Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 21 Velkomnir heim félagar Brids Arnór Ragnarsson Spilafélagarnir Guðlaugur R.Jó- hannsson og Orn Arnþórsson sýna Davíð Oddssyni, forsætisráðherra Bermudaskálina, þekktustu og virt- ustu verðlaunin í bridsheiminum í yfir 40 ár. Morgunblaðið/Arnór íslenzka bridslandsliðið er kom- ið heim eftir frægðarför til Jap- ans. Ég finn hjá mér þörf að setj- ast niður við gamla ritvélargarm- inn minn og senda þeim árnaðar- óskir. Árangur liðsins er glæsilegur. Velgengnin hófst á írlandi í vor þar sem íslenzka liðið náði 4. sæti á Evrópumótinu og auðfundið var að liðið var í toppformi. Ég fór að taka á móti liðinu í Leifsstöð þeg- ar það kom heim frá írlandi. Það voru glaðir og ánægðir menn sem þar stigu út úr flugvélinni og tóku lagið fyrir þá, sem þar voru mætt- ir með blóm og árnaðaróskir. Bridslandsliðið hafði náð þeim ár- angri að spila í 16 liða úrslitum um heimsmeistaratitilinn. Það varð fljótlega ljóst að þrátt fyrir að það kostaði hvern spilara mikið að fara til Japans þá ákváðu þeir allir sem einn að þangað skyldi farið, og undirbúningurinn hófst. Það var óneitanlega gaman að fylgjast með stíl landsliðsein- valdsins úr fjarlægð. Spilaranir gerðu flest annað en að spila og lögðu helzt rækt við fjallaklifur, hlaup og húmor. Næstu fréttir af liðinu voru þær að þeir væru farn- ir að vakna um miðja nótt en ljóst var að 9 tíma mismun á tíma í Japan og á íslandi yrði að aðlaga með einhverjum hætti á sem lengstum tíma. Síðan hófst mótið. (Ég hefði þegið að fara með þeim en átti þess ekki kost vegna þess hve dýrt er að ferðast og búa í þessu fjarlæga landi.) íslenzka liðið vann hvern sigurinn af öðrum og það varð fljótlega ljóst að íslendingar voru hreinlega með langbesta liðið. Fyrir mig persónuléga verð ég að segja að mér fannst vanta alla spennu í úrslitakeppnina. Það var ekki fyrr en í leiknum við Svía að smá titringur kom í stöðuna en eins og oftast vill verða þá fylgir heppni þeim sterka. Það má t.d. víxla hjartagosa og hjartakóng í spili nr. 95 í leiknum við Svía. Hveijir hefðu þá spilað úrslitaleik- inn? Þegar hér var komið þá rann upp fyrir mér sú yndislega stað- reynd að ég gat ekki lengur hlust- að á útvarp í 10 mínútur án þess að verið væri að tala um brids. Öðru vísi mér áður brá. Bjarni Fel., kollegi minn á útvarpinu, fór hamförum og báðar sjónvarps- stöðvarnar lögðu fréttatímana undir bridsumfjöllun. Meira að segja Ómar Ragnarsson sagði bridsveðurfréttir. Það var komið að úrslitaleiknum og nú var meirihluti þjóðarinnar farinn að fylgjast með. íslendingar tóku forystuna strax í fyrstu lotu. Ég hafði reynt að byggja hjá mér spennu fyrir leikinn en Islendingar voru strax komnir með 30 punkta forystu eftir tvær lotur af tíu. Það gekk á ýmsu hér heima. Skrifstofa brisdsambandsins var opin allar nætur. Þar komu brids- spilarar saman og báru saman bækur sínar. Útskriftir af spilun- um komu til landsins áður en byij- að var að spila þau og spilarar spáðu í spilin í orðsins fyllstu merk- ingu. íslenzka liðið styrkti stöðu sína jafnt og þétt í úrslitaleiknum og fyrir síðustu 32 spilin voru þeir með 80 punkta forystu. Ég vakti síðustu' nóttina eins og sönnum bridsáhugamanni sæmir. Ég hóf nóttina með því að mæta með fé- lögum mínum í Bridsfélagi Suður- nesja. Þar voru um 20 manns mættir til að fylgjast með úrslita- orrustunni. Um miðja nótt færði ég mig til Reykjavíkur og þegar ég kom inn á skrifstofu BSÍ um kl. 4 voru þar saman komnir um 100 manns. Búið var að koma upp þremur sjónvarpstækjum og í huga flestra held ég að sigurinn væri í höfn þótt enginn þyrði að segja það. Örlítill titringur myndaðist í lokaumferðinni þegar Pólveijarnir þjörmuðu að okkar mönnum en munurinn var allt of mikill og sig- urinn var okkar. Það var skemmtilegt að vera meðal bridsspilaranna þegar 158. spilinu í úrslitaleiknum lauk og úrslitin voru ráðin. Elín Bjarna- dóttir, framkvæmdastjóri Brids- sambandsins, stóð upp á stól og stjórnaði ferföldu húrrahrópi fyrir okkar mönnum. Elín hafði nóg að gera hér heima