Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 4
4 MORCUN&LAÐIÐ LAUGAKDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 Hitaveitan tekur erlent lán til að greiða skuldir STJÓRN veitustofnana Reykjavíkur tók í gær þá ákvörðun að leggja til við borgarráð að Hitaveita Reykjavíkur fái heimild til að taka erlent lán til þriggja ára að upphæð 450 milljónir króna til að greiða skuldir sínar við Rafmagnsveitu Reykjavíkur og borg- arsjóð. A fundinum var jafnframt ákveðið að mæla með því að haldið yrði áfram framkvæmdum við Perluna á Öskjuhlíð. Páll Gíslason, formaður stjómar veitustofnana, sagði að á fundin- um hefðu komið fram vonbrigði stjórnarmanna með hve kostnaður við Perluna á þessu ári hefði farið fram úr áætlun. Hins vegar hefði stjórnin ákveðið að mæla með því að framkvæmdum við húsið yrði haldið áfram, enda væri mikill hluti þeirra samningsbundinn og þau verk, sem ekki væru samning- ar um, kostuðu aðeins milli 15 og 20 milljónir króna. Stjómin samþykkti á fundinum ályktun vegna málsins, sem hljóð- ar svo: „Stjóm veitustofnana átel- ur, að kostnaður vegna Perlunnar í ár hefur farið svo langt fram úr áætlun. Þó er rétt að benda á, að í skýrslu hitaveitustjóra kemur fram, að hinn aukni kostnaður stafí aðallega af breytingum, sem gerðar hafa verið, einkum á veit- ingaaðstöðu, sem nú er ætluð fyr- ir allan þann mikla fjölda gesta, sem húsið sækir heim, í stað veit- ingastaðar fyrir fáa áður. Breyt- ingar eru allar til bóta og til þess fallnar að auka notagildi hússins og gera það aðgengilegra og meira aðlaðandi fyrir allan almenning.“ Að sögn Páls Gíslasonar kom fram á fundinum, að frá opnun Perlunnar hefðu komið um 16 þúsund matargestir á veitinga- staðinn á efstu hæðinni, milli 60 og 70 þúsund hefðu neytt veitinga á hæðinni þar fyrir neðan og um 4 þúsund manns hefðu komið þangað á sýningar. Til viðbótar hefðu milli 80 og 90 þúsund manns komið í húsið til þess að skoða það og njóta útsýnisins. Á fundinum í gær fjallaði stjórn veitustofnana einnig um vanda Hitaveitunnar vegna skulda við Rafmagnsveituna og borgarsjóð. Ákveðið var að leggja til við borg- arráð að fyrirtækið fengi að taka erlent lán að upphæð 450 milljón- ir króna til þriggja ára til að greiða þessar skuldir. Páll Gíslason segir að einnig hafí verið lagðar fram áætlanir um frestun þess að byggja ofan á hús fyrirtækisins við Grensásveg og frestun fram- kvæmda við birgðastöð þess, og samkvæmt áætlunum ætti að vera hægt að ná jafnvægi í rekstri á tveimur til þremur árum. VEÐUR I DAG kl. 12.00 Heimild: Veöurstofa Islantís (Byggt á veöurspá kf. 16.15 í geer) VEÐURHORFUR í DAG, 7. SEPTEMBER YFIRLIT: Fyrir suðsuðaustan land er víðáttumíkið, en heldur minnk- andi 1037 mb háþrýstisvæði en 1015 mb smálægð við Jan Mayen á austurleið. SPÁ Vestlæg eða suðvestlæg átt, hæg um landið sunnanvert en kaldi sums staðar norðanlands og á Vestfjörðum. Á Suðvestur- og Vesturlandi verður skýjað og þokuloft. Um austanvert landið og víða norðanlands verður léttskýjað, allt að 20 stiga hiti að degin- um en sums staðar svalt að næturlagi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG :Hæg suðvestlæg átt og fremur hlýtt, einkum á Suðaustur- og Austurlandi. Skýjað um vestanvert landið og líklega dálítil súld en bjart veður austanlands. HORFUR Á MÁNUDAG: Hægviðri og skýjað um mestallt land en víðast þurrt. Lítið eitt kólnandi í bili. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar • Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V Skúrir er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning 5EE Þoka / / / _____ Þokumóða Hálfskýjað * / * •> } •> Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * #_ 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 17 10 veður léttskýjað súld Bergen 11 skúr Helsinki 9 skúr Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Narssarssuaq 7 súld Nuuk 6 rlgning Parfs 20 skýjað Stokkhólmur 8 skúr Þórshöfn 13 léttskýjað Algarve 26 léttskýjað Arnsterdam 16 skýjað Barcelona 26 mistur Berlín 18 léttskýjað Chicago 26 léttskýjað Feneyjar 26 þokumóða Frankfurt 20 léttskýjað Glasgow 16 léttskýjað Hamborg 16 léttskýjað London 19 léttskýjað Los Angeles 22 alskýjað Lúxemborg 18 skýjað Madríd 23 skýjað Malaga 28 skýjað Mallorca 32 skýjað Montreal 24 skýjað NewYork vantar Orlando vantar París 19 skýjað Madeira 26 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Vín 15 súld Washington 30 skúr Winnipeg 17 léttskýjað \ Steingrímur Viktorsson blæs í póstlúðurinn þegar póstlestin lagði af stað úr Austurstræti. Ölfusárbrú 100 ára: Póstferð farin frá Reykjavík til Selfoss Selfossi. LAGT var af stað í póstferð frá Reykjavík áleiðis til Selfoss í gær. Ferðin er farin í tilefni af 100 ára vígsluafmæli Ölfusárbrú- ar. Aðalhátiðahöldin vegna afmælisins fara fram á morgun, sunnu- dag. Meðal gesta verður frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands.. Það var hestamannafélagið Sleipnir og Frímerkjaklúbbur Sel- foss sem stóðu fyrir póstferðinni og gáfu út sérprentuð umslög í tilefni hennar. Umslögin verða síðan stimpluð með sérstökum póststimpli sem verður í notkun I afgreiðslu Pósts og síma í Tryggvaskála á sunnudag þegar póstlestin kemur á Selfoss. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjómar Reykjavíkur, og Bryndís Brynjólfsdóttir, forseti bæjarstjórnar Selfoss, ávörpuðu póstana í upphafí ferðarinnar og óskuðu þeim góðrar ferðar austur fyrir fjall. Magnús gat þess að Reykjavík og Selfoss tengdust ótvírætt með brúarbyggingunni fyrir 100 árum, með betri sam- göngum og síðan hefði Tryggvi Gunnarsson verktaki við brú- arsmíðina 1891 verið bæjarfull- trúi í Reykjavík á sínum tíma. Síðan blés Steingrímur Viktors- son í póstlúðurinn og lestin hélt af stað. Með honum í för voru Ólafur Ólafsson og Guðjón Gunn- arsson. í dag kl 14.00 fer fram Brúar- hlaup á Selfossi, 5 km skemmti- skokk, 10 km óg 21 km hlaup ásamt 10 km hjólreiðum. Hlaupið hefst við Ölfusárbrú og endar á Tryggvatorgi. Grillveisla Hafnar hf. verður við lok hlaupsins. Þá fer síðasti heimaleikur Selfoss í knattspyrnu fram á Selfossvelli klukkan 16.00, kvikmynd um sögu Selfoss verður sýnd nokkr- um sinnum í samkomusal Sand- víkurskóla og í kvöld verður sér- stakur brúardansleikur hjá Hotel Selfoss. Sögusýning er og opin í Tryggvaskála kl 14—21.00 — Slg. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Slökkviliðsmenn og nágrannar við hreinsunarstörf í brunarústunum. Útihús á Vatnsholti brunnu til kaldra kola Selfossi. ÚTIHÚS á bænum Vatnsholti í Villingaholtshreppi gjöreyðilögðust af eldi í gærmorgun og allt sem í þeim var, m.a. ríflega 6 þúsund baggar af heyi. Eldsins varð vart um sexleytið en þá voru húsin alelda og þök failin. Engar skepnur voru í húsunum utan 20 hænur sem brunnu inni. Húsin voru brunatryggð en ekki er vitað um elds- upptök. Ljóst er að um stórtión er að ræða. ar-Útihúsin standa skammt frá íbúð- húsinu sem ekki var í neinni hættu vegna eldsins. Um var að ræða fjós, hlöðu og súrheysturn. Eftir brun- ann standa steinveggimir einir eft- ir, annað er brunnið. Heyið er ónýtt af eldi og vatni. Það var fólk á bæ í þriggja kíló- metra ijarlægð sem varð eldsins vart og lét íbúana og slökkviliðið vita. Slökkvilið frá Selfossi kom á staðinn rúmlega sex um morguninn en þá voru þökin fallin og húsin alelda. Greiðlega gekk að slökkva og komast fyrir eldinn. Páll Árnason bóndi í Vatnsholti sagðist gera ráð fyrir að byggja húsin upp aftur. Éjósið var nýtt undir hross en engin mjólkurfram- leiðsla er á bænum. „Það var heppi- legt að við vorum ekki á útreiðum í gærkvöldi því þá hefðu hross ver- ið sett inn í fjósið," sagði Páll. En hann er með hrossabúskap á jörð- inni og nokkur geldneyti sem voru úti þegar eldurinn kom upp. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.