Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 Morgunblaðið/Rúnar Þór Haustið heldur innreið sína Þegar sumri hallar og kólnar í veðri eru hlífðarfötin og húfurnar teknar fram, eins og sjá má á þessum börnum sem ljósmyndari Morgunblaðsins myndaði á einum af leikvöllum bæjarins. Svipuð hótelnýt- ing og síðasta ár FJÖLDI gistinátta hefur verið svipaður á hótelum á Akureyri í sumar og í fyrrasumar. Júlímánuður var nokkru lakari en áður en í ágúst var nýting betri. Bókanir skiluðu sér misvel. Lausaumferð ferðamanna og veitingasala í tengslum við hana var á flestum hótelum minni en verið hefur. Hátt verð á mat og veitingum er talið standa ferðamálum á Islandi fyrir þrifum. Gunnar Karlsson, hótelstjóri á Hótel KEA sagðist ekki geta kvart- að undan sumrinu. Gistinýting á hótelinu á sumarmánuðunum þremur, júní, júlí og ágúst, hefði verið ágæt. Júlí hefði verið nokkru slakari en í fyrra, en þá hefði að vísu verið metár. Ágúst hefði hins vegar komið betur út en áður. Á hótelinu væru útseld gistiherbergi á Hótel KEA frá áramótum til ágústloka 7,8% fleiri en á síðasta ári. Gunnar sagði að hótelið treysti sífellt í minna mæli á lausagist- ingu, reksturinn byggðist mest á föstum bókunum og þær hefðu skilað sér mjög vel. Hins vegar hefði þeSs orðið áberandi vart að umferð hefði verið mun minni en í fyrra þegar mið væri tekið af veitingasölu. í sumar hefði þessi umferð verið minni en áður, ekki síst vegna þess hve veður hefði verið gott víða um land og íslend- ingar af þeim sökum ferðast minna en ella. Veður réði ferðamanna- straumi Islendinga, en meginíjöidi ferðamanna á hótelum væru út- lendingar í skipulögðum hópferð- uðu við væntanlegan gestafjölda, en þegar til kastanna kæmi yrðu alltaf einhverjar leiðréttingar og breytingar. Rafn sagðist hafa orðið þess mjög var hjá gestum að þeim blöskraði verð á mat og veitingum á íslandi og að hans dómi stæði þetta verðlag ferðaþjónustu á ís- landi stórlega fyrir þrifum. Snæbjörn Vilhjálmsson á Hótel Stefaníu sagði að þar hefði orðið nokkur aukning frá í fyrra. Að vísu hefðu bókanir hópa frá ferða- skrifstofum brugðist óvenjumikið en hins vegar hefði lausaumferð verið miklu meiri en búast hefði mátt við. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar: Rekstri rækjuverksmiðju um. Guðrún Gunnarsdóttir, hótel- stjóri á Hótel Norðurlandi, sagði sumarið í heild ekki lélegra en í fyrra. Búist hefði verið við tölu- verðri aukningu, en hún hefði ekki skilað sér. Bókanir hópa hefðu í vor verið gífurlega miklar en þegar leið að ferðamannatímanum hefðu afbókanir streymt að. Útlendingar hefðu í stórum stíl hætt við að koma til landsins. Guðrún sagðist hafa rætt við ferðaskrifstofur er- lendis og þar fengið þær upplýsing- ar að fólk hefði verið hrætt við að hreyfa sig og ferðast, jafnvel inn- anlands. Það virtist eiga jafnt við sum Breta, Þjóðveija, Frakka og ítali. Guðrún sagði að gestir á hótel- inu væru á sumrin að mestu út- lendingar í hópum en á vetuma væri mest um Islendinga að ræða. Rafn Kjartansson, hótelstjóri á Hótel Eddu, sagði að þar hefði gistinýting verið mjög svipuð og í fyrra, en nýting miðað við verð- bólgu væri lakari en á síðasta ári. Slakastir hefðu verið nokkrir góð- viðrisdagar í júlí. Ágúst hefði hins vegar reynst dijúgur. Hann sagði að rúmlega helmingur gesta væru útlendingar og ekki hefði orðið vart afbókana umfram það sem venjulegt mætti telja. Ferðaskrif- ^stofur létu bóka fyrirfram og mið- hætt og hún tekin niður REKSTRI rækjuverksmiðju í Ólafsfirði hefur verið hætt og hún tek- in niður. Fáist viðunandi tilboð verður hún seld, en að öðru leyti hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvað við hana verður gert. Rækjuvinnsla hefur ekki verið í gangi í Ólafsfirði frá því í nóvember á siðasta ári. Aukin áhersla verður lögð á að vinna frystan fisk hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar í framtíðinni. Auk frystihúss og rækju- verksmiðju hefur HÓ einnig rekið loðnuverksmiðju og