Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 11
'MORGimKLftÐlÐ LAOGAfRDWGUtí 7. ,SfetJTBMÍER!7’ððl oil Er íslenska mennta- kerfíð of dýrt? eftir Kristínu Astgeirsdóttur Alla þessa öld hefur verið unnið að því að bætá og jafna lífskjör á íslandi. Hér hafa verið byggð upp skólakerfi og heilbrigðis- og trygg- ingakerfi, sem þrátt fyrir ýmsa galla eru með því besta sem þekk- ist í veröldinni. Það hefur kostað mikla baráttu, verkföll og samninga að koma þessu kerfi á fót og marg- ir eiga því líf sitt og velferð að launa. I orrahríð undanfarinna vikna hefur komið í ljós að þeir eru margir sem vilja vetja velferðar- kerfið gegn árásum fijálshyggjuafl- anna, en það þýðir auðvitað ekki að engu megi breyta. Velferðar- kerfi sem kostar jafn mikið og raun ber vitni þarf alltaf að vera í endur- skoðun til að það þjóni tilgangi sín- um sem best, en hann er auðvitað sá að aðstoða þá sem þurfa á að- stoð að halda. í kosningabaráttunni síðastliðið vor var gengið hart að frambjóðend- um Sjálfstæðisflokksins til að fá fram hver stefnumál flokksins yrðu á komandi kjörtímabili undir for- ystu nýs formanns. Fátt var um svör enda sú lína lögð að segja sem minnst. Skömmu eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð tóku ráð- herrarnir að reifa hugmyndir um þjónustugjöld, sem boða algjöra stefnubreytingu í rekstri hins ís- lenska velferðarkerfis. Kjósendum gafst ekki kostur á að taka afstöðu til þessara hugmynda, enda voru þær ekki nefndar á nafn áður en gengið var að kjörborðinu. Annars vegar er á ferð stefna sem mjög hefur átt upp á pallborð- ið hjá fijálshyggjumönnum þeim, sem dá Margréti Thatcher umfram aðrar konur og vilja draga sem mest úr þjónustu ríkisins. Hins veg- ar er verið að glíma við þá stað- reynd að velferðarkerfið dregur til sín æ meira fjármagn, sem hlýtur að vekja spurningar um, hvort fjár- magninu sé rétt varið, hvort ekki megi nýta það betur og jafnvel draga saman. Þjónusta sem stuðlar að jöfnuði Hugtakið velferðarkerfi nær í mínum huga yfir heilbrigðis- og tryggingakerfið ásamt skólakerf- inu. Með heilsugæslu, sem stendur öllum þegnunum jafnt til boða, tryggingum sem búa öllum ákveðið öryggi og sameiginlegu mennta- kerfi allra landsmanna er lagður grunnur að velferð einstaklinganna og ýtt undir jafnrétti þegnanna. Sem áður segir er okkar kerfi eng- an veginn fullkomið og má margt í því bæta, en grundvallarreglan á að vera sú, að þeir fái góða þjón- ustu, sem á henni þurfa að halda, að stuðlað sé að sem mestum jöfn- uði og að við stöndum sameiginlega undir þeim kostnaði, sem því fylgir að gæta velferðar bræðra okkar og systra. Þegar íslendingar fengu heima- stjórn 1904 hófst mikið framfara- skeið sem lýsti sér m.a. í því að menntun landsmanna tók stórstíg- um framförum. Lærði skólinn var gerður að almennum menntaskóla, Háskóli íslands var stofnaður og komið var á fræðsluskyldu 10-14 ára barna. Öllum sveitarfélögum sem áttu þess kost var gert skylt að halda skóla fyrir börn og fengu til þess styrk úr landssjóði. í kjölfar- ið fylgdi stofnun Kennaraskóla ís- lands enda varð þetta tvennt að fara saman. Þegar frumvarpið um fræðslu barna var til umræðu 1905 og 1907 var nokkuð um það rætt hvort námið ætti að vera nemendum að kostnaðarlaustu í „frískóla" eða hvort það ætti að vera á ábyrgð foreldra sem fyrr. Er nokkru fé betur varið? í ræðu Guðmundar Björnssonar læknis á þingi 1907 kemur fram að þá starfaði einn barnaskóli í Reykjavík og var tekið skólagjald af nemendum sem nam alls 5.000 kr. en kostnaðurinn við rekstur skólans var þá 17.000 kr. í skólan- um voru 456 nemendur en af þeim greiddu aðeins 180 fullt gjald, 106 greiddu hálft, 50 börn nutu styrks úr Thorkillisjóði (sem stofnaður var á 18. öld fátækum nemendum til styrktar), en afgangurinn fékk skólagjöld felld niður sökum fá- tæktar. Á sama tíma voru 822 börn á skólaskyldualdri í Reykjavíkurbæ (þ.e. 10-14 ára). Mönnum var ljóst hve mikil þörf var á bættri menntun þjóðarinnar, en jafnframt hve landsmenn stóðu misjafnlega að vígi og að ef landssjóður kæmi ekki til skjalanna yrði ekki um neitt jafn- rétti þejgnanna í menntamálum að ræða. I nefndaráliti neðri deildar segir: „Frumvarp stjórnarinnar er byggt á þeirri grundvallarsetningu, að þjóðfélaginu sje skylt að sjá um, að hvert einasta barn þjóðarinnar eigi kost á að njóta þeirrar mentun- ar, sem nauðsynleg er talin hverjum manni.“ I umræðunum sagði Guð- mundur Björnsson læknir: „Er nokkru fje betur varið á fjárlögum en því, sem varið er til að mennta hina ungu og uppvaxandi kynslóð? Svarið verður sjálfsagt: nei og apt- ur nei.“ Þessa skoðun Guðmundar og álit neðri deildar Alþingis tel ég vera enn í fullu gildi. Fræðslulögin voru samþykkt og „frískólum“ komið á smátt og smátt um land allt. Þarna var um róttæka breytingu að ræða í íhaldssömu og fátæku samfélagi enda fannst mörgum að verið væri að svipta sveitarfélögin frelsi og eflaust að um óþarfa umstang væri að ræða. Þeim svaraði Hannes Hafstein ráð- herra á þennan veg: „Jeg fæ ekki skilið, að það sje neitt ófrelsi, sem orð sje á gjörandi, þótt þeir, sem ekki geta veitt börnum sínum lög- boðna fræðslu, sjeu skyldaðir til að þola, að þeim sje kennt ókeypis á almannakostnað dálítinn tíma af árinu". Nemendur standa ekki undir rekstri Frá 1907 hefur sú regla verið í gildi að skyldunám væri nemendum að kostnaðarlausu og að ríkið greiddi kennslu og sæi um skóla- húsnæði á framhalds- og háskóla- stigi. Skattgreiðendur standa sam- eiginlega undir skólakerfmu og þar eiga allir seturétt sem á annað borð ráða við skólagöngu. Skólagjöld í þeim skilningi að nemendur standi straum af rekstri skólanna hafa ekki verið innheimt frá 1907. Einu undantekningarnar i íslensku skóla- kerfi er að fínna í sérskólum, full- orðinsfræðslu og svokölluðum eink- askólum. í umræðum undanfarinna daga hefur verið látið að því liggja að hér séu til skólagjöld og því sé að- eins um að ræða hækkun eða þak á þau. Þetta er alrangt. í framhalds- skólum landsins er innheimt innrit- unargjald, mismunandi hátt sem rennur að mestu leyti til nemenda- félaganna og er ætlað að standa undir kostnaði við félagslíf, skóla- blöð o.fl. í þeim skóla sem ég þekki best til, Kvennaskólanum í Reykja- vík, er nú í haust innheimt 9.000 kr. gjald. Af því fara 1.000 kr. í leikhúsmiða sem þannig er greiddur fyrirfram, 4.000 kr. renna til nem- endafélagsins og 4.000 kr. fara í svokallaðan pappíresjóð, sem að mestu er nýttur í þágu nemenda. Eg veit að málum er skipað á líkan hátt í öðrum framhaldsskólum, þannig að það er fjarri lagi að nem- endur standi á nokkurn hátt undir rekstri skólanna. í Háskóla íslands eru innheimtar 7.700 kr. á nem- anda. Renna 5.700 kr. til stúdenta og skiptist upphæðin þannig að 43% fara til Stúdentaráðs en 57% til Félagsstofnunar stúdenta. Pappíre- gjald nemur 2.000 kr., en gegn því fá stúdentar kennsluskrá, stúd- entapassa, myndatöku og þau vott- orð sem þeir þurfa á að halda. Sem sagt sama sagan, stúdentar standa ekki á nokkurn hátt undir rekstri Háskóla íslands fremur en annarra ríkisháskóla. Einu dæmin um skóla- gjöld eru þar sem fullorðinsfræðsla á í hlut svo sem í öldungadeildum en þar greiða nemendur þriðjung kostnaðarins (11.000 kr. á þessu hausti í Menntaskólanum við Hamrahlíð). í sérskólum t.d. tónlist- arskólum, dansskólum, námsflokk- um og einkaskólum tíðkast skóla- gjöld, t.d. í Verslunarskóla íslands, sem er stórlega ríkisstyrktur, en tekur af nemendum sínum í dag- skóla 37.000 kr.gjald yfír veturinn. Skólakerfið þarf meira fé Á undanförnum áratugum hafa þjóðir Norðurlanda notið virðingar Kristín Ástgeirsdóttir „Það er ekki hægt að segja að skólakerfíð í heild sé of dýrt, en það eru á því gallar, sem kosta mikið. Ég held til dæmis að það kröfu- leysi sem einkennir ís- lenska grunnskóla, þar sem enginn þarf lengur að standast neinar lág- markskröfur, geri framhaldsskólana mun dýrari en nauðsynlegt væri.“ sem þau samfélög sem bjóða þegn- um sínum upp á hvað best kjör, mest jafnrétti og mest félagslegt öryggi. Stjórnmálamenn á Norður- löndum virðast komnir á þá skoðun að lengra verði ekki gengið, sam- félgið geti ekki staðið undir sívax- andi kröfum og kerfið sé jafnvel farið að vinna gegn tilgangi sínum. Menn beina mjög sjónum að trygg- ingakerfínu, en hvergi hef ég heyrt minnst á skólagjöld líkt og hér, þar hafa Norðurlöndin valið þá leið að takmarka aðgang að háskólanámi, en gætt þess um leið að bjóða upp á fjölbreytt starfsnám. Um allan hinn vestræna heim fer fram mikil umræða um skóla og skólastefnu, enda er sú skoðun ríkjandi að gott menntakerfi sé gi’undvöllur fram- fara í atvinnulífi og menningu. Bandaríkjamenn eru t.d. að stór- auka framlög til skóla enda víða alvarleg teikn á lofti í því víðlenda ríki og ólæsi vaxandi. Hér á landi kveður Morgunblaðið upp úr um það (1. sept. sl.) að skóla- kerfíð sé of dýrt. Á hvaða mæli- kvarða er mælt? Allir þeir sem til þekkja vita að það hefur verið svelt um árabil. Þótt víða sé unnið gott starf má finna skólabyggingar í niðumíðslu. Tækjakostur er af skornum skammti og skólarnir víða troðfullir af nemendum, að ekki sé minnst á laun kennara á hvaða skólastigi sem er, sem eru til skammar. Það er ekki hægt að segja að skólakerfið í heild sé of dýrt, en það eru á því gallar, sem kosta mikið. Ég held til dæmis að það kröfuieysi sem einkennir ís- lenska grunnskóla, þar sem enginn þarf lengur að standast neinar lág- markskröfur, geri framhaldsskól- ana mun dýrari en nauðsynlegt væri. Ég held líka að menntamála- ráðherra hafi verið að stöðva tilraun í Menntaskólanum í Hamrahlíð, sem leitt hefði til verulegs sparnaðar. Það kostar ekkert smáræði að láta stóran hóp nemenda endurtaka sömu áfangana aftur og aftur, ef ekki námsefni heils vetrar. Það kostar líka mikið að taka við öllum nemendum með stúdentspróf inn í Háskóla Islands, enda löngu tíma- bært að sá skóli fái heimild til að skilgreina þær kröfur sem hann gerir til náms í hinum ýmsu grein- um, þannig að nemendur viti að hveiju þeir ganga. Mín niðurstaða er sú að það þurfi að auka framlög til skólakerfisins og bæta náms- framboð einkum í starfsnámi, hvort sem lokaprófið heitir stúdentspróf eða eitthvað annað. Fínir skólar og ófínir Við Kvennalistakonur erum al- farið á móti skólagjöldum og viljum halda í þá grundvallarreglu „að þjóðfélaginu sé skylt að sjá um, að hvert einasta barn þjóðarinnar eigi kost á að njóta þeirrar menntunar, sem nauðsynleg er talin hveijum manni“. Okkar er að skilgreina hvað telst nauðsynleg menntun, hún er ekki sú sama fyrir alla. Ef tilgangur skólagjalda er sá að gera fólk meðvitað um að mennt- un kostar peninga, meira að segja mikla peninga, er hægt að gera það á annan hátt en með þjónustugjöld- um. Ef tilgangurinn er- sá að ná í aukið fé til skólakerfisins verð ég að segja að þær hugmyndir sem nefndar hafa verið skila ekki miklu í ríkissjóð. Það má ná í peninga eftir öðrum leiðum, svo sem með skatti á fjármagnstekjur, hátekju- skatti, auknu skattaeftirliti o.fl. Ég get tekið undir það sjónarmið að þeir eigi að greiða fyrir þjónustu sem njóta hennar, en það á hvorki við um almenna menntun sem ein- faldlega er fjöregg þjóðarinnar né um heilbrigðiskerfið þar sem sjúk- um og öldruðum er sinnt. Þar dreg ég mörkin. Ég óttast að skólagjöld hefðu víðtækari afleiðingar en menn gera sér grein fýrir. Hópur fólks yrði settur í þá stöðu að þurfa að sækja um niðurfellingu og styrki vegna efnaleysis líkt og gerðist á 19. öld- inni, sú afturför er ekki æskileg. Þá vaknar sú spurning hvaða áhrif skólagjöld hefðu á sókn nemenda á annað nám eins og tónlistarnám, ballett, íþróttir o.fl. Það eru tak- mörk fyrir því hve mikinn kostnað barnafjölskyldur geta borið. Með skólagjöldum. yrði farið að flokka nemendur eftir þeim sem geta borg- að og ekki borgað og er fram í sækti í skóla með há og lág skóla- gjöld líkt og tíðkast í Bandaríkjun- um. Við fengjum fína skóla og ófína og þar með vaxandi stéttaskiptingu líkt og þekkist í Bretlandi. Er það kannski tilgangurinn, þegar allt kemur til alls? Hér eru á ferð 19. aldar fyrirbæri eins og ftjálshyggj- an sem ekki eiga heima í þeim nútímasamfélögum sem stefna að réttlæti og jöfnuði þegnanna. Höfundur er þingmaður Kvennalistans í Reykjavík. Mercedes-Benz Sýnum MERCEDES BENZ 200 E', 500 E, 500 SL og 500 SE laugardag og sunnudag frá kl. 12 -16 í nýjum sýningarsal okkar að Skúlagötu 59. Notið þetta einstaka tækifæri til að skoða það besta frá virtasta bifreiðaframleiðanda heims. Verið velkomin !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.