Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 16 r-—- i .v •— Tiutancv Hcílsuvörur nútímafólks 21" -25"- 28" -35" NICAM - STEREO Teletext, íslenskir stafir. Tryggðu þér framtíðartæki frá stærsta framleiðanda heims á myndlömpum. HAGSTÆTT VERÐ Góð greiðslukjör. j Farestvett&Co.hf »,«111622901. VERIÐ VELKOMIN í KRÆSINGARNAR HJÁ SVÖRTU PÖNNUNNI Nú erum við með sérstök tilboð í hverjum mánuði Októbertilboð Fiskismellur Fiskur, franskar og remolaði 490kr. Stórir hópar fá gos og eftirrétt Stórir hópar 15-50 manns sem koma og borða hjá Svörtu pönnunni fá gos og eftirrétt í kaupbæti. Breskur kynningarfrömuður og íhaldsmaður: Stj órn Thatcher gekk allt of langt í einkavæðingunm1 DOUGLAS Smith heitir miðaldra Breti sem nú er staddur hér landi og er meðal kunnustu sérfræðinga í Bretlandi á sviði kynningar fyrirtækja. Smith er hér í boði Kynningar og Markaðar og flutti aðalræðuna á fundi á Hótel Sögu á fimmtudag um kynningarmál. Smith fylgir íhaldsflokknum að málum og sat í borgarstjórn hverf- isins Haringey í London í 25 ár, var borgarstjóri þess í nokkur ár. í hverfinu býr álíka margt fólk og í Reykjavík, að sögn Smiths. Kona hans á núna sæti í borgarsljórn, einnig fyrir íhaldsflokkinn. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Smith um skoðanir hans á flokkadráttum í íhaldsflokknum og einkavæðingarstefnu ríkis- stjórnar Margaret Thatcher sem hann gagnrýnir og segir hafa gengið út í öfgar. „Ég hef aldrei verið stuðnings- maður ystu hægriaflanna í flokkn- um,” segir Smith. „Ég er félagi í Umbótahópnum (The Tory Re- form Group) sem er talinn vinstra megin í flokknum, flestir vilja nú ekki nefna þetta sínu rétta heiti en kalla sig heldur miðjumenn. Við erum einhvers staðar í grennd við sjónarmið Edwards Heaths, fyrrverandi forsætisráðherra. Ætli ég megi ekki kallast mjög virkur flokksmaður og þá aðallega í hlutverki þess sem reynir að koma málum og mönnum á fram- færi.” - Eru íhaldsmenn að digna í baráttunni, er fijálshyggjan og trúin á einkavæðingu á undan- haldi? . „Nú í fyrsta lagi er ekki margt eftir til að einkavæða! Eina sviðið sem eitthvað er rætt um að ráði eru ríkisjámbrautimar og kola- námurnar. Þetta er hvorttveggja erfítt viðureignar. Hveijum er eig- inlega hægt að selja járnbrauta- teinana? Annars get ég nefnt dæmi um misheppnaða stefnu í málum jámbrautanna. Bretar em nú að grafa göng undir Ermar- sundið í samvinnu við Frakka. Franska stjómin eyðir stórfé í að leggja teina fyrir mjög hraðskreið- ar og nýtískulegar járnbrautir sem meðal annars eiga að þjóna Ermarsundsleiðinni. Þeir og reyndar Þjóðveijar líka era ákveðnir í að notfæra sér ábatasa- man markað í Bretlandi fyrir framleiðslu sína og þá þurfa sam- göngutækin að vera tilbúin í tæka tíð. Þegar göngin verða opnuð á næsta ári verðum við ekki búnir að koma okkur upp neinum lestum af þessu tagi, það er ekki einu sinni búið að ákveða hvar teinar fyrir þær eigi að liggja! Breska jámbrautarfélagið hefur ekki get- að fjárfest í þessum nýjungum vegna þess að fyrirtækið fær eng- an stuðning til þess frá stjórnvöld- um og getur því ekki fjármagnað framkvæmdirnar. Stefnan í þess- um málum er fjarstæða, auðvitað á ríkisvaldið að tryggja fjármagn- ið, annars verður einfaldlega ekk- ert úr framkvæmdinni. Flokkurinn hefur heitið því að huga að einkavæðingu jámbraut- anna ef við höldum velli í næstu kosningum sem líklega verða í -apríl eða maí á næsta ári. Önnur loforð um einkavæðingu hafa ekki verið gefin. Kolanámúrnar yrðu erfiðar í sölu vegna þess að þær hafa verið reknar með tapi fram á síðustu ár og kaupendur því varla á hveiju strái. Við erum búin að einkavæða almenn samgöngutæki þ.e.a.s. strætisvagna og rútur, sömuleiðis flugvellina, ríkisflugfélagið gamla, British Airways, rafveiturnar, vatnsveitumar, gasfyrirtækin, og símafélagið sem nú heitir Telecom. Thatcher mikill leiðtogi Sagnfræðingar eiga eftir að telja að Margaret Thatcher hafí verið mikil leiðtogi, að minnsta kosti fram til 1987. Hún lét ekki auðveldlega telja sér hughvarf í baráttunni við verkalýðssamtökin