Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBIÍA.ÐIÐ FIMMTUDAGUR 3Í. OKTÖBER 1991 Vatnsblandað brullaup Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Brúðkaupsbasl - Betsy’s Wedding Leikstjóri og handritshöfund- ur Alan Alda. Aðalleikendur Alan Alda, Joe Pesci, Madel- eine Kahn, Anthony LaPaglia, Molly Ringwald, Ally Sheedy, Burt Young. Bandarísk. Touc- hstone 1990. Alan Alda var maðurinn á bak við eina best unnu og skemmti- legustu gamanþáttaröð í sögu sjónvarpsins - M*A*S*H. Reif lúið efnið (þættirnir gengu í ára- tug), oft uppí ótrúlegar hæðir. Ekki fór hann aðeins bráðhressi- lega með aðalhlutverkið heldur átti Alda stóran þátt í útliti þátt- anna lengst af því hann leik- stýrði þeim æ oftar og skrifaði handrit. En þau hafa orðið örlög hans — einsog tuga annarra sjón- varpsstjarna — að ná sér ekki á strik á hvíta tjaldinu þrátt fyrir alla velgengnina á skjánum. Alda hefur nú gert allnokkrar tilraun- ir til að festa sér sess í kvik- myndagerð en án umtalsverðs árangurs. Myndir hans hafa ætíð verið á einhvern hátt athyglis- verðar, ljómandi vel leikstýrðar og leikhópurinn jafnan vænn og forvitnilega samansettur. En handritin hafa sjaldan komist langt uppfyrir gæðastaðal góðs sjónvarpsþáttar, þar liggur hundurinn grafínn. Brúðkaupsbasl breytir engu hér um. Við fylgjumst með raun- um byggingaverktakans, Öldu, sem þrátt fýrir slaklega lausafj- árstöðu vill gera brúðkaup dóttur sinnar (Ringwald), sem vegleg- ast, ekki síst til að slá út hug- myndum vellauðugra foreldra brúðgumans. Hjónaleysin vilja hinsvegar hafa allt sem látlausast en fá litlu að ráða. Inní myndina flétt- ast litrík íjölskylda brúðarinnar og hæpnar fjáröflunarleiðir Öldu. Myndin á sína ágætu spretti, einkum í kringum brúðkaupsst- ússið, sem endar með heljarm- iklu vatnsbaði og giftusamlegu uppgjöri persónanna. En gaman- máiin eru ósköp dáðlaus lengst af, hláturinn kemst ekki nógu oft uppá yfírborðið heldur fjarar út í munnvikjunum, uppdregnum að vísu . Um má kenna að nokkru leiti klisjukenndum og oftast lítt áhugaverðum gyðinga- og ma- fíósabröndurum, en þetta kunn- uglega fólk kernur mikið við sögu. Uppúr stendur þó ungmafíósinn sem LaPaglia glæðir meinfynd- inni virðingu og brilljantínglans- andi áreiðanleika. Athyglisverð- ur leikari. Þáttur Youngs sem mafíósans er hinsvegar allur hinn versti, ófyndinn og stingandi óraunver- ulegur í mynd sem er að reyna að fjalla um raunveruleikann inn við beinið. Ringwald er hörmung en Sheedy þess betri í þó óhön- duglegu hlutverki. Alda kann rulluna út í gegn. Fagmannlega gerð og heldur sér í bærilegu meðallagi en við verð- um að bíða enn um sinn til að sjá Öldu, sem vissulega lumar á ýmsu forvitnilegu upp! erminni, endurtaka þá meistaratakta sem hann sýndi á skjánum. í mæðu og minnisleysi Laugarásbíó: Brot - „Shattered” Leiksljóri og handrit: Wolf- gang Petersen. Tónlist: Alan Silvestri. Aðalleikendur: Tom Berenger, Bob Hoskins, Greta Scacchi, Joanne Whalley-Kil- mer, Corbin Bernsen. Banda- rísk. Capella Films 1991. í upphafsatriðinu