Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 37
reei aaaMsmas n íiuc^u^yary iuairJtni::>a<ion MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Kennarabraut • Macintosh © <%> Ritvlnnsla, gagnasöfnun, töflurelknir og stýrikerfl. Sérsnlöin námskelö fyrir kennaral Þessir hringdu . .. Þorri er týndur Þorri er 6 ára svartur og hvítur fressköttur, gæfur að skaplyndi. Kötturinn er eyrnamerktur Y- 7014. Síðast er vitað um ferðir Þorra 28. ágúst í Ártúnshverfinu, við Stangarhyl og nágrenni. Þeir sem orðið hafa varir við köttinn Þorra, eða geta veitt einhveijar upplýsingar um ferðir hans eða viðveru, eru vinsamlega beðnir um að hringja í síma 42016. Kassavanir kettlingar Tvær 8 vikna kassavanar læður vantar heimili og fást gefins. Kettl- ingarnir eru skapgóðir og fallegir á feldinn með litaafbrigði þriggja lita a.m.k. En nánari upplýsingar eru gefnar í síma 33901. Högninn Ljóni Högninn Ljóni hefur verið týnd- ur síðan 2. september síðastliðinn. Ljóni er gulbröndóttur með hvíta bringu og fætur. Kisi var ekki með hálsól en eyrnamerktur, T-9058. Ljóni er frekar smávaxinn en getur bætt það upp með háu mjálmi. Ef einhver hefur orðið Ljóna var eða getur sagt af hans örlögum — góð- um eða illum — er sá hinn sami beðinn að hafa sambandi við áhyggjufulla aðstandendur Ljóna í símum 681988 og 626265. „Lousy“ Húsmóðir í austurbænum hringdi og taldi að nokkrar misfell- ur væru í rekstri á veitingastaðnum „Perlunni" á Öskjuhlíð. Að hennar sögn: „Þjónustan alveg á núlli.“ Þegar hún fór með manni sínum í kaffiteríuna á neðri hæðinni hafði afgreiðslan verið með endemum hæg og eiginmanninum segði kaff- ið vera ódrekkandi. Konunni þótti grátlegt og leitt að þurfa að rekja slíkar harmatölur frá stað sem ætti að vera stolt og gleði Reykvík- inga. En fleiri hefðu þessa reynslu, það hefði verið sárt að heyra það þann vitnisburð frá vinafólki af landsbyggðinni að „Perlan" væri „lousy“. Læðan Júní Lýst er eftir læðunni Júní. Júní er rúmlega ársgömul, fædd í sam- nefndum mánuði í fyn-a. Kisan er grá á lit og ómerkt. Hún hvarf frá heimili sínu 5. september síðastlið- inn. Allir þeir sem geta veitt upp- lýsingar um ferðir, viðveru eða út- legu þessarar kisu eni beðnir um að hringja í síma 685615. Týnt úr Svart og gyllt karlmannsúr af gerðinni Carl Lagerfeld týndist á skemmtistaðnum Casablanca. Tjón þetta og eignamissir mun hafa orð- ið 6. eða 7 september, föstudags- kvöld eða aðfaranótt laugardags. Heiðarlegur finnandi er beðinn að hringja í Viktor í síma 656233. Fundarlaun. Ný spariskírteini? Eigandi spariskírteina ríkissjóðs hringdi vegna auglýsinga frá Seðlabanka Islands á spariskírtein- um. Spariskírteinaeigandinn spyr: Hversu lengi eftir útgáfudag spari- skírteina teljast skírteinin vera „ný spariskírteini? Eru 8-9 mánaða spariskírteini „ný“? Fyrirspyrjandi óskar eftir því að svar Seðlabank- ans verði birt í dálkum Velvakanda. *<? Grensásvegi 16 - flmm ár í forystu Tðlvu- og verkfrœölþjónustan Slasgow/ Lægsta verðið í dag Kr. 25.500,- [EBflAMIflSIiÍfllN Brottför i september, októberog nóvember. Gist á hinu vinsæla Hospitality Inn. AUSTURSTRÆTl 17 - SM 622200 Blomberq ■■■■■■■■■^^■■^■■■■■■■^0 Nýöld og kristin trú II Svar við greininni „Kristin trú og nýöld“ eftir Guðbjörgu Þórisdóttur Mér þykir vænt um að farin er af stað umræða um mismunandi af- stöðu til nýaldar og kristinnar trúar. Af einhveijum ástæðum hefur þess- um straumum lent saman, án þess að ég hafi ætlað mér það, og eflaust margir fleiri. Svo virðist sem margir kristnir-menn, þá væntanlega mjög sannir og einarðir í sinni trú, hafi espast upp við hinn mikla áhuga al- mennings fyrir nýöldinni og því sem hún hefur upp á að bjóða. Svo virðist sem þeir hafi hreint og beint áhyggjur af því að við þess- ir nýaldarmenn, séum að stefna þjóð- inni í voða og afvegaleiða hana í myrkustu stig sálarlífsins, frá guði, frá kristni