og það var þörf á slíkum leiðtoga þegar hún tók við. En hennar tími var liðinn og þess vegna féll hún, það var ekkert samsæri sem felldi hana. Við íhaldsmenn eigum kosn- ingar í vændum. Fall Thatcher og baráttan um eftirmanninn olli að sjálfsögðu nokkram flokkadrátt- um hjá okkur. Ein af ástæðum þess að John Major sigraði var að hann var talinn heppileg mál- amiðlun sem öllum fannst vel viðunandi. Það síðasta sem honum kæmi til hugar núna væri að ergja veralegan hluta flokksmanna með því að breyta um stefnu of skyndi- lega. Eftir kosningamar grunar mig að hann geri miklu meiri breytingar í áttina að sjónarmið- um vinstriaflanna í flokknum. En núna reynir hann að gera báðum örmum til geðs því að fjölda manna fínnst enn að Thatcher hefði átt að vera áfram við völd. Ég spái umskiptum í stefnunni gagnvart Evrópubandalaginu, tel að Major vilji ganga mun hraðar til verks í átt til samrana, t.d. í mynteiningarmálum og á fleiri sviðum. En skilyrðið er auðvitað að hann vinni í kosningunum.” - fú segir að vinstriarmurinn líti á Major sem sinn mann. En Thatc- her studdi hann ákaft gegn Micha- el Heseltine. Hvers vegna? „Það er rétt, hann er okkar maður. Ég hef þekkt John Major í rúma tvo áratugi, hann var full- trúi í borgarstjóm eins úthverfis- ins í London, Lambeth. Við urðum góðir vinir, eram báðir krik- ketunnendur og leikum oft saman, og ég studdi hann í leiðtogakjörinu gegn Heseltine. Major myndi aldr- ei segja að stefna Thatcher hafi verið gölluð, hann gæti það varla því að hann gegndi háum ráð- herraembættum fyrir hana. Thatcher studdi hann í leiðtoga- kjörinu af því að hún taldi hann besta kostinn af þeim sem áttu einhveija möguleika. Ekki gat hún stutt Heseltine sem hafði yfirgefið stjórn Thatcher og síðan barist gegn henni.” - Thatcher sagði að þið vinstri- íhaldsmenn værað blautgeðja og þið eruð einnig sakaðir um illa dulið dálæti á ríkisafskiptum, að minnsta kosti í samanburði við harðvítuga fijálshyggjumenn. Hveiju viltu svara þessu? „íhaldsflokkurinn hefur staðið fyrir mikilli einkavæðingu og eng- ir íhaldsmenn vilja aukin ríkisaf- skipti eða miðstýringu. Þetta er að minnsta kosti viðkvæðið en ég er ekki viss um að raunveraleikinn sé alveg í samræmi við það. Hátt- settir embættismenn í ráðu- neytunum í London hafa mikil áhrif á flokkinn og framkvæmd stefnunnar. Það er kaldhæðnislegt að á Thatcherárunum hrifsaði miðstjómarvaldið í London til sín æ meiri völd á kostnað sveitar- sjórna. Sem stendur geta sveitar- sjórnir aðeins ráðstafað sjálfar 14% þess fjár sem þær afla, af- gangurinn fer til ríkisins sem ákveður hvernig því skuli varið. Þetta er í andstöðu við þróunina í öðrum Evrópulöndum, andstöðu við þróunina hér á Islandi, skilst mér. Á hinn bóginn hefur okkur tekist að losa framleiðsluatvinnu- vegina við ríkiskrumluna og hleypt -------------------- •-I Morgunblaðið/Kristján G. Amgrímsson Douglas Smith: „Ridley fékk þá flugu í höfuðið að leigubílstjórar í London ættu ekki að vera háðir töxtum heldur ætti að vera hægt að semja við þá í hvert sinn”. af stokkunum allri einkavæðing- unni sem ég nefndi. Þetta er afar sérkennilegt, við höfum haldið fram á við en jafnframt aftur á bak. Einkavæðing á villigötum Margir í þeim armi flokksins sem ég tilheyri segja að sumt af því sem var einkavætt hefði átt að vera áfram í opinberri eigu. Ástæðan er sú að mikilvægt markmið, raunveraleg og frjáls samkeppni, næst ekki og getur varla náðst á öllum sviðum, verð- lag og þjónusta mótast þá ekki af markaðslögmálum. Það var allt í lagi að einkavæða British Airwa- ys vegna þess að fyrirtækið á í samkeppni við önnur flugfélög og samkeppnin verður vonandi til þess að fargjaldaverð verður í samræmi við eftirspurnina. En þegar vatnsveiturnar eru einkav- æddar eða rafveiturnar, hvar er þá öll samkeppnin? Venjulegur notandi á rauninni ekki aðra möguleika en þann að kaupa þjón- ustuna af fyrirtækinu á staðnum eða á svæðinu, ekki fer fólk al- mennt að grafa eigin brunn í garð- inum eða fá sér dísilrafstöð. 