Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 NOTUÐ & NY HUSGOGIM Við bjóðum upp á margskonar húsgögn s.s. sófasett, boröstofusett, skrifborð, stóla, barnarúm, hillur, skápa og margt fleira. Seljum á góðum kjörum. Kaupum gegn staögreiðslu. BOLHOLTI 6, 105 679860 „Við konur þurfiim kalsíum.“ Kalciumkarbonat ACO íullnægir auðveldlega daglegri kalsíumþörif! Nú hafa vísindalegar rannsóknir víðs vegar um heiminn sýnt fram á nauðsyn þess að konur bæti sér upp það magn kalsíums sem þær fá ekki með fæðunni. Með því minnka líkurnar á bein- þynningu þegar líða tekur á ævina. í Bandaríkjunum halda vísindamenn því fram að konur þurfi 1500 mg af kalsíum á dag frá og með 45 ára aldri til þess að beinagrindin haldi sínu rétta kalkinnihaldi og styrk- leika. Á meðgöngu og þegar barn er haft á brjósti þurfa konur einnig á meira kalki að halda en venjulega. Kalciumkarbonat ACO eru bragðgóðar tuggutöflur með frísk- legu sítrónubragði. Stundum getur fram- sýni verið hyggileg. Vhr 17 19 34 gj Kalciumkarbonat ' p 250 rng Cr ' ACO ! § MBMÍIOO tuggtal o\ Kalciumkarbonat ACO Fæst án lyfseðils í apótekinu. Fommálabraut M.H. — In memoriam Síðari grein eftirHrafn Svein- bjarnarson Nýju fötin keisarans Það var sniðugt þegar starfandi rektor MH, sagði í útskriftarræðu sinni á vorönn 1991 að auka ætti tengsl MH við atvinnulífið og að til greina kæmi að fyrirtækjum yrði gefinn kostur á að fá námskeið fyrir starfsmenn sína í skólanum. Undirritaður og félagar hans á fornmálabraut glöddust mjög við þessi tíðindi enda var staða þeirra mjög óljós á þeim tíma. Kreppu fornmálabrautar hefði sem sagt getað lokið með stofnun blómlegs atvinnufyrirtækis í eigu nemenda á fornmálabraut sem færi fram á námskeið í latínu og grísku fyrir starfslið sitt (og eigendur). Þótt við séum miklir andstæðingar skóla- gjalda höfðum við áður skrifað bréf og boðið greiðslu fyrir þessa þjón- ustu, en því var ekki svarað. Ef við værum hins vegar fyrirtæki, losnaði skólinn við þá skömm að búa nem- endur undir háskólanám af ásetn- ingi og kæmist um leið í náið sam- band við hina heilögu kú, atvinnulíf- ið. Þar kemur mergurinn málsins: Til hvers er menntaskóli? Lög um framhaldsskóla segja út af fyrir sig ákaflega lítið um tilgang þeirra stofnana. Það er a.m.k. ekki auð- velt að botna í þessari lágkúrulegu mærð um „skilyrði til náms og þroska við allra hæfi”, „störf í at- vinnulífinu” og „þekkingu og þjálf- un í vinnubrögðum”. En þá kastar nú tólfunum þegar greinin um hlutverk skólanna í regl- ugerð um framhaldsskóla er skoð- uð. Það er eins og hún sé hönnuð af skröddurunum sem saumuðu nýju fötin keisarans forðum. Allt er svo sjálfstætt, tiilitssamt og agað að maður tárast næstum því. Gall- inn er bara sá að hún er fullkom- lega innantóm, það stendur ekkert í henni sem hönd á festir. Orðalag- ið er svo almennt og loðið að skóla- stjórnir gætu líklega upp á sitt ein- dæmi breytt framhaldsskólum í leikskóla. Það er ekki tilviljun að hér er minnst á leikskóla. Við lestur laga um leikskóla og raunar einnig laga um grunnskóla kemur í ljós að markmiðin eru furðulega áþekk og í framhaldsskólalögunum, helsti munurinn er að í þeim síðastnefndu er ekkert minnst á kristilegt upp- eldi. Hverjum þjóna bóknámsskólar? Þar sem lög og reglur um fram- haidsskóla eru farin að bjóða upp á svo margvíslega hluti innan skól- anna er augljóst að eitthvað verður undan að láta, nema fjárveitingar til þeirra margfaldist. Það þýðir að framhaldsskólar verða í raun ekki „við allra hæfi” þótt þeir séu