Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 Hjónaminning: Kristín I. Kristinsdóttír, Björn Jónsson íBæ Kristín Ingibjörg Fædd 8. janúar 1902 Dáin 9. október 1991 Björn Fæddur 20. desember 1902 Dáinn 24. apríl 1989 Hann er þétt setinn bekkurinn við matarborðið, börn og fullorðnir. Húsbóndinn situr við annan end- ann, úti við gluggann, en við hinn endann situr húsmóðirin. Hann stendur upp, gengur til konu sinn- ar, kyssir hana á kollinn og leggur vangann andartak að og þakkar fyrir matinn áður en hann gengur aftur til vinnu sinnar að lokinni máltíð. Þetta er ein þeirra mynda úr líf- inu í Bæ, sem stendur svo ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum þegar þau hafa bæði kvatt, fyrst afi og nú amma. Þetta er ein myndanna sem ég ætla að halda í og geyma. Eitt af því sem var svo lærdóms- ríkt og fagurt í samveru þessara hjóna sem voru svo samrýmd að þegar afi dó gat ég ekki skrifað um hann minningargrein því að mér fannst að það myndi óhjá- kvæmilega verða minningargrein um hana einnig. En nú er stundin runnin upp því að hún hefur kvatt líka. Afi var fæddur í Bæ á Höfða- strönd 20. desember, 1902, sonur Jóns Konráðssonar, bónda og hreppstjóra og konu hans Jófríðar Björnsdóttur. Þar ólst hann uppi faðmi foreldra. sinna og þar átti hann heima allan sinn aldur þó að nokkur síðustu árin dveldist hann á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki. Amma fæddist að Neðra-Ási í Hjaltadal þann 8. janúar, sama ár, elst níu barna hjónanna Sigurlínu Gísladóttur og Kristins Erlendsson- ar, kennara. Hennar hlutskipti varð það að hverfa úr foreldrahúsum komung stúlka, vegna fátæktar foreldranna. Fór hún þá til séra Þorsteins Briem og konu hans, Valgerðar Lárusdóttur, sem þá bjuggu í Eyjafírði. Hjá þeim dvald- ist hún til fuilorðinsára og hafði ætíð hlýleg orð um það fólk. Frú Valgerður, eins og amma kallaði hana, var fjarverandi langtímum saman vegna veikinda og tók amma að sér heimilishald og bar- naumönnun á meðan. Kölluðu dæt- ur séra Þorsteins hana „mömmu Kristínu” æ síðan. Hún mun hafa verið um fermingaraldur er hún fyrst tók að sér móðurhlutverkið en síðar átti það fyrir henni að liggja að eignast sjö börn, taka að sér systurson sinn þriggja ára og tvö barnabörn og ala upp sem sín eigin. „Og ég elskaði þau öll sem mín eigin börn og gerði engan greinarmun þar á. Nei, blessuð börnin voru aldrei of mörg”, sagði hún eitt sinn við mig, þagði andar- tak og hvarf í huganum til þess tíma er hún hélt þeim ungum í fangi sér. Afi gekk í Bændaskólann á Hól- um og lét sig málefni Hólastaðar ætíð miklu skipta. Hann var einnig við íþróttanám í Reykjavík um tíma og hefur það ef til vill átt sinn þátt í því að hann gekk teinréttur fram á síðasta dag. Amma gekk í húsmæðraskóla í Reykjavík en árið 1922 var hún styrkt til Danmerkurfarar þar sem hún gekk í lýðháskóla. Veturinn eftir var hún á herragarði í grennd við Árósa og var þar sem ein af fjölskyldunni. Margir þeir sem minna máttu sín áttu skjól og hugg- um vísa hjá ömmu. Einhverju sinni, meðan á herragarðsdvölinni stóð, veitti hún því athygli að vinn- ustúlka ein, ung og nýkomin, var að gráta. Amma fór til hennar og reyndi að hugga hana og létta henni vistina. Er húsbænurnir kom- ust að því var hún kölluð á eintal og sagt að slíkt væri ekki viðeig- andi; hún væri ein af fjölskyldunni og ætti ekki að skipta sér af vinnu- fólkinu. Þótti henni það mjög miður og minntist þess oft. Amma kunni vel við sig í Danmörku en vorið 1923 réð hún sig sem ráðskonu á prestssetur í Noregi. Húsmóðirin var á sjúkrahúsi og 8 manns í heim- ili og nóg að gera. Meðan á Noregs- dvölinni