sleppur Ber- enger við illan leik úr hrikalegu bílslysi, en kona hans (Scacchi), sem er með honum í bílnum, fær aðeins smá skrámur. Hann er næstum óþekkjanlegur eftir , lýtalæknar verða að tjasla saman andlitinu eftir myndum. En það sem verra er, hann hef- ur misst minnið að hluta. Þarf að læra flest uppá nýtt og allt það sem snýr að einkalífínu er gi’afíð og gleymt. Scacchi annast hann af mik- illi umhyggjusemi, því tekur hann það mjög nærri sér er hann finnur myndir af henni í amors- brögðum með manni sem hann kannast vitaskuld ekkert við. Til sögunnar kemur Hoskins, furðulegur einkaspæjari með út- skýringar á stöðunni sem koma Berenger heldur betur á óvart. Hver óvænta uppákoman rekur aðra, sá minnislausi er hundeltur af ótta og engum að treysta og loks er hann fer að ráma í sitt fýrra líf tekur ekki betra við. Eftir listaverkið Das Boot telja margir þýska leikstjórann Pet- ersen ofmetinn en hann bjargar þessum minnisleysis-þriller fyrir horn með mikilli keyrslu frá upp- hafí til enda. Ef menn fara að velta fyrir sér ástandinu í raun kemur náttúr- lega samstundis í ljós að kring- umstæðurnar eru broslega fár- ánlegar og grundvallarfléttan fær ekki staðist fyrir fimmeyring. Því ráðlegast að festa sætisól- arnar og beina bara athyglinni fram á veginn því atburðarásin er býsna hröð og oft skemmtileg þó rökleysa sé. Ytra útlitið er með ágætum, einkum kvikmynd- ataka Kovacks og tónlist Silvest- er til mikilla bóta að venju. Berenger er hinsvegar ósköp mæðulegur í aðalhlutverkinu, Hoskins farnast betur og leik- konunum báðum. Þær Scacchi og Whalley-Kil- mer eru báðar tvær í hópi bestu og kynþokkafyllstu leikkvenna hvíta tjaldsins um þessar mundir og eiga drýgstan þátt í að gefa myndinni, sem er þrátt fyrir ólík- indin ágæt afþreying, hinn nauð- synlega film noú-svip. • • Oskubuska á nýjum skóm Bíóhöllin: Öskubuska - ”Cinderella” Leikstjórar Wilfred Jackson, Hamilton Luske, Clyde Geron- imi. Raddir Ilene Woods, William Phipps, Elanor Audley, o.fl. Bandarísk teiknimynd frá Walt Disney, gerð 1950. Endurbætt 1991 Það var frekar hljótt um frum- sýningu Öskubusku á dögunum, sem þó er afbragðsskemmtun fyrir yngri kynslóðina, reyndar alla fjölskylduna. Vissulega jafnast hún ekki á við bestu teiknimyndir Disney fyrirtækisins einsog sígildra verka á borð við Gosa, Fantasíu og Mjallhvít og dvergana sjö, sen hún stendur þeim ekki langt að baki. í höfuðatriðum er sagan lít- ið breytt frá Grimmsævintýrinu fræga, löguð að kvikmyndaform- inu með hinum litríkasta dýrahóp og ljúfri tónlist. En þráðurinn er sá sami. Stúlkan fagra, hún Öskubuska, býr við vond kjör og kost hjá kerlingarnorninni stjúpu sinni og tveimur afleitum stjúpsystrum. Helstu félagar hennar í hvers- dagsbaslinu eru dýrin í kringum hana, mýslurnar, hundurinn, hrossið og fuglamir. Svo er það kattarskömmin hann Lúsífer, sem er svo illa innrættur að hann stendur undir nafni. En svo kemur að því að prins- inn heldur ball þar sem hann býður öllum stúlkum ríkisins, hann þarf nefnilega að fara að leita sér kvonfangs ... Hér er ekki kastað til höndun- um frekar en fyrri daginn. Það er sama hvar litið er á hand- bragðið, það er óaðfinnanlegt. Að vanda tekst teiknurunum best upp með dýrin, einkum er kattarskrattinn vellukkaður og skemmtilega meinfýsið ótót og vakti mikinn gleðihlátur meðal smávaxinna bíógestanna . Tónlistin er sömuleiðis einkar vönduð, hver kannast ekki við Bibbidi Bobbidi Boo Það eintak sem sýnt er af þessari frægu ævintýralukkutrölli er búið að fara í heljarinnar andlitslyftingu og má segja að hún Öskubuska dansi nú á nýjum skóm. Hresst hefur verið uppá litina en einkum er það hljóðið sem tekið hefur stakkaskiptum. Nú er það í Dolby-stereó og fínt fínt. Og þó svo að efnið hafi elst dulít- ið á köflum hefur Öskubuska að líkindum aldrei verið jafn holl og góð skemmtun sem nú. Námskeið: BÖRN í SORG Mörg börn verða fyrir erfiðri lifsreynslu tengdum missi ástvina. Skilnaðir, dauðsföll og alvarleg veikindi kalla fram sorgarviðbrögð hjá börnum og geta haft olvarleg óhrif ó sálarlíf þeirra. Með þekkingu og stuðningi er hægt oð hjálpa börnum til að takast á við þessa erfiðu lífsreynslu. Efni BÉRSkeiðs: Abril aldurs ig siiði í fiilskyidi Hvafi iti fillirfiiir iert? ViðbröDö vifi sorg/einkenni Ölík vifibrsgð fiiengia ng slílkna Ráðleggingai í snrgaiérvinnsln Sálfræðistöðin Námskeiðið er ætlað foreldrum og öðrum ættingjum barna, en einnig fagfólki sem umgengst börn í sorg. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Skróning í símum 21110 og 623075 milli kl. 11-12. Verð frá kr. 27.900 Gisting á Scandic Crown Victoria í miðbæ Amsterdam. Veitingastaðir á heimsmælikvarða og heimstiskan á frábæru verði. 3, 4 og 5 nætur. Takmarkaður sætafjöldi. Brottför fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga. [ [ IIIA M I fi SI fi fi III AUSTURSTRÆD17 • StM 622200 ÞURRT OG HLJOTT nrnrow.l .ll 11W11 l".m Rakt brvstiloft er óhagkvæmt og eykur Tlflll kostnað.HinarnýjuGA5-10loftþjöppurfrá Atlas Copco hafa innbyggðan kæliþurrk- ara, sem tryggir þar með þurrt þrýstiloft. Hljóðstyrkur er ekki meiri en venjulegur samtalstónn, svo þú getur auðveldlega staðsett þær hvar sem er. GA 5-10 er þín trygging fyrir gæðaloft og veitt er 2 ára frí þjónusla. GAJ_1<( HINN ÞÖGLI FÉLAGI Landssmiðjan sýnir Atlas Copco vörur 9. nóvember 1991. Við höfum opið hús fyrir alla áhugamenn um loftþjöppur, laugar- daginn 9. nóvember frá kl. 9.00 til 15.00, að Borgartúni 31 (hús ^ Sindra-Stáls). Til viðbótar hinum nýju byltingarkenndu loftþjöpp- 7* um, sýnum við einnig úrval af öðrum tækjum frá Atlas Copco fyrir almennan iðnað og verktaka, t.d. stærri og minni loftþjöppur, loftþurrkara, hjólapressur, loftverkfæri og loftstýri- búnað. Fulltrúar frá Atlas Copco verða á staðnum til ráðgjafar fyrir þá sem hafa áhuga, ásamt sölu- mönnum Landssmiðjunnar. Velkomin. LANDSSMIÐJAN HF. SÖLVHÓLSGOTU 13-101 REYKJAVÍK SÍMI (91) 20680 - TELEX 2207 GWORKS TELEFAX (91) 19199 JltUuCopco GOOD'fYEAR VETRARHJÓLBARÐAR HEKLA F0SSHÁLSI 27 SÍMI 695560 674363 GOODpYEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.