það að nafninu til samkvæmt lögum. Yfirvöld verða því að gera upp við sig a.m.k. hvort menntaskólamir eigi að veita menntun fyrir háskóla- nám eða eitthvað annað. Það er nefnilega dálítið erfitt, bæði fyrir kennara og nemendur, þegar sitja í sömu tímum nemendur sem eru að búa sig af einhverri alvöru und- ir háskólanám og nemendur sem eru varla læsir. Kasti menntaskólar frá sér undirbúningi fyrir alvöru háskólanám til að geta búið nem- endur undir „nám á háskólastigi”, atvinnulífið, eða jafnvel lífið al- mennt, verður að finna stað fyrir hina sem þeir hafa hingað til búið undir háskólanám. Stjórn MH hefur greinilega valið hópinn sem á að þjóna best, þar þykja stoðnámskeiðin í stafsetningu af einhveijum ástæðum borga sig, en ekki latínuáfangarnir. Ég man þó ekki betur en að reyndur kenn- ari segði einhvers staðar um daginn að árangurinn af þessum núlláföng- um í stafsetningu væri yfírleitt sáralítill. Aulasósíalismi og mannfyrirlitning Meðan undirritaður var í grunn- skóla voru nemendurnir í bekknum mjög ólíkir. Kennslan var sjálfsagt miðuð við meðalnemanda og alltaf var verið að taka út úr nemendur sem höfðu litla námsgetu og stund- um iítinn námsvilja og senda þá tii sérkennara. En nemendur sem vildu og gátu lært meira en í meðallagi fengu aldrei neitt tækifæri til þess. Það líður mörgum illa í svona skóla. Þarna var farið illa með tíma flestra nemenda, og sennilega hefðu þeir allir verið betur settir með annað fyrirkomulag. Strax í grunnskóla verður að nýta tíma nemenda bet- ur, bæði tíma þeirra sem eru slakir námsmenn og duglegir. Það gengur ekki að steypa alla í sama mótið. Ekki batnar ástandið þegar komið er í menntaskóla. Þar er farið að þjóna sérstakiega nemendum sem hafa ekki getað eða nennt að læra í grunnskóla, á kostnað nemenda með vilja og getu til að læra raun- verulegar menntaskólagreinar. Það er umhugsunarvert að kennarar í MH hafa oftar en einu sinni spurt nemendur á fornmálabraut af hveiju þeir hefðu ekki farið í Mennt- askólann í Reykjavík - það væri nefnilega nóg að hafa fornmála- braut í einum skóla í Reykjavík. Varla eiga þeir við að ekki sé þar þörf fyrir fleiri en einn mennta- skóla? En þetta vissum við nú reyndar ekki, og finnst að vísu að fornmálabraut gæti þá alveg eins verið í MH. Ég spyr á móti: Af hveiju ættu menntaskólanemar að víkja úr menntaskóla fyrir fólki sem er enn á grunnskólastigi? Allt kvak um jafnrétti til náms missir marks þegar öllum, óháð námsgetu og hæfíleikum, er troðið í menntaskóla. Þannig er bæði traðkað á fólki sem hefur getu og vilja til bóknáms og fólki sem hefur getu og vilja til verklegs náms eða einhvers annars. Jafnréttið virðist eiga að felast í því að allir hljóti þá náð að taka stúdentspróf, líklega vegna þess að það er svo óskaplega ófínt að vera ekki stúdent. Liður í þessu er að farið er að krefjast stúd- entsprófs og menntunar „á háskóla- stigi” í ólíklegustu greinum sem eðli sínu samkvæmt eru alls ekki háskólagreinar. Og til þess að þetta sé hægt er nú stefnt að því að hafa stúdentsprófið ekki erfiðara en svo að langstærsti hluti þjóðarinnar geti tekið það. Þá kemur jafnvel til greina að meta störf við búðarkassa til eininga í stúdentsprófi, eins og heyrðist hér um árið úr mennta- málaráðuneytinu. Einhvern tíma var svona hugsunarháttur nefndur aulasósíalismi. Á kannski að koma þjóðinni í heimsmetabók Guinness með því að láta hana taka stúdents- próf eins og hún leggur sig? Er ekki kominn tími til að menn reyni að skilja, að þeir sem velja sér aðra leið