stóð veiktist hún af lömun- arveiki og lá þar rúmföst um nok- kurra mánaða skeið. Lömunarveik- in breytti fyrirætlunum hennar en hún var búin að fá inni í hjúkruna- skóla í Osló. Ekkert varð af því námi og fór amma heim til íslands árið 1924. Þegar heim var komið tókust á ný kynni með þeim afa en þau höfðu þekkst um margra ára skeið áður en hún fór erlendis. Brúðkaupið fór fram í Bæ, á af- mælisdegi afa, þann 20. desember, 1926. í fyrstu bjuggu þau félagsbú- skap með foreldrum afa en tóku smám saman við öllu búinu. Heimilið var alltaf stórt, börnin mörg, vinnufólk eins og þá tíðkað- ist og oft mikill gestagangur. í stóra, þriggja hæða húsinu, sem afí byggði, voru 10 svefnherbergi, 2 til 3 rúm í hveiju þeirra og oft skipað í þau öll. Það var því ekki að undra þó að litlu stelpunni sem Minning: Elís Hallgrímsson Fæddur 14. október 1907 Dáinn 10. október 1991 Þegar ég man fyrst eftir bjuggu þau hjónin Elís Hallgrímsson og Pálína Guðmundsdóttir á Örreytis- koti, sem ekki er iengur tik Þrátt fyrir lélegan húsakost, sem ég reyndar tók ekki eftir, sótti ég barn- ið, til þeirra og sá engan mun fá- tæktar þeirra og ríkidæmis ann- arra. Ég man hve vel var á móti mér tekið, en ekki síður þeim sög- um, sem Elís sagði utan úr fram- andi og ijarlægum heimi. Ein var t.d. um Caruso, ítalskan óperu- söngvara, önnur um harmónikku- leikara, sem ég man ekki lengur hvað hét. Og svona til frekari áherslu lék Elís á nikkuna^ tii að gera söguna áhrifameiri. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvaða erindi Elís átti í íslenskan landbún- að. Maður, sem hugsaði meira um það sem fram fór á óperusviði heimsins heldur en í eigin fjósi, eða hljómur nikkunnar gaf meira en jarmið á ánum. Samt var það svo, að margur bóndinn þurfti á stoð hans að haida við kynbætur hrossa sinna og sauð- fjár. En Elís var haldinn þeim galla ekki að kunna að selja. Annars ætlaði ég ekki að skrifa langt mál um landbúnað eða ríki- dæmi Elísar. Þú, sem hefur áhuga á að lesa þessar línur veist eins vel um allt það og ég. Eftir að Elís var orðinn gamall maður og síðar einsetumaður heim- sótti ég hann stundum mér til ánægju í gamla húsið að Lækjar- bakka. Alltaf tók hann mér sem áður, hlýlega og með glaðværð. Hann sýndi mér nýju harmónikk- una, sem honum var gefin, og hann lék eins og fyrr. Breyting var þó á orðin. Fingurnir létu ekki jafn vel að stjórn, enda bar suma ekki að með réttum halla. Svo hafði aldur og vinna breytt hans sterku hönd- um, þó hugurinn væri hinn sami. kom í heimsókn til ömmu og afa fyndist mikið um að vera, vön íjög- urra manna heimili. Stóra húsið með smíðakompunni í kjallaranum, geymslunni með strokknum og skii- vindunni, sem var svo skemmtilegt að snúa, heimastrokkað smjörið uppi í hillunni og amma frammi í vaskahúsi að hreisa ristla í sláturt- íðinni. Og þar áttu heima Hjörtur gamli og Nýja, tvö gamalmenni sem mér virtist vera mjög hlýtt til ömmu. í heyskapnum gat jafnvel smástelpan létt undir með hrífu- priki eða sótt kýrnar með hinum krökkunum. í sumariok kallaði afi kaupakonurnar til sín inn á skrif- stofuna sína, eina í senn og lokaði og þegar þau komu út aftur fengu þær afhentan kartöflupoka í kaup- bæti. Þetta var ævintýri æskudag- anna. Og hve glatt var á hjalla þegar systkinin komu saman, með barna- skarann sinn hjá ömmu og afa í Bæ. Amma og afí tóku bæði þátt í félagslífi, hann þó sínu meira., Þau sungu bæði í kirkjukómum, amma, þótti alltaf hafa mjög fallega söng- rödd og hafði fengið tilsögn hjá frú Valgerði. Þau voru bæði trúuð og ber Biblían hennar ömmu þess merki að hafa verið mikið lesin. Það þurfti ekki að segja henni