sprengjuflugvélum í Suður-Kyrra- hafi. Hann gegndi herþjónustu í 24 ár en að því loknu sneri hann sér að atvinnuflugi og sá m.a. um flughermiþjálfun hjá ýmsum flug- félögum vestra. Flug hefur átt hug Daves Davidsons frá því hann var ungur drengur og flugið á hug hans enn í dag, sjötugur ungling- ur í hnattflugi. Afkoma fyrirtækja árið 1989: Enginn hagnaður af atvinnurekstri í heild SVO virðist sem laxveiðin sé víða að taka nokkuð við sér og það eru ekki bara sögur af fisk- og vatnsleysi sem berast inn á borð. Gljúfurá iðaði af lífi Holl sem nýlega lauk tveggja daga veiði í Gljúfurá gerði það heldur betur gott, veiddi 20 laxa og voru þá komnir 28 laxar á land. Þessi veiði skilaði sér er það dró fyrir sólu um tíma og vatnið í ánni snarkólnaði. Veiðimenn sem voru við ána sáu mikla fiskför upp hana og var fiskur mjög víða á svæðinu. ganga. Lax hefur sést langt inn á Holtavörðuheiði. Vonast menn nú brátt eftir góðri rigningargusu, því þá eru allar horfur á því að mikið veiðist á skömmum tíma. Skot í Sogið Það kom gott skot í Sogið' í lok vikunnar, á fimmtudaginn veidd- ust til dæmis 4 laxar í Alviðru og 6 laxar í Bíldsfelli. Hátt í 30 Iax- ar eru komnir á land úr Soginu og er þetta mun betri byijun en í fyrra. Góð bleikjuveiði sem stundum fæst í bland dregur ekki úr ánægju veiðimanna, því hún er væn, yfirleitt 2 til 3 pund. Norðurá komin á fulla ferð Einnig smáskot í Flekkuna Það sama hefur verið upp á teningnum í Norðurá og í hliðar- ánni Gljúfurá, veiðin tók mikinn kipp í vikunni. Hópur sem var í sex daga við veiðar náði rétt tæp- lega 100 löxum og var bæði tölu- verðan lax að sjá upp með allri á og svo var talsvert af fiski að Flekkudalsá í Dölum gaf einn daginn í lok vikunnar 8 laxa sem var mjög gott miðað við það sem á undan var gengið, en þá voru alls komnir um 30 laxar á land, þar af veiddust 17 laxar strax í opnuninni. gg Erfiðustu mánuðirnir framund- an hjá Vatnsveita Reykjavíkur GUÐMUNDUR Jónsson dælu- stjóri hjá Vatnsveitu Reykjavíkur segir að enn sé ekki ástæða til að óttast vatnsskort. Grunn- vatnsstaðan er þó í lægri kantin- um og Guðmundur kveðst ekki þora að segja til um hvernig ástandið verði ef þurrkatíðin heldur áfram. Guðmundur segir að grunnvatns- staðan sé ævinlega lægst í ágúst og september og haldi þurrkarnir áfram þurfi að grípa til aðgerða til að tryggja nóg vatn. Vatnsöflun sé að vísu orðin mun auðveldari en áður var, því að Vatnsveitan ráði nú yfir dælukosti til að dæla samtímis úr borholum á vatnsöflun- arsvæðunum þremur, Gvendar- brunnasvæðinu, Jaðarsvæðinu og Myllulækjarsvæðinu. ENGINN hagnaður varð af reglulegri staffsemi í atvinnu- rekstri í heild árið 1989, sam- kvæmt útreikningum Þjóðhags- stofnunar en reiknað er með að bókfærð afkoma atvinnurekstrar í heild hafi orðið mun betri á siðasta ári. Þá varð tap fiskeldis 54,3% í hlutfalli af tekjum. í minnisblaði, um afkomu at- vinnugreina og fyrirtækja, sem Þjóðhagsstofnun sendi frá sér 9. júlí, segir að um þessar mundir sé stofnunin að Ijúka við heildaraf- komutölur fyrir árið 1989, sem unnar eru úr skattframtölum. Þar kemur fram, að sem hlutfall af tekj- um hafi hagnaður af atvinnurekstri í heild orðið 0,0%, en þetta hlutfall hafi verið -2,2% árið áður. Reiknað er með því að á árinu 1990 hafi bókfærð afkoma atvinnu- rekstrar í heild verið mun betri en á árinu 1989, m.a. vegna lágs bók- færðs fjármagnskostnaðar. Þjóðhagsstofnun segir, að arð- semi eigin fjár hér á Iandi hafi al- mennt verið léleg, og í besta falli verið nálægt núlli í hagstæðu ár- ferði. Til samanburðar megi nefna, að áhættulaus fjárfesting í ríkis- bréfum hafi skilað góðum arði. í minnisblaðinu er einnig farið yfir stöðu nokkurra atvinnugreina sem hafa átt við rekstrarvanda að stríða undanfarið. Þetta eru ullar- iðnaður, rækju og mjölvinnsla, út- gerð loðnuskipa og fiskeldi, sem hefur verið rekið með stórfelldu tapi undanfarin ár, eða 46,4% í hlut- falli af tekjum árið 1988 og 54,3% árið 1989. Ástæðurnar eru taldar verðfall á afurðum, of hár fjárfest- ingarkostnaður, sjúkdómar, tjón vegna veðurs. „Virðist flest hafa farið úrskeiðis sem gat farið úr- skeiðis,“ segir orðrétt í minnisblað- inu. Sókn í síldarstofninn hér við land hæfileg JAKOB Jakobsson, forstjóri Ha- frannsóknastofnunar, segist telja, að sókn í síldarstofninn hér við land sé hæfileg. Nú séu veidd um 80 til 100 þúsund tonn á ári, en það séu um 20 til 25% af stofn- stærðinni. Til samanbúrðar hafi sókn í þorskstofninn verið 35 til 40% af stofnstærðinni og þar sé um mjög harða sókn að ræða. Jakob segir að fyrir 20 árum hafi síldarstofninn aðeins mælst um 10 þúsund tonn, en mælist nú um 400 þúsund tonn, eftir að farið hafi verið að tillögum fiskifræðinga um vernd hans. Hann segir Haf- rannsóknastofnun mæli með að veidd séu um 20 til 25% af stofn- stærðinni á ári og veiðin sé nú 80 til 100 þúsund tonn, sem sé hæfileg nýting. Varðandi norsk-íslenska síldar- stofninn segir Jakob, að á undan- förnum fimm árum hafi hann leitað til hafs frá Noregi, staldrað við miðja vegu milli Noregs og íslands um þetta leyti árs og snúið svo við. Stofnstærðin þar sé nú um 1,5 milljónir tonna en hafi áður verið 10 milljónir tonna. Nokkrir slæmir árgangar hafi komið á síðustu árum en talið sé að það þurfi eina eða tvær kynslóðir sterkra árganga til að hægt sé að hefja nýtingu stofns- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.