Morgunblaðið - 18.09.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.09.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 + Móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR tónlistarkennari, lést á öldrunardeild Borgarspítalans 16. september. Einar Kárason, Þórunn Kristinsdóttir, Kristinn Jón Einarsson, Ingibjörg Einarsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HELGU FINNBOGADÓTTUR, Eskifirði. Fyrir hönd aðstandenda, Böðvar Jónasson. + Móðir okkar, RÓSA STEINUNN GUÐNADÓTTIR, áður til heimilis í Furugerði 1, lést 15. september á Hvítabandinu. Börn hinnar látnu. + Ástkær eiginmaður minn, KARL ANDRÉSSON, Hagalandi 4, Mosfellsbæ, lést á Reykjalundi þriðjudaginn 17. september. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Hulda Sigurjónsdóttir. + Maðurinn minn og sonur, ÞÓRHALLUR MÁR SIGMUNDSSON prentari, Dvergabakka 20, Reykjavík, er látinn. Fyrir hönd barna, tengdasonar og systra hins látna, Sigrún Elfa Ingvarsdóttir, Sigríður Sigmundsdóttir, Alfred H. Einarsson. + Ástkaer eiginmaður minn, faðir og afi, SVAVAR HJALTESTED, Reynimel 44, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. september kl. 10.30. Lára Hjaltested, Erla Hjaltested og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, Bjarkarholti 3, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 19. septem- ber kl. 14. Lilja Guðjónsdóttir, Bryndís Sigurðardóttir, Kristin Karlsson, Ásdis Sigurðardóttir, Valgeir Sveinbjörsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Haraldur Erlendsson, Vilhjálmur Sigurðsson, Guðrún Sverrisdóttir, Lilja Huld Sigurðardóttir, Hreinn Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, fósturfarðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, Holtsgötu 19, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 19. september kl. 13.30. Elín Ása Guðmundsdóttir, Hörður Guðmundsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Ólafur K. Guðmundsson, Sigurlaug J. Jónsdóttir, Bragi Þorbergsson, Edda Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Fríða Hallgríms- dóttir Austmann Fædd 21. maí 1906 Dáin 10. september 1991 Fríða Hallgrímsdóttir Austmann fæddist í Reykjavík 21. maí 1906. Foreldrar hennar voru Helga Aust- mann Guttormsdóttir prests Vig- fússonar í Stöð, ög Hallgrímur Jón- asson kennari. Helga og Hallgrímur áttu þá heima á Akureyri, þar sem þau ráku vertshús og Helga kenndi hljóðfæraleik og söng. Helga var tvígift og átti dóttur frá fyrra hjóna- bandi, Ónnu Stefánsdóttur, sem um þessar mundir dvaldi hjá ömmu sinni á Seyðisfirði. Foreldrar Fríðu voru í góðum efnum, vel gefin og menntuð, svo framtíðin virtist blasa 'við litlu stúlkunni, björt og hlý. En innan skamms dró ský fyrir sólu. Foreldrarnir slitu samvistir, faðir hennar hvarf af landi brott. Skömmu síðar kom móðir hennar henni fyrir á Sílastöðum við Eyja- fjörð hjá mágkonu sinni, systur Hallgríms, og ætlaði að skreppa austur á land að vitja dóttur sinn- ar, föður og systkina. I þeirri ferð veiktist Helga og gat ekki upp frá þvi haft afskipti af litlu stúlkunni. En frænka hennar lét hana ekki frá sér fara. Kornung stóð hún því uppi foreldralaus og systur sína missti hún af slysförum 1912. Fríða átti heima á Sílastöðum til ársins 1927. Þá ákvað hún að hitta frændfólkið á Austurlandi, og réðst að Stöð um haustið. En þar voru örlög hennar ráðin. I Stöð kynntist hún mannsefninu Benedikt Gutt- ormssyni og giftust þau 28. mars 1928. Benedikt lést 1983. Þau hjónin eignuðust tvo syni: Hrein, prófessor