en að taka stúdents- próf eru í alla staði jafnnýtir þjóðfé- lagsþegnar og hinir? Það þarf ekki að vera neitt feimnismál að menn- irnir eru ólíkir, og þeir sem taka stúdentspróf eru þar engin viðmið- un sem allir hinir eiga að líta upp til. Það er heimskulegur mennta- hroki og mannfyrirlitning að viður- kenna þetta ekki. Jafnrétti til náms er auðvitað sjálfsögð mannréttindi. En með jafnrétti til náms er varla átt við að aliir geti tekið stúdents- próf sem veitir inngöngu í háskóla eða þá próf í læknisfræði, heldur að aliir fái menntun við sitt hæfi, í ýmsum skólum. Hungurlúsin kennaranna Skólakerfið á íslandi virðist að hruni komið. Og það sem verra er, því virðist varla við bjargandi. Ástæðan er fyrst og fremst launa- kjör kennara. Vissulega eru margir góðir kennarar við störf í íslenskum skólum, en hvernig er hægt að búast við því að almennt fáist vel menntað og hæft fólk til kennslu fyrir þau smánarlaun sem kennur- um eru skömmtuð. Mér er auk þess sagt að hámenntuðu fólki sem sæk- ir um kennararstöðu í framhalds- skóla sé stundum hafnað og minna menntað fólk ráðið, aðeins vegna þess að það hefur próf í uppeidis- og kennslufræði. Reynsla margra er hins vegar sú að það skipti miklu meira máli að kennari sé vel að sér í sinni kennslugrein en að hann hafi lært að kenna, ef kunnáttan í sjálfri námsgreininni er svo ekki miklu meiri en hjá nemendunum. Þetta gildir auðvitað enn frekar á Afnám ríkisverndaðrar einokunar í útflutningi: Tökum því eins og öðru sem að höndum hefur borið - segir stjórnarformaður SÍF DAGBJARTUR Einarsson, stjórnarformaður Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, segir meðlimi samtakanna gera sér fulla grein fyrir því að að því geti komið að ríkisvernd á útflutningi SÍF hverfi verði samningar um evrópskt efnahagssvæði staðfestir. „Hitt er annað mál að það getur engið bannað mönnum að vera í einhverjum samtökum vilji þeir það,” sagði hann. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráð- herra, á morgunverðarfundi Versl- unarráðs íslands að nauðsynlegt væri að afnema einokun á útflutn- ingi í kjölfar EES-samninganna. Breytingar væru nauðsynlegar á þeirri einokun sem Síldarútvegs- nefnd hefði samkvæmt lögum, og einnig þyrfti ríkisvernd á útflutn- ingi Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda og útflutningsfyrir- tækja í freðfiskframleiðslu að hverfa. Benedikt Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Islenskra sjávaraf- urða hf., sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér væri ekki kunnugt um neina ríkisvemd varðandi útflutn- ing á freðfiski, og hann fengi ekki annað séð en að þessi viðskipti væru fijáls. „Ég veit ekki betur en Jón Sig- urðsson hafi sjálfur gefið útflutning á freðfiski til Bandaríkjanna frjáls- an fyrir um það bil fjórum árum síðan, og eftir því sem ég best veit þá var það það síðasta sem við höfðum. Ef hann er hins vegar að vitna í viðskipti við Sovétríkin, þá er því til að svara að engin slík viðskipti eru í gangi,” sagði Bene- dikt. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölum- iðstöðvar hraðfrystihúsanna, sagð- ist draga það mög í efa að þau ummæli sem höfð vom eftir við- skiptaráðherra væru rétt eftir hon- um höfð, þar sem honum hlyti að vera það fullkomlega ljóst að engin ríkisvernd væri á frystisamtökun- um. „Ég myndi því óska eftir því að Morgunblaðið gæfi honum kost á að leiðrétta þessi orð sín séu þau rétt eftir honum höfð,” sagði Frið- rik. I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.