1 stuttu máli, við teljum að of langt hafi verið gengið. Niðurstaðan í t.d. vatnsveitumálunum er að franskir aðilar hafa keypt margar veitnanna, verðið á þjónustunni og laun ráðamanna fyrirtækjanna hafa hækkað upp úr ollu valdi. Þeir era famir að fjárfesta í hótel- um í staðinn fyrir að gefa okkur kost á hreinna vatni, eins og marg- ir telja brýna þörf á, eða lækka verðlagið. Auðvitað eiga notendur margir hveijir einhvem hlut í fyrirtækjun- um en þeir ráða minnstu, hlutur hvers er of lítill til þess. Stjórn- völd hafa á sínum snæram eftir- litsmenn sem eiga að reyna að gæta hagsmuna venjulegra neyt- enda og halda verðlagi á þjónustu áðumefndra fyrirtækja í skefjum. En þeim hefur reynst verkefnið erfitt. Helst geta þeir reynt að hóta lagasetningu ef fyrirtækin taka ekki sönsum. Strætisvagnaferðum fækkar Ég helgaði mig einkum sam- göngumálum í störfum mínum að sveitarstjórnarmálum og get nefnt dæmi um einkavæðingu sem ekki á rétt á sér. Alls staðar í ríkjum Evrópubandalagsins verða stjórn- völd að styrkja almenningssam- göngur með fé eigi þær að vera viðunandi. Röksemd þeirra er sú að þar sem hagvöxtur og atvinnu- þróun byggjast á því að hægt sé að flytja fólk og varning hratt og örugglega milli staða sé eðlilegt að styrkja þessa starfsemi. Allir hagnist á því þegar upp sé staðið að vegakerfið sé ekki ofnotað. Börn, gamalt fólk og fátækir geta ekki ekið um í eigin bílum. Hvern- ig á þetta fólk að komast til borgarinnar ef það býr uppi í sveit? Við höfum einkavætt samgöng- urnar og uppskeram nú sífellt * færri strætisvagnaferðir, hækk- ^ andi farmiðaverð og sjáum að fyr- irtækin selja mannvirki og einkum g lóðir sínar sem oft era verðmæt- " ar. Reyni einhver að hefja sam- keppni í smáum stíl beita fyrirtæk- in öllum mætti sínum til að bijóta viðkomandi á bak aftur, þá er skyndilega nóg af ferðum á leiðum samkeppnisaðilans og verðið lágt! Sá sem reynir að byija með einn eða tvo vagna er einfaldlega of veikur til að hefja baráttu gegn þessum einokunaraðferðum með lögsókn og lætur því í minni pok- ann. Strætisvagnafyrirtækin eru orðin gróðafyrirtæki. Ég get nefnt sem dæmi að einkaaðilar keyptu fyrirtæki fyrir 900 þúsund pund [um 90 milljónir ÍSK) af sveitar- félagi sem ég þekki vel. Eignir fyrirtækisins vora metnar á sjö milljónir punda [700 milljónir * ÍSK]. Þeir héldu áfram rekstrin- " um, fækkuðu smám saman leið- um, breyttu sumum hverfastöðv- g um sínum í skrifstofuhús og ™ græddu of fjár á braskinu. Nýju eigendumir era fjórir menn sem stjómuðu fyrirtækinu þegar það var í opinberri eigu. Hvar hafa þeir eiginlega fengið þetta fé ann- ars staðar en úr vösum mínum og annarra skattgreiðenda? Þetta er hættan við einkavæðingu. Þessi ráðstöfun var andstæð öllu sem heitir heilbrigð skynsemi. Ég varaði við einkavæðingu í samgöngumálunum en árangurs- laust. Nú er ég smeykur um að sumir kjósendur eigi eftir að launa okkur lambið gráa. Fjöldi gamals fólks úti á landsbyggðinni, sem g kosið hefur íhaldsflokkinn, er ™ mjög háður strætisvagna- og rútu- ferðum. Þessir kjósendur finna j sárt fyrir lélegri þjónustu einka- fyrirtækjanna. „Hálfbijálaðir prófesorar” | Einkavæðingin hófst á skyn- samlegum nótum í upphafi níunda áratugarins en endaði sem ragl. Hugmyndin var ekki gagnrýnd að neinu ráði en margir skoðana- bræður mínir vora fullir efasemda, einkum þegar líða tók á valda- skeið Thatcher. En þú mátt ekki gleyma að breskur forsætisráð- herra er nánast einræðisherra í ríkisstjóm og flokki meðan hann heldur embættinu. Auðvitað þarf meirihluti flokksins á þingi líka að vera traustur. Sá harði kjarni sem studdi Thatcher hefði auk þess farið sínu fram hvernig sem j við hefðum látið og þeir voru í ' meirihluta í þingflokknum. Bresk ríkisstjóm hefur yfírleitt 350 - 400 | þingsæti á bak við sig og má gera ráð fyrir að um hundrað þeirra séu annaðhort í ríkisstjórninni | sjálfri eða gegni valdamiklum embættum fyrir hana. Þessi hópur er sjaldan reiðubúinn að hætta völdum sínum með því að ganga gegn forsætisráðherranum. Margar af hugmyndunum um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.