Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 21 Endurminningar Shevardnadze: ----a_____________ KGB handsamaði Danilov til að spilla fyrir Reykj avíkurfundinum ■ BEIRÚT - Mannræningjar í Líbanon létu Bretann Jack Mann lausan úr gíslingu í gær. Hann hafði þá verið í haldi þeirra í 865 daga. Jack Mann er 77 ára að aldri og var á leið til Damaskus í Sýrlandi í gærkvöldi. John Major, forsætisráðherra Bretlands, fagn- aði þessum tíðindum og kvaðst hafa upplýsingar um að Mann ætti við smávægileg veikindi að stríða. EDÚARD Sjevardnadse segir í endurminningabók sinni „Framtíð- in tilheyrir frelsinu", sem gefin var út fyrir skömmu, að hand- töku bandaríska blaðamannsins Nicholas Danilovs í Moskvu um mánaðamótin ágúst-september 1987 hafi verið ætlað að spilla fyrir leiðtogafundinum í Reykjavík. Morgunblaðið/Einar Falur Nicholas Danilov fylgist með því í sjónvarpi á heimili í Reykjavík er vél Míkhails Gorbatsjovs lendir á Keflavíkurflugvelli fyrir leið- togafundinn í október 1987. Þann 23. ágúst, viku áður en Danilov var handtekinn, hafði bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtekið sovéska eðlisfræðing- inn Gennadíj Zakharov, sem starf- aði hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Var Zakharov sakaður um njósnir. Danilov, sem starfaði á þessum tíma fyrir dagblaðið US News and World Report, var eins og áður sagði handtekinn skömmu síðar í Moskvu og sakaður um njósnir. Hann hafði árið 1984 afhent bandaríska sendiráðinu í Moskvu bréf frá starfsmanni KGB sem hafði gefið sig út fyrir að vera prestur úr rússnesku réttrúnaðar- kirkjunni. Danilov hitti „prestinn“ aldrei aftur en þetta var notað sem tylliástæða fyrir handtöku hans. í bók bandaríska blaðamanns- ins Lou Cannons, President Reag- an: The Role of a Lifetime er vik- ið að þessu atviki og sagt að það hafi vakið upp efasemdir hjá bandarískum stjórnvöldum um hvort Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, væri nokkuð frá- brugðinn forverum sínum í emb- ætti. Þetta hafi verið hefðbundin leikflétta í anda kalda stríðsins. í bók Cannons kemur einnig fram að Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti hafi sent Gorbatsjov persónuleg skilaboð þann 5. sept- ember þar sem hann fullvissaði hann um sakleysi Danilovs. í kjöl- far bréfsins fordæmdi Reagan handtöku blaðamannsins opinber- lega og Bandaríkjamenn vísuðu 25 manns úr sendinefnd Sov- étríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um úr landi. Sovétmenn mót- mæltu þessum aðgerðum og sögðu þær ólöglegar. Þann 18. september sagði Gorbatsjov opin- berlega að Danilov væri njósnari sem hefði verið „staðinn glóðvolg- ur að verki“. Cannon segir að fýrir Sovétmönnum hafi vakað að fá Zakharov aftur. Gorbatsjov hafi ályktað rétt þegar hann taldi Reagan hafa meiri áhuga á nýjum leiðtogafundi en að halda fast í Danilov. Þann 19. september afhenti Shevardnadze Bandaríkjaforseta bréf frá Gorbatsjov sem ritað hafði verið 15. september. Þar segir Sovétforsetinn m.a. að Bandaríkjamenn hafi notað Dan- ilov-málið til að setja í gang rógs- herferð gegn Sovétríkjunum. Hann lagði hins vegar einnig til að haldinn yrði leiðtogafundur, í London eða á íslandi, til að und- irbúa jarðveginn fyrir ieiðtoga- fund í Washington. Cannon segir Reagan hafa ritað í dagbók sína að