Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 19 Sjjórn Skjaldar hf.: Skoðum alla mögu- leika á sameiningu Á STJÓRNARFUNDI hjá Skildi hf. á Sauðárkrók í siðustu viku þar sem 'rætt var um hugsanlega sameiningu fyrirtækisins við önnur fiskvinnslufyrirtæki á staðnum eða Þormóð ramma á Siglufirði var samþykkt bókun þess efnis að allir möguleikar í stöðunni yrðu skoð- aðir. Viihjálmur Egilsson stjórnarformaður Skjaldar hf. segir að hinsvegar hafi ekki verið tekin ákvörðun um formlegar viðræður við neinn á fundinum. Bókunin sem samþykkt var á fundinum hljóðar svo: „Á undan- förnum dögum hefur komið í ljós að samstarfsmálefni Skjaldar og annara fyrirtækja eru mjög við- kvæm. Með tilliti til minnkandi kvóta og vaxandi erfiðleika í sjávar- útvegi er nauðsylegt fyrir fyrirtæk- ið að halda vöku sinni. ítrekar stjórnin að hún muni vinna áfram að málinu og skoða alla möguleika sem tryggja hag fyrirtækisins og atvinnulífsins á Sauðárkróki.” Aðspurður um hvort enn kæmi til greina að öll fjögur fyrirtækin sem nefnd hafa verið sem sam- starfsaðilar rynnu saman í eitt seg- ir Vilhjálmur að þeir hafi ekki úti- lokað neina möguleika. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru Skjöldur, Fiskiðjan/Skagfirðingur og Dögun á Sauðárkrók og Þormóður rammi á Siglufirði. „Þetta er sá möguleiki sem samt hefur verið hvað minnst ræddur,” segir Vilhjálmur. „Það var ekki tekin afstaða til þess á fundin- um til hverra myndi leitað fyrst af okkar hálfu en stjórnin hefur fullan hug á að vinna að málinu áfram.” Tuttugii ár frá stofn- un Fossvogsskóla Fossvogsskóli er 20 ára á þessu ári. Tímamótanna verður minnst með skrúðgöngu nemenda um hverfið á afmælisdaginn, sem er á morgun, 9. október og að henni lokinni verður boðið upp á veitingar. Fossvogsskóli er hverfisskóli fyr- ir Fossvogs- og Blesugrófarhverfið og var byggður með það fyrir aug- um að þar yrði tekið upp opið kerfi við kennslu. Hefur verið kennt sam- kvæmt því síðan árið 1972 og á árunum 1974 til 1980 var skólinn tilraunaskóli með opið kerfi. Að þeim tíma liðnum fór fram úttekt á skólastarfinu og var niðurstaðan gefin út á bók af Námsgagnastofn- un. Níu árum síðar var skólanum Ók fram úr bifreið og skaut á máf LÖGREGLUNNI á Selfossi var tilkynnt í hádeginu á laugardag að maður hefði skotið af hagla- byssu út um glugga á bíl sínum í þann mund sem honum var að ekið fram úr öðrum bíl á Eyrar- bakkavegi. Lögreglan fór til leitar að bílnum og fannst hann á Þrengslavegi. í bílnum voru tveir menn um tvítugt og einn á áttræðisaldri. Annar hinna tvítugu, bíleigandinn, játaði fyrir lögreglunni að hafa skotið úr hagla- byssu sinni á máf sem hann sá við veginn. Hann hitti ekki. Pilturinn kvaðst telja að hann hefði verið það langt frá bílnum sem verið var að aka framúr að fólki í honum hefði engin hætta stafað af þessu athæfi sínu, Aðspurður kvaðst pilturinn hafa keypt byssuna í gegn- um auglýsingu í blaði og ekki hafa byssuleyfi. falið að standa að annarri tilraun með einsetinn heilsdagsskóla og stendur sú tilraun enn. Tilraunin felur í sér lengdan skólatima og samræmdan og er skólinn fyrsti barnaskólinn sem hefur náð þeim árangri að vera einsetinn með lengdan skólatíma, segir í frétt frá skójanum. Á afmælisdaginn verður auk skrúðgöngunnar farið í leiki undir stjórn kennarar skólans og Foreldra og kennararfélagið býður upp á grillaðar pylsur í hádeginu. Frá mánudegi til föstudags er foreldrum boðið að koma í skólann og fylgjast með kennslu. Kári Arnórsson hefur verið skólastjóri Fossvogsskóla frá upphafi. ♦ ♦ ♦ Dagrún fékk á sig brot TOGARINN Dagrún frá Bolung- arvík fékk á sig brotsjó í mjög slæmu veðri SV- af Færeyjum um miðja síðustu viku. Dagrún var á siglingu með afla til Þýskalands er óhappið varð og tafðist sigling- in um hálfan sólarhring af þessum sökum. Við brotið brotnaði gluggi í brú skipsins og sjór flæddi þar inn. Hluti af tækjabúnaði í brú skemmdist eða eyðilagðist en engin slys urðu á mönnum. Að sögn Einars Jónatanss- onar útgerðarstjóra liggur mat á skemmdum enn ekki fyrir. Hinsveg- ar náði togarinn að selja aflann nú um helgina á Þýskalandsmarkaði. SPARIÐ - SETJIÐ SAMAN SJÁLF B jöminn býður upp á gott og JQölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Komdu með þína hugmynd til okkar - fagmenn aðstoða þig við að útfæra hana. BJORNINN BORGARTÚNI28 S. 62 15 66 Velhomínn á frímerhja- sýningu í Kringlunni Póstur og sími opnar frímerkjasýningu á 2. hæð í Kringlunni miðvikudaginn 9. október. Þar verða m.a. sýnd 511 íslensk frímerki frá stofnun lýðveldisins ásamt frímerkjum frá á annað hundrað þjóðum. Sama dag koma út ný frímerki með myndum af gömlum póstskipum og frímerki í tilefni 100 ára afmælis Stýrimannaskólans. Frímerkjasýningin stendur yfir fram á laugardag, á opnunartíma Kringlunnar. FRIMERKJASALAN PÓSTUR OG SÍMI Pósthólf 8445, 128 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.