við Háskóla íslands, og ári síðar dreng sem lést í fæðingu. Hreinn á einn son, Egil Benedikt, sem kvænt- ur er Ernu Árnadóttur, og eiga þau fjögur börn á lífi. Auk Hreins ólu þau Fríða og Benedikt upp tvö börn: Sólmund, sem lést af slysförum rétt innan við fermingaraldur, og Guðlaugu, hjúkrunarfræðing, sem gift er Sigurði Jónssyni viðskipta- fræðingi. Þau eiga tvö börn og þrjú bamabörn og eru búsett í Banda- ríkjunum. Þegar Fríða frænka mín kom að Stöð, var ég innan við fermingu og átti heima á næsta bæ. Fárra mín- útna gangur var milli bæjanna og dagleg samskipti. Það var ekki svo lítill viðburður í fásinninu, að fá þessa ungu og fallegu frænku í nágrennið, flytjandi með sér fersk- an blæ úr fjarlægum landshluta. Það var glatt á hjalla, þegar hún kom í heimsókn, spilaði við okkur krakkana og hló sínum innilega, smitandi hlátri. Þegar svell var og tunglsljós, var farið út á skauta. I tómstundum lærði ég að hekla og sauma hjá þessari indælu frænku minni. Svo kom að því að hún fékk sendan hestinn sinn, Neista, sem var ótaminn og kastaði af baki sér hverjum knapanum á fætur öðrum, en Fríða gat setið hann, og að end- ingu varð hann tarninn. Mér er í minni hvað við urðum hrædd einu sinni þegar Fríða kom á Neista, sem stefndi beint á túngirðinguna og vatt sér yfir eins og ekkert væri, en Fríða sat sem fastast og var ekkert á því að detta af baki. Þessai- minningar hafa þotið gegnum huga minn þegar ég á síð- ustu árum, hefí litið inn til frænku minnar þar sem hún hefur dvalið á sjúkrahúsi, ósjálfbjarga, haldin erf- iðum sjúkdómi. Fríða hafði líka lifað sín manndómsár. Stjórnað stóru og gestkvæmu heimili af myndarskap, reglusemi og festu. Auk barnanna þriggja dvöldu tengdaforeldrar hennar á heimili þeirra hjóna um árabil, uns yfir lauk. Fríða hafði unun af að umgangast börn og ungmenni. Á heimilinu, í umgengni við börn og bamabörn, átti Fríða sína hamingjudaga, en eins og að var vikið, sótti sorgin hana líka heim. En þrátt fyrir viðkvæma lund og innibyrgðan harm, var henni tamara að horfa á sólskinsblettina og rifja þá upp. Það mundi hún líka vilja að ég gerði, þegar ég nú hugsa til hennar og kveð hana með þakk- læti fyrir sameiginlegar sólskins- stundir og sendi ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Anna Þorsteinsdóttir í gær var gerð frá Fossvogs- kirkju útför Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, Aragötu 10, Reykjavík, en hún andaðist á sjúkrahúsi hinn 10. þ.m. eftir langvinn veikindi. Fríða fæddist í Reykjavík 21. maí 1906. Foreldrar hennar voru Helga Austmann og Hallgrímur Jónasson. Vegna skilnaðar foreldranna var hún tveggja ára gömul tekin í fóst- ur hjá föðursystur sinni Guðrúnu Jónasdóttur og manni hennar Ág- ústi Jónassyni, bónda á Sílastöðum skammt fyrir utan Akureyri. Á þeim fagra stað ólst Fríða upp við gott atlæti og reglusemi í hvívetna. Eftir að tilskildum barna- og unglingalærdómi lauk á Norður- landi talaðist svo til að hún heim- sækti frændfólk sitt að Stöð í Stöðv- arfirði. En með þeirri ákvörðun var teningnum kastað í lífi hennar því að þar kynntist hún náfrænda sín- um, Benedikt Guttormssyni bónda í Stöð. Þau gengu í hjónaband árið 1928 og tók Fríða við húsmóður- störfum á víðþekktum kirkjustað sem nýlega hafði verið lagður af sem prestsetur og sóknin sameinuð Heydalaprestakalli. Engan skal undra þótt frænka mín stæðist ekki bónorð bóndans og prestsonarins glæsilega, sem menntast hafði bæði hér og erlend- is, þótt það gengi eilítið á svig við upphaflega áætlun