Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 5 Þrotabú Oss hf.: Skýrsla um framvæmd kaup- sammngs send saksóknara Fjöldi athugasemda vegna greiðslna og millifærslna Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar um mótframboð: Kemur ekki á óvart HALLDÓR Björnsson, vara- formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, segir að sér komi ekki á óvart að þeir aðilar sem buðu fram gegn sitjandi stjórn Dagsbrúnar á síðasta ári og töpuðu, hyggi á framboð aftur við næsta stjórnarkjör, því hafi verið lýst yfir þegar úrslit kosn- inganna í vetur lágu fyrir. Uo° með eindrif ® Bensínhreyfiii 55-gíra handskipfing Stgr.verð m/vsk. kr• 1-120.320 = kr. 220.367 Stgr.verð án vsk. kr. 899,953 F300 med aldrif(, B Bensín-eða Dieseh 5 gIra ^andskiptin^ Sígr v‘ m/^k. = frá kr j ------1 ' ' Stgr.verð án vsk. Hann sagði að um þetta væri ósköp lítið að segja, hver sem uppfyllti skilyrði kjörstjórnar gæti boðið fram. Hins vegar hefði hann vonast til þess að gagnrýnin yrði málefnaleg en byggðist ekki á hnútukasti í garð stjórnar Dags- brúnar. -----»-M----- Hraðfrystihús Ól- afsvíkur: Lýstar kröfur íþrotabúið 748 millj. kr. LÝSTAR kröfur í þrotabú Hrað- frystihúss Ólafsvíkur eru sam- tals að upphæð 743.425.941 kr. Forgangskröfur eru 44.812.041 kr, almennar kröfur 55.555.830 kr. og kröfur utan skuldaraðar 643.058.069 kr. Pétur Kristinsson, dómsfulltrúi hjá embætti bæjarfógeta Ólafsvík- ur, segir erfitt að meta eignir bús- ins sem koma til skipta. Búið er að taka afstöðu til lýstra krafna en fyrsti skiptafundur verður hald- inn á mánudag. vinnuaðstaða Hleðsludyr á báðum hliðum og gafli Mikil burðargeta Feikilegt hleðslurými A MITSUBISHI MOTORS m HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500 Á ÞRIÐJA skiptafundi í þrotabúi Óss hf., sem haldinn var síðastl- iðinn mánudag, var ákveðið að senda saksóknara skýrslu endur- skoðanda um framkvæmd kaupsamnings vegna sölu meginhluta eigna Óss hf. til Óss hf. -húseininga. Skýrslan var gerð að beiðni bústjóra þrotabúsins, og var hún lögð fram á öðrum skiptafundi, sem haldinn var 16. ágúst. Að sögn Jóhanns Níelssonar, bústjóra þrotabús Óss hf., var ákvéðið að senda saksóknara skýrsluna á gmndvelli þeirra nið- urstaðna hennar þar sem segir að mikill fjöldi ógreiddra reikninga og skulda við lánadrottna í árslok 1989 hafi verið greiddur eða skuldajafnað á árinu 1990, en þá þegar hafi verið ljóst að í óefni stefndi fyrir Ós hf., og því hefði mátt ætla að uppgjör við lána- drottna hafi miðast við þær þarfir að halda fyrirtækjarekstri gang- andi. í skýrslunni segir að allt árið 1990 hafi stjórnendur fyrir- tækjanna verið að inna af hendi greiðslur og gera upp mál við kröfuhafa án þess að huga að því að verið væri að mismuna kröfu- höfum þegar og ef til gjaldþrots kæmi. Ennfremur var að sögn Jóhanns ákveðið að senda saksóknara skýrsluna vegna athugasemda sem í henni em gerðar vegna eink- areikninga þeirra tveggja manna í stjórnun félagsins, sem væntan- lega hafi haft með höndum alla stjórnun á daglegum rekstri þess. Gerðar eru athugasemdir við sjö færslur á viðskiptareikninga þess- ara aðila, og bent á ýmislegt sem fallið geti undir óeðlileg viðskipti og/eða kreíjist frekari skoðunar og upplýsinga. Bent ef á að um sé að ræða millifærslur og loka- færslur, sem allar séu gerðar í árslok 1989 eða 1990, þegar ljóst hafi verið orðið hvert stefndi með rekstur Óss hf. Allar séu þær sam- verkandi í að rétta af viðskipta- stöðu sem var óhagstæð einstakl- ingunum, og breyti heildarniður- staðan viðskiptastöðu um 12,359 milljónir króna hlutafélaginu Ós hf. í óhag. Morgunblaðið/RAX Slátursalan hafin Sala á slátri er hafin í kjötmarkaði Goða hf. við Laugarnesveg, en þar er selt slátur frá sláturhúsunum í Borgarnesi og Búðardal. Að sögn Gísla Árnasonar hjá Goða hf. hefur salan farið vel af stað, en hjá kjötmarkaðn- um er boðið úpp á þijú eða fimm slátur í pakka. Einnig geta viðskipta- vinir fengið keyptar aukavambir og keppi ásamt' innmat. Ófrosin kosta fímm slátur í pakka 2.830 kr., en frosin kosta þau 2.965 kr. Pakki með þremur ófrosnum slátrum kostar 1.700 kr., en 1.780 kr ef þau eru frosin. L3 00 ERU ÞEKKHR FYRIR: LÁGA BILANATÍÐNI, LÍTINN REKSTURSKOSTNAÐ 1 MIKLA ENDINGU, HÁTT ENDURSÖLUVERÐ □ MIKIÐ NÝTANLEGT RÝMI, AUÐVELDA HLEÐSLU 1 GÓÐA AKSTURSEIGINLEIKA, ÖRYGGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.