Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 43
43 MORftUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Ævintýraleg lokamínúta - þegar bikarmeistarar ÍBV náðu jafnaði gegn íslandsmeisturum Vals ÍBV náði jafntefli, 29:29, gegn íslandsmeisturum Vals á ævin- týralegan hátt eftir að hafa verið þremur til fimm mörkum undir mest alian leikinn. að voru Eyjamenn sem byijuðu betur og höfðu frumkvæðið mest allan fyrri hálfleik, en undir lok hans sigu Vals- Sigfús menn framúr og Gunnar náðu þriggja maka Guðmundsson forskoti J leikhléi. s ,ar _ Það blés ekki byr- lega fyrir ÍBV í upphafi seinni hálf- leiks því Valsmenn skoruðu úr fyrstu sókninni. Gestimir héldu forskotinu þang- að til 3 mín. voru eftir, fram að því höfðu Eyjamenn verið iðnir við að skjóta í þverslá Valsmarksins og einnig varði Guðmundur Hrafn- kelsson á mikilvægum augnablik- um. En heiliadísirnar snérust á band með ÍBV undir lokin og náði að minnka muninn í 27:28 þegar 80 sek. voru eftir. En Valdimar Gríms- son gerði vonir heimamanna engu héldu flestir er hann gerði 29. mark Vals þegar 50 sek. voru eftir. Leikmenn ÍBV gáfust ekki upp, minnkuðu muninn í eitt mark þegar 29 sek. vora eftir. Zoltan Belany stal boltanum frá Valdimari þegar 14 sek. voru eftir og endaði sókn Eyjamanna með því að Gylfí Birgis- son braust í gegn og skoraði þegar aðeins 6 sek. voru eftir. Þess má geta að Valsmenn vora tveimur færri þegar Gylfí gerði jöfnunar- markið. Hjá ÍBV var Ungverjinn, Belany, í hominu mjög skemmtilegur og er hann mikill styrkur fyrir liðið. Einn- ig átti Gylfi góðan leik. Guðfinnur átti ágæta spretti og gerði nokkur mikilvæg mörk. Hjá Val klikkaði. Valdimar ekki í hominu en lét þó tvívegis reka sig útaf og missti boltann í lokin á mikilvægu auganbliki. Guðmundur Hrafnkelsson varði oft ágætlega sem og Sigmar Þröstur. „Það var mjög gott að ná jöfnu þar sem við voram komnir fimm mörk undir og áttum á brattan að sækja,” sagði Gylfi Birgisson, leik- maður ÍBV. „Þetta sýnir góða bar- áttu í liðinu og við erum að ná upp leikæfingu. Við verðum samt að vinna betur úr því þegar menn eru teknir úr umferð. En við erum von- andi komnir í gang.” Morgunblaðið/Rúnar Þór Handagangur í öskjunni í viðureign KA og FH í gærkvöldi — fyrsta leiknum í nýju og glæsilegu íþróttahúsi KA. Kristján Arason liggur ofan á KA-manninum Arna Stefánssyni, en Alfreð Gíslason fórnar höndum. Mm FOLX ■ ÞÓRHALLUR Höskuldsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, blessaði KA-húsið fyrir leikinn í gærkvöldi, hvatti til drengilegrar keppni og sagðist vona að starfsem- in í húsinu yrði sál og líkama tii framdráttar. _ H HALLDÓR Jónsson, bæjar- stjóri á Akureyri, var heiðursgest- ur KA á leiknum. ■ KA-HÚSIÐ var blómum skrýtt í gær í tilefni dagsins — mikill fjöldi blóma barst frá hinum ýmsu félög- um og fyrirtækjum. ■ ARRIGO Sacchi, fyrram þjálf- ari AC Mílanó, var í gær ráðinn landsliðsþjálfari ítala í knattspymu í stað Azeglio Vicini. Sacchi hefur í hyggju að gera miklar breytingar á leikskipulagi ítalska liðsins. Vic- ini var rekinn í kjölfar þess að landsliðið náði aðeins jafntefli gegn Sovétríkjunum og þar með urðu möguleikar ítala á að komast í úrlitakeppni Evrópumótsins í Sví- þjóð nánast að engu. Sovétmenn þurfa aðeins að ná jafntefli gegn Kýpur til að tryggja sér sigur í riðl- inum. KA-menn töpuðu á „frumsýningunni” „ÉG er mjög ánægður með sigurinn. FH-liðið lék góðan hand- bolta í40 mínútur og það dugði. Leikmenn KA hafa líklega verið mjög spenntir í leiknum og gerðu því of mikið af einföldum mis- tökum, sem við nýttum okkur vel með hraðaupphlaupum,” sagði Kristján Arason, þjálfari og leikmaður með FH, eftir að lið hans sigraði KA, 33:28, ífyrsta leik í hinu nýja og glæsilega íþrótta- húsi KA á Akureyri í gærkvöldi. Það kom í hlut Guðmundar Guð- mundssonar, línumanns í liði KA, að vígja netamöskvana — hann gerði fyrsta markið af línu eftir send- ingu Alfreðs Gísla- sonar. KA-menn höfðu undirtökin og náðu fljótlega tveggja marka for- ystu en um miðjan hálfleikinn, þeg- ar staðan var 7:6, kom hroðalegur leikkafli þeirra og FH-ingar gerðu átta mörk í röð. „Þetta var mjög lélegt hjá okkur. Við töpuðum bolt- anum hvað eftir annað og þeir Anton Benjamínsson skrífarfrá Akureyrí gengu á lagið og náðu góðri for- ystu,” sagði Alfreð þjálfari og leik- maður KA. „Eftir þetta var munur- inn einfaldlega orðinn