Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 23 Þórður Pálsson „Ólafur G. Einarsson sýndi mikið hugrekki í lánasjóðsmálinu. Nú vænti ég þess að hann sýni það líká í fjölmiðla- málum.“ ekki keyptu Helgarpóstinn sáluga, vegna þess að þeim þótt trúverðug- leika og siðferði hans ábótavatnt, ei-u í dag neyddir til að styrkja ri- stjóra hans tvo, því annar vinnur á RÚV en hinn á flokksmálgagni. Það er ekki nóg með að RÚV og flokks- blöðin séu lítt næm fyrir aðhaldi neytenda heldur gera þessir fjölmið- ar öðrum fjölmiðlum mun erfiðara fyrir að komast út á markaðinn, því þeir sem fyrir eru njóta niður- greiðslna úr vösum skattgreiðenda. Og heldur einhver að fjölmilarnir séu í stakk búnir til að veita ríkinu nauðsynlegt aðhald, þegar ríkið nið- urgreiðir þá eða setur pólitíska gæðinga í nefndir yfir þá? Ólafur G. Einarsson sýndi mikið hugrekki í lánasjóðsmálinu. Nú vænti ég þess að hann sýni það líka í fjölmiðlamálum. Hann þarf að: 1) Leggja niður útvarpsréttarnefnd. 2) Hætta styrkjum til blaða og stjórnmálaflokka. 3) Selja RÚV. Fijáls skoðanamyndun er for- senda lýðræðis. Fjölmiðlarnir eiga að veita ríkinu aðhald en til að geta sinnit því þurfa þeir að vera ríkinu óháðir. Höfundur leggur stund á heimspeki við Háskóla Islands. Glæsilegur haustfatnaður Stærðir 42-56 Háaleitisbraut og Borgarkringlunni * Arsfundur Norræna markaðshópsins INTER-COOP, „Norræni markaðshópurinn", heldur ársfund sinn í Reykjavík 18. og 19. september nk. Þetta er í fyrsta sinn sem hópur- inn heldur fundinn hér. Gestgjafar að þessu sinni eru Sambandið og Mikligarður hf. Inter-COOP var stofnað 1971 og er samtök peytendasamvinnufélaga í Evrópu, ísrael og Japan. Eitt af verkefnum Inter-COOP er að miðla af reynslu sinni og þekkingu til fé- laganna í hópnum. Hluti af þessu starfi er unninn af Norræna mark- aðshópnum, en í honum eru mark- aðsstjórar norrænu félaganna í Int- er-COOP. Fulltrúar félaganna í Norræna markaðshópnum hittast árlega til þess að ræða þau markaðsmál sem eru efst á baugi og skiptast á upplýs- ingum um stöðu og þróun markaðs- og skipulagsmála í viðkomandi lönd- um. Meðal efnis á fundinum nú er skýrsla um stöðu smásöluverslunar á Islandi og niðurstöður rannsóknar á beinni markaðssókn sem beint var að heimilum samvinnumanna í Finn- landi. Hópurinn mun einnig ræða efnið „Smásöluverslun framtíðarinn- ar frá norrænum sjónarhóli." Þá munu fundarmenn fara í kynnisferð- ir í smásöluverslanir á Stór-Reykja- víkursvæðinu. ■ KENNSLA hefst hjá Rúnu Gísladóttur listmálara og mynd- ■menntakennara í síðustu viku í september. Rúna hefur um sex ára skeið haldið myndlistarnámskeið þar sem hún leiðbeinir áhugasöm- um frístundamálurum ásamt þeim sem hyggjast leggja á myndlistar- brautina. Teiknun og myndvefnað- ur voru á stundaskrá hjá henni framan af ásamt málun en síðari árin hefur hún lagt aðaláherslu á kennslu í málun, enda er sérmennt- un hennar á því sviði. Nemendur Rúnu eru á öllum aldri, en kennslu- skráin er byggð upp með fullorðna nemendur í huga. Þeir eru ýmist algjörir byijendur eða fólk sem hef- ur sótt sér kennslu áður. Einnig sækja nemendur sem árum saman hafa unnið sjálfstætt en vantar stuðning og langar til að kynnast öðrum sem áhuga hafa á myndlistinni. Kennt er í hópum, 6-10 saman, og stendur innritun yfír þessa dagana. Kennslustaður er vinnustofa listamannsins á Sef- braut 11, Seltjarnarnesi. (Frcttatilkynning) ■ HALDIÐ verður námskeið í skapandi listþjálfun fyrir börn og fullorðna á haustönn 1991. í list- þjálfun tjá þátttakendur tilfinningar sínar og hugsan- ir í máli og myndum. Áhersla er lögð á að hver einstakl- ingur komist í snertingu við sköpunargáfu sína og njóti þess að skapa. Ymis listform eru not- uð: Teikning, leir, málun, gifs o.fl. Þátttakendur þurfa ekki að hafa tæknilega færni í listum. Leiðbein- andi á násmkeiðunum eru Unnur Ottarsdóttir sem er listþjálfí (art therapist) og kennari að mennt. Unnur Óttarsdóttir BILIÐ * s Þar sem velferðarkerfínu sleppir taka Sjóvá-Almennar við og tryggja fjárhagstöðu þína ef starfsorkan skerðist af völdum slyss eða veikinda. Kynntu þér málið. % & \ KRINGLUNNI 5 • SÍMI 692500 VÁTRYGGING SENI BRÚAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.