Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 KORFUKNATTLEIKUR / NBA OLYMPIUNEFND ISLANDS Landsmóti frestað um eitt ár LANDSMÓTI Ungmennafélags íslands, því 21. f röðinni, sem vera átti á Laugarvatni 1993, hef ur verið f restað til 1994. Þetta var samþykkt á 37. sam- bandsþing UMFÍ sem var hald- ið í Húnavallaskóla 26. og 27. október. Þingið sátu á annað hundrað manns, 90 fulltrúar frá 20 sambandsaðilum auk stjórnar UMFÍ og gesta. Pálmi Gíslason var endurkjörinn formaður UMFÍ með þéttu lófataki. Mikil umskipti urðu í stjóm UMFI. í aðalstjórn eiga sæti: Krist- ján Yngvason HSÞ, Þórir Haralds- son HSK, Sigurlaug Hermannsdótt- ir USAH, Jóhann Olafsson UMSE, Sigurjón Bjarnason U|A og Ólína Sveinsdóttir UMSK. í varastjórn eiga sæti: Matthías Lýðsson HSS, Ingimundur Ingimundarson UMSB, Sigurbjöm Gunnarsson UMFK og Gígja Sigurðardóttir UMSS. Fyrr- verandi stjórnarmenn, Þórir Jóns- son UMSB, Sæmundur Runólfsson USVS, Dóra Gunnarsdóttir UÍA, Magndís Alexandersdóttir HSH og Flemming Jessen USVH gáfu ekki kost á sér í stjóm. Landsmót UMFÍ1994 Meðal samþykkta á þinginu má nefna að ákveðið var að fresta 21. landsmóti UMFÍ sem vera átti á Laugarvatni 1993 til ársins 1994. Þá var ákveðið að kanna möguleika á því að fyrirhugað landsmót í Borg- arnesi verði haldið 1997 í stað 1996. Á þinginu var landsmótsreglugerðin tekin til gagngerrar endurskoðunar. Unglingalandsmót UMFÍ1992 Samþykkt var að fela Eyfírðing- um að standa fyrir unglingalands- móti UMFÍ fyrir 16 ára og yngri árið 1992, þar sem lögð verði áhersla á fjölbreytta skemmti- og afþreyingardagskrá og höfðað verði bæði til unglinga og hinna sem eldri eru. Áætlaður fjöldi keppnisgreina er 4-8 greinar, má þar nefna fijáls- ar íþróttir, flokkaíþrótt, sund og skák. Markmiðið er m.a. að stuðla að því að börn og unglingar taki áfram þátt í íþróttum og heilbrigðu líferni án vímuefna og gera smærri sam- bandsaðilum innan UMFÍ kleift að taka að sér verkefni á vegum UMFÍ. Fjölskylduhátíð í Þrastarskógi Nú eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir í Þrastarskógi sem miða að því að gera hann aðgengi- legri til íþrótta og útvistar. Á þinginu var samþykkt að stefna að því að haida fjölskyldu- hátíð ungmennafélaganna ár hvert í Þrastarskógi, fyrst árið 1992, þar sem boðið verði upp á ýmsa skemmtan, s.s. varðeld, söng, keppni í starfsíþróttum o.fl. Eflum íslenskt UMFÍ hefur frá því árið 1982 reynt að stuðla að eflingu íslensks iðnaðar, þegar það var gert að sér- stöku afmælisverkefni að hvetja til þess að fólk veldi íslenskar vörur. Þingið beindi því til stjórnar UMFÍ að kanna möguleika á aukinni bar- áttu undir kjörorðinu „Eflum ís- lenskt . (Fréttatilkynning) Bird fær480 millj. kr. fyrir nýjan samning Flestirveðja á Portland og Chicago. NBA-deildin BANDARÍSKA NBA-deildin í körfuknattleik hefst að nýju á föstu- daginn með 12 leikjum. Þetta verður 46. keppnistímabilið í NB A- deildinni. Flestir veðja á að Chicago og Portland komi til með að berjast um NBA-titilinn. Chicago mun hefja titilvörnina gegn Philadelphiu á heimavelli. Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandarikjunum Magic Johnson, LA Lakers, missir af tveimur fyrstu leikjunum, gegn Houston á föstu- dag og Dallas á laugardag. Hann hefur verið með flensu síðustu daga og læknar ráðleggja honum að hvíla sig fram yfir helgi. Michael Jordan, Chicago, hefur leikið mjög vel í æfingaleikjum að undanfömu þrátt meiðsli í vinstra hné. Nokkrir fréttamenn hafa kom- ist að því að læknar hafi skoðað hann nýlega og þá hafí komið í ljós að liðbönd væru sködduð. Hann hefur sjálfur ekki viljað staðfesta þetta