á meðan á úrslita- lotunni stóð og stóð sig með af- brigðum vel. Að heimsmeisturunum frátöld- um er skylt að hrósa þríeykinu, Guðmundi Sv. Hermannssyni, Birni Eysteinssyni og Helga Jó- hannssyni fyrir þeirra frammistöðu í Japan. Guðmundur sendi Morg- unblaðinu mjög góðar fréttir af mótinu þar sem hann útskýrði þau spil sem skiptu sköpum oft og tíð- um. Björn Eysteinsson var alltaf boðinn og búinn að koma í viðtöl og þáttur Helga Jóhannssonar for- seta var ómetanlegur. Hann sat tímunum saman við símann og lýsti spilunum, spilurum og yfir- leitt öllu sem fyrir augu og eyru bar. Þetta var ekki hægt ,að gera betur. Ég hefi í tæpa tvo áratugi séð um fréttaflutning af öllum stærstu viðburðum í bridsíþróttinni hér heima og hef því fylgst með þess- um strákum í gegnum árin. Þeir hafa vaxið ár hvert, aukið við kunnáttuna með ýmsum hætti. Ég vil sérstaklega benda á einn þátt- inn. Fyrir nokkrum árum var byrj- að að halda bridshátíð og bjóða hingað til lands þekktum erlendum bridsspilurum. Ætíð hefir verið reynt að bjóða hingað sterkustu spilurum heims. Helztu andstæð- ingar okkar í HM í Japan, Pólveij- ar, komu á bridshátíð 1985, Bandaríkjamenn og Svíar komu oft á bridshátíð. Þá hafa Frakkar og Austurríkismenn, Bretar, Norð- menn og Danir einnig komið svo ekki sé minnst á einn þekktasta bridsspilara heims, Zia Mahmood, sem er fastagestur. Það að bjóða þessum spilurum hingað ár hvert skýrir eflaust hluta velgenginnar í Yokohama. Ef grannt er skoðað má eflaust tína til margar skýringar á ár- angri liðsins en því verður aldrei andmælt af neinum að árangurinn er liðsheildarinnar og fyrirliðans. Ég leyfi mér fyrir hönd bridsspil- ara í landinu að senda liðinu árn- aðaróskir og endurtek upphafsorð mín: Velkomnir heim félagar. _____________Brids__________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðholts Að einu spilakvöldi loknu í þriggja kvölda hausttvímenning félagsins er staða efstu para þessi: Sigfús Skúlason - Bergur Ingimundarson 188 RúnarEinarsson-NjállSigurðsson 177 Baldur Bjartmarsson - Valdimar Sveinsson 171 Höskuldur Gunnarsson - Gunnar Valgeirsson 166 MaríaÁsmundsdóttir-SteindórIngimundarsonl64 Jón Úlfljótsson - Þórarinn Bech 164 Kepnnin heldur áfram næsta þriðju- dagskvöld. Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag hófst þriggja kvölda hraðsveitakeppni með þátttöku 11 sveita. Staðan eftir fyrsta kvöldið: Sv. Ármanns J. Lárussonar Sv. Ólínu Kjartansdóttttr Sv.Norðuraðaustan Sv.HelgaViborg Bridsfélag Breiðfirðinga Sveitakeppni hófst fimmtudaginn 10. október með þátttöku 16 sveita. Spiluð eru 16 spil og 2 leikir á kvöldi. Staðan eftir 2 umferðir er þannig: Jón Stefánsson 48 Gróa Guðnadóttir 46 Árni Loftsson 43 Elís R. Helgason 42 Oskar þór Þráinsson 42 Böðvar Guðmundsson 39 Guðlaugur Sveinsson 33 Bridsfélag byrjenda Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds Mitchell forgefinn tvímenning- ur. 24 pör spiluðu og urðu úrslit eftirf- arandi. Norður/Suður: Ingólfur Ámason - Hafsteinn Már Einarsson 256 Einar Guðmannsson - Þórir Magnússon 228 Sigurbjörg Einarsd. - Margrét Runólfsd. 212 Sigríður Elka Sigurðard -Sigurður Ólafsson 198 Valgatrð Jakobsson - Kristinn Friðriksson 195 Austur/Vestur: Álíheiður Gísladóttir - Pálmi Gunnarsson 258 AmarEyþórsson-BjörkÓskarsdóttir 213 Ingiríður Jónsdóttir—Jóhanna Gunnlaugsd. 212 Þorsteinn Þorvarðarson — Fríða Andrésdóttir 193 Maria Guðnadóttir - Kristín Andrewsdóttir 182 Næsta spilakvöld verður 22. okt. Spilað er í BSÍ-húsinu og er mæting kl. 19.30 í síðasta lagi. Bridsdeild Rangæinga Hæsta skor sl. miðvikudag: Lilja Halldórsdóttir - María Haraldsdóttir 244 Jens Jensson - Jón Steinar Ingólfsson 241 Ingólfur Jónsson - Guðmundur Ásgeirsson 232 Staða efstu para eftir tvö kvöld: Jens Jensson - Jón Steinar Ingólfsson 487 Lilja Halldórsdóttir - María Haraldsdóttir 456 Rafn Kristjánsson - Þorsteinn Kristjánsson 454 Ingólfur Jónsson - Guðmundur Ásgeirsson 449 Sigurleifur Guðjónsson - Hermann Friðriksson 426 601 594 587 581
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.