svo verður einnig áfram. Rækjuverksmiðjan var sett upp fyrir nokkrum árum í frystihús Magnúsar Gamalíelssonar hf., en við sameiningu frystihúsanna í Ólafsfirði fyrir tveimur árum var hún seld til Hraðfrystihúss Ólafs- fjarðar. Verksmiðjan var nánast ný, hafði tvær pillunarvélar og þar störfuðu um tuttugu manns þegar best lét. Ólafsfjarðarbátar hafa um 800 tonna rækjukvóta, en auk þess var unnin í verksmiðjunni innflutt rækja. Rækjuvinnsla var þó ekki stöðug í verksmiðjunni árið um kring. Jóhann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar sagði að rækja hefði ekki verið unnin í verksmiðjunni frá því í nóvember á síðasta ári og því ylli einkum lágt verð. Hið lága verð sem fengist hefur fyrir rækju und- anfarin misseri sem og að fyrirtæk- ið á engan rækjukvóta skiptu mestu um að ákveðið var að hætta rekstri verksmiðjunnar og taka hana niður. Heimabátar hafa verið í viðskiptum við rækjuverksmiðjuna, en Jóhann sagði að nú hefði vinnslan í auknum mæli færst út á sjó, sem einnig hefði haft áhrif á þá ákvörðun að hætta starfsemi hennar. Jóhann sagði að áherslubreyting- ar yrðu í rekstri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar og yrði í framtíðinni aukin áhersla lögð á frystingu, en í húsakynnum rækjuverskmiðunnar verður sett upp flæðilína, sem vænt- anlega verður komin í notkun fyrir jól. Skerðing aflaheimilda á þessu kvótaári hefur í för með sér að Hraðfrystihús Ólafsfjarðar fær að líkindum um 10-12% minni afla en að jafnaði áður og sagði Jóhann að þeirri skerðingu yrði mætt með auknum kvótakaupum sem og lengri fríum. Fyrirsjáanlegt væri að jólafrí starfsmanna yrði í lengra lagi og eflaust yrði einnig lokað vegna sumarleyfa næsta sumar. „Þessari skerðingu verðum við að mæta með því að auka verðmæti hráefnisins og uppsetning flæðilín- unnar er einn liður í því,“ sagði Jóhann. Hraðfiystihús Ólafsijarðar hefur rekið loðnuverksmiðju samhliða frystihúsinum og rækjuverksmiðj- unni og sagði Jóhann að engin áform væru uppi um að hætta þeim rekstri. „Við ætlum okkur að vera áfram með í þeim slag. Það hafa verið brædd bein í verksmiðjunni að undanförnu og gengið ágætlega þar.“ Ók á rúmlega eitt hundr- að km hraða innanbæjar UNGUR ökumaður tvöfaldaði leyfilegan hámarkshraða er hann ók bifreið sinni um Þór- unnarstræti, en hann mældist á rúmlega 100 kílómetra hraða. Nokkrir voru teknir fyrir of hraðan akstur á Akúreyri um helgina, en ökumaðurinn ungi ók sýnu hraðast, á rúmlega 100 kíló- metra hraða innanbæjar. Hann var sviptur ökuleyfi á staðnum. Þá var einn tekinn fyrir meinta ölvun við akstur um helgina og fjórir gistu fangageymslur lög- reglunnar. Bíll valt út af veginum skammt vestan við Bakkasel á Öxnadals- heiði, en tilkynnt var um óhappið til lögreglunnar á Akureyri kl. rúmlega 7 á laugardagsmorgun. Ökumaður var einn á ferð og slapp ómeiddur, en bifreiðin skemmdist talsvert. • • / Oryrkjabandalag Islands: Ferðum strætis- vagna verði fjölgað ;Á FUNDI stjórnar Öryrkjaband- alags Islands sem haldinn var 10. september sl. var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Stjórn Öryrkjabandalags ís- Iánds beinir þeim eindregnu tilmæl- um til borgarstjórnar Reykjavíkur að fjölgað verði ferðum strætis- vagna frá því sem nú er. Sú ákvörð- un að fækka ferðum vagnanna um vetrarmánuðina stríðir gegn hags- munum fjölda öryrkja, aldraðra, barna og skólafólks sem eiga engra annarra kosta völ en nýta sér ferð- ir strætisvagnanna. Stjórn Öryrkja- bandalags Islands bendir jafnframt á að með þvi að fækka ferðum er vegið mjög að kjörum fjölmenns hóps borgarbúa. Ályktunin hefur verið send borg- arstjórn Reykjavíkur og stjórn Strætisvagna Reykjavíkur. Skákskól- inn fær bókagjöf Við setningu Skák- skóla Islands, á fyrsta starfsári skólans, færði Sverrir Hermanns- son bankastjóri Landsbanka ís- lands, skólanum að gjöf safn skákbóka. Samkvæmt upplýs- ingum frá Skák- sambandinu er þeg- ar fullskipað í tvo flokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.