og segist ætla að spila allt keppnistímabilið. Larry Bird, Boston, hefur fram- lengt samning sinn við Boston um tvö ár. Hann fær 8 milljónir doll- ara, eða um 480 milljónir ÍSK, fyr- ir nýja samninginn. Bird, sem verð- ur 36 ára í desember, verður 39 ára þegar samningi hans lýkur. Hann hefur leikið vel, eins og nýr maður eftir uppskurð á baki sl. sumar. Flestir telja að lið Chicago og Portland komi til með að beijast um titilinn og eru talin sigurstrang- iegust hjá veðbönkum. Þrátt fyrir að vesturdeildin hafí verið talin hefst að nýju á morgun sterkari í gegnum árin hafa lið úr austurdeildinni sigrað síðustu þijú árin. Það verða líklega Boston, Detroit og Cleveland sem veita Chicago harða keppni í austurdeild- inni, en Phoenix og Houston veiti liði Portland hörðustu keppnina í vesturdeildinni. Það hafa ekki verið miklar mannabreytingar í deildinni. Það sem háir liðunum í þeim efnum er svokallað „launaþak”. En liðin geta aðeins haft 12 leikmenn á launa- skrá og borgað þeim ákveðna heild- arupphæð. Þrátt fyrir að „launa- þakið” hafi hækkað nýlega hefur þetta gert framkvæmdastjórum lið- anna erfitt um vik við að losa sig við leikmenn og fá til sín aðra sterk- ari. Þetta fyrirkomulag verður í gildi næstu þijú árin, en þá rennur út samningur varkalýðsfélags leik- manna og deildarinnar. Larry Bird Morgunblaðið/Árni Sœberg Olympíunefnd heiðraði fjóra einstaklinga í síðustu viku. Á myndinni eru: Gunnlaugur J. Briem, Ragnheiður Tor- steinsson, ekkja Sveins Björnssonar, Bjarni Friðriksson og Gísli Halldórsson, formaður Olympíunefndar íslands. Hrafn- hildur Guðmundsdóttir var fjarverandi er myndin var tekin. Fjórir sæmdir æðsta heiðurs- merki Ólympíunefndarinnar ÓLYMPÍUNEFND íslands hélt upp á 70 ára afmæli sitt á fimmtudaginn í síðustu viku, en nefndin var stofnuð 29. september 1921. Á afmælis- fundinum voru fjórir einstakl- ingar sæmdir æðstu heiðurs- orðu Ólympíunefndar íslands. að voru Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, sundkona, Bjarni Friðriksson, júdókappi, Gunnlaugur J. Briem, stjórnarmað- ur í Olympíunefnd og Sveinn Björnsson, fyrrverandi forseti ÍSÍ. „Fyrir þrotlaust starf Hrafnhildar að framgangi sundíþróttarinnar, er hún sæmd æðstu heiðursorðu Ólympíunefndarinnar,” sagði Gísli Halldórsson, formaður Olympíu- nefndar, sem afhenti heiðursorð- urnar. „Þar sem Bjarni náði þeim fræki- lega árangri að fá þriðju verðlaun á Ólympíuleikunum 1984, þá ber að veita honum æðstu orðu Ölymp- íunefndarinnar samkvæmt reglu- gerð okkar,” sagði Gísli í ræðu sinni. „Fyrir langa og mikla starf, vilj- um við nú í Ólympíunefnd votta Gunnlaugi virðingu okkar og þakk- ir, og sæma hann æðstu orðu nefnd- arinnar, sem tákn þakklætis fyrir frábær störf í áratugi,” sagði Gísli. Gunnlaugur er 74 ára og eru nú 47 ár frá því hann tók sæti í stórn Glímufélagsins Ármanns og hann hefur setið í stjórn ÍSÍ í 16 ár. Jafn- framt hefur hann starfað í Ólympíu- nefnd íslands frá 1970. Sveinn Björnsson, fyrrum foseti ÍSÍ, sem nýlega er látinn, starfaði lengi að framgangi íþrótta hér á landi. Hann var varaformaður Ólympíunefndar íslands frá 1973 og gegndi því starfí í tæp 20 ár. Gísli Halldórsson sagði m.a. í ræðu sinni: „Við vinir hans söknum góðs drengs, sem starfaði alltaf með okkur af heilum hug, ávallt reiðubúinn að létta okkur störfin með því að bæta þeim á sig, þótt þau væru ærin, sem hann hafði fyrir. Auðvitað átti Sveinn að vera fyr- ir löngu búinn að fá æðsta heiðurs- merki Ólympíunefndar íslands, en svo vildi til, að það var fyrst sam- þykkt 16. september á dánardegi hans. Þess vegna vil ég nú biðja frú Ragnheiði