hennar að skreppa á vit frændfólks á þessum stað en búa sig síðan undir frekara nám. Á fyrsta búskaparári Fríðu og Benedikts fór ég sem þessi orð rita í heimsókn að Stöð sem fylgdar- maður Sigrúnar Blöndal föðursyst- ur minnar. Þau fyrstu kynni við Fríðu urðu upphaf ógleymanlegra samskipta og samverustunda með- an báðum entist líf og heilsa. Kaflaskipti verða mismunandi mörg í lífi einstaklinga, þó líklega fleiri hjá þeim sem hafa næmari tilfinningu fyrir straumum sinnar tíðar. Benedikt og Fríða voru þeirr- ar gerðar að þau stóðu ekki aðgerð- alaus hjá þegar þáttaskil urðu í verslun og viðskiptum á Stöðvar- firði. Benedikt beitti sér fyrir því að stofnað var Kaupfélag Stöðfírð- inga 1931 og varð hann fyrsti kaup- + Móðir okkar, ÞURÍÐUR INGIBJÖRG ÁMUNDADÓTTIR frá Kambi í Flóa, síðast til heimilis í Stigahlíð 8, Reykjavík, er látin. Laufey Guðbrandsdóttir, Inga Þuríður Guðbrandsdóttir, Auðbjörg L. Guðbrandsdóttir Steinbach, Jóhanna Guðbjörg Guðbrandsdóttir. félagsstjórinn, 1932. Við þau tíma- mót fluttust þau hjón út í Kirkju- bólsþorp og var heimili þeirra og kaupfélagið í gamla kaupmanns- húsinu eftir að gagngerar umbætur höfðu farið fram á því. Um það leyti sem Benedikt færði sig um set og tók við nýrri stöðu dvaldist ég á heimili þeirra hjóna. Þar voru fjögur herbergi auk gestaherbergis á efri hæð. Heimilisfólkið var auk þeirra hjóna sonurinn Hreinn, for- eldrar Benedikts og ég. Þar var mjög gestkvæmt en þó var eins og aldrei væri neitt að gera og allt var í röð og reglu. Er ég minntist þeirr- ar dvalar síðar skildist mér að hlut- ur húsmóðurinnar var stór í þessari mynd. Það sýnir drenglyndi þeirra hjóna að þau skyldu ala önn fyrir foreldrum Benedikts, séra Guttormi síðustu tíu ár ævi hans og Þórhildi í tuttugu ár. Sumarið 1939 brugðu Benedikt og Fríða enn búi þegar hann varð útibússtjóri Landsbank- ans á Eskifírði. Miklar endurbætur þurfti að gera á bankahúsinu þar sem þau bjuggu og byggja við það síðar í hans tíð. Enn tóku þau sig upp 1958 en nú í annan landshluta. Benedikt varð fulltrúi bankastjóra Búnaðarbankans og gegndi banka- stjórastörfum í forföllum og sinnti ýmsum öðrum tímabundnum störf- um. Benedikt andaðist 1983. Fríða og Benedikt eignuðust tvo syni. Hinn eldri er Hreinn, prófess- or í samanburðarmálfræði, en hinn yngri andaðist í fæðingu. Þau tóku tvö börn í fóstur, Sólmund, sem fórst af slysförum á fermingar- aldri, og Guðlaugu hjúkrunarfræð- ing sem gift er Sigurði Jónssyni viðskiptafræðingi. Fríða var prýðilega skapi farin, glaðlynd, greiðvikin, kímin og naut sín vel í húsmóðurhlutverkinu sem hún rækti af miklum myndarskap enda var gestagangur mikill á heim- ili þeirra Benedikts, einkum meðan þau bjuggu fyrir austan. Þar var hestamennska mikið áhugamál hennar en í Reykjavík þótti henni mjög gaman að eyða tómstundum við-spilaborðið. Hún var í Bridsfé- lagi kvenna í Reykjavík og lomber spilaði hún líka. Sem að líkum læt- ur leitaði hugur Fríðu oft til fyrri heimkynna og lengi fór hún til Akureyrar næstum árlega þar sem hún var meira og minna unglingsár sím Ég vil koma á framfæri þakk- læti til starfsfólks Hvítabandsins fyrir frábæra umönnun frænku minnar í erfíðum veikindum hennar í meira en áratug. Hún mun lifa áfram í minningu okkar hjóna, barna og barnabarna. Ástvinum hennar flyt ég innilegar samúðar- kveðjur. Bergljót Guttormsdóttir Gullfallegur salur til leigu í Fossvoginum hentugur fyrir erfidrykkjur. • SEM-hópurinn. Sími 67 74 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.