of mikill þrátt fyrir að við næðum að sýna betri leik í síðari hálfleik.” KA-menn voru allan seinni hálf- leikinn að reyna að vinna upp for- skot FH-inga, en þeir náðu því ekki. Munurinn minnkaði reyndar en þeir ógnuðu sigrinum aldrei. Undir lokin beittu heimamenn þeirri aðferð að leika maður-á-mann vöm og gafst það ágætlega, en of skammt var til leikloka til að það skipti máli og FH-ingar sigruðu öraggl'ega. Gífurlegur hraði var í leiknum enda 61 mark gert þrátt fyrir að markverðirnir hafi varið þokkalega. Það segir meirá en mörg orð. Lið KA lék undir getur, hvort sem framsýningar-skrekk var um • að kenna eður ei. Stefán Kristjánsson fann þó leiðina í mark sinna gömlu félaga tíu sinnum og einnig gerði Sigurpáll Árni falleg mörk úr; vinstra horninu. Aðrir leikmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Hans Guðmundsson, sem lék með KA í fyrra, var fyrri félögum sínum einnig erfíður, gerði tíu mörk. Þá var Kristján Arason geysilega sterkur bæði í sókn og vörn og reyndar má segja að liðið hafí verið mjög jafnt og sterkt. Hvergi var veikan hlekk að fínna í liðinu, fyrr en KA fór að beita pressuvörninni í lokin en þá náðu þeir að slá gest- ina út af laginu. HK vann upp sex marka forskot Fram MAGNÚS Stefánsson markvörður HK hélt marki sínu hreinu síð- ustu fjórtán mínúturnar í leik liðsins við Fram og það dugði Kópavogsliðinu til þess að ná i annað stigið. HK skoraði sex síðustu mörk leiksins og breytti stöðunni úr 16:22 í 22:22 sem urðu lokatölur leiksins. Framan af síðari hálfleiknum var ekki neitt sem benti til þess að heimamenn mundu veita Fram MBHHi einhveija keppni. Frosti Þeir hugsuðu meira Eiðsson um ag atast j slokum skrifar dómurum leiksins heldur en að ein- beita sér að handboltanum. En það var markvarsla Magnúsar sem gaf liðinu aukna trú, vörnin þéttist og leikmenn fóra að einbeita sér að leiknum. Jöfnunarmarkið kom hálfri mínútu fyrir leikslok og var það sérlega glæsileg „sirkusmark” þar sem Tonar batt endahnútinn á sóknina. Framarar brunuðu í sókn og Gunnar Andrésson átti skot sem Magnús markvörður missti innfyrir línuna en dómarar höfðu þá flautað á aukakast. Úr aukakastinu skaut Jason knettinum í slánna og yfir og HK hrósaði happi. „Við tókum okkur saman í vörn- inni í lokin og lékum skynsamlega í sókninni en það kom greinilega í ljós í lokin að Framarar hafa litla reynslu,” sagði Magnús Stefánsson hetja HK en það var ekki fyrr en í gærdag að ljóst var að hann gæti leikið vegna meiðsla í hné. Oft á tíðum var ekki heil brú í leik HK- liðsins og liðið lék eins og miðlungs 3. deildarlið en inn á milli náðu leik- menn upp stemmingu. Markverð- irnir voru bestu menn liðsins. Bjarni varði vel í fyrri hálfleiknum og Magnús stóð sig frábærlega í þeim síðari. Tonar og Gunnar Már voru öflugir í sóknarleiknum. Það er greinilegt að reynsluleysi háir enn Framliðinu sem stillir upp yngsta liði deildarinnar. Um það vitna fyrstu leikir liðsins á tímabil- inu. Jason og Gunnar voru aðal- mennirnir í sóknarleiknum og liðið var betri aðilinn að fímmtán síðustu mínútunum undanskildum. „Ég kann enga skýringu á þessum hroðalega kafla hjá okkur í lokin. Það virtist enginn þora að skjóta á markið og við létum veija allt frá okkur. Kannski ereini ljósi punktur- inn við þennan leik að við erum enn taplausir,” sagði Karl Karlsson eft- ir leikinn. Tveir leikmenn fengu rauða spjaldið, Andri V. Sigurðsson vegna þriggja brottvísana og einn leik- maður HK vegna ummæla af vara- mannabekknum. KNATTSPYRNA Ingólfur Valdimar Ingólfur oc Valdimar eftirsóttir Stjömumennimir Ingólf ~ Ingólfsson og Valdim ■ Kristófersson, sem leika einn með U-21 árs liðinu, eru mji • eftirsóttir af 1. deildarliðunu í knattspyrnu. Mörg félög ha haft samband við þá félaga , að fá þá til að leika í L deil< inni næsta sumar, en Stjarna i féll sem kunnugt er í 2. deiltí Ingólfur staðfesti það í sar. ■ tali við Morgunblaðið í gær í ) niörg lið hafí sýnt honum áhugi . „Ég hef enn ekki tekið ákvörði: i um hvað ég geri, enda nægu#- tími til stefnu,” sagði Ingólfuv. Valdimar var á sama máli og sagði. „Þar sem nýr landsliðs- þjálfari er að byggja upp nýtt landslið tel ég möguleikana á að komast í landsliðið meiri éf maður leikur í 1. deild. En og stadan er í dag er hef ekki ákveðið hvort ég v< áfram í Stjömunni eða ekl sagði Valdimar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.