Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 ATVINNUAUGí YSINGAR Blaðberar óskast Kópavogur: Bræðratunga. Seltjarnarnes: Bollagarðar og Hofgarðar. Afgreiðsla Morgunblaðsins, sími 691122. Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27, Reykjavík Starfsmann vantar til starfa í eldhúsi. 75% starf. Vinnutími frá kl. 8.00-14.00 og unnið aðra hvora helgi. Upplýsingar fást í síma 685377. Barnafataverslun Barnafataverslun við Laugaveg óskar eftir góðum starfskrafti í 2h stöðu til að byrja með. Nánari upplýsingar í síma 624244 milli kl. 15.00 og 18.00. Bakaranemi Bakárameistarinn, Suðurveri, leitar að rösk- um og stundvísum bakaranema. Reynslutími 3 mánuðir. Áhugasamir komi til viðtals fimmtudag og föstudag mili kl. 9 og 11 árdegis. Grunnskólinn f Ólafsvík Kennara vantar í kennslu yngri barna nú þegar. Húsnæðisfríðindi og fleira í boði. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 93-61150 og 93-61293. lll SH VERKTAKAK Verkamenn - vörubílstjóri Óskum eftir að ráða nokkra duglega verka- menn, vana jarðvinnu, og vörubílstjóra til starfa strax. Upplýsingar gefur Gylfi í símum 627703 og 985-20475. Ert þú að leita að spennandi starfi? Sölustarf á ferðaskrifstofu Vegna mikillar aukningar í sölu vantar okkur sem fyrst sölufólk í áætlunar- og viðskipta- deild. Umsækjandi þarf að hafa góða reynslu í far- seðlaútreikningum og farseðlaútgáfu, góða enskukunnáttu, vera dugleg/ur, jákvæð/ur, hafa hlýlegt viðmót og þjónustulund. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Vinsamlega skilið umsóknum fyrir 10. sept- ember á aðalskrifstofu okkar í Austur- stræti 12, merktum: „Sölustarf". Samvinnuferöir - Landsýn Austurstæti 12. Heilsugæslustöðin, Húsavík, óskar að ráða hjúkrunarfræðing til afleysinga í 1 ár nú þegar eða eftir samkomulagi. Einnig er laus staða hjúkrunarfræðings til afleysinga í 1 ár frá 1. október nk. við Heilsu- gæslustöðina í Mývatnssveit. Uppýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í símum 96-41333 og 96-41855. Heilsugæslustöðin, Húsavík. Standsetning nýrra bíla Karl eða kona Viljum ráða fáeina röska karla eða konur við standsetningu nýrra bíla. Þurfa að hafa bílpróf. Samviskusemi, relgusemi og stundvísi er áskilin. Upplýsingar gefur Hjálmar Sveinsson, verkstjóri, á staðnum. íslenska stálfélagið hf. endurvinnur brotajárn og framleiðir úr því gæðastál til útflutnings til fyrirtækja, sem vinna úr því stálvörur til notkunar í bygginga-, bíla- og vélaiðnaði. Vegna aukinna umsvifa leitum við að mönn- um í eftirtalin störf: Gæðastjóri í starfinu felst eftirtalið: Aðlaga fyrirtækið að notkun ISO 9002 kerfis. Yfirumsjón með rannsóknastofu. Greining á framleiðsluvandamálum (troubleshooting). Við leitum að manneskju sem hlotið hefur menntun í efnafræði, verkfræði, málmtækni eða svipuðum greinum. Nauðsynleg starfsþjálfun verður veitt. Upplýsingar um menntun og fyrri störf fylgir umsókn. Vélvirkjar/ járniðnaðarmenn til starfa við eftirlit og viðhald á vélum og tækj- um í verksmiðjunni. Unnið verður á vöktum. Kranamannr til starfa á brúkrana í stálbræðslunni. Unnið er á 12 tíma vöktum. Þungavinnuvéla- réttindi Iðnverkamenn með þungavinnuvélaréttindi til starfa á brotajárnssvæði. Unnið verður á 12 tíma vöktum. Iðnverkamenn Iðnverkamenn við slípun og bindingu barra. Unnið verður á 12 tíma vöktum. Bílstjóri Bílstjóra á sendibíl okkar. Reynsla í málmiðn- aði og þekking á þjónustuaðilum æskileg. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni, Brekkugötu 2, Hafnarfirði. Nánari upplýsingar veitir Eyrún Ingadóttir í síma 652960 frá kl. 10-12. ÍSLENSKA STÁLFÉLAGIÐ HF. ICELANDIC STEEL HF. Brekkugata 2, IS-220 Hafnarfjörður Verkamenn Okkur vantar verkamenn til starfa nú þegar á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu. Upplýsingar gefur starfsmannafulltrúi í síma 53999 milli kl. 13.00 og 17.00. HAGVIRKI Afgreiðsla íVirku Þurfum að bæta við okkur afgreiðslufólki eftir hádegi. Upplýsingar gefur Helgi í síma 678570. Veitingastaðurinn Vfir strikið Vantar starfsfólk á bari og í dyravörslu. Upplýsingar gefnar á staðnum í Ármúla 5 í kvöld frá kl. 19.00. Ritari framkvæmdastjóra Fyrirtæki á sviði kvikmynda- og auglýsinga- gerðar óskar eftir að ráða ritara framkvæmda- stjóra nú þegar eða eftir samkomulagi. í boði er áhugavert starf á skemmtilegum vinnu- stað og fjölþætt verkefni á sviði skrifstofuum- sjónar og markaðsmála. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merkt- ar: „Ábyrg - 7296“. Frá Fræðsluskrifstofu Austurlandsumdæmis Sálfræðingar Vegna forfalla er laus staða forstöðumanns sálfræðideildar skóla frá 1. okt. 1991 til 1. okt. 1992. Nánari upplýsingar hjá undirrituðum í síma 97-41211. Fræðslustjóri. Ert þú að leita að spennandi starfi? Ritara/telexstarf á ferðaskrifstof u Okkur vantar sem fyrst góðan ritara, sem sér um telex, símbréf, póst, ritfangalager o.fl. Viðkomandi þarf að hafa góða vélritunar- og tölvukunnáttu auk tungumálakunnáttu, vera dugleg/ur, jákvæð/ur, hafa gott viðmót og þjónustulund. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlega skilið umsóknum fyrir 10. sept- ember á aðalskrifstofu okkar í Austurstræti 12, merktum: „Ritari/telexstarf“. Samvinnuferðir-Landsýn Austurstæti 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.