hvar fletta ætti upp í Biblíunni til að leita sér huggunar á erfiðum stund- um. Amma og afi bjuggu í Bæ, fyrst með foreldrum hans, síðan með börnum sínum, þá með yngsta syni sínum og hans fjölskyidu og að iokum með fóstursyni sínum og fjölskyldu hans. Afi stundaði alltaf veiðar með búskapnum og hafði mikið yndi af. Þegar hann var kom- inn á efri ár og börn og fósturbörn flogin úr hreiðrinu fór hann einn út á Höfðavatn til að vitja um og leggja net og var ekki laust við að börnin hans hefðu áhyggjur einkum vegna þess að þegar aldur færðist yfir hann átti hánn vanda til að fá Ég mun ætíð minnast Elísar sem velgerðarmanns míns, sem lagði gott til mótunar barnssálar. Nú vil ég þakka honum, minnugur þess að sá taktur í lífi mínu, sem hann sló, var vel sleginn. Filippus Björgvinsson yfir höfuðið. En veiðgleðin var mik- il og ákafinn þegar eitthvað fékkst. Og ekki var hendinni slegið á móti reykta silungnum frá honum afa. Amma átti við vanheilsu að stríða um ævina, fór alls í sex stóra uppskurði auk margra minni að- gerða. Árið 1979 lagðist hún á Sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðár- króki og var þar til hinsta dags. Hún fékk inni á dvalarheimilinu og undi þar hag sínum mjög vel í litla skotinu sínu í örygginu sem læknis- þjónustan veitti henni og hlýlegri ummönnun starfsfólksins. Hún hafði alla tíð mikið yndi af hannyrðum og las auk þess mikið. Ég man að ég fylltist lotningu og aðdáun þegar ég sá dönsk blöð á náttborðinu hennar heima í Bæ og skildi að hún amma mín gat lesið „útlensku.” Síðustu árin var hún með Parkinsons-veiki, hún datt og braut á sér báða úlnliðina, þeir greru vitlaust saman svo að hún gat ekki lengur pijónað eða hekl- að. Þá las hún þeim mun meira en svo kom að því að sjónin bilaði og hún gat ekki lengur lesið og ekki horft á sjónvarp. Þá var aðeins útvarpið eftir. En aldrei veit ég til þess að hún hafí möglað yfir þessu hlutskipti sínu. Síðastliðið sumar gekkst hún undir aðgerð sem veitti henni sjónina aftur á öðru auganu. Og mikið erum við aðstandendur hennar þakklátir fyrir þá hamingju sem henni var veitt með þeirri að- gerð. Hún var svo glöð og naut þess svo að horfa á fólkið sitt og blómin sem henni voru færð og að geta lesið á ný. Afí bjó áfram í Bæ þó að amma væri flutt á Krókinn en kom oft og dvaldist nokkra daga. Það höfðu margir orð á því hvað hann væri dæmalaust léttstígur, teinréttur og kvikur í hreyfíngum þegar hann, rúmlega áttræður, gekk upp spít- alastíginn á leið í heimsókn til hennar „Stínu sinnar”, eins og hann kallaði hana. Hann fluttist að lokum sjálfur á dvalarheimilið og fékk herbergi í nýjustu álmunni. Hann kom svo yfír til hennar nokkrum sinnum á dag og þá sátu þau saman og héld- ust í hendur. Afi byrjaði að halda dagbók þeg- ar hann var 17 ára gamall og hélt þeim sið alla tíð. Þær eru ófáar bækurnar sem eftir hann liggja, með hans formföstu, fallegu rit- hönd. Þær geyma ýmsan fróðleik; sögur af samtímamönnum, örnefni, frásagnir af aflabrögðum auk upp- lýsinga um tíðarfar og fleira. Hann var fréttaritari Morgunblaðsins í fjöldamörg ár og skrifaði oft frem- ur óhefðbundnar fréttir sem gaman var að lesa. Hann var léttur í lund, fljótur að skipta skapi en mjög blíðlyndur. Hann virti og dáði ömmu tak- markalaust enda var hún, þrátt fyrir öll sín veikindi, máttárstðlpinn í lífi hans. Hún var klettur sem aldrei haggaðist og átti virðingu og ást okkar allra. Það var alltaf von okkar afkomenda þeirra að afí fengi að kveðja þennan heim á undan ömmu því lífið hefði orðið honum óbærilegt án hennar. Hann kemur ekki lengur gangandi til mín, spölinn frá dvalarheimilinu, á