Torsteinsson, að taka við heiðursorðunni, en hún studdi mann sinn af einhug í hans vandasömu störfum fyrir íþróttahreyfinguna,” sagði Gísli í afmælishófinu. KNATTSPYRNA / ÞYSKA BIKARKEPPNIN HORNABOLTI Minnesota sigraði í jöfnustu sögunnar * I Irslitakeppnin í bandaríska homa- boltanum, sem lauk um síðustu helgi, verður eflaust lengi í minnum höfð. Aldrei áður hefur keppnin verið eins jöfn og spennandi. Fjórir leikir unnust með minnsta mögulega mun, þrisvar þurfti að framlengja og úrslit réðust í 10. lotu í sjöunda og síðasta leik. Minnesota Twins vann Atlanta Braves 1:0, en bæði liðin voru í neðsta sæti í sínum riðli í fyrra. Útlitið var ekki sérstaklega bjart hjá Minnesota eftir fimm leiki. Staðan var þá 3-2 fyrir Atlanta, en Minne- sota átti síðustu tvo leikina heima og varð að sigra í báðum sem og lið- ið gerði. Urslitaleikurinn var frábær. „í svona leik er leiðinlegt að annað liðið verði að sætta sig við tap,” sagði Greg Olson, kastari hjá Minnesota. „En þetta var enn einn sigurinn fyrir íþróttina — hver sá, sem hafði ekki áhuga á homabolta fyrir keppnina, hlýtur nú að vera kominn á bragðið.” Almennt er talið að úrslitakeppnin hafí verið sú besta hingað til. „Keppn- in hefur aldrei verið eins hörð og sennilega var þetta sú besta,” sagði Fay Vincent, eftirlitsmaður mótsins, og þakkaði tapliðinu fyrir góða leiki. „Þið eruð líka sigurvegarar.” Gene Larkin, varamaður, átti síð- asta orðið með frábæru höggi, sem réði úrslitum. „Þetta var frábært, en það tók á taugarnar að horfa á frá bekknum.” Jack Morris, aðalkastari Minne- sota, var kjörinn besti leikmaður keppninnar. „Baráttan hjá öllum var frábær, en ég verð að óska leikmönn- um Atlanta til hamingju. Við vorum síst betri, en duttum niður á aðferð- ina, sem réði úrslitum.” Þetta var annar meistaratitill Min- nesota á fímm árum, en liðið sigraði 1987. Eyjólfiir lék mjög vel en Stuttgart féll út í kvöld Körf uknattleikur Japísdeildin kl. 20 Borgarnes Skallagrímur - Haukar 1. deild kvenna kl. 20 Kennaraháskóli ÍS - ÍBK Handknattleikur Bikarkeppni karla: Fjölbr. Br. Fjölnir - ÍR.20.00 Fjölbr. Br. Vík-b- Haukar....kl. 21.15 Höllin Ármann-b - KR-b.kl. 18.15 Höllin Fram-KR.......kl. 20.00 Eyjólfur Sverrisson lék mjög vel með VfB Stuttgart í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í ■■■■■■ knattspyrnu í gær- FráJóni kvöldi, en varð engu Halldóri að síður að sætta sig Garðarssynii vjg ^ap ygjg tapagj 0:1 fyrir Leverkusen á útivelli, eftir framlengingu. Það var varnarmaðurinn Guido Buchwald, besti maður Stuttgart í leiknum, sem varð fyrir því óhappi að gera sjálfsmark á 111. mínútu. Eyjólfur kom inn á sem varamað- ur á 55. mín. fyrir Maurizio Gaud- ino, sem meiddist. í fyrri hálfleikn- um sóttu leikmenn Leverkusen nær stanslaust, án þess þó að fá hættu- leg tækifæri. Sem dæmi um sóknarþunga heimaliðsins er að það hafði fengið 12 hornspyrnur er Stuttgart fékk sína fyrstu, á 65. mín. En víta- spyrna hefði verið réttur dómur í stað hornspyrnu í það skipti — einn leikmanna Leverkusen sló knöttinn þá greinilega viljandi úr teignum og aftur fyrir endamörk. Eyjólfur var við hlið hans og heimtaði víti, eins og félagar hans. Lið Stuttgart var svo mun betra í framlengingunni, og Byjólfur átti þátt í öllum sóknum liðsins sem voru hættulegar. Hann vann öll skallaeinvígi og „tæklingar”, sótti boltann vel til baka á eigin vallar- helming og átti mjög góðar vegg- sendingar sem sköpuðu hættu. Var yfirvegar og lék einfaldlega mjög vel. Stuttgart fékk góð færi til að gera út um leikinn, en náði ekki að skora og því fór sem fór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.