hann hafi „valið ísland“ en ekki hafi verið gefin út formleg tilkynning um fundinn fyrr en 29. september eftir að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna höfðu náð sam- komulagi á fangaskiptum á Zak- harov og Danilov. Þess má geta að Danilov kom síðan til íslands til að fylgjast með leiðtogafundin- um fyrir US News and World Report. Oleg Gordíjevskíj, fyrrum yfir- maður KGB í London, sem flúði til Vesturlanda, segir í ritdómi um bók Shevardnadze, sem birtist í Berlingske Tidende og Sunday Times að það sé „forvitnileg" uppljóstrun að KGB hafi ætlað að spilla fyrir Reykjavíkurfundin- um með handtöku Danilovs. Bók Shevardnadze segir hann greinilega vera skrifaða í flýti og á köflum vera nánast jafn leiðin- lega lesningu og endurminningar Andrejs Gromykos, forvera hans í embætti. Hún sé greinilega skrif- uð fýrir valdaránið á þeim tíma er Shevardnadze stóð í þeirri trú að harðlínumenn ættu eftir að taka völdin í Sovétríkjunum. Hann sé því mjög varkár í skrifum sín- um. Lýkur Gordijevskíj ritdómi sínum með því að segja að bókin hafi orðið með öllu úrelt 21. ág- úst sl. eftir að ljóst var að valda- rán harðlínumanna hafði mistek- ist. ■ PRAG - Vaclav Havel, for- ' seti Tékkóslóvakíu, sagði í gær að hætta væri á að ríkið liðaðist í sundur og hvatti til þjóðarat- kvæðagreiðslu um framtíð þess og hvort Slóvakía_ ætti að verða sjálfstætt ríki. „Ástandið hefur aldrei verið jafn alvarlegt og nú frá lýðræðisbyltingunni,“ sagði Havel, sem gaf jafnframt í skyn að hann kynni að segja af sér ef málið yrði ekki leyst á næstunni í eitt skipti fyrir öll. Tékkóslóvakía er ríkjasamband Tékkneska lýð- veldisins, sem Bæheimur og Mæri heyra undir, og Slóvakíska lýð- veldisins. Skoðanakannanir benda til þess að rúm 80% Tékka og að minnsta kosti 70% Slóvaka vilji að ríkjasambandið haldist. ■ TOKKHÓLMI - Tónleikum með bandaríska söngvaranum Ray Charles var aflýst þegar tón- leikahaldarar í Stokkhólmi komust að því að nafn hans var enn á svarta lista Sameinuðu þjóðanna yfir listamenn sem hafa komið fram í Suður-Afríku. Tónleikar Charles áttu að vera á íþróttaleik- vanginum í Stokkhólmi tuttugasta næsta mánaðar. Það var plötufyr- irtækið Ema-Telstar sem stóð fyr- ir tónleikunum. Á svarta listanum eru nöfn íþróttamanna og lista- manna sem hafa komið fram í Suður-Afríku siðustu tvo áratugi og hefur Afriska þjóðarráðið veitt upplýsingar um þá aðila sem hafa, þrátt fyrir bann á Suður-Afríku komið þar fram. •Verð miftast vift staftgreiftslu Kraftmikill 5 dyra lúxusjeppi. Suzuki Vitara er alvöru jeppi í spari- fötum. Hann er lipur og þægilegur í innanbæjarakstri og kraftmikill og seigur í torfærum og vegleysum. Frábær fjöðrun, vökvastýri, vönduð innrétting, rafdrifnar rúður, samlæs- ing á hurðum, upphituð sæti auk fjölda annarra kosta. Suzuki Vitara er kjörinn fjölskyldubíll fyrir þá sem hafa gaman af að ferðast um landið og vilja ekki fórna þægindum fólks- bílsins. í ofanálag er Suzuki Vitara einstaklega sparneytinn. Komdu í Suzuki bíla hf. og reynsluaktu Suzuki Vitara. Það verður ást við fyrsta akstur. $ SUZUKl ---.............. SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 -SlMI 685100 1.696.000 kr; BEINSKIPTUR 1.923.000 kr. SJÁLFSKIPTUR SUZUKI VITARA JLXi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.