inniskónum sínum og hún verður ekki heimsótt lengur. ________________________________31 Ég hygg að amma hafi verið seinteknari en afí; róleg, traust, hlý, föst fyrir. Hún hafði til að bera góðat' gáfur og mikinn sálar- styrk og hefur efalaust gert sér að einkunnarorðum verið sem hún skrifaði inn í Biblíuna sm hún gaf 9 mér á fermingardaginn. „Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá bestu. Blessað orð hans sem boðast þér, í bijósti og hjarta festu." Nú hafa þau bæði horfíð af sjón- arsviðinu og sameinast á ný. En \ þau munu lifa áfram með okkur sem þekktum þau og munum þau svo vel, þau sem alla tíð voru sem eitt. Anna Kristín Gunnarsdóttir Þann 9. október 1991 lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks amma mín og fóstra, Kristín Kristinsdóttir frá Bæ, tæplega níræð að aldri. Amma átti við vanheilsu að stríða alla tíð, frá því ég man eftir mér, en alltaf reif hún sig aftur upp úr veikindum sínum. Að lokum varð hún að lúta í lægra haldi fyrir æðri máttarvöld- um. í hugann koma upp ótal minning- ar um ömmu frá uppvaxtarárum mínum. Þegar ég byijaði í barna- skóla hagaði þannig til að ganga þurfti yfír dálítinn flóa upp að næsta bæ, þar sem skólinn var. Amma útbjó mig alltaf með nesti , og var það stundum það mikið að ég gat ekki torgað því. Þegar heim kom var hún ekki ánægð yfir því að ég skyldi ekki klára nestið mitt. Ég átti að klára það til þess að verða stór og sterkur strákur. Þetta 1 litla dæmi lýsir ömmu og hennar viðhorfum vel. í Bæ var oft margt um manninn og þar lá amma ekki á liði sínu. Þau hjón, Björn og Kristín í Bæ, voru afar gestrisin og man ég oft eftir tilhlökkun þeirra, þegar von var á góðum gestum. Kristín amma var búin að dvelja á Sjúkrahúsi Sauðárkróks í árarað- ir og þar leið henni mjög vel, þrátt fyrir veikindi inn á milli. Hún talaði oft um það, þegar við heimsóttum hana, hve vel væri um sig hugsað. I gegnum árin sem við heimsóttum ömmu mína á sjúkrahúsið, mætti maður oft starfsfólk deildarinnar á gongunum. Með árunum fór maður að kannast við ýmis andlit. í örmum þessa fólks náði amma háum aldri og leið vel. Þetta þökkum við öll í ljölskyldunni og hugsum hlýtt til starfsfólks Sjúkrahúss Sauðár- j króks. Nú fær amma að hitta afa aftur eftir stuttan aðskilnað, en hann lést ' 24. apríl 1989. Blessuð sé minning þeirra beggja. Konráð Jónsson og fjölskylda í dag kveð ég elsku ömmu mína í hinsta sinn. Amma Kristín var yndisleg kona sem lifði sínu lífí af mikilli reisn og dugnaði. Ég var tæplega tveggja ára er ég kom í fóstur á heimili þeirra hjóna, afa Björns í Bæ og ömmu Kristínar. En þeim þótti það víst ekki tiltöku- mál að taka að sér smá telpukorn í viðbót á sitt stóra heimili. Hjá þeim átti ég yndislegan tíma og þáttur ömmu í að móta skilning minn til lífsins og tilverunnar er mér mjög mikilsverður. Hún lagði mikla áherslu á trúna á guð og hið góða í lífinu, hún kenndi mér bæn- irnar, að lesa og skrifa og ganga samviskulega frá hveiju því verki sem mér væri falið. Minningarnar eru ótal margar og góðar en hæst ber þá miklu ást, virðingu og hlýju sem ríkti á milli ömmu og afa. Afi Björn er nú látinn fyrir rúmum tveimur árum og ósköp held ég að hann sé glaður að fá hana ömmu ■ aftur sér við hlið. Því samstíga voru þau í þessu lífi og þannig veit ég að þau verða áfram í því næsta. Ég vil þakka elskulegri ömmu minni fyrir allt er hún gaf mér og bið góðan guð að blessa hana og varðveita. Starfsfólki á öldrunar- i deild Sjúkrahúss Skagfirðinga vil ég þakka góða umönnun en þar ; ' leið ömmu vel síðustu árin. María Erla Geirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.