og beint til glötunar. Mér þætti mjög athyglisvert ef slíkt gerð- ist, því það er alls ekki ætlun okkar. Miklu frekar er hér um að ræða mjög athyglisverðan alþjóðlegan menningarstraum fyrir betra lífi, þar sem fjölmargir aðilar um allan heim gera sér grein fyrir að mannkynið allt sem slíkt hefur tækifæri til að sigla frá kæfandi efnishyggju yfir í gullöld andlegrar ræktar, þar sem öllum er gert jafnrétthátt undir höfði, með engri undantekningu. Ég álít að Afríkubúi, Englending- ur, Grikki eða ítali hafí sama rétt til ræktunar og allir aðrir menn á jörð. Trú, litarháttur, þjóðerni og hvað annað á þar ekki að skipta máli. Varðandi kristni er rætt um það meðal nýaldarsinna að endurkoma Krists hér á jörð getið orðið með þeim hætti að í þetta sinn komi hann í gegnum vitund manna, en ekki sem einstaklingur. Þannig að þeir sem iðka kristna trú í sannleika finni hann í hjarta sínu en ekki endilega að hann birtist meðal okkar. Sé hægt að finna hann í hjarta sínu er ekki endilega nauðsynlegt að lesa um hann í hinni heilögu ritningu, heldur allt eins í hljóðlátri íhugun eða bæn. Margir einstaklingar vilja end- urnýja nálgun á því hvernig þeir nálgast Jesú Krist og vitund hans. Þeim virðist ekki henta gamlir prest- ar, bergmálandi kirkjur eða æstir trúarsöfnuðir; heldur einhverskonar heilbrigð skynsemi í að rækta sína trú. Ég styð þessa einstaklinga heils- hugar, því ég er einn af slíkum. Ég verð að segja að ég sætti mig ekki við neitt annað en að guð búi hið innra með sérhveiju mannsbarni hér á jörð. Annað getur ekki verið. Guð býr alls staðar og í öllu. Einnig okkur. Því þurfum við ekki að leita út fyrir okkur til að leita hans, hann býr í okkur. Þess vegna er markmið- ið eining, milli guðs hið innra sem hið innra. Ekki að deila um hvoru megin hann býr. Eg álít einnig að guð sé handan við einhveija Biblíu sem rituð er af einhveijum gyðingum í austurlönd- um nær. Hann býr alls staðar og í öllu og því er hin heilaga ritning líf- ið sjálft. Jafnt fyrir alla menn, alls staðar. Rafn Geirdal jJjjjj Einar Farestvelt&Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 Blomberg eldunartækin hlutu hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF*' hönnunarverðlaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Enginn býður nú meira úrval af innbyggingartækjum í sam- ræmdu útliti en Blomberg I Komdu til okkar og kynnstu Blomberg af eigin raun, hringdu eða skrifaðu og fáðu sendan 60 slðna litprentaðan bækling á (s- lensku. JVYI GITARSKOLIIVIV HÓLMASELI 4-6, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 73452 Jón Elvar Hafsteinsson, Sigurður Kristinsson, Birgir Bragason, Þórður Árnason, Pétur Pótursson, Gunnar Jónsson, Guðmundur Pétursson, Eiður Árnason, Björn Thoroddsen, Kristinn R. Kristinsson, Friörik Karlsson, Torfi Ólafsson. Innritun á haustnámskeið fer fram dagana 11. til 20. sept. í síma 73452 og á staðnum milli kl. 17.00 og 22.00. Skipuleggjendur námsefnis eru Björn Thoroddsen og Friðrik Karlsson. Að þessu sinni verður boðið upp á kennslu í eftirfarandi: ROKK - BLÚS - HEAVY METAL - JASS - DÆGUR- OG ÞJÓÐLAGAGÍTARLEIK. Auk þess verður nú í fyrsta sinn boðið upp á kennslu ( öllum stíltegundum rafbassaleiks. Einnig munum við í vetur bjóða upp é fyrirlestra um ýmsar tegundir gítarleiks, svo sem Speed Soloing (hraði/tækni), Studio gítarleik, uppbyggingu gítarsólóa, þróun rafgítarsins. ★ 12 vikna námskeið. ★ Studíóupptaka í lok námskeiðs. ★ Undirbúningsnóm fyrir FÍH. ★ Bandarískur gítarsnillingur heimsækir skólann. ★ Reglulegir nemendatónleikar. 73452 73452 c^RIFBO Hf, Fyrir skólafólk Skrifborð nr. 56 120x48 kr. 8,730 Skrifborð nr. 54 110 x 48 kr. 5,960,- BAÐAR STÆRÐIR TILI HVITU OG FURULIT Mikið úrval af húsgögnum fyrir skólafólk á öllum aldri BÍLDSHÖFÐA 20 • 112 REYKJAVÍK • SÍMI